Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.12.2004, Blaðsíða 21
Höfuðskraut Sumum finnst tilheyra um áramót að setja upp höfuðskraut og oftar en ekki verða litskrúðugir áramótahattar fyrir valinu. Sumum finnst hins vegar hálf- kjánalegt að vera með pappahatt á höfðinu í sparifötunum og því er hægt að velja eitthvað sem passar betur við fína kjóla, eins og falleg fjaðraskraut.[ Fann partí aldarinnar innra með sér Valdimar Flygenring tekur áramótaflugeldana með trukki en verður jafnframt meyr á áramótum. Valdimar Flygenring leikari hef- ur orðið flugeldaglaðari með aldr- inum en hann segist á árum áður aðallega hafa haldið sína áramóta- brennu og flugeldasýningu í hausnum á sér. „Það hefur sem betur fer breyst og í staðinn tek ég þátt í flugeldagríninu af lífi og sál. Þegar strákarnir mínir voru litlir voru þetta mest stjörnuljós, ég vildi auðvitað ekki vera að skelfa úr þeim líftóruna, en nú eru þeir tíu og tólf sem er akkúrat kjöraldur sprengjuáhugamanns- ins og afar heppilegt fyrir mig,“ segir Valdimar og hlær. Hann segist að vissu leyti sakna daganna þegar dugmiklir krakkar voru alstaðar að safna í brennur og rifjar upp þegar hann var sjálfur púki í Álftamýrinni og notaði des- embermánuð í brennusöfnunina. „Við vorum alstaðar að tína drasl og draga það í snjónum, all- ir í föðurlandi sem okkur klæjaði ekki einu sinni undan því við vor- um svo mikið að hamast og vera til. Nú er áramótabrennan í boði Baugs og við erum að brenna um- búðirnar utan af draslinu sem við keyptum fyrir hátíðarnar. Það er leiðinlegt að þessi hátíð, sem á að vera hátíð kærleikans, skuli snú- ast upp í að verða svona mikil neysluhátíð.“ Valdimar telur þó að fólk sé að vanda sig og reyni af fremsta megni að gera hátíðarnar sem gleðilegastar fyrir sig og sína. „Þegar ég var lítill áttu allir að vera tilbúnir þegar kirkjuklukk- urnar hringdu á gamlárskvöld, bindishnúturinn á sínum stað og allt á hreinu. Mamma var reyndar ekki alltaf með klukkuna á hreinu sjálf, en það er bara fallegt í minningunni.“ Valdimar segist verða meyr um áramót og finnst frábært þeg- ar fólk faðmast og kyssist og ósk- ar gleðilegs árs. Aðspurður segist hann aldrei hafa lent í því á gamlárskvöld að leita örvænting- arfullur að góðu partíi. „Ég hef hins vegar verið að leita að partíi aldarinnar alla ævi og hef nú loks- ins komist að því, 45 ára gamall, að þetta partí er innra með mér og hefur verið þar allan tímann.“ edda@frettabladid.is Valdimar Flygenring lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að flugeldum á gamlárskvöld. Hann er líka svo heppinn að eiga tvo stráka á kjöraldri. Fátt er áramótalegra en knöll og algengt er að sjá þau liggja við matardisk- ana á gamlárskvöld. Eitt það skemmtileg- asta við knöllin er að sjálfsögðu hvellurinn sem heyrist þegar þau eru toguð í sundur en oft er eitthvað skemmtilegt að finna innan í þeim. Í Pennanum Ey- mundsson eru til fyrir þessi ára- móti knöll með íslenskum máls- háttum sem óneitanlega auka á gleðina þessi áramótin og spenn- andi að sjá hvaða málsháttur springur út úr knallinu. ■ Knöll með íslenskum málsháttum Falleg og skemmtileg knöll fyrir áramótagleðina. Knöll með íslenskum málsháttum fást í Pennanum Eymundsson og kosta frá 1.290 kr. pakkinn. ] B O S S A V E R M I R Er kalt í bílnum? Sætisáklæði í bílinn með hita Aðeins 4.900 kr Klettháls 9 • s: 587 5547 • www.ag-car.is/motorsport Fæst einnig hjá Bónstöðinni, Njarðarnesi 1, Akureyri Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 [ ÁRAMÓTASIÐIR ] Vínberjaát og rauð nærföt Siðir um áramót geta verið skondnir og skemmtilegir. Í Cornwall í Englandi er siður að setja kol og silfurpeninga fyrir framan úti- dyrnar á nýársnótt. Það á að tryggja íbúum hússins yl og næga peninga út árið. Í Þýskalandi nota menn lauka til að spá fyrir um veðrið á nýja árinu. Sex laukar eru skornir í tvennt og salti dreift í sárin. Hver helmingur stendur fyrir einn mánuð ársins. Eftir nokkrar klukkustundir eru laukarnir skoðaðir. Ef saltið hefur horfið inn í laukinn þýðir það vætusama mánuði. Ef saltið er enn utan á lauknum þýðir það hita og þurrviðri. Í Hollandi brennir fólk jólatrén á brennum og skýtur upp flugeldum til að reka anda síðasta árs í burtu. Á nýársdag í Grikklandi er borin á borð sérstök kaka sem heitir Vassilopitta. Inni í kökunni er silfur- eða gullpeningur. Kökunni er dreift eftir strangri röð og sá sem finnur peninginn mun eiga gæfuríkt ár. Á Spáni er siður að borða 12 vínber á miðnætti á gamlárskvöld, eitt í hvert skipti sem klukkan slær. Fæstum tekst að koma niður 12 vínberjum á tólf klukkuslögum, en siðurinn vekur kátínu þar sem fólk óskar hvert öðru gleðilegs árs með fullan munn af vín- berjum. Í Austurríki borða menn svínakjöt á nýárskvöld, vegna þess að svín eru svo dugleg að róta sér áfram. Sælgæti er líka borið fram í formi grísa og svína. Humar er ekki borðaður á gamlárs- kvöld, en neysla hans boðar afturför á árinu. Á Ítalíu er mistilteinn hengdur á úti- dyrnar, en það boðar gæfu á nýju ári. Í Rúmeníu trúa menn að dýrin fái mál um miðnætti, en sömuleiðis að það boði ógæfu að heyra þau tala. Á nýársdag í Egyptalandi mega allir klæðast skærum fötum, jafnvel stúlk- urnar sem klæðast yfirleitt svörtu. Börnum er einnig gefið nammi en strákarnir fá nammi í laginu eins og strákur á hestbaki en stelpur fá nammi í laginu eins og stelpa í kjól. Í Japan standa nýárshátíðahöld í þrjá daga. Fólk klæðist nýjum fötum og hús eru skreytt með greni sem boðar æskuljóma. og styrk, bambus sem boðar heppni, og plómur sem boða visku og kjark. Á gamlárskvöld fá allir tækifæri til að hringja bjöllu í búddamusterinu þangað til hringt hef- ur verið 108 sinnum. Þeir sem ná að hringja verða hamingjusamir á árinu. Þá hafa Japanir fyrir sið að hlæja þegar klukkan slær tólf því það boðar mikla heppni. Á Srí Lanka er haldið upp á nýja árið 13. eða 14. apríl því þar er notað Hindú-dagatal. Á gamlárskvöld er eng- inn matur eldaður né kveikt á ljósum, flugeldum eða brennum heldur notar fólk tímann í að heimsækja vini og ættingja. Á Filippseyjum hoppa börnin tíu sinn- um meðan klukkan slær tólf, en það þýðir að þau muni stækka meira á nýja árinu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.