Fréttablaðið - 03.01.2005, Síða 6

Fréttablaðið - 03.01.2005, Síða 6
ARAMÓTAÁVÖRP Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra hvatti í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar eftir að hann varð forsætisráð- herra til þess að sem flestir kæmu að breytingum á stjórnar- skránni. Búist er við að stjórnar- skrárnefnd þingflokkanna verði skipuð á allra næstu dögum en Halldór boðaði að kallað yrði eftir sjónarmiðum almennings við samningu nýrrar stjórnarskrár: „Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að endurspegla þjóðarvilja. Því er brýnt að sjónarmið sem flestra komist að við þessa mikilvægu vinnu. Í alþingiskosningum 2007, þegar kosið verður um stjórnar- skrárbreytingarnar, eiga sem flestir að geta sagt: Ég hef tekið þátt í að ræða og móta stjórnar- skrána.“ Björn Ingi Hrafnsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra, segir að stofnuð verði heimasíða og tölvu- og samskiptatækni virkjuð til að auðvelda fólki að kynna sér starf stjórnarskrárnefndar og koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Halldór Ásgrímsson skýrði einnig frá því að hann hefði sett af stað vinnu til að meta stöðu ís- lensku fjölskyldunnar: „Það er ekki að ástæðulausu því ýmis teikn eru á lofti um að gömul og gróin fjölskyldugildi séu á undan- haldi með óæskilegum afleiðing- um ... Við vitum að börn þarfnast umhyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu. Nútíma- þjóðfélagið hefur breytt lífs- mynstrinu og í kjölfarið hafa samverustundir fjölskyldunnar tekið breytingum.“ Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, lagði áherslu á gildi menntunar í nýársávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar og skýrði frá því að hann hefði ákveðið að stofna til menntaverðlauna en nú þegar eru afhent útflutnings- og bókmenntaverðlaun sem eru kennd við forsetaembættið: „Það dugir þó skammt að mæla fagurt um gildi menntunar í hátíðaræð- um; við verðum að sýna í verki að þjóðin hafi einbeittan vilja í þess- um efnum. Það má aldrei aftur henda að fyrstu kynni barna af skólastarfi sé iðjuleysi mánuðum saman vegna deilna þeirra sem ábyrgð bera. Við verðum að skapa... þjóðarsamstöðu um úr- valsskóla, skóla sem eru úrval vegna gæða, aðgangsins sem er öllum opinn, jafnréttisins sem þar ræður ríkjum, úrvalsskóla sem mismuna í engu vegna efna- hags foreldranna.“ -ás 6 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR Eldri borgarar á Ísafirði óánægðir með gjaldtöku fyrir þvott á fatnaði: Niðurlæging fyrir gamla fólkið HEILBRIGÐISMÁL „Það er mikil niðurlæging fyrir gamla fólkið að þurfa að fara með fötin sín í poka til ættingja sinna,“ segir Jón Fanndal Þórðarson, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði. Aldraðir Ísfirðingar eru ósáttir við ákvörðun stjórnenda Heil- brigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar um að taka 5.500 króna gjald af vistmönnum öldrunardeildar sjúkrahússins fyrir þvott á einkafatnaði. Mun gjaldtakan gilda frá og með áramótum, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Þvottahúsi sjúkrahússins var lokað í sumar og tók efnalaug þá við þvottunum. Sjúkrahúsið hefur greitt fyrir þvott á fatnaði vist- mannanna, sem eru um fimmtán talsins, þar til nú. „Þetta er að sjálfsögðu spurn- ing um peninga þar sem þetta fólk á enga peninga,“ segir Jón og bætir við að vistmenn deildarinn- ar hafi einungis um 11.000 krónur í vasapeninga á mánuði. „Þetta eru litlar upphæðir sem skipta engu máli fyrir sjúkrahúsið en miklu máli fyrir gamla fólkið.“ ■ Starfsmenn flugfélags: Fengu skömm í hattinn WASHINGTON, AFP Harðorð skilaboð til starfsmanna bandarísks flug- félags sem tilkynntu veikindi yfir jólin voru spiluð bæði í út- varpi og sjónvarpi í Bandaríkjun- um. „Þeir sem kusu að misnota sér veikindaréttindi sín hafa brugð- ist samstarfsmönnum sínum og viðskiptavinum okkar,“ var með- al þess sem sagði í skilaboðunum. Óvenju margir starfsmenn boðuðu veikindaforföll yfir jólin, að sögn talsmanns fyrirtækisins. Auk þess myndaðist ringulreið vegna slæms veðurs og hruns tölvukerfis fyrirtækisins. ■ Aðsókn að Konukoti: Dræmari en búist var við ATHVARF Aðsókn að Konukoti, at- hvarfi fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, var dræmari en við hafði verið búist yfir jólahátíðina, að sögn Brynhildar Bárðardóttur verkefnisstjóra hjá Reykjavíkur- deild Rauða kross Íslands, sem rekur athvarfið. Hún sagði að mest hefðu dvalið 3-4 konur næturlangt í athvarfinu, sem var opið allan sólarhringinn yfir jólahátíðina. Mikið hefði verið um að kon- urnar kæmu og færu eftir að hafa staldrað við um stund. Fimm kon- ur hefðu verið samtímis í athvarf- inu þegar flest var. - jss ■ MIÐ-AUSTURLÖND VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir fyrrverandi aðstoðarfor-stjóri Íslandsbanka sem rekinn var úr starfi eftir deilur við Bjarna Ármannsson, forstjóra bankans? 2Hversu margir heilbrigðisstarfsmennfóru með vél Flugleiða til hamfara- svæðanna í Suðaustur-Asíu? 3Hverjir fengu stórriddarakross hinnaríslensku fálkaorðu? Svörin eru á bls. 30 á Hótel Örk Fjáröflunardansleikur Zontaklúbbs Selfoss til styrktar Geðhjálp á Suðurlandi 8. janúar 2005 Dansleikurinn hefst klukkan 19.00 með fordrykk. Glæsilegur fimm rétta hátíðarkvöldverður. Dansleikur með hljómsveit hússins til 03.00. Veislustjóri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Einsöngvari: Guðrún Ingimarsdóttir. Undirleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir Einleikur á fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir Hljómsveit: Veislutríóið ásamt Sigrúni Eðvaldsdóttur spilar milli 20.00 og 24.00. Matseðill: Humar og hörpuskelsmús með ástríðualdinsósu og steinseljufrauði. * Villisveppa cappuchino. * Vatnsmelónu carpaccio með ávaxtatartar og mintu. * Andabringa gljáð með mandarínu og engifer, framreidd með kryddsoðinni kartöflu og seljurótarkremi ásamt aprikósupiparsósu og ristuðum fennel. * Súkkalaðiturn á vanillugrunni með pistasiuhnetum. Verð með gistingu: 10.100,- kr. á mann í tvíbýli. Verð án gistingar: 6.800,- kr. Pantanir í síma 483 4700, info@hotel-ork.is BORGARSTJÓRN Sjö nýjar nefndir voru kosnar á borgar- stjórnarfundi fyrir jól. Reykjavíkurborg: Nýir formenn STJÓRNMÁL Borgarstjórn Reykja- víkur kaus á fundi sínum skömmu fyrir áramót í nýjar nefndir Reykjavíkurborgar sem taka munu til starfa um áramót í sam- ræmi við stjórnkerfisbreytingar sem nú er unnið að hjá Reykjavík- urborg. Formenn nefndanna hafa verið kosnir. Anna Kristinsdóttir verður formaður framkvæmda- ráðs og Íþrótta- og tómstunda- ráðs; Stefán Jón Hafstein, verður formaður menningar- og ferða- málaráðs og menntamálanefndar; Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs; Árni Þór Sigurðs- son formaður umhverfisráðs, og Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs. - ás DÝRALÍF Fiskar af erlendum upp- runa, sem algengir eru í fiskabúr- um á Íslandi, virðast lifa góðu lífi og fjölga sér ört í baðlóninu við Kaldbak sunnan Húsavíkur. Á huldu er hvernig þeir komust í lónið en getgátur eru um að ein- hver á Húsavík hafi sleppt þeim þar í tilraunaskyni. Fuglaáhugamaðurinn Gaukur Hjartarson tilkynnti Náttúrustofu Norðausturlands um fiskana síðastliðið haust. Í ljós kom að um var að ræða fangasiklíður, Cichla- soma nigrofasciatum, en kjörhiti slíkra fiska er talinn vera 24˚C. Lengstir verða þeir 12 sentimetr- ar en litasamsetning þeirra minn- ir á fangabúninga fyrr á tímum. Gaukur segir að erfitt sé að átta sig á fjölda fiska í lóninu í svartasta skammdeginu en í haust hafi þeir örugglega skipt hundr- uðum; jafnvel þúsundum. „Kæli- vatn frá orkustöð Orkuveitu Húsavíkur rennur í lónið og er það um 20 gráðu heitt yfir vetrar- mánuðina en allt að 30 gráður yfir sumarmánuðina. Miðað við fugla- líf á lóninu um jólin virðist enn vera töluvert af þessum búrfisk- um í lóninu og gæða fuglarnir sér á þeim,“ segir Gaukur. kk@frettabladid.is JÓN FANNDAL ÞÓRÐARSON Formaður Félags eldri borgara á Ísafirði er ósáttur við fyrirhugaða gjaldtöku fyrir þvott á fatnaði vistmanna öldrunardeildar Heil- brigðisstofnunar Ísafjarðar. Undarlegt fiskeldi við Húsavík: Búrfiskar í baðlóni FANGASIKLÍÐUR EÐA CICHLASOMA NIGROFASCIATUM Ekki er vitað hver sleppti þeim í baðlónið en nokkrir Húsvíkingar liggja undir grun. Stjórnarskrárnefnd: Geir, Birgir og Þorsteinn STJÓRNMÁL Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, Þorsteinn Pálsson sendiherra og Birgir Ármannsson alþingismaður verða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- skrárnefnd sem Halldór Ásgríms- son skipar á næstunni. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, skýrði frá þessu í sjón- varpsþættinum Kryddsíld á Stöð 2. Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Guð- jón Arnar Kristjánsson, verða í nefndinni. Ekki hefur verið ákveð- ið hver verður annar fulltrúi Sam- fylkingarinnar og forsætisráð- herra hefur ekki skýrt frá hverjir tveir fulltrúar flokksins verða en annar þeirra verður formaður. ■ ABBAS HVETUR TIL STILLINGAR Mahmoud Abbas, forsetafram- bjóðandi í Palestínu, hvatti landa sína til að hætta að skjóta flugskeyt- um á Ísra- elsmenn eftir að ísraelskir skriðdrekar voru send- ir á Gaza-strönd til að bregðast við flugskeytaárásum. Kosningar í Palestínu eiga að fara fram í seinni hluta janúar. ■ MIÐ-AUSTURLÖND BANDARÍKIN GAGNRÝNA SÝR- LAND Bandaríkjamenn gagnrýna sýrlensk stjórnvöld fyrir að gæta landamæranna við Írak ekki nógu vel og því eigi andspyrnu- menn auðvelt með að komast á milli landanna. Stjórnvöld í Sýr- landi hafna þessum ásökunum og segja Bandaríkjamenn ekki hafa nein haldbær rök fyrir þeim. Almenningur móti nýja stjórnarskrá Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi að stjórnarskrár- breytingar væru „verkefni okkar allra“. Forseti Íslands tilkynnti stofnun mennta- verðlauna í nýjarsávarpi sínu og sagði kennaraverkfall ekki mega endurtaka sig. FJÖLSKYLDA, MENNTUN OG STJÓRNARSKRÁ Forsætisráðherra ræddi um mikilvægi fjölskyldunnar í áramótaávarpi sínu. Forsetanum voru börnin einnig kær og talaði hann um menntun þeirra og kennaraverkfallið. 06-07 2.1.2005 20.45 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.