Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 6
ARAMÓTAÁVÖRP Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra hvatti í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar eftir að hann varð forsætisráð- herra til þess að sem flestir kæmu að breytingum á stjórnar- skránni. Búist er við að stjórnar- skrárnefnd þingflokkanna verði skipuð á allra næstu dögum en Halldór boðaði að kallað yrði eftir sjónarmiðum almennings við samningu nýrrar stjórnarskrár: „Þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og niðurstaðan á að endurspegla þjóðarvilja. Því er brýnt að sjónarmið sem flestra komist að við þessa mikilvægu vinnu. Í alþingiskosningum 2007, þegar kosið verður um stjórnar- skrárbreytingarnar, eiga sem flestir að geta sagt: Ég hef tekið þátt í að ræða og móta stjórnar- skrána.“ Björn Ingi Hrafnsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra, segir að stofnuð verði heimasíða og tölvu- og samskiptatækni virkjuð til að auðvelda fólki að kynna sér starf stjórnarskrárnefndar og koma sjónarmiðum sínum á fram- færi. Halldór Ásgrímsson skýrði einnig frá því að hann hefði sett af stað vinnu til að meta stöðu ís- lensku fjölskyldunnar: „Það er ekki að ástæðulausu því ýmis teikn eru á lofti um að gömul og gróin fjölskyldugildi séu á undan- haldi með óæskilegum afleiðing- um ... Við vitum að börn þarfnast umhyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu. Nútíma- þjóðfélagið hefur breytt lífs- mynstrinu og í kjölfarið hafa samverustundir fjölskyldunnar tekið breytingum.“ Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, lagði áherslu á gildi menntunar í nýársávarpi sínu til íslensku þjóðarinnar og skýrði frá því að hann hefði ákveðið að stofna til menntaverðlauna en nú þegar eru afhent útflutnings- og bókmenntaverðlaun sem eru kennd við forsetaembættið: „Það dugir þó skammt að mæla fagurt um gildi menntunar í hátíðaræð- um; við verðum að sýna í verki að þjóðin hafi einbeittan vilja í þess- um efnum. Það má aldrei aftur henda að fyrstu kynni barna af skólastarfi sé iðjuleysi mánuðum saman vegna deilna þeirra sem ábyrgð bera. Við verðum að skapa... þjóðarsamstöðu um úr- valsskóla, skóla sem eru úrval vegna gæða, aðgangsins sem er öllum opinn, jafnréttisins sem þar ræður ríkjum, úrvalsskóla sem mismuna í engu vegna efna- hags foreldranna.“ -ás 6 3. janúar 2005 MÁNUDAGUR Eldri borgarar á Ísafirði óánægðir með gjaldtöku fyrir þvott á fatnaði: Niðurlæging fyrir gamla fólkið HEILBRIGÐISMÁL „Það er mikil niðurlæging fyrir gamla fólkið að þurfa að fara með fötin sín í poka til ættingja sinna,“ segir Jón Fanndal Þórðarson, formaður Félags eldri borgara á Ísafirði. Aldraðir Ísfirðingar eru ósáttir við ákvörðun stjórnenda Heil- brigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar um að taka 5.500 króna gjald af vistmönnum öldrunardeildar sjúkrahússins fyrir þvott á einkafatnaði. Mun gjaldtakan gilda frá og með áramótum, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta á Ísafirði. Þvottahúsi sjúkrahússins var lokað í sumar og tók efnalaug þá við þvottunum. Sjúkrahúsið hefur greitt fyrir þvott á fatnaði vist- mannanna, sem eru um fimmtán talsins, þar til nú. „Þetta er að sjálfsögðu spurn- ing um peninga þar sem þetta fólk á enga peninga,“ segir Jón og bætir við að vistmenn deildarinn- ar hafi einungis um 11.000 krónur í vasapeninga á mánuði. „Þetta eru litlar upphæðir sem skipta engu máli fyrir sjúkrahúsið en miklu máli fyrir gamla fólkið.“ ■ Starfsmenn flugfélags: Fengu skömm í hattinn WASHINGTON, AFP Harðorð skilaboð til starfsmanna bandarísks flug- félags sem tilkynntu veikindi yfir jólin voru spiluð bæði í út- varpi og sjónvarpi í Bandaríkjun- um. „Þeir sem kusu að misnota sér veikindaréttindi sín hafa brugð- ist samstarfsmönnum sínum og viðskiptavinum okkar,“ var með- al þess sem sagði í skilaboðunum. Óvenju margir starfsmenn boðuðu veikindaforföll yfir jólin, að sögn talsmanns fyrirtækisins. Auk þess myndaðist ringulreið vegna slæms veðurs og hruns tölvukerfis fyrirtækisins. ■ Aðsókn að Konukoti: Dræmari en búist var við ATHVARF Aðsókn að Konukoti, at- hvarfi fyrir heimilislausar konur í Reykjavík, var dræmari en við hafði verið búist yfir jólahátíðina, að sögn Brynhildar Bárðardóttur verkefnisstjóra hjá Reykjavíkur- deild Rauða kross Íslands, sem rekur athvarfið. Hún sagði að mest hefðu dvalið 3-4 konur næturlangt í athvarfinu, sem var opið allan sólarhringinn yfir jólahátíðina. Mikið hefði verið um að kon- urnar kæmu og færu eftir að hafa staldrað við um stund. Fimm kon- ur hefðu verið samtímis í athvarf- inu þegar flest var. - jss ■ MIÐ-AUSTURLÖND VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir fyrrverandi aðstoðarfor-stjóri Íslandsbanka sem rekinn var úr starfi eftir deilur við Bjarna Ármannsson, forstjóra bankans? 2Hversu margir heilbrigðisstarfsmennfóru með vél Flugleiða til hamfara- svæðanna í Suðaustur-Asíu? 3Hverjir fengu stórriddarakross hinnaríslensku fálkaorðu? Svörin eru á bls. 30 á Hótel Örk Fjáröflunardansleikur Zontaklúbbs Selfoss til styrktar Geðhjálp á Suðurlandi 8. janúar 2005 Dansleikurinn hefst klukkan 19.00 með fordrykk. Glæsilegur fimm rétta hátíðarkvöldverður. Dansleikur með hljómsveit hússins til 03.00. Veislustjóri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Einsöngvari: Guðrún Ingimarsdóttir. Undirleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir Einleikur á fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir Hljómsveit: Veislutríóið ásamt Sigrúni Eðvaldsdóttur spilar milli 20.00 og 24.00. Matseðill: Humar og hörpuskelsmús með ástríðualdinsósu og steinseljufrauði. * Villisveppa cappuchino. * Vatnsmelónu carpaccio með ávaxtatartar og mintu. * Andabringa gljáð með mandarínu og engifer, framreidd með kryddsoðinni kartöflu og seljurótarkremi ásamt aprikósupiparsósu og ristuðum fennel. * Súkkalaðiturn á vanillugrunni með pistasiuhnetum. Verð með gistingu: 10.100,- kr. á mann í tvíbýli. Verð án gistingar: 6.800,- kr. Pantanir í síma 483 4700, info@hotel-ork.is BORGARSTJÓRN Sjö nýjar nefndir voru kosnar á borgar- stjórnarfundi fyrir jól. Reykjavíkurborg: Nýir formenn STJÓRNMÁL Borgarstjórn Reykja- víkur kaus á fundi sínum skömmu fyrir áramót í nýjar nefndir Reykjavíkurborgar sem taka munu til starfa um áramót í sam- ræmi við stjórnkerfisbreytingar sem nú er unnið að hjá Reykjavík- urborg. Formenn nefndanna hafa verið kosnir. Anna Kristinsdóttir verður formaður framkvæmda- ráðs og Íþrótta- og tómstunda- ráðs; Stefán Jón Hafstein, verður formaður menningar- og ferða- málaráðs og menntamálanefndar; Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs; Árni Þór Sigurðs- son formaður umhverfisráðs, og Björk Vilhelmsdóttir formaður velferðarráðs. - ás DÝRALÍF Fiskar af erlendum upp- runa, sem algengir eru í fiskabúr- um á Íslandi, virðast lifa góðu lífi og fjölga sér ört í baðlóninu við Kaldbak sunnan Húsavíkur. Á huldu er hvernig þeir komust í lónið en getgátur eru um að ein- hver á Húsavík hafi sleppt þeim þar í tilraunaskyni. Fuglaáhugamaðurinn Gaukur Hjartarson tilkynnti Náttúrustofu Norðausturlands um fiskana síðastliðið haust. Í ljós kom að um var að ræða fangasiklíður, Cichla- soma nigrofasciatum, en kjörhiti slíkra fiska er talinn vera 24˚C. Lengstir verða þeir 12 sentimetr- ar en litasamsetning þeirra minn- ir á fangabúninga fyrr á tímum. Gaukur segir að erfitt sé að átta sig á fjölda fiska í lóninu í svartasta skammdeginu en í haust hafi þeir örugglega skipt hundr- uðum; jafnvel þúsundum. „Kæli- vatn frá orkustöð Orkuveitu Húsavíkur rennur í lónið og er það um 20 gráðu heitt yfir vetrar- mánuðina en allt að 30 gráður yfir sumarmánuðina. Miðað við fugla- líf á lóninu um jólin virðist enn vera töluvert af þessum búrfisk- um í lóninu og gæða fuglarnir sér á þeim,“ segir Gaukur. kk@frettabladid.is JÓN FANNDAL ÞÓRÐARSON Formaður Félags eldri borgara á Ísafirði er ósáttur við fyrirhugaða gjaldtöku fyrir þvott á fatnaði vistmanna öldrunardeildar Heil- brigðisstofnunar Ísafjarðar. Undarlegt fiskeldi við Húsavík: Búrfiskar í baðlóni FANGASIKLÍÐUR EÐA CICHLASOMA NIGROFASCIATUM Ekki er vitað hver sleppti þeim í baðlónið en nokkrir Húsvíkingar liggja undir grun. Stjórnarskrárnefnd: Geir, Birgir og Þorsteinn STJÓRNMÁL Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, Þorsteinn Pálsson sendiherra og Birgir Ármannsson alþingismaður verða fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórnar- skrárnefnd sem Halldór Ásgríms- son skipar á næstunni. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, skýrði frá þessu í sjón- varpsþættinum Kryddsíld á Stöð 2. Formenn stjórnarandstöðuflokk- anna, Össur Skarphéðinsson, Steingrímur J. Sigfússon og Guð- jón Arnar Kristjánsson, verða í nefndinni. Ekki hefur verið ákveð- ið hver verður annar fulltrúi Sam- fylkingarinnar og forsætisráð- herra hefur ekki skýrt frá hverjir tveir fulltrúar flokksins verða en annar þeirra verður formaður. ■ ABBAS HVETUR TIL STILLINGAR Mahmoud Abbas, forsetafram- bjóðandi í Palestínu, hvatti landa sína til að hætta að skjóta flugskeyt- um á Ísra- elsmenn eftir að ísraelskir skriðdrekar voru send- ir á Gaza-strönd til að bregðast við flugskeytaárásum. Kosningar í Palestínu eiga að fara fram í seinni hluta janúar. ■ MIÐ-AUSTURLÖND BANDARÍKIN GAGNRÝNA SÝR- LAND Bandaríkjamenn gagnrýna sýrlensk stjórnvöld fyrir að gæta landamæranna við Írak ekki nógu vel og því eigi andspyrnu- menn auðvelt með að komast á milli landanna. Stjórnvöld í Sýr- landi hafna þessum ásökunum og segja Bandaríkjamenn ekki hafa nein haldbær rök fyrir þeim. Almenningur móti nýja stjórnarskrá Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi að stjórnarskrár- breytingar væru „verkefni okkar allra“. Forseti Íslands tilkynnti stofnun mennta- verðlauna í nýjarsávarpi sínu og sagði kennaraverkfall ekki mega endurtaka sig. FJÖLSKYLDA, MENNTUN OG STJÓRNARSKRÁ Forsætisráðherra ræddi um mikilvægi fjölskyldunnar í áramótaávarpi sínu. Forsetanum voru börnin einnig kær og talaði hann um menntun þeirra og kennaraverkfallið. 06-07 2.1.2005 20.45 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.