Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 10
„Það er bara allt fínt að frétta af mér,“ segir Sigurjón Þórðarson, þing- maður Frjálslynda flokks- ins, þegar blaðamaður truflar hann við tölvu- leikjaspil og innir hann eftir tíðindum. Sigurjón á tvö heimili eins og svo margir lands- byggðarþingmenn og hef- ur varið jólafríinu á Sauð- árkróki þar sem hann sinnir börnunum sínum og heldur við heimasíð- unni sinni, sigurjon.is. „Veðrið er búið að vera þannig að ég hef bara verið hérna á Króknum og lítið komist til að heilsa upp á umbjóðend- ur, en það stendur til bóta. Það er smá móttaka í Kiwanishúsinu á Sauðár- króki fyrir þá sem hafa lagt flokknum lið og svo fer ég náttúrlega á þrett- ándaball hjá Karlakórnum Heimi í kvöld, það má ekki gleyma því.“ Sigurjón er rómaður sundkappi og syndir dag- lega og segist yfirleitt synda í Laugardagshöll en fer líka í Vesturbæjarlaug- ina. „Ég reyni yfirleitt að ná tveimur kílómetrum og fer svo í pottana. Maður fær oft góða punkta þar.“ ■ Á þrettándaball með Karlakórnum Heimi HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR. 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Skínandi gott skíða- tímabil framundan Útlit er fyrir að gott skíðatímabil sé í upp- siglingu. Snjór er með mesta móti á skíðasvæð- unum og sala á skíðum og snjóbrettum hefur verið með ágætum, enda ekki vanþörf á eftir mörg mögur ár. Kalt hefur verið í veðri undan- farnar vikur og ofankoma tals- verð. Á meðan ökumenn bölva færðinni í sand og ösku brosa skíðamenn í kampinn yfir öllum snjónum sem kyngir niður í fjöll- in. Þeir hafa aldeilis ástæðu til að kætast þessa dagana því nú er búið að opna flest skíðasvæði og er færi víðast gott. „Við höldum að það hafi ekki verið jafn mikill snjór síðan 2000,“ segir Logi Sigurfinnsson, framkvæmda- stjóri skíðasvæða Reykjavíkur, en síðustu ár hafa verið mögur og af- koman því slök. Að sögn Loga hafa starfsmenn í nógu að snúast þessa dagana við að troða snjó og setja upp lyft- urnar. „Sumir furða sig á því af hverju alltaf er verið að gera þetta þegar loksins opnar en frá síðasta opnunardegi hefur ein- faldlega verið sturtuvitlaust veður, eins og við köllum það.“ 2. janúar voru ríflega tvö þúsund manns í Bláfjöllum og er það góð byrjun. Í Skálafelli er búið að skipta um stóla í lyftunni og verið er að reisa nýja og fullkomna stólalyftu í Bláfjöllum sem mun geta flutt 2.400 manns á klukkustund upp á fjallstoppinn á örskotsstundu. Uppsetningin hefur reyndar að- eins dregist en Logi hefur litlar áhyggjur af því. „Ég vil frekar vera í þeirri stöðu að það frestist um einhverjar vikur á meðan svæðið er opið heldur en að lyftan sé tilbúin og enginn snjór.“ Skíðin rifin út „Þetta lítur bara vel út núna. Fullt af snjó og allt opið. Kannski er bara komið að því,“ segir Helgi Benediktsson, hjá útivistarversl- uninni Útilífi, ánægður með skíða- söluna að undanförnu. „Síðustu ár hafa verið hörmung,“ bætir hann við en vegna mildrar veðráttu keyptu landsmenn til skamms tíma fá skíði og snjóbretti. Helgi segir að vel hafi selst af skíðaútbúnaði fyrir jólin enda hefur veturinn verið nokkur harð- ur. „Brettin eru að fara meira til krakkanna en eldra fólkið og þeir sem fara til útlanda eru náttúr- lega meira á skíðunum. Það breyt- ist ekkert sama hvernig tíðin er hér heima,“ segir Helgi. Að sjálfsögðu er Helgi þegar búinn að renna sér nokkrar salí- bunur. „Ég er búinn að fara aðeins með krakkana, upp í Skálafell og Bláfjöll. Færið var mjög fínt, það þarf bara að gera klárar fleiri lyftur og opna þetta allt saman.“ Með skíðin í annarri hendi og gítarinn í hinni Eyjólfur Kristjánsson tónlistar- maður er annálaður skíðaáhuga- maður. „Ég fer á skíði hérna heima þegar tíðin er góð, en hún hefur verið léleg undanfarin ár. Mér líst nú samt betur á þetta núna heldur en oft áður,“ segir Eyfi hress í bragði. Hann rennir sér að mestu í Bláfjöllum og Skálafelli en fer lítið út á land til þess arna. „Ekki nema að ég sé að spila fyrir norðan, þá kippi ég skíðunum með.“ Eyjólfur var ekki hár í loftinu þegar hann steig fyrst á skíði en hann hefur alltaf jafn gaman að þessu. Eitthvað hefur Eyfi spennt á sig snjóbretti og finnst það fínt. „Ég tek samt skíðin fram yfir enda orðinn stálpaður unglingur.“ sveinng@frettabladid.is Kiefer SutherlandÍslandsvinur í sprengjulosti eftirgamlárskvöld Mamma fékk alzheimerþegar pabbi dó Eiður Smári Tveggjabarna faðir með 400 milljónir á ári Bls. 32-33 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 6. TBL. – 95. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2005 ] VERÐ KR. 295 Frásögn Hákons Eydal afmorðinu á fyrrum sam-býliskonu sinni og barns-móður, Sri Rahmawati,er óhugnanleg lýsing áhugarheimi manns semfremur hrottalegt morð.Í viðtali sem DV tók viðHákon í gegnum bréfa-skriftir segir hann allahafa brugðist sér íforsjárdeilu þeirra Sri.„Og ég er enn öskureiðurvið alla,” segir HákonEydal. í sinn Bls. 12-14 Málsvörn morðingja Bréf Hákons Eydal í heild sinni Bls. 38-39 Millarnir og húsin þeirra ill i i i 10 leiðirtil að losna við jólakílóin Flottustupiparsveinarnir Helga Vala Helgadóttir FR ÉT TA B LA LÐ IÐ /G VA FR ÉT TA B LA LÐ IÐ /G VA BLÁFJÖLL Rólegt var í brekkunum í gær en viðbúið er að umferðin vaxi með hækkandi sól. HELGI Í ÚTILÍFI EYJÓLFUR KRISTJÁNSSON FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.