Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 20
8. janúar 2005 LAUGARDAGUR20
Mesta þarfleysan
Stöð 2 var með frétt um að ekkert hefði enn-
þá orðið af því að skaffa landsbyggðarþing-
mönnum aðstoðarmenn eins og samþykkt
var við síðustu kjördæmabreytingu. Það var
aldeilis þörf á að rifja þetta þjóðþrifamál
upp. Um leið kom reyndar fram að eitthvað
af peningunum sem áttu að fara í þetta eru
þegar komnir í umferð hjá flokkunum – eða
það skildist mér á viðtali við Einar Kr. Guð-
finnsson. Annars er þetta einhver mesta
þarfleysa í sögu Alþingis – og er þó af nógu
að taka. Þingmenn eru meira eða minna í fríi
allt árið, flestir þeirra eru mjög verklitlir –
það er verið að búa til vinnu fyrir þá með því
að senda þá út og suður í alþjóðlegt sam-
starf. Þegar þeir eru heima eru þeir svo að
kokka upp mál eins og að setja fánann í
þingsal, breyta þjóðsöngnum og banna aug-
lýsingar á óhollum mat. Það þarf enga að-
stoðarmenn í þessháttar.
Egill Helgason á visir.is
Ríkisstjórnin að springa?
Hvenær byrjuðu menn fyrst að spá því að
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins myndi springa? Þetta er þriðja
ríkisstjórn flokkanna í röð og ég held að ég
hafi alveg örugglega heyrt svona spádóma
fyrst áður en fyrsta kjörtímabilið var á enda,
1999. Síðan heyrist þetta reglulega og spá-
dómarnir tóku kipp eftir stólaskiptin í haust.
Nú geta menn haft sínar skoðanir á þessari
ríkisstjórn en ég hef aldrei skilið þessar pæl-
ingar um stjórnarslit. Þeim fylgja frasar eins
og „valdþreyta“, sem raunar er líka notaður í
annarri merkingu og fær þá heldur meira
vægi, og að „þreyta og pirringur“ sé „á
stjórnarheimilinu.“ – Mér er þetta algjörlega
óskiljanlegt. Öll þessi ár hefur aldrei neitt
gerst sem bent hefur til yfirvofandi stjórnar-
slita, ekki minnsti vottur af hættu um slíkt
hefur nokkurn tíma legið í loftinu.
Ágúst Borgþór Sverrisson á agust-
borgthor.blogspot.com
Það kom mörgum á óvart þegar Þorsteinn Pálsson,
sendiherra í Kaupmannahöfn, var skipaður í stjórnar-
skrárnefnd, eini nefndarmaðurinn sem er embættis-
maður en ekki starfandi stjórnmálamaður. Þessi skip-
an hefur ýtt undir sögusagnir um að Þorsteinn muni
senn snúa heim til Íslands og til nýrra starfa. Fyrir
skömmu var eiginkona hans, Ingibjörg Rafnar,
ráðin umboðsmaður barna. Vinirþeirra
hjóna segja þau einkar samrýnd og telja
afar ólíklegt að Þorsteinn vilji búa
áfram í Danmörku, aðskilinn frá
konu sinni.
Þorsteinn er fæddur árið
1947 á Selfossi og lauk lög-
fræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands árið 1974. Um nær tíu
ára skeið starfaði hann
sem blaðamaður, fyrst á
Morgunblaðinu og síðan
sem ritstjóri Vísis. Hann
varð framkvæmdastjóri
Vinnuveitendasambands
Íslands árið 1979. Margir
hrifust af framgöngu
hans í því starfi, hann þótti
rökfastur og flytja mál sitt
vel og af yfirvegun. Hann
kvaddi Vinnuveitendasam-
bandið árið 1983 til að ger-
ast þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins og formaður
flokksins. Hann varð fjár-
málaráðherra árið 1985 og síðan
ráðherra Hagstofu Íslands og iðn-
aðarráðherra.
Formennska hans í Sjálfstæðis-
flokknum var enginn dans á rósum.
Albert Guðmundsson gekk úr
flokknum, stofnaði Borgaraflokk-
inn og vann glæsilegan sigur í þing-
kosningum árið 1987. Fylgistap
Sjálfstæðisflokks var mikið en
þrátt fyrir það var mynduð ríkis-
stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsókn-
arflokks og Alþýðuflokks. Þorsteinn
Pálsson var orðinn forsætisráðherra,
einungis fertugur að aldri.
Ári seinna, 1988, var ríkisstjórn hans
sprengd í beinni útsendingu í sjónvarpi, eins og frægt
er orðið, þegar Jón Baldvin Hannibalsson og Stein-
grímur Hermannsson sögðu að ekki væri hægt að
halda stjórnarsamstarfinu áfram og kenndu um sam-
starfserfiðleikum við Þorstein. Davíð Oddsson hirti
síðan af honum formannssætið í Sjálfstæðisflokknum
í hörðum kosningum á landsfundi árið 1991. Stuðn-
ingsmenn Þorsteins sögðu mótframboð Davíðs
ódrengilegt en stuðningsmenn Davíðs sögðu að
frammistaða Þorsteins í
formannsembætti hefði borið með sér að hann
hefði ekki nægan pólitískan kraft til að gegna því.
Kannski var Þorsteinn of ungur og reynslulaus þegar
hann varð formaður og forsætisráðherra, allavega
virðist sem hann hafi ekki haft til að bera næg pólitísk
klókindi.
Þorsteinn varð síðan sjávarútvegsráðherra og
dóms- og kirkjumálaráðherra í ríkisstjórn Davíðs.
Hann lét af ráðherraembætti árið 1999 til að verða
sendiherra í London og síðan í Kaup-
mannahöfn.
Jón Baldvin Hannibalsson
kvartaði undan því á sínum
tíma að Þorsteinn væri lít-
ill gleðimaður sem vildi
fremur vera heima en
skemmta sér með hin-
um strákunum í ríkis-
stjórninni. Þorsteinn
er sagður dulur
maður og einrænn.
Sumir kvarta und-
an því að hann
hafi ekki næga út-
geislun, virki
þurr á manninn
og jafnvel leið-
inlegur. Þeir
sem þekkja Þor-
stein segja þetta
rangt mat, Þor-
steinn hafi kannski
ekki áberandi mikla
útgeislun á opinber-
um vettvangi en hann
hafi ákaflega hlýja og
góða nærveru, eins og
þeir kynnist sem um-
gangist hann reglu-
lega.
Þorsteinn er
hæverskur og hið
mesta prúðmenni. Rót-
tæk blómaskreytingar-
kona í blómabúð hafði
ekki miklar mætur á
þessum ráðherra íhalds-
ins en öðlaðist algjörlega
nýja sýn á hann þegar
hann gekk inn í búðina. Þar
mætti hún kurteisum og
háttvísum manni sem hún
minnist enn, mörgum árum
seinna, sem hins fullkomna viðskiptavinar.
„Hann er seigur og lipur, orðinn yfirvegaður með
árunum og lagafróður,“ segir fyrrum andstæðingur
Þorsteins í pólitík, sem fagnar setu hans í stjórnar-
skrárnefnd. Þorsteinn hefur staðið sig vel í sendi-
herraembætti en nú er veðjað á heimkomu hans.
Kunnugir telja nær útilokað að hann snúi aftur í póli-
tík. Blaðamennskan kann hins vegar að heilla hann.
Einhverjir eru þegar farnir að veðja á hann sem rit-
stjóra Morgunblaðsins. Tíminn mun leiða í ljós hvort
sú spá rætist. ■
MAÐUR VIKUNNAR
Seigur og lipur
ÞORSTEINN PÁLSSON
SENDIHERRA
TE
IK
N
: H
EL
G
I S
IG
. W
W
W
.H
U
G
VE
R
K
A.
IS
Það er ekki að ástæðulausu að
menn hafa skiptar skoðanir á vali
íþróttafréttamanna á Íþróttamanni
ársins. Íslendingar fylgjast mikið
með sínum íþróttamönnum, hvort
sem þeir leika með einhverju
neðstu deildar liði eða eru í
fremstu röð í heiminum. Það þurfti
ekki að koma neinum á óvart sem
hefur fylgst með þessari karla- og
fótboltaklíku, sem sá félagsskapur
er, hver varð fyrir valinu. En mér
finnst mörgum gleymast að það er
himinn og jörð á milli þess að vera
áhugamaður á Íslandi eða leika í
enskri úrvalsdeild með 6 milljónir
í laun á viku.
Ég talaði um karla- og fót-
boltaklíkuna sem valdi þennan
frægasta Íslandsson sem íþrótta-
mann ársins. Þetta eiga að heita
„fréttamenn“; mér dettur í hug
hvort þeir séu svo blindaðir af
boltanum að þeir hafi ekki heyrt
um frammistöðu Kristínar Rósar
Hákonardóttur á Ólympíuleikum
fatlaðra, ekki heyrt talað um þá
viðurkenningu sem Sjónvarpsstöð-
in Eurosport, í samstarfi við Al-
þjóðaólympíuhreyfinguna (IOC),
hefur frá árinu 2000 veitt til þeirra
íþróttamanna í Evrópu sem skarað
hafa fram úr í hinum ýmsu íþrótta-
greinum. Í ár tilnefndu 28 alþjóða-
sambönd alls 54 íþróttamenn
vegna framúrskarandi árangurs á
árinu og veittu þessir einstakling-
ar viðurkenningum sínum viðtöku
í hófi sem haldið var þeim til heið-
urs hinn 18. október sl. í höfuð-
stöðvum IOC í Lausanne í Sviss.
Meðal þeirra íþróttamanna sem
viðurkenningu hlutu var Kristín
Rós Hákonardóttir sem var til-
nefnd til þessara verðlauna af
hálfu Alþjóðaólympíuhreyfingar
fatlaðra (IPC) ásamt knapanum
Lee Pearson frá Bretlandi en þetta
var í fyrsta sinn sem fatlaðir
íþróttamenn voru meðal þeirra
sem viðurkenningar hljóta. Og
Kristín Rós hefur ekki 6 milljónir á
viku til að stunda sína íþrótt.
Kristín Rós er meistari á heims-
vísu, en Eiður Smári er launaður
félagsmaður, sem mér vitandi
hefur ekki unnið til meistaratitils í
sinni grein.
Formaður þessara samtaka
varði þetta val af mikilli hörku á
Rás 2 fyrir nokkrum dögum. Raus-
aði upp úr sér tölum um hvað
hefðu verið margir ófatlaðir í
Aþenu og síðan hvað fáir fatlaðir.
Honum láðist að geta hve margir
ófatlaðir afreksmenn í íþróttunum
eru í heiminum, ef það er þá til
nokkur tala um það, og hvað marg-
ir af þeim komast á Ólympíuleik-
ana! Ég hef það á tilfinningunni að
þegar öll kurl koma til grafar þá sé
hlutfallið fötluðum ekki í óhag.
Þeirra sigrar hafa verið, að
margra mati, margfaldir á við
sigra ófatlaðra, sem eiga þó allt
gott skilið.
En þekking og hlutleysi „karla-
og fótboltaklíkunnar“ sem ég hef
áður leyft mér að kalla svo er nátt-
úrlega miklu meiri og vísari en
samherjar þeirra sem velja fyrir
hönd Alþjóðaólympíuhreyfinguna
(IOC) og Alþjóðaólympíuhreyfing-
ar fatlaðra (IPC)
Það skal tekið fram svo ekki
gæti misskilnings að Eiður Smári
er afbragðs íþróttamaður og ör-
ugglega drengur góður og þessar
línur eru ekki skrifaðar honum til
hnjóðs, en það hefði átt að velja
hann á öðrum vettvangi. ■
Íþróttafréttamenn ekki traustsins verðir
Endurskoðun stjórnarskrárinnar
Nálgun forsætisráðherra í þessu máli, þ.e.
að binda endurskoðunina [á stjórnar-
skránni] einkum við þá kafla hennar sem
fjalla um forseta Íslands, ríkisstjórn og
dómsvaldið er nokkuð athyglisverð. Sérstak-
lega er hún athyglisverð í ljósi umræðunnar
á undanförnum misserum. Í þeirri umræðu
hefur mikið verið rætt þjóðaratkvæða-
greiðslur, þ.e. hvort fella eigi út svonefndan
málskotsrétt forseta og setja inn ákvæði þar
sem tiltekinn hluti kosningabærra manna
getur krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um
lagafrumvörp sem Alþingi hefur samþykkt.
Afar líklegt er að ákvæði þess efnis að
ákveðinn hluti kosningabærra manna, eða
ákveðinn hluti þingmanna, geti krafist þjóð-
aratkvæðagreiðslu, muni ekki verða í I., II.
eða V. kafla stjórnarskrárinnar. Slík ákvæði
eiga heima í III. kafla stjórnarskrárinnar þar
sem fjallað er um kosningar til Alþingis, eða
þá IV. kafla hennar þar sem fjallað er al-
mennt um Alþingi, þ.e. starfskipan o.fl. Í
dönsku stjórnarskránni er að finna ákvæði
um að þriðjungur þingmanna geti krafist
þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt laga-
frumvörp. Þetta á reyndar ekki við um öll
frumvörp, t.d. ekki um fjárlög, skattalög o.fl.
Ákvæði þetta er í þeim kafla dönsku stjórn-
arskrárinnar sem fjallar um þingið, þ.e. sem
samsvarar IV. kafla í íslensku stjórnar-
skránni. Af ofangreindu má líklega ráða að
ef einlægur vilji stendur til þess að setja í ís-
lensku stjórnarskrána ákvæði um heimildir
borgaranna, eða minnihluta þingmanna, til
að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um ein-
stök samþykkt lagafrumvörp þá geti endur-
skoðun á henni ekki aðeins miðast við I., II.
og V. kafla hennar. Hugsanleg ákvæði um
þjóðaratkvæðagreiðslu eiga nefnilega
heima í III. eða IV. kafla hennar.
Arnar Þór Stefánsson á deiglan.com
Allt að verða uppselt
Seltjarnarnesið er ... landminnsta sveitarfé-
lagið á Íslandi, aðeins um 2 ferkílómetrar að
flatarmáli og fyrsta sveitarfélagið sem kemst
í þá nýstárlegu og merkilegu stöðu að allt er
að verða „uppselt“, þ.e. reitir sem eru eftir til
að byggja á eru að verða fullnýttir. Þessi ný-
stárlega staða krefst þess því enn frekar en
ella að bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi nái
sátt við íbúana um síðustu möguleikana á
uppbyggingu og að afar vel takist til. Að því
verki verða forystumenn í bæjarstjórninni
að koma með opnum huga.
Siv Friðleifsdóttir á siv.is
AF NETINU
AF NETINU
ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR
NESKAUPSTAÐ SKRIFAR UM
VAL Á ÍÞRÓTTAMANNI ÁRSINS