Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 08.01.2005, Blaðsíða 26
Skafa bílinn Ef þarf að skafa af bílnum er best að setja hann í gang og láta blástur á fram- rúðuna, þannig að hitinn losi aðeins um ísinn á rúðunni. Því næst skal byrja að bursta allan lausan snjó af bílnum og skafa rúðurnar. Mjög mikilvægt er að aka ekki af stað fyrr en búið er að skafa allar rúður og spegla.[ ] Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 B O S S A V E R M I R Er kalt í bílnum? Sætisáklæði í bílinn með hita Aðeins 4.900 kr Klettháls 9 • s: 587 5547 • www.ag-car.is/motorsport Fæst einnig hjá Bónstöðinni, Njarðarnesi 1, Akureyri Útlitsbreytingar og nýr búnaður Nýi Terracan jeppinn er meðal annars með nýja læsingu í millikassanum. Hyundai Santa Fe og Terracan jepparnir hafa farið í gegnum talsverðar breytingar sem kynntar verða hjá B&L um helgina. Nýjar útgáfur af Hyundai Santa Fe sportjeppanum og Terracan jeppanum verða kynntar nú um helgina hjá B&L. Báðir jepparnir hafa fengið and- litslyftingu er svo má að orði komast en auk nýrra áherslna í útliti og staðalbúnaði, er nýjan búnað að finna í þeim báðum. Útlitsbreytingin á Santa Fe sést best að framan- verðu, þar sem grillið og umgjarðir framljósanna hafa tekið nokkrum breytingum og að innanverðu hefur m.a. mælaborðið fengið nýtt svipmót. Hvað búnaðinn varðar þá er Santa Fe kominn með mun þróaðra fjórhjóladrif en áður, en sérstakur raf- eindabúnaður miðlar afli til hjólanna eftir aðstæð- um, sem þýðir að fjórhjóladrifinu er ekki beitt nema þess sé þörf. Þetta dregur úr eldsneytisnotk- uninni, auk þess sem þessi nýi búnaður býður upp á læsingu á milli fram- og afturöxla. Dökkar aftur- rúður, skriðstillir, aksturstölva og leðurklætt stýri er meðal þess sem bætist við staðalbúnaðinn í nýju útgáfunni af Santa Fe. Þá er upphitun fyrir rúðu- þurrkurnar í framrúðunni, sem dregur úr skemmd- um á þeim af völdum frosts þegar kalt er í veðri. Terracan jeppinn hefur einnig verið uppfærður og er meðal annars með nýja læsingu í millikassan- um. Til viðbótar má nefna að tölvustýrð loftkæling og útimælir hafa m.a. bæst við staðalbúnaðinn ásamt 3 punkta öryggisbelti í miðjusætinu aftur í. Þá liggur Terracan afar vel við breytingum þar sem hann er smíðaður á grind, auk þess sem hann stærð- arinnar vegna rúmar allar jeppabreytingar afar vel. ■ Það sem hæst ber hjá Ræsi um þessar mundir er að 30. des- ember síðastliðinn var gengið frá úthlutun nýrrar lóðar fyrir fyrirtækið. Hún er við Krókháls á gatnamótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. „Við erum í startholunum að selja hús- eignir okkar við Skúlagötu,“ segir Hallgrímur Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Ræsis. „Við höfum áhuga á að ræða við bygg- ingaverktaka um byggingu á nýju húsnæði og sölu á því gamla og ekki væri verra að gera það í beinum skiptum,“ segir Hallgrímur. Í frétt sem birtist á síðustu bílasíðu Fréttablaðsins, 18. desem- ber síðastliðinn, kom fram að formleg samvinna væri milli Ræsis og fyrirtækisins Master sem einnig selur bíla af gerðinni Mercedes Benz. Það er ekki rétt og átti Ræsir engan þátt í kynningu Mercedes Benz bifreiðarinnar sem kynntur var hjá Master daginn áður. Hitt er rétt að hjá Ræsi er veitt þjónusta við Mercedes Benz bíla óháð því hvar þeir eru keyptir. Hjá Ræsi hf. eru seldir bæði fólksbílar, sendi- og vörubílar og veitt þjónusta við bifreiðaeigendur, fyrst og fremst eigendur Mazda bíla og bifreiða frá Daimler Chrysler samsteypunni eða Mercedes Benz, Chrysler, Jeep og Dodge. „Þetta eru þær teg- undir sem við erum best í stakk búnir til að þjónusta,“ segir Hallgrímur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ræsis. „En í prinsippinu þjónustum við alla.“ Hjá Ræsi eru bæði seldir nýir og notaðir bílar og einnig eru kaupendum útvegaðir bílar er- lendis frá að sögn Hallgríms. ■ Ræsir stefnir á Krókháls Hjá Ræsi er veitt þjónusta við eigendur Mercedes Benz óháð því hvar bíllinn er keyptur. Ræsishúsið við Skúlagötu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.