Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 27
LAUGARDAGUR 8. janúar 2005
ALLT Á EINUM STAÐ
• HEILSÁRSDEKK
• OLÍS SMURSTÖÐ
• BÓN OG ÞVOTTUR
• HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• NAGLADEKK
• RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• BREMSUKLOSSAR
• PÚSTÞJÓNUSTA
SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
Volkswagen hefur sent frá sér
kynningu og ljósmyndir af nýjum
Volkswagen Passat sem frum-
sýndur verður í febrúar 2005.
Bíllinn hefur verið endurhannað-
ur að miklu leyti
og þar á meðal
útlit hans, vél og
h j ó l a b ú n a ð u r.
Einnig hefur
verið bætt í hann
ýmsum tækja-
búnaði til að
mæta nútíma-
kröfum og má
þar nefna Blu-
etooth-símkerfi, hágæða hljóm-
flutningskerfi, rafmagnsknúinn
handhemil, sjálfvirka árekstrar-
vörn og nýtt loftræstikerfi.
Bílinn verður hægt að fá með
bensínvél eða dísilvél. Bensínvél-
arnar eru fjögurra strokka FSI
vélar með einsleitri beinni inn-
spýtingu og skila 115, 150 og 200
hestöflum. 3,2 lítra V6 FSI-vélin
skilar 250 hestöflum og verður
öflugasta Passat-vélin þegar hún
verður kynnt á síðasta ársfjórð-
ungi 2005. Minnsta vélin með er
102 hestöfl og er eina bensínvélin
sem áður hefur sést í Passat.
Þrjár TDI-dísilvélar verða nú not-
aðar í Passat í
fyrsta sinn. Um
er að ræða vélar
í stærðunum
105, 140 og 170
hestöfl. Með tím-
anum verða
þessar dísilvélar
einnig búnar
d í s i l a g n a s í u .
Öflugasta TDI-
vélin er búin hinni nýju og háþró-
uðu Piezzo-stýrðu beinu háþrýsti
innspýtingu og tveimur jafnvæg-
isásum og sama máli gegnir um
140 hestafla TDI-vélina. Með 105,
140 og 170 hestafla dísilvélunum
er hægt að fá sex gíra sjálfskipt-
ingu og hinn háþróaði tvíkúplaði
DSG-gírkassi fæst með tveimur
öflugustu TDI-vélunum. Síðar
koma einnig á markað gerðir
búnar 4MOTION aldrifinu. ■
Nýr Volkswagen Passat kynntur
Í febrúar á næsta ári mun Volkswagen frumsýna nýjan Passat
Aftan á hinum nýja Passat eru LED díóðuljósin áberandi einkenni en þau vísa í gerð
sinni til hins hringlaga forms ökuljósanna.
Samstarf um þróun
blendingsvéla
Daimler Chrysler og General Motors
taka upp samstarf.
Bílaframleið-
endurnir Daim-
ler Chrysler og
General Motors
hafa undirritað
viljayfirlýsingu
um samstarf
við þróun á blendingsvélum fyrir bíla.
Samstarfið mun flýta fyrir þróun þess-
ara véla og verða bæði bifreiðaeigend-
um og umhverfinu til góða samkvæmt
upplýsingum frá Daimler Chrysler. Fyrir-
tækin hyggjast þróa í sameiningu vélar,
rafmótora og drifbúnað fyrir allar gerðir
af þeim bílum sem báðir framleiða. Um
er að ræða GM, Chrysler og Mercedes
Benz bíla.
Áfram veginn
Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar
Eyðir’ann of miklu?
Til að mótor virki þarf hann eldsneyti, loft og hita (sem í bensínbílum
er framkallaður með rafneistum úr kertum en í dísilbílum með þjöpp-
un á lofti). Með því að sjá til þess að þessi þrjú kerfi séu í lagi má oft
minnka eldsneytiseyðslu, sérstaklega í bílum sem hafa verið keyrðir
í 3-4 ár eða lengur.
Kíkjum á nokkur einföld og ódýr atriði sem geta gert gæfumuninn:
Skiptu um loftsíu ef hún er óhrein. Því betra loftflæði, því auðveld-
ari vinna fyrir vélina. Einnig er hægt að fá háflæðisíur sem auka afl-
nýtingu og minnka eyðslu enn meira.
Gott er að setja ísvara í eldsneytið yfir vetrarmánuðina til að koma
í veg fyrir rakamyndun. Vatnsþynnt eldsneyti skilar lélegri vinnslu
sem kallar á meiri inngjöf og eyðslu. Eldsneytissían getur líka safnað
í sig óhreinindum og ágætt er að skipta um hana til dæmis annað
hvert ár.
Ný kerti geta gætt vélina nýju lífi ef gangurinn er orðinn ójafn eða
grófur. Kertaþræðina ætti líka að endurnýja reglulega. Gamlir
þræðir flytja illa rafmagn til kertanna og koma í veg fyrir að þau geti
sinnt hlutverki sínu. Nýir þræðir verða að vera í sömu lengdum og
þeir gömlu og passa þarf að hver þeirra sé settur á réttan stað á
kveikjunni og í rétt kerti.
Nokkur önnur atriði er rétt að nefna. Allur óþarfa farangur og
annað sem eykur þyngd bílsins eða loftmótstöðu (golfsett í skottinu,
toppgrind, opinn gluggi o.þ.h.) eykur eyðslu. Það sama má segja um
gamla mótorolíu sem smyr illa. Þá eykst viðnám núningsflata í vél-
inni og orkuþörfin eykst.
Það er góð regla að athuga loftþrýsting í dekkjum í hverjum mán-
uði. Yfirleitt er hægt að finna kjörloftþrýsting á dekkjunum sjálfum
eða í falsi bílstjórahurðar. Það borgar sig að eiga loftmæli til að halda
þrýstingnum réttum allt árið um kring. Hann minnkar nefnilega í
kulda en eykst í hita. Of lin dekk auka eldsneytisþörf en of hörð dekk
hafa minna veggrip og eru því stórhættuleg.
Að lokum má svo minna á að hægri fóturinn getur verðlaunað þig
með hálfum eða heilum tank ef þú notar hann sparlega. Sleppum
glannaakstrinum og notum peningana í eitthvað annað. ■