Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 39

Fréttablaðið - 08.01.2005, Page 39
til svara. Hann er búinn að tala út í myndinni. „Jú, auðvitað fá ýmsar persónur sína fylgifiska á löngu tímabili, svipbrigði og áhersluatriði sem fylgja þeim oft áfram,“ svarar Sigmúnd. „R-lista bykkjan var til dæmis gæðingur Ingibjargar Sólrúnar sem borgar- stjóra, en gæðingurinn byggðist á yfirbreiðslunni, einhverjum löpp- um og tréhaus. Sólgleraugun hans Davíðs urðu til á sínum tíma þeg- ar Íslendingar voru að flytja í hópum til Danmerkur en Davíð sá ekkert nema góðæri framundan á Íslandi og fólksflóttinn haggaði honum ekki. Hann var bjartsýnin uppmáluð og þegar hún var mest var ekkert annað að gera en að setja á hann þreföld sólgleraugu. Það er eitt af einkennum Davíðs að vera alltaf bjartsýnn, hann bregst aldrei. Tilkoma Tjarnar- andarinnar sem fylgir Davíð oft í myndum mínum byggist á því að Davíð lét passa vel upp á það í sinni borgarstjóratíð að öndunum á Tjörninni væri gefið en svo lét Ingibjörg Sólrún hætta að gefa þeim daglega brauðið og maður varð hræddur um að þær myndu svelta. En öndin hefur fylgt Davíð frá því að hann var í ráðhúsinu og öndin hefur lent í mörgum ævin- týrum með honum, enda sjást við- brögð hennar oft hvort sem hún grípur fyrir augun eða bregður á leik. Fylgifiskarnir eru nauðsyn- legir í svona myndgerð, hic blaðr- an hjá Jóni Baldvini vegna veislu- gleði hans og drullusokkurinn eftir að það fréttist að hann hefði gripið til drullusokks til þess að berja á óboðnum gestum sem talið var að væru að ryðjast inn á heimili hans í Vesturbænum. Oft er ótrúlegustu hlutum hnýtt sam- an til þess að auka leikgleðina á sviðinu og þar kemur teikningin til áherslu í stað orða.“ Spurður hvort Sigmúnd skemmti sér vel við teikniborðið svarar hann: „Það er nú svo að það er fyrst og fremst alvarleg vinna að teikna skopmyndir í þeim dúr sem ég geri. Þetta er tímafrek vinna og maður þarf að vera iðinn við kolann til þess að teikna mynd á dag að meðaltali, en það kemur auðvitað fyrir að maður fer út úr alvarlegheitunum og brosi bregð- ur fyrir. Ég er að reyna að mynd- skreyta samtíðina í ljósi þess að menn geti haft gaman af því í leið- inni. Ég reyni alltaf að hafa mínar persónur brosandi og svo hef ég líka sérstaklega gaman af því að tæknivæða myndirnar ef tilefni gefst til og það er náttúrulega árátta sem byggist á því að ég hef verið að búa til vélar og tæki síð- an ég man eftir mér.“ ■ LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 31 MARGRÉT HALLGRÍMSDÓTTIR þjóðminjavörður. „Mér finnst Sigmúnd ákaflega skemmtilegur þjóðlífsspegill. Hann er oft mjög naskur á að fanga aðalatriðin á hverjum tíma. Það hljóta allir að hafa gaman af myndum Sigmúnds og það er þekkt að þeir sem hann tekur fyrir eru montnir yfir því að vera með. Myndirnar hans eru skemmtilegar skopmyndir þar sem hann nær oft að setja kjarna málsins í hnotskurn.“ BJARNI JÓNSSON listmálari. „Ég er mjög hrifinn af teikningum Sigmúnds og hef fylgst vel með honum. Hann er mjög snjall og ég skil ekki hvernig menningarvitarnir eru að ybba sig út af honum, þetta er bara hrein og klár öfund og ég skil það svo sem, því ég hef lent í þeim sjálfur. Það er mjög gott að ríkið hefur keypt myndir Sigmúnds. Ég teiknaði í Spegilinn á sínum tíma í þrjú ár og er svolítið kunnugur þessu. Sigmúnd er hárfínn húmoristi.“ GEIR H. HAARDE fjármálaráðherra. „Ég fylgist alltaf með myndum Sigmúnds í Morgunblaðinu, hef gert það í áratugi og hef alltaf haft gaman af þeim. Hann hittir oft mjög skemmtilega og óvænt í mark. Mér finnst í raun að myndir hans séu ámóta fastar í sessi og haus Morgunblaðsins og aðrir fastir liðir í blaðinu þótt allt sé auðvitað endalaust að taka breytingum.“ JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR blaðamaður. „Sigmúnd er ótrúlega glöggur og flinkur og það er rosalega skemmtilegt að hafa einhvern svona óháðan í þessu hlutverki, því það fer ekkert á milli mála að honum er ekki sniðinn stakkur af neinum öðrum en honum sjálfum. Það er því mjög dýrmætt fyrir bæði Morgun- blaðið og þjóðina alla að eiga svona listamann sem er svo næmur fyrir kvikunni og getur teiknað sína sýn á hana með óbundnar hendur og á þann hátt að fólki er skemmt og líður vel. Það er dýrmætt að hafa í öflugum fjölmiðli mann sem dregur upp á hverjum degi svip- myndir af mönnum og málefnum. Það er ótrúlegur hæfileiki að geta skrifað söguna á þennan hátt með sínum hætti, ekki síst þar sem við lifum á tímum myndarinnar.“ BJARNI SIGURBJÖRNSSON bóndi á Eiði í Kolgrafarfirði. „Mér fellur vel húmorinn hjá kappanum, maður fylgist alltaf með Sigmúnd. Hann er svolítið alvörugefinn líka, segir sögur með nokkrum gálgahúmor og maður hlær stundum með rok- um. Myndir Sigmúnds segja í rauninni allt, hann nær öllu fram varðandi þann atburð eða atvik sem hann er að fást við og teikna hverju sinni.“ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR fyrrverandi borgarstjóri. „Það er mjög mikilvægt að við eigum einhvern sem gerir skopmyndir af mannlífinu og þjóðlífinu og málsmetandi fólki. Myndir Sigmúnds eru mikil viðbót við þjóðfélagsgagnrýnina og þessa flóru samfélagsins. Þetta er í rauninni prenthliðin á Spaugstofunni. Sigmúnd hefur haldið þessu á lofti og það er mikilvægt, bæði gamanið og alvaran, því oft nær hann að fjalla um alvarlega atburði á kostulegan hátt. Svo geta menn haft skoðun á því hvernig þeir eru teiknaðir og hvaða symból fylgja, drullusokkurinn hjá Jóni Baldvin, kýrin hjá Gylfa Þ., hjá mér R-lista merin og þessi symból fá í rauninni sjálfstætt líf og fólk hættir að hugsa um hið raunverulega tilefni, nema það liggi í undirmeðvitundinni. Engu að síður verða symbólin hluti af túlkun Sigmúnds á ákveðnum persónum.“ ÓLAFUR KVARAN forstöðumaður Listasafns Íslands. „Ég lít á myndir Sigmúnds sem athugasemdir við tíðarandann og atburði líðandi stundar og hann er einn af fáum á þessu sviði, enda augljóst að mannlífið á Íslandi væri fátækara ef hans nyti ekki við. Verk Sigmúnds eru skemmtilegt innlegg í samfélagið. Þjóðfélagið er góð- ur vettvangur fyrir skopteiknara og burtséð frá inntakinu er það magnað að einn teiknari hafi sinnt þessu í áratugi.“ JÓN STEINAR GUNNLAUGSSON hæstaréttardómari. „Það auðgar þjóðfélagsumræðuna í samfélaginu að hafa þann flöt sem myndir Sigmúnds byggja á og það er oft mjög margt hnyttið sem hann er að túlka, mjög gaman að því og ekk- ert nema gott um það að segja. Sigmúnd er búinn að vera lengi á síðum Morgunblaðsins og margir hafa komið við sögu þannig að safnið með myndum hans er mjög merkilegt safn.“ HJÁLMAR ÁRNASON alþingismaður. „Það er þrennt sem mér finnst sérstaklega eftirtektarvert við Sigmúnd. Í fyrsta lagi ómetan- legt framlag hans í aldarspegil Íslands um 40 ára skeið þar sem hann hefur teiknað sögu þjóðarinnar í spéspegli sem þjóðin elskar. Þá er sérstakt hvað hann er hugmyndaríkur og merkilegur hugvitsmaður varðandi tæknilegar uppfinningar og svo er hann einstakur húmoristi með stórt og hlýtt hjarta.“ HELGA ÞORBERGSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur í Vík í Mýrdal. „Ég ólst upp með teikningum Sigmúnds í bernsku, skoðaði alltaf myndir hans og skoða þær ennþá og hef alltaf jafn mikið gaman af þeim. Það er fastur liður að fletta alltaf upp á myndum Sigmúnds og hefur alltaf verið frá því að ég byrjaði að fletta Mogganum.“ ÓLAFUR ÁSGEIRSSON þjóðskjalavörður. „Sigmúnd hefur skrifað sérstakan þátt í stjórnmálasögu landsins með verkum sínum. Í danska þinginu er sagan til að mynda sögð með skopmyndum þar sem danski húmorinn kemur fram á skemmtilegan hátt. Þetta er alltaf skemmtilegt þótt sumir sem fjallað er um séu ef til vill ekki alltaf ánægðir við fyrstu sýn. Ég hef alltaf fylgst með Sigmúnd og haft gaman af og margir hafa talið sig ná langt að komast í mynd hjá Sigmúnd. Húmorinn hans er ekki alltaf minn húmor, en sem heild er safn hans afar merkilegt.“ SAMNINGURINN HANDSALAÐUR Sigmúnd teiknari ásamt Halldóri Ásgrímssyni for- sætisráðherra við undirritun samnings um kaup ríkisins á teiknimyndasafni Sigmúnds. Þetta er mjög alvarlegt tilfelli með peyjann ykkar, hann er með snilligáfu á háu stigi, hann verður að fá túss beint í æð tvisvar á dag, fyrst teiknar hann af ykkur skrípó í 40 ár, selur ykkur svo allt klabbið. SIGMÚND Í SIGMÚND Teiknarinn knái gerði sér mat úr gagnrýni listfræðinga á kaupin á Sigmúndssafninu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.