Fréttablaðið - 08.01.2005, Side 40
“Sumir stappa niður fætinum,
aðrir smella fingrum og enn aðrir
hreyfa sig til og frá. Ég býst við að
ég geri þetta bara allt í einu.“
-Elvis Presley, 1956, um hreyf-
ingar sínar á sviði.
F yrir sjötíu árum í dag, þann8. janúar 1935, fæddiGladys Presley tvíburasyni
á heimili sínu í Tupelo Miss-
issippi. Sá fyrsti fæddist andvana
en hinn spriklandi og í fullu fjöri.
Gladys og maður hennar Vernon
Presley höfðu ekki hugmynd um
að þarna væri kominn einn áhrifa-
mesti tónlistarmaður heims þó
langt væri leitað. Sonurinn var
nefndur Elvis Aaron Presley.
Fyrsti gítarinn
Elvis ólst upp í mikilli fátækt.
Tónlistin var stór hluti af uppeldi
hans og þá sérstaklega kirkjutón-
list. Auk hennar ólst hann upp við
blús svartra götuspilara sem
höfðu mikil áhrif á hann. Hann
var aðeins 12 ára þegar honum
áskotnaðist sinn fyrsti gítar. Hann
hafði þó óskað sér reiðhjóls en
foreldrar hans höfðu ekki efni á
slíkum lúxus.
Fjölskyldan flutti til Memphis
og unglingurinn Elvis varð fljótt
þekktur fyrir söng sinn og gítar-
spil. Að sumri til, aðeins átján ára,
læddist hann feiminn inn í stúdíó í
Memphis, heimili Sun-plötufyrir-
tækisins og tók upp prufu af lög-
unum „My Happiness“ og „That’s
When Your Heartaches Begin.“
Plötuna gaf hann móður sinni í af-
mælisgjöf. Starfsmaður stúdíós-
ins veitti þessum unga hæfileika-
manni athygli og stakk upp á því
við yfirmann sinn, Sam Phillips,
að fá hann til þess að taka upp
fleiri lög.
Heitasta stjarnan
Fyrsta lagið sem Elvis tók upp var
lagið „That’s All Right“ eftir
Arthur Crudup. Árið 1955 tók
Colonel Tom Parker að sér um-
boðsstarf fyrir Elvis og þá fóru
hlutirnir að gerast fyrir alvöru
fyrir þennan unga sjarmör. Hálfu
ári síðar skrifaði hann undir
samning hjá RCA plötuútgáfunni.
Elvis var nú orðinn heitasta
stjarnan í tónlistarbransanum.
Meðal fyrstu laga sem hann tók
upp fyrir RCA var lagið „Heart-
break Hotel“ og Elvis heillaði alla
upp úr skónum með blúsuðum
söng og gífurlegri útgeislun.
Lagið fór beint á topp Billboard
listans, seldist í yfir milljón ein-
tökum og færði honum sína fyrstu
gullplötu. Í mars árið 1956 var
fyrsta platan gefin út og nefndist
einfaldlega Elvis Presley. Hún fór
að sjálfsögðu líka beint á toppinn
og var fljót að ná gullsölu.
Elvis sigrar heiminn
Þó svo að það virðist skrítið núna
var Elvis mjög umdeildur fyrir
sviðsframkomu sem mörgum
þótti allt of gróf og móðgandi.
Hann hafði sérstakar hreyfingar
sem höfðu ekki sést áður og hristi
sig og skók með tónlistinni. Eftir
að hafa komið fram nokkrum
sinnum í sjónvarpi var gripið til
þess ráðs í þætti Ed Sullivan að
sýna Elvis aðeins frá mitti og upp.
Söngvarinn greip þá einfaldlega
til þess ráðs að dansa meira með
höndunum og efri hluta líkamans.
Í ágúst 1956 hófust upptökur á
fyrstu mynd Elvis, Love Me Tend-
er. Að sjálfsögðu sló myndin í
gegn og gagnrýnendur voru jafn-
vel ekkert svo óhrifnir af frammi-
stöðu Elvis sem leikara. Á þessum
tíma var varningur með nafni
Elvis og myndum af honum gríð-
arstór hluti af þessu heljarinnar
fyrirbæri sem hann var orðinn.
Hattar, bolir, strigaskór, skyrtur,
blússur, belti, töskur, veski, arm-
bönd, hálsmen, hanskar, styttur,
varalitir, rakspírar og fleira voru
meðal þeirra vara sem framleidd-
ar voru með hans nafni. Enn þann
dag í dag heldur markaðssetning
á þessum vörum áfram því eftir-
spurnin hættir aldrei. Árið 1956
var því árið sem Elvis kom sá og
sigraði og breytti heiminum til
frambúðar.
Sendur í herinn
Graceland býlið keypti Elvis árið
1957 fyrir sig og fjölskyldu sína.
Húsið er heimsfrægt í dag og í því
er staðsett safn þar sem túristar
og aðdáendur geta upplifað hinn
sanna anda Elviss. Einnig er húsið
þar sem goðið fæddist, í Tupelo
Mississippi, opið fyrir gestum.
Líf söngvarans breyttist þegar
hann var kallaður í herinn þann
24. mars 1958. Í ágúst gerðist svo
sá sorglegi atburður að móðir
Elvis dó. Elvis var svo fluttur til
Þýskalands þar sem hann kynntist
tilvonandi eiginkonu sinni,
Priscillu Beaulieu. Elvis var tvö
ár í hernum og fékk sömu með-
ferð og hver annar hermaður.
Hann óttaðist þó að þegar hann
kæmi aftur myndu aðdáendur
hafa gleymt honum. En hann átti
enn eftir að sjá stjörnu sína skína
bjartar en nokkurn tíma. Á næstu
árum lék hann í ótal myndum; GI
Blues, Blue Hawai, Wild In The
Country, Girls Girls Girls, Follow
That Dream og mörgum fleirum.
Presley-bíóformúlan svokallaða
virtist virka; einfalt plott, skraut-
legt umhverfi, nóg af Elvis-lögum
og fullt af sætum stelpum.
Djammaði með Bítlunum
Árið 1964 fór að heyrast meira frá
Bretlandi í tónlistarbransanum
þegar Bítlaæðið byrjaði. Elvis var
þá orðinn þreyttur á lífinu, tónlist-
inni og endalausum kvikmynda-
leik. Í ágúst 1965 kíktu Bítlarnir í
heimsókn til Presleys í nokkra
klukkutíma þar sem þeir djömm-
uðu saman. Því miður hugkvæmd-
ist engum að taka djammið upp
með einhverjum hætti.
Ferill Elvis fór nú versnandi og
myndunum hans gekk sífellt verr.
Priscilla og Elvis giftust árið 1967
32 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR
Af öllum vítamínum, fæðubótarefnum og bætiefnum meðan birgðir endast.
Tilboðin gilda í öllum verslunum Lyfju dagana 4.-8. janúar.
20afsláttur % 25% afslátturaf blóðfitumælingu
Til hamingju með afmælið elsku Elvis!
Konungur rokksins hefði orðið sjötugur í dag væri hann enn á lífi.
Borghildur Gunnarsdóttir rakti sögu þessa frábæra tónlistarmanns
og ræddi við Björgvin Halldórsson um goðið.
STELPUFÁR Fljótlega eftir að Elvis fór að
syngja opinberlega áttuðu stelpurnar sig á
því að þarna á ferðinni var gríðarlega heill-
andi maður.