Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 42

Fréttablaðið - 08.01.2005, Síða 42
Sigurbjörn Bernharðsson hef-ur náð undraverðum árangrisem fiðluleikari hins eftir- sótta og verðlaunaða strengja- kvartetts Pacifica, sem mun leika á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári. Kvartettinn nýtur mikillar viðurkenningar og heldur um áttatíu tónleika á ári í Ameríku, Evrópu og Asíu. Hann er tengdur tveimur háskólum í Bandaríkjun- um, University of Illinois og Uni- versity of Chicago og er einnig á samningi hjá Lincoln Center í New York þar sem kvartettinn spilar að meðaltali annan hvern mánuð. Nýlega lauk Pacifica við upptöku á kvartettum eftir Felix Mendelsohn og sá diskur kemur út nú í byrjun árs. Pacifica hefur starfað í tíu ár. Auk hins íslenska Sigurbjarnar sem leikur á fiðlu er þar annar fiðluleikari, Simin Ganatra, sem er hálf pakistönsk og hálf amer- ísk, Masumi Per Rostad, fiðluleik- ari sem er hálf japanskur og hálf norskur og sellóistinn Brandon Vamos er hálf ungverskur og hálf rússneskur. „Við komum úr ólík- um menningarheimum og það er bara gott,“ segir Sigurbjörn. „Það sem er einna erfiðast við kvart- etta er að finna þrjár manneskjur sem maður nær músíkölsku sam- bandi við, auk þess að eiga við þær gott persónulegt samband. Sumir hafa líkt spilamennsku í strengjakvartett við það að vera giftur og maður er þá ekki giftur einni manneskju heldur þremur öðrum manneskjum.“ Umburðarlynd trúarmótun Hann segir samband þeirra fjög- urra ganga með miklum ágætum. Velgengnin hefur sannarlega verið mikil og það er nóg að gera. Sigurbjörn bendir á að gríðar- legur fjöldi tónverka hafi verið samin fyrir kvartetta. „Það er eitthvað við þessar fjórar raddir; tvær fiðlur, lágfiðlu og selló sem gerir það að verkum að tónskáld hafa verið að skrifa fyrir kvart- etta allt frá dögum Haydn og til dagsins í dag. Síðustu sex verk Beethovens voru allt strengja- kvartettar. Flest af síðustu verk- um Mozart voru strengjakvart- ettar. Síðustu verk Bartoks voru strengjakvartettar og svo má lengi telja.“ Sigurbjörn ólst upp á heimili þar sem tónlist var í höfð í háveg- um. Móðir hans, Rannveig Sigur- björnsdóttir, lék á píanó og eldri systir hans, Svava Bernharðsdótt- ir, er lágfiðluleikari. Sjálfur byrj- aði Sigurbjörn að æfa sig á fiðlu fimm ára gamall. Hann er barna- barn Sigurbjörns Einarssonar biskups og faðir hans er Bern- harður Guðmundsson, rektor í Skálholti. Sigurbjörn segist hafa alist upp á mjög trúuðu heimili. „Trúin var sjálfsagður og eðlileg- legur þáttur í lífi mínu og mótaði lífssýn mína. Íslensk trúarmótun einkennist af umburðarlyndi og maður er þakklátur vegna þess veganestis.“ Minningar frá Eþíópíu Fjölskylda Sigurbjarnar flutti til Addis Ababa í Eþíópíu, þegar Sigurbjörn var níu mánaða gam- all en þar starfaði faðir hans við alþjóðlega kristilega útvarpsstöð. „Þetta voru fyrstu fjögur ár ævi minnar og minningarnar eru óljósar. Ég man bara glefsur,“ segir Sigurbjörn, „en það er merkilegt að það hefur alltaf fylgt mér sterk tilfinning fyrir Eþíópíu og því að hafa búið þar. Ef ég fer á eþíópískan veitingastað og hitti fólk frá landinu finnst mér ég alltaf þurfa að gefa mig á tal við það.“ Sigurbjörn hefur dvalið í Bandaríkjunum frá árinu 1991 og býr nú í Chicago. Hann dvaldi hér á landi um jólin en er farinn aftur til Bandaríkjanna. „Ég er í þannig starfi að ég gæti ekki búið á Ís- landi því hér er ekki hægt að halda áttatíu tónleika á ári. Mér líður vel í Chicago og get lifað ágætu lífi á því að spila á fiðlu. Það er margt sem ég get verið þakklátur fyrir. En eftir því sem maður er lengur erlendis kann maður æ betur að meta Ísland og að sumu leyti verð- ur heimþráin sterkari.“ ■ PACIFICA Brandon Vamos sellóleikari, Simin Ganatra fiðluleikari, Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari og Masumi Per Rostad fiðluleikari mynda kvartettinn Pacifica. „Sumir hafa líkt spilamennsku í strengjakvartett við það að vera giftur og maður er þá ekki giftur einni manneskju heldur þremur öðrum manneskjum,“ segir Sigubjörn. 34 8. janúar 2005 LAUGARDAGUR Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrir- tækja landsins. Tilgangur fyrirtækisins er a› stunda starfsemi á orkusvi›i ásamt annarri vi›skipta- og fjármála- starfsemi. Hjá Landsvirkjun starfa um 260 starfsmenn me› mjög fjölbreytta menntun. Forgangsverkefni fyrirtækisins eru m.a. a› taka flátt í fyrirhugu›um breytingum á skipulagi orkumála til a› tryggja stö›u Landsvirkjunar á orkumarka›i og efla gæ›a- og umhverfisstjórnun. Mikil áhersla er lög› á nútíma mannau›sstjórnun me› áherslu á flekkingarstjórnun, fjölskylduvænt starfsumhverfi, jafnrétti og tækifæri til starfsflróunar. Landsvirkjun starfrækir sjó› til styrktar nemendum á framhaldsstigi háskólanáms (meistara- og doktorsnám) sem eru a› vinna a› lokaverkefnum sínum og eru styrkir veittir úr sjó›num árlega. Ákve›i› hefur veri› a› verja samtals 3 milljónum króna í námsstyrki á árinu 2005 og ver›ur styrkjunum úthluta› í apríl næstkomandi. Hver styrkur ver›ur a› lágmarki 400 flúsund krónur. Markmi› me› námsstyrkjunum er a› efla menntun og hvetja til rannsókna á hinum margvíslegu svi›um sem tengjast starfsemi Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til a› kynna sér hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsí›u fyrirtækisins. Styrkjunum er ætla› a› standa undir hluta af kostna›i vi› lokaverkefni sem hafin eru e›a munu hefjast á árinu 2005. Umsækjendur flurfa a› leggja fram l‡singu á verkefninu, me›mæli lei›beinanda og rök- stu›ning fyrir flví a› verkefni› tengist starfsemi Landsvirkjunar. Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum: „NÁMSSTYRKIR LANDSVIRKJUNAR 2005“ Umsóknarey›ublö› og nánari uppl‡singar um styrkveitinguna og starfsemi Landsvirkjunar er a› finna á vefsí›u Landsvirkjunar, www.lv.is. Einnig veitir Bjarni Pálsson upplýsingar í síma 515 9000 og BjarniP@lv.is. Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2005. Öllum umsóknum ver›ur svara› og fari› me› flær sem trúna›armál. Styrkir til nemenda á framhaldsstigi háskólanáms Landsvirkjun augl‡sir eftir umsóknum um styrki vegna meistara- e›a doktorsverkefna EN N EM M / SÍ A / N M 14 58 7 Í músíkölsku sambandi Sigurbjörn Bernharðs- son fiðluleikari hefur náð langt úti í hinum stóra heimi. Kolbrún Bergþórsdóttir ræddi við hann um tónlistina og uppvaxtarárin.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.