Fréttablaðið - 08.01.2005, Side 45
Spilar fyrsta leikinn
gegn meisturum Celtic
Keflvíkingar misstu enn einn lykilmanninn í gær þegar Þórarinn Kristjáns-
son skrifaði undir samning við skoska félagið Aberdeen. Heimsreisu Þórarins
er því lokið en hann hefur verið á ferð og flugi síðustu mánuði.
LAUGARDAGUR 8. janúar 2005 37
Um helgina fer fram bikarmótLánstrausts hf. og 147.is í snóker.
Þar mætast helstu snókerspilarar
landsins og ber þar
hæst endurkoma
Kristjáns Helga-
sonar en hann
hefur verið í fríi frá
atvinnumennsku á
erlendri grundu í
tæpt ár. Kristján
komst á sínum tíma
í 32 manna úrslit heimsmeistara-
mótsins í snóker og hefur staðið
öðrum mönnum framar í íþróttinni
hér á landi. Um forgjafarmót er að
ræða og munu nýliðar mótsins bera
hæstu forgjöfina. Leikið verður í C-
og D-riðli í dag.
Richard Hamilton setti vafasamtmet í leik Detroit Pistons og
Memphis Grizzlies þar sem núver-
andi NBA-meistarinn mátti þola tap,
101-79. Hamilton var
stigahæsti maður Pist-
ons án þess að skora
körfu utan af
velli. Kappinn
misnotaði öll
10 skot sín en
hitti hins vegar úr öllum
vítaskotum sínum og var
með 14 stig. Hamilton var
ekki sá eini í liði Pistons sem
átti dapran dag því Grizzlies
hélt liðinu í rúmlega 30%
skotnýtingu og komst Pistons lítið
sem ekkert áfram gegn sterkri vörn
Grizzlies. „Þetta var bara eitt af þess-
um kvöldum,“ sagði Hamilton eftir
leikinn.
Sala á treyjum leikmanna í NBAhefur ávallt gefið vel af sér fyrir
deildina. Það á hins vegar ekki við
um treyjuna hans Kobe Bryant
þessa dagana sem datt út af topp 50
listanum og náði
meira að segja
þeim vafasama
árangri að kom-
ast í 90. sæti. Það
er fyrrum félagi
hans Shaquille
O’Neal hjá Mi-
ami Heat sem
trónir á toppi list-
ans en sjálfur
hefur Kobe dvín-
andi gengi að
fagna um þessar mundir. „Ég var ein-
lægur aðdáandi Kobe en ég get ein-
faldlega ekki klæðst treyjunni hans
lengur,“ sagði Patrick Buan, 27 ára
NBA-unnandi frá Kaliforníu sem
seldi allar Kobe-treyjurnar sínar á
uppboði á eBay.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Forráðamenn Crewe í ensku 1.deildinni í knattspyrnu, hafa
gengið að tilboði úrvalsdeildarliðsins
Norwich í hinn
21 árs gamla
framherja, Dean
Ashton. Kapp-
inn hefur skorað
17 mörk í 1.
deildinni og fjöl-
mörg úrvals-
deildarlið sýnt
honum áhuga.
Kaupverðið er
sagt vera í kring-
um 2 milljónir
punda eða um 237 milljónir ís-
lenskra króna. Að sögn Dario Gradi,
knattspyrnustjóra Crewe, er aðeins
formsatriði að ganga frá sölunni.
Lýður Vignisson, leikmaður Snæ-fells, mun ekki leika meira með
liðinu það sem eftir lifir tímabils.
Lýður hefur átt við þrálát hásinar-
meiðsli að
stríða og
hafa lækn-
ar ráðlagt
honum að
g a n g a s t
undir upp-
skurð. Lýð-
ur mun því
ekki leika
körfuknatt-
leik fyrr en síðla sumars. Þetta eru
slæmar fréttir fyrir lið Snæfells enda
er hópurinn hjá þeim lítill og því má
liðið illa við að missa leikmann á
borð við Lýð allt tímabilið.
Takist Liverpool ekki að næla sér íFernando Morientes hjá Real
Madrid þykir líklegt að liðið muni
gera harða atlögu að Nicolas Anelka
hjá Manchester City. Rafael Benitez,
knattspyrnustjóri Liverpool, staðfesti
að liðið hefði augastað á Anelka af
öryggisástæðum. „Morientes vill
koma til okkar en við erum með
allan varann á og fylgjumst vel með
öðrum leik-
mönnum.
V i ð
þekk j -
u m
v e l
t i l
A n -
elka og vit-
um að hann er
góður leik-
maður,“ sagði
Benitez.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
FÓTBOLTI Þórarinn Kristjánsson
skrifaði í gær undir sex mánaða
samning við skoska úrvalsdeild-
arfélagið Aberdeen. Samningur-
inn felur í sér möguleika á
tveggja ára framlengingu. Þórar-
inn hefur verið á heims-
hornaflakki í anda „Amazing
Race“ frá því Landsbankadeild-
inni lauk og ferðalögin báru loks
árangur í gær er hann samdi við
skoska liðið.
„Það er þvílíkur léttir að þessu
máli sé lokið,“ sagði Þórarinn í
samtali við Fréttablaðið frá
Skotlandi í gær. Hann var með
lausan samning hjá Keflavík og
fer því til Aberdeen án greiðslu.
Þórarinn segir að hlutirnir hafi
gengið hratt fyrir sig. „Ég fór á
mína þriðju æfingu með félaginu í
dag og svo kláruðum við samning-
inn. Næst á dagskrá er að skjótast
heim og pakka ofan í tösku því ég
verð alkominn til Skotlands eftir
helgina.“
Aberdeen er eitt af stóru liðun-
um í Skotlandi og situr í fjórða
sæti deildarinnar eins og staðan
er í dag. Þeir eru einu stigi á eftir
Hibernian sem situr í þriðja sæti
en ansi langt er í efstu liðin –
Rangers og Celtic.
„Mér líst rosalega vel á allt hjá
félaginu. Aðstæður eru allar hinar
bestu og þjálfarinn góður sem og
mannskapurinn. Hér hugsa menn
líka stórt og stefnan er sett á að
komast í Evrópukeppni á næsta
ári,“ sagði Þórarinn en hann fer
væntanlega beint í byrjunarlið fé-
lagsins í næsta heimaleik sem er
16. janúar. Það er enginn smáleik-
ur því þá heimsækja Aberdeen
sjálfir Skotlandsmeistararnir í
Celtic.
„Þjálfarinn sagði að ég myndi
spila þann leik og það verður al-
veg frábært. Ekki amalegt að
byrja gegn meisturunum sem eru
með mjög sterkt lið. Hann ætlar
að nota mig sem framherja og það
eru tveir framherjar liðsins
meiddir eins og stendur en annar
þeirra er að skríða saman og verð-
ur klár fljótlega,“ sagði Þórarinn
en helsta stjarna liðsins er Noel
Whelan, fyrrum leikmaður
Coventry og Middlesbrough.
Whelan hefur verið mikið meidd-
ur í vetur og lítið leikið með lið-
inu.
Þórarinn hefur ekki ákveðið
hvað hann gerir næsta sumar fari
svo að hann fái ekki áframhald-
andi samning hjá Aberdeen.
„Ég tek á því bara þegar þar að
kemur. Vissulega kemur til greina
að spila með Keflavík en það er
ekkert ákveðið. Ég stefni fyrst og
fremst að því núna að festa mig í
sessi hjá Aberdeen og fá nýjan
samning hjá félaginu,“ sagði
Þórarinn Kristjánsson, nýjasti
atvinnumaður Íslendinga.
henry@frettabladid.is
KAPPHLAUPINU MIKLA LOKIÐ Þórarinn Kristjánsson hefur ferðast heimshornanna á
milli í leit að samningi og hafði loks erindi sem erfiði í Skotlandi. Hann hefur skrifað undir
sex mánaða samning við skoska úrvalsdeildarliðið Aberdeen og spilar sinn fyrsta leik
gegn stórliðinu Celtic 16. janúar.