Fréttablaðið - 19.01.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
MIÐVIKUDAGUR
STJÓRNARSKRÁRBREYTINGAR
Hverju þarf að breyta í stjórnarskránni? er yf-
irskrift málstofu sem haldin verður í Lögbergi
klukkan 12.15. Málshefjendur verða alþingis-
mennirnir Ágúst Ólafur Ágústsson og Bjarni
Benediktsson. Málstofan er öllum opin.
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
19. janúar 2005 – 17. tölublað – 5. árgangur
KOSIÐ Í FEBRÚAR Forsætisráðherra
Dana kallaði til þingkosninga eftir þrjár vik-
ur á þingfundi í gær. Kjörtímabilinu lýkur
ekki fyrr en í nóvember. Sjá síðu 2
RANNSAKA ÁFENGISSÝKI Íslensk
erfðagreining og SÁÁ hafa fengið 330
miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu
til rannsókna á erfðafræði áfengissýki og
fíknar. Sjá síðu 4
ÓLÖGLEGT VINNUAFL Grunur leikur
á að útlendingar starfi mjög víða ólöglega
að byggingastörfum hér á landi. Samiðn
segir að það séu „smákallarnir“ sem standi
í því að ráða slíkt vinnuafl. Sjá síðu 6
FÆR STUÐNING Í DÓMSMÁLI Ein-
staklingur sem höfðar skaðabótamál gegn
olíufélögunum vegna verðsamráðs mun
njóta fjárhagslegs stuðnings Neytendasam-
takanna. Sjá síðu 8
Kvikmyndir 26
Tónlist 27
Leikhús 25
Myndlist 25
Íþróttir 22
Sjónvarp 28
SNJÓKOMA EÐA ÉL Þannig verður það
víða um land. Vindur einna hægastur austan
til. Frost 0-7 stig á láglendi. Sjá síðu 4.
Veffang: visir.is – Sími: 550 5000
ÍRAKSMÁLIÐ Samkvæmt orðum
Halldórs Ásgrímssonar á Alþingi
12. mars 2003 hafði Íraksmálið
aldrei verið rætt í ríkisstjórn.
Guðni Ágústsson landbúnað-
arráðherra vill þó halda því fram
að „...þetta Íraksmál [hafi] á síð-
ustu árum verið margrætt í ríkis-
stjórn, utanríkismálanefnd, á
vegum Alþingis og í flokkunum,
á fundum flokkanna, fyrir og eft-
ir þessa miklu ákvörðun“.
Orð Guðna stangast einnig á
við orð Magnúsar Stefánssonar,
þingmanns Framsóknarflokks-
ins, sem jafnframt á sæti í utan-
ríkismálanefnd. Í frétt á forsíðu
Fréttablaðsins 24. mars 2003
sagði Magnús:
„Við höfum
ekki fjallað um
þetta á þing-
f l o k k s f u n d i ,
þannig að það
liggur ekki
fyrir nein um-
fjöllun um mál-
ið.“ Magnús er
s a m h l j ó ð a
Kristni H.
Gunnarssyni ,
þ i n g m a n n i
Framsóknarflokksins, sem hefur
margsagt að Íraksmálið hafi
aldrei verið rætt í þingflokknum.
Í yfirlýsingu forsætisráð-
herra frá því á mánudag kemur
fram að „Íraksmálið [hafi verið]
rætt nokkrum sinnum í utan-
ríkismálanefnd og á Alþingi vet-
urinn 2002-2003.“ Ekki er tekið
fram í yfirlýsingunni hvort málið
hafi verið rætt í ríkisstjórn. Síð-
ar í yfirlýsingunni segir: „Að
morgni þriðjudagsins 18. mars
2003 var ríkisstjórnarfundur og
var Íraksmálið fyrsta málið á
dagskrá.“ Ekki segir í yfirlýsing-
unni hvort málið hafi í raun ver-
ið rætt, einungis að það hafi ver-
ið á dagskrá. Fréttablaðið fékk
ekki aðgang að fundargerð frá
ríkisstjórnarfundinum. Halldór
Ásgrímsson kaus að tjá sig ekki
um málið í gær.
- sda
sjá nánar síður 10, 12 og 13.
Framsóknarmenn lýsa
atburðum á ólíkan hátt
Samkvæmt forsætisráðherra hafði Íraksmálið ekki verið rætt í ríkisstjórn viku áður en
ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak var tekin. Þingmönnum Framsóknarflokksins
greinir á um hvort Íraksmálið hafi verið rætt í þingflokknum eða ekki.
● sýndur í stóru barnaleikhúsi
Blái hnötturinn
til Kanada
Andri Snær Magnason:
▲
SÍÐA 30
● nám
Fer í Bónus
á íslensku
Anne Toija:
▲
Í MIÐJU BLAÐSINS
Ríkasta fólk heims:
Björgólfur
Thor á listann
VIÐSKIPTI Líklegt er að nafn Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar verði á
lista yfir ríkustu menn veraldar
sem tímaritið Forbes birtir árlega.
Fulltrúi Forbes kom hingað til
lands til að kynna sér íslenskt við-
skiptalíf og sannreyna eignastöðu
Björgólfs Thors. Eignir Björgólfs
Thors í innlendum skráðum félög-
um slaga í einn milljarð dollara, en
milljarður dollara hefur dugað til
þess að komast á lista Forbes. Gera
má ráð fyrir að heildareignir
Björgólfs Thors séu nær því að
vera einn og hálfur milljarður doll-
ara en hann á meðal annars hlut í
Landsbankanum, Actavis, Burðar-
ási og Straumi.
- hh
Sjá síðu 18
FRAMKVÆMDIR VIÐ KÁRAHNJÚKA Hægt og rólega rís táveggurinn ofan í gljúfrinu við Kárahnjúka en vinnan hefur tafist um fjóra
mánuði. Búið er að reisa tjald yfir vinnusvæðinu á táveggnum. Svæðið er hitað upp svo hægt sé að steypa. Sjá síðu 6
DÓMSMÁL Börkur Birgisson, 25 ára
Hafnfirðingur, var dæmdur í sjö
og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi
Reykjaness í gær fyrir tilraun til
manndráps og fjölda líkamsárása.
Börkur réðst á annan mann með
öxi á veitingastaðnum A. Hansen í
fyrra og veitti honum sár. Hann
hafði auk þess rifbeinsbrotið
tengdaföður sinn og ráðist á fjóra
aðra karlmenn. Þá var Börkur
dæmdur fyrir ólöglegan vopna-
burð og umferðalagabrot. Að mati
Héraðsdóms Reykjaness átti Börk-
ur sér ekki málsbætur og árás
hans með öxinni væri sérstaklega
ófyrirleitin þar sem tilviljun ein
réði því að fórnarlambið komst lífs
af. Þá segir að önnur brot hafi ver-
ið fólskuleg, yfirleitt án aðdrag-
anda og beinst að höfði eða andliti
þeirra sem fyrir þeim urðu.
Þetta er í þriðja skipti sem
Börkur er dæmdur í fangelsi fyrir
ofbeldisbrot eftir átján ára aldur.
Auk fangelsisvistar var Börkur
dæmdur til að greiða fórnarlömb-
um sínum 557 þúsund krónur í bæt-
ur og allan sakarkostnað. Til frá-
dráttar frá refsingu kemur gæslu-
varðhaldsvist frá 2. september.
- bs
Axarárásin í Hafnarfirði:
Sjö og hálfs árs fangelsi Verður
upplýsingatækni
þriðja stoðin
í verðmæta-
sköpun og
gjaldeyris-
tekjum Íslands
árið 2010?
ÞRIÐJA
STOÐIN?
Ráðstefna
Samtaka upplýsinga-
tæknifyrirtækja þriðju-
daginn 25. janúar
Sjá glæsilega dagskrá
á vefsetri Samtaka
iðnaðarins; www.si.is
FRÁBÆR TILBOÐ!
SÉRBLAÐ FYLGIR
18-35 ára
Me›allestur dagblaða
Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004
MorgunblaðiðFréttablaðið
58%
35%
BÖRKUR BIRGISSON
Í dómnum segir að Börkur eigi sér engar
málsbætur og að árásin með öxinni hafi
verið sérstaklega ófyrirleitin.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FLOKKSBRÆÐUR Í FRAMSÓKN
Ummæli Guðna Ágústssonar stangast á við staðhæfingar flokks-
bræðra hans, Halldórs Ásgrímssonar og Magnúsar Stefánssonar.