Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.01.2005, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 19.01.2005, Qupperneq 10
VATNSBURÐUR Í SÚDAN Súdanskur drengur ber vatn í óhreinu íláti í Rumbek í suðurhluta Súdans. Jan Pronk, háttsettur maður innan Sameinuðu þjóð- anna, kom til Súdans í gær. Hann mun semja við þarlend yfirvöld um friðargæslu í landinu. Nýlegir friðarsamningar bundu enda á 21 árs borgarastyrjöld í Súdan. 10 19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR Aceh-hérað á Súmötru: Danir vara við hættu INDONESÍA, AP Leiðtogi uppreisnar- manna í Aceh-héraði í Indónesíu segir að ekki verði ráðist gegn erlendum hjálparstarfsmönnum. Viðtalið kom í kjölfar viðvarana danskra yfirvalda í gær um yfir- vofandi hættu á árás skæruliða. Dönsk stjórnvöld vildu ekki gefa upp hvaðan þeir höfðu heimildir fyrir þessu en sænska utanríkis- ráðuneytið hefur staðfest að þeir hafi fengið sömu upplýsingar og Danir. Síðar í gær sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér aðvörun um aukin viðbúnað á meðan verið væri að rannsaka viðvaranir Dananna. Áður höfðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og indónesíska hersins ítrekað að þeir hefðu engar ábendingar fengið um hótanir gegn hjálpar- starfsmönnum. Í síðustu viku krafðist indónesíski herinn þess að her- menn myndu fylgja erlendum hjálparstarfsmönnum þegar þeir ferðuðust utan Banda Aceh, til að verjast árásum hreyfingarinnar Frelsum Aceh, betur þekkt sem GAM. Skæruliðarnir hafa barist fyrir sjálfstæði Aceh í þrjá ára- tugi. Forsvarsmenn hreyfingar- innar eru í útlegð í Svíþjóð. ■ ÍRAKSMÁLIÐ Í ljósi endurtekinnar fjölmiðlaumræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkja- menn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ítreka eftirfar- andi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002 – 2003 en þann 12. mars 2003 felldi meiri- hluti nefndarinnar að afgreiða úr nefnd tillögu Vinstri hreyfingar- innar – græns framboðs til þings- ályktunar um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ísland standi utan við hvers kyns hernaðaraðgerðir gegn Írak“. Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrárliðnum Um störf þingsins og sagði þáver- andi utanríkisráðherra þá m.a: „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum. ... en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsam- legri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fund- um þingflokks framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfund- ur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar ut- anríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkisráð- herra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna til- kynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við að- gerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Keflavíkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sama hátt og tíðkast hefur í slík- um tilvikum frá seinni heims- styrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbygging- arstarf í Írak að átökum loknum. Þann 20. mars 2003 réðust bandamenn inn í Írak. Í yfirlýs- ingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við að- gerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafsbandalags- ins. ■ Teikningar Muggs: Kona kærir sýslumann LÖGREGLUMÁL Kona sem ásakar mann um stuld á þremur teikning- um Muggs hefur kært ákvörðun sýslumannsins á Patreksfirði, um að fella málið niður, til ríkissak- sóknara. Þórólfur Halldórsson sýslumað- ur segir kæruna fresta því að teikn- ingarnar verði afhentar manninum sem hafi haft þær undir höndum. Þær séu því enn í vörslu lögreglu eins og síðustu tvö ár. Hjá ríkissaksóknara var sagt að ákveðið yrði hvort afgreiðslumát- inn verði staðfestur, þurfi frekari rannsóknar við eða verði felldur úr gildi. Það taki um tvær vikur. - gag Condoleezza Rice: Vill bæta samskiptin BANDARÍKIN, AP „Heimurinn er að sammælast um að við höfum náð árangri í Írak,“ sagði Condoleezza Rice þegar hún svaraði spurning- um öldunga- d e i l d a r þ i n g - manna. Öld- ungadeildin þarf að samþykkja ú t n e f n i n g u hennar sem ut- anríkisráðherra áður en hún get- ur tekið við embætti. Rice sagðist leggja áherslu á að bæta samskiptin við þau ríki sem Bandaríkin hefðu lent í deil- um við vegna mismunandi við- horfa til utanríkismála. Hún neit- aði að tímasetja brotthvarf Bandaríkjahers frá Írak. „Mark- miðið er að ljúka verkefninu. Nú einblínum við á öryggi í tengslum við kosningarnar,“ sagði hún þing- mönnum. ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Segir í yfirlýsingu sinni að Íraksmálið hafi verið rætt í ríkisstjórn 18. mars 2003, daginn sem hann og Davíð Oddsson tóku ákvörðun um að styðja innrásina. Ákvörðunin sjálf var ekki rædd. Ákvörðunin var ekki rædd fyrir fram Í yfirlýsingu Halldórs Ásgrímssonar kemur fram að ákvörðunin um að styðja innrásina í Írak hafi ekki verið rædd í ríkisstjórn, né á Alþingi, áður en hún var tekin. Málefni Íraks hafi hins vegar verið margrætt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Höfðu ekki umboð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinn- ar, segir yfirlýsinguna ekki skýra málið. „Forsætisráðherra þarf náttúrlega ekki að gefa út neina yfirlýsingu til að segja okkur að Íraksmálið hafi mikið verið rætt og víða, það vita allir. Það er ekki það sem málið snýst um, heldur það hvort þeir hafi sótt umboð til þess að taka þá ákvörðun sem þeir tóku. Nú liggur alveg ljóst fyrir að sú ákvörðun, að lýsa yfir stuðningi við innrásina var tekin af tveimur mönn- um. Þeir sóttu ekki umboð til ríkisstjórnarinnar, þeir sóttu ekki umboð til þingflokkanna, ekki til Alþingis, ekki til utanríkismálanefndar og enn síður til þjóð- arinnar. Og enn þá hafa þeir ekkert umboð fengið. Það liggur ljóst fyrir eftir þessa umræðu að þetta var ekki upplýst fyrir þeirra atbeina, heldur ann- arra. Mér finnst alveg ólíðandi að tveir menn skuli ganga fram með þessum hætti og skuldbinda þjóð- ina siðferðilega í hernaðarátök. Ég get ekki séð hvaða leiðir þeir hafa til þess miðað við þau lög og reglur sem menn eiga að starfa eftir. Það er alveg ljóst að slíka ákvörðun á ekki að taka nema í samráði við utanríkismálanefnd. Öllum hlýtur að vera ljóst að þetta er meiriháttar ákvörðun. Það getur ekki talist minniháttar ákvörðun að ljá máls á siðferðileg- um stuðningi við innrás sem ekki nýtur viðurkenn- ingar alþjóðasamfélagsins.“ ■ Steingrímur J. Sigfússon: Halldór tvísaga Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, segir að yfirlýsingin bæti engum nýjum upplýsingum við. „Hún staðfestir hins vegar að Halldór sjálfur er tvísaga, ef ekki margsaga, í mál- inu. Hún staðfestir enn fremur að honum ber engan veginn saman við þingmenn í eigin flokki og ekki einu sinni alveg við varafor- mann sinn og ráðherra í ríkis- stjórn, Guðna Ágústsson. Yfirlýsingin gerir því ekkert annað en að auka á vandræðaganginn hjá þeim og þannig mun það verða þangað til þeir átta sig á því að þeir verða ein- faldlega að leggja spilin á borðið og hjálpa til við að upplýsa þetta mál að fullu. Gera ætti opinber öll samtöl, símtöl, fundargerð- ir og annað sem máli skiptir varðandi aðdraganda þessa máls og tel ég að aflétta eigi trúnaði á fundar- gerðum ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar þar sem Íraksmálið var rætt. Þá hafa menn staðreynd- irnar fyrir sér og þá geta menn horfst í augu við þau mistök sem þarna urðu og ákveðið í framhaldinu hvað ber að gera. Það hefur smátt og smátt skýrst að þarna varð mönnum stórlega á hvað varðar lýðræðisleg, þing- ræðisleg og jafnvel lögboðin vinnubrögð. Það verð- ur auðvitað að gera þau mál upp, það er ekki hægt að ætla að yppa öxlum yfir því og segja að menn eigi að hætta að ræða fortíðina og horfast í augu við fram- tíðina. Svona hlutir fyrnast nú ekki svo glatt.“ ■ INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR STEINGÍMUR J. SIGFÚSSON FÁ FRIÐ TIL AÐ STARFA Teungku Mucksalmina, 31 árs leiðtogi uppreisnarmanna í Aceh-héraði, neitaði því að ráðgert sé að ráðast á erlenda hjálparstarfsmenn á svæðinu. YFIRHEYRÐ Í ÞINGINU Þingmenn saumuðu stundum að Rice en hún þykir örugg um samþykki þeirra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.