Fréttablaðið - 19.01.2005, Síða 16
Áhrif einstaklinga á vegferð
mannkyns og einstakra þjóða eru
líklega oftast stórlega ofmetin í
almennri umræðu. Líkt og menn
manngerva guði sína, og sums
staðar náttúruöflin líka, hættir
þeim til að rekja sögulega þróun
samfélaga til þeirra einstaklinga
sem viðkomandi þróun skilaði í
áhrifastöður. Með því er ekki
sagt að tilviljanir tengdar ein-
staklingum geti ekki skipt máli.
Um liðna helgi dó austur í Kína
maður sem sýndi hvoru tveggja í
senn hvað áhrifamenn geta verið
ofmetnir og hvað þeir geta verið
vanmetnir. Nafn hans, Zhao Zi-
yang, var ekki á margra vörum
síðustu árin. Fáir sem til þekkja
munu þó líklega efast um að áhrif
verka hans á málefni heimsins
voru miklu meiri og öllu djúp-
stæðari en áhrif heimsþekktra
stjórnmálamanna á borð við Bill
Clinton eða Tony Blair. Þótt fjöl-
miðlar kínverska ríkisins hafi
ekkert fjallað um dauða hans og
yfivöld hafi bannað birtingu
mynda af honum í fimmtán ár
þekkti hver einasti fullorðinn
maður í Kína þetta nafn. Zhao
var maðurinn sem í umboði Deng
Xiaoping opnaði Kína fyrir al-
þjóðlegum viðskiptum, einka-
væddi landbúnað kínverja og inn-
leiddi kapítalíska framleiðslu-
hætti í iðnaði og þjónustu. Breyt-
ingarnar sem Zhao hafði forustu
um á tíð sinni sem forsætisráð-
herra og síðar leiðtogi kommún-
istaflokksins leiddu með beinum
hætti til mestu lífskjarabyltingar
í sögu mannkynsins.
Það var pólitískur styrkur
byltingarhetjunnar Deng Xiaop-
ing sem gerði breytingarnar
mögulegar en Deng hafði hins
vegar lítið vit á efnahagsmálum.
Það kom í hlut Zhao að nýta styrk
og vernd Dengs til að innleiða
breytingar sem hafa haft svo
djúpstæð áhrif á þróun heimsins
síðustu árin að fálm eftir hlið-
stæðum gefur lítið af sér. Bylting
síðustu ára í Kína hefur í samtím-
anum ekki aðeins haft hin gagn-
gerustu áhrif á lífskjör hundruð
milljóna kínverja, heldur hefur
hún breytt aðstæðum í efnahags-
kerfi alls heimsins. Um leið hef-
ur hún verið einn af hinum stærri
aflvökum alþjóðavæðingar fram-
leiðslu og viðskipta en sú þróun
hefur haft gagnger áhrif á at-
vinnulíf, stjórnmál og menningu
um allan heim.
Zhao var dæmi um réttan
mann á réttum stað á réttum
tíma. Fáum árum áður en hann
náði æðstu völdum í Kína leiddu
rauðu varðliðarnir hann bundinn
um götur Guangzhou og úthróp-
uðu hann sem óvin alþýðunnar.
En menningarbyltingin gekk
ekki upp og stjórnmálin tóku
nýja stefnu í þessu stærsta sam-
félagi jarðarinnar. Zhao var mað-
urinn sem Deng Xioping þurfti
við hlið sér. Eftir að ná miklum
árangri í fjölmennasta héraði
Kína, Sichuan, þar sem hann inn-
leiddi frjálslyndar umbætur
varð Zhao forsætisráðherra Kína
og síðar aðalritari kommúnista-
flokksins.
Eitt af því merkilega við Zhao
var að hann trúði samtímis á all-
ar stærstu og lífseigustu hug-
myndir tuttugustu aldarinnar.
Hann var fylgismaður frjálsra
viðskipta, hann var sósíalisti og
hann var lýðræðissinni. Hann
var hins vegar ekki blindur fylg-
ismaður neinnar af þessum hug-
myndum. Stuðningur hans við
frjáls viðskipti var greinilega
skilyrtur af ýmis konar ótta um
þjóðfélagsleg áhrif kapítalism-
ans. Þótt hann sé nú hetja lýð-
ræðissinna náði stuðningur hans
við lýðræði ekki lengra en svo að
hann lagði alla tíð mikla áherslu
á áframhaldandi leiðtogahlut-
verk kommúnistaflokksins í kín-
versku samfélagi. Hann taldi
hins vegar að einhvers konar
lýðræði og áframhaldandi stjórn
flokksins gæti farið saman og
tók afstöðu með kröfum unga
fólkins á Torgi hins himneska
friðar í Peking sumarið 1989.
Samverkamenn hans í forustu-
sveit flokksins óttuðust að í
þessu máli hefði Zhao rangt fyrir
sér og viku honum til hliðar.
Zhao fór beint úr hæsta valda-
stóli Kína í stofufangelsi. Þar
sætti hann ekki neinu harðræði
og stundum sást til hans á golf-
völlum í kringum Peking. Nafn
hans var hins vegar aldrei nefnt
opinberlega. Það gæti breyst á
næstu árum. Almenningur í Kína
hefur verið upptekinn af efna-
hagsbyltingu síðustu ára og þeim
þjóðfélagsbreytingum sem henni
hafa fylgt. Kröfur um lýðræði
heyrast sjaldan. Flestir virðast
óttast pólitískan óstöðugleika
öllu meira en pólitískt ofríki
flokksins en þetta mun breytast.
Krafan um lýðræði mun rísa
hærra á næstu árum og enn frek-
ar hin meginkrafa fólksins á
torginu um aðgerðir gegn spill-
ingu flokks og ráðamanna. Tíma-
setning hugmynda Zhao um lýð-
ræði reyndist röng en krafa tím-
ans um lýðræði mun gera ein-
hvern mann að pólitískum leið-
toga innan fárra ára. ■
Þ að er líklega ekki tilviljun að mótmælaaðgerðir á Íslandienda yfirleitt á því að bananar eru lagðir á stéttina fyrirframan Alþingishúsið. Bananarnir eru öðrum þræði tákn
fyrir það alvöruleysi, þann úthaldsskort og þær mótsagnir sem
fólki finnst að opinberar umræður hér á landi einkennist iðulega
af. Umræðurnar um Íraksmálið eru þar engin undantekning. Hið
alvarlega er að þar eiga hlut að máli æðstu ráðamenn þjóðarinn-
ar. Þeir virðast telja sér sæma að beita útúrsnúningi og hálfsann-
leik í vörn sinni í einu furðulegasta atviki íslenskra utanríkismála
á síðari árum. Það er slæmt fyrir lýðræði á Íslandi ef þeir komast
upp með það.
Á mánudag sendi Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra frá sér
yfirlýsingu um aðdraganda þess að Ísland varð með formlegum
hætti eitt þeirra ríkja sem studdu innrás og aðrar hernaðarað-
gerðir Bandaríkjamanna og Breta gegn Írökum í mars 2003. Til-
efnið segir hann vera „endurtekna fjölmiðlaumræðu“ um málið
en allir vita að hið raunverulega tilefni er ummæli Guðna Ágústs-
sonar landbúnaðarráðherra í fjölmiðlum um helgina þar sem
fram kom að ákvörðunin um að verða við beiðni Bandaríkja-
stjórnar um formlegan stuðning við innrás var ekki rædd í ríkis-
stjórn, á Alþingi eða í utanríkismálanefnd áður en hún var tekin
eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa verið að gefa í skyn.
Þessi ummæli staðfestir Guðni í samtali við Fréttablaðið í dag.
Í yfirlýsingu forsætisráðherra segir að Íraksmálið hafi verið
rætt nokkrum sinnum á Alþingi og í utanríkismálanefnd veturinn
2002 til 2003. Um það er ekki deilt. Það er verið að drepa málinu
á dreif með slíku tali. Spurningin hefur snúist um það hvort beiðni
Bandaríkjastjórnar og ákvörðunin um að verða við henni hafi ver-
ið rædd eða ekki. Fram kemur í yfirlýsingu forsætisráðherra að
ríkisstjórnarfundur hafi verið haldinn að morgni 18. mars, tveim-
ur dögum fyrir innrásina. Hann segir að Íraksmálið hafi verið á
dagskrá en það er ekki hið sama og að segja að erindi Bandaríkja-
stjórnar hafi verið kynnt ráðherrum á fundinum og rætt þar.
Kjarni málsins virðist sá að erindi um formlegan stuðning
barst frá Bandaríkjastjórn. Ekki liggur fyrir hvenær það var ná-
kvæmlega þar sem skjöl og önnur gögn þessa máls hafa ekki ver-
ið gerð opinber eins og krafist hefur verið. Staðfest er í yfirlýs-
ingu forsætisráðherra að ákvörðun um að fallast á erindið hafi
var tekin utan ríkisstjórnarfundar af þáverandi forsætisráð-
herra, Davíð Oddssyni, og þáverandi utanríkisráðherra, Halldóri
Ásgrímssyni, án þess að leita álits utanríkismálanefndar eða kalla
Alþingi saman. Það er engin afsökun ef málið hefur borið brátt að.
Samkvæmt stjórnarskránni er lýðræði og þingræði á Íslandi en
ekki ráðherraræði. Það var pólitísk skylda ráðherranna að taka
málið formlega upp og ræða það í ríkisstjórn og lagaskylda að
ræða það í utanríkismálanefnd.
Eftir yfirlýsingu forsætisráðherra á mánudaginn fær krafan
um opinbera úttekt óvilhallra rannsóknaraðila á málinu öllu auk-
ið vægi. Skjöl og gögn, þar á meðal Íraksliður fundargerðar ríkis-
stjórnarinnar 18. mars, verður að gera opinber. Hafi ríkisstjórnin
engu að leyna eins og forsætisráðherra gefur í skyn og sé málið
einn stór misskilningur stjórnarandstæðinga og þjóðarinnar hlýt-
ur það að vera málstað ríkisstjórnarinnar til framdráttar að
leggja öll spilin á borðið. Það á ríkisstjórnin að gera. ■
19. janúar 2005 MIÐVIKUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Krafa um rannsókn Íraksmálsins fær aukið vægi.
Ófullnægjandi
skýringar
ORÐRÉTT
Þetta á að segja eftir keppnina
Það jákvæða er að þarna erum
við að mæta til leiks með nýjan
hóp og nýjan þjálfara.
Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrirliði
íslenska handboltalandsliðsins, spáir
í gengi liðsins í Túnis.
Fréttablaðið, 18. janúar.
Saumnálin og heystakkurinn
Mér brá ekkert við að vera beð-
inn um að finna linsu í lauginni.
Kristján Magnússon sundlaugarvörð-
ur sem fann augnlinsu í sextíu tonn-
um af vatni.
Fréttablaðið, 18. janúar.
Er það bankaábyrgð?
Þeir sem nú hafa tekið við for-
ystu Flugleiða hafa tekið á sig
mikla ábyrgð.
Leiðari Morgunblaðsins, 18. janúar.
Fyrir þér er einn dagur
Ég ætla að skilja í sátt og er að
ganga frá mínum málum. Ein
vika í útvarpi er ansi langur tími.
Sigurður Pétur Harðarson fyrrum út-
varpsstjóri á Stjörnunni.
DV, 18. janúar.
Túberað or not túberað
Já, auðvitað mætti ég með tú-
berað hárið. Það stóð aldrei til
að svíkja það.
Hörður Harðarson faðir Idol-kepp-
anda. DV, 18. janúar.
Og var lokaður inni
Hann var mjög opinn og hlýr og
hafði mikinn áhuga á að opna Kína
fyrir vestrænum samskiptum.
Steingrímur Hermannsson minnist
Zhao Zhiyang.
Morgunblaðið, 18. janúar.
Svo skal böl bæta
Er ekki tími til kominn að jafna
þennan mun með því til dæmis
að skattleggja þessa ódýru orku
fyrir sunnan.
Viðar Benediktsson um mismunandi
húshitunarkostnað milli landshluta.
Morgunblaðið, 18. janúar.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Kall tímans í Kína
Ísland í augum Dana
Þorsteinn Pálsson, sendiherra okkar í
Danmörku, birtir athyglisverða grein í
Morgunblaðinu í gær. Tilefnið er
Reykjavíkurbréf blaðsins á sunnudag-
inn þar sem ritstjórinn, Styrmir Gunn-
arsson, gerði að umtalsefni neikvætt
álit margra Dana á Íslendingum sem
meðal annars hefði birst í umfjöllun
dagblaðsins Berlingske Tidende um
kaup Baugs og tengdra aðila á stór-
fyrirtækinu Magasin de Nord. Þorsteinn
segir að vissulega séu
dæmi um vanþekkingu
Dana á íslenskum mál-
efnum og til séu þeir
Danir sem lítið álit hafi
á landi og þjóð. En
„mörg íslensk fyrirtæki
bæði stór og smá hafa
verið að hasla sér völl í Danmörku á
allra síðustu árum í ýmsum greinum
viðskipta. ... Ég hef ekki orðið þess var
að nokkurt íslenskt fyrirtæki hér í Dan-
mörku annað en Baugur hafi vakið
gagnrýni eða tortryggni í almennri um-
fjöllun svo heitið getur svo ekki sé tal-
að um hamfarir eins og skrifum Berl-
ingske Tidende gegn Baugi er réttilega
lýst í nefndu Reykjavíkurbréfi.“
Þeir sletta skyrinu...
Og hver gæti þá verið skýringin á þess-
um skrifum Berlingske? Vitnum í Þor-
stein Pálsson: „Hitt er svo annað mál
að lítið sem ekkert í hamförum Berl-
ingske var nýtt af nálinni. Flest öll efn-
isatriði í skrifum blaðsins sýndist mér
að hefðu áður komið fram, mest í
Morgunblaðinu. Með vissum hætti má
því segja að skrif Berlingske um kaup
Baugs hafi verið eins konar útflutningur
á íslenskri umræðu.“ Og sendiherrann
sendir Styrmi eitrað skeyti: „Ritstjóri
Morgunblaðsins vekur ... um margt
með réttu athygli á neikvæðri umfjöll-
un um Ísland í Danmörku og fákunn-
áttu Dana um íslensk mál. En þegar
þar að kemur að hann dregur ályktanir
af staðhæfingum sínum og brýnir þá
sem ábyrgðina bera að berja í brestina
skýtur því miður
engri frumlegri
hugsun í kollinn
á mér en þeirri,
að þeir sletta
enn skyrinu
sem eiga það.“
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja-
vík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf sími 585 8330 Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
gm@frettabladid.is
Í DAG
KÍNA
JÓN ORMUR
HALLDÓRSSON
Kröfur um lýðræði
heyrast sjaldan.
Flestir virðast óttast póli-
tískan óstöðugleika öllu
meira en pólitískt ofríki
flokksins en þetta mun
breytast.
,,