Fréttablaðið - 19.01.2005, Síða 33
25MIÐVIKUDAGUR 19. janúar 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
16 17 18 19 20 21 22
Miðvikudagur
JANÚAR
■ KVIKMYNDIR
■ KVIKMYNDIR
Lovely Bones næst á dagskrá
■ ■ TÓNLEIKAR
22.00 Andrea Gylfa og Eddi Lár
gítarleikari verða með fjölbreytta
dagskrá á Næsta bar.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.15 Starri Heiðmarsson, fléttu-
fræðingur NÍ, flytur fræðsluerindi: „Riðar
flokkunarkerfi Linnés til falls?“, á Hrafna-
þingi Náttúrufræðistofnunar, í sal
Möguleikhússins á Hlemmi, Reykjavík.
16.15 Sólveig Jakobsdóttir og Þur-
íður Jóhannsdóttir kynna niðurstöð-
ur úr hluta rannsókna á áhrifum upp-
lýsinga- og samskiptatækni í skóla-
starfi á málstofu, sem haldin verður í
Skriðu í Kennaraháskóla Íslands.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Næsta mynd leikstjórans Peters
Jackson á eftir King Kong verður
The Lovely Bones. Myndin er
byggð á samnefndri metsölubók
eftir Alice Sebold og fjallar um
stúlku á himnum sem segir sögu
sína eftir að hafa verið myrt.
Jackson mun skrifa handrit
myndarinnar ásamt Fran Walsh
og Philippa Boyens sem átti þátt í
handritinu að Lord of the Rings-
myndunum, sem Jackson leik-
stýrði.
Talið er að The Lovely Bones
verði komin á hvíta tjaldið árið
2007. King Kong er aftur á móti
væntanleg í kvikmyndahús í des-
ember á þessu ári. ■ PETER JACKSON Leikstjórinn Peter Jackson ætlar næst að snúa sér að myndinni The
Lovely Bones.
TOY STORY Teiknimyndirnar tvær um
ævintýri Bósa Ljósárs og félaga hafa notið
mikilla vinsælda. Nú er sú þriðja á leiðinni.
Toy Story 3 í
vinnslu
Kvikmyndafyrirtækið Disney vinn-
ur um þessar mundir að handriti að
teiknimyndinni Toy Story 3. Ekki er
talið líklegt að fyrirtækið Pixar,
sem bjó til fyrstu tvær myndirnar
sem báðar nutu mikilla vinsælda,
taki þátt í gerð myndarinnar.
Ástæðan er sú að samstarfs-
samningur Pixar og Disney rennur
út eftir að gerð teiknimyndarinnar
Cars lýkur og því mun Disney sjálft
búa til þriðju myndina um ævintýri
Bósa Ljósárs og félaga. ■