Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 8

Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 8
22. janúar 2005 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Formaður Samfylking- arinnar má ekki þiggja laun fyrir það starf frá öðrum en flokknum ef tillaga Birgis Dýrfjörð verður samþykkt á komandi landsþingi flokksins. Samkvæmt eftirlauna- lögunum sem samþykkt voru í lok árs 2003 fá formenn stjórnmála- flokka á þingi um 230.000 krónur á mánuði auk þingmannalauna. Birgir segir óþolandi að það séu óviðkomandi kostunaraðilar sem greiði formönnum stjórn- málaflokka laun. „Flokkarnir eiga að gera það sjálfir,“ segir Birgir. „Forseti Alþýðusambands Íslands kallaði þetta dúsu á sín- um tíma vegna þess að formenn stjórnarandstöðuflokkanna sam- þykktu eftirlaunalögin með þess- ari viðbót. Ég kalla þessa menn pólitískar portkonur. Þetta var þóknun fyrir að samþykkja frum- varpið.“ Birgir segist ekki geta ímynd- að sér annað en að tillagan verði samþykkt á landsfundi Samfylk- ingarinnar og segist hafa fengið mikinn stuðning við hana innan flokksins. ■ Samfylkingin: Launin komi bara frá flokknum SAMFYLKINGIN Fyrir liggur tillaga um að formaður flokks- ins fái ekki greidd laun frá Alþingi fyrir for- mannsstarfið eins og gert hefur verið sam- kvæmt umdeildu eftirlaunafrumvarpi. ÍRAK Yfirgnæfandi meirihluti Íraka ætlar að mæta á kjörstað 30. janúar þrátt fyrir mannskæð- ar árásir vígamanna undanfarið, ef marka má skoðanakönnun sem unnin var fyrir bandarísku samtökin International Repu- blican Institute. Samkvæmt henni segja fjórir af hverjum fimm kjósendum líklegt að þeir kjósi. Lítillega hefur þó dregið úr fjölda þeirra sem segja mjög lík- legt að þeir kjósi. Í nýju könnun- inni, sem var gerð í desember og janúar, segja 64 prósent mjög líklegt að þau kjósi, sjö prósentu- stigum minna en í nóvember. Enn ein mannskæð sprengju- árásin var gerð í Bagdad í gær. Þá var bílsprengja sprengd fyrir framan mosku sjíamúslima. Í það minnsta fjórtán létust og 40 særðust í árásinni. Þá létust fjórir hið minnsta þegar bíl var keyrt inn í brúðkaupsveislu og hann sprengdur í loft upp. Abu Musab al-Zarqawi, leið- togi alræmdra hryðjuverkasam- taka, sendi frá sér upptöku þar sem hann fordæmdi sjíamúslima fyrir samstarf við bandaríska hermenn. „Þeir brutust inn í at- hvörf guðs, þeir svívirtu þau og hengdu upp myndir af djöfli sín- um, al-Sistani,“ sagði hann. Aya- tollah Ali al-Sistani er helsti leið- togi sjíamúslima. ■ Meirihluti hyggst kjósa Þrátt fyrir nær stöðugar árásir vígamanna virðist meirihluti Íraka ætla að mæta á kjörstað, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Átján létust í bílsprengjuárásum á brúðkaupsveislu og mosku sjíamúslima. SÆRT BARN FLUTT Á SJÚKRAHÚS Íraskur karlmaður sést hér bera særðan son sinn út úr mosku sjíamúslima eftir sprengjuárás. 08-09 21.1.2005 19.11 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.