Fréttablaðið - 22.01.2005, Page 12
Í gær birtist yfirlýsing í bandaríska
stórblaðinu New York Times undir
yfirskriftinni „Innrásin í Írak – ekki
í okkar nafni“. Þessi yfirlýsing er
birt í nafni „Þjóðarhreyfingarinnar
– með lýðræði“ og þeirra þúsunda
Íslendinga sem brugðust við ákalli
hennar um að gera heiminum það
kunnugt, að einungis tveir menn
hefðu tekið um það ákvörðun að
skipa Íslandi á lista meðal stuðn-
ingsþjóða innrásar Bandaríkjanna
og Bretlands í Írak, sem framin var
án þess að hafa til þess samþykki
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Samkvæmt öllum skoðanakönnun-
um meðal íslensku þjóðarinnar
hefðu fjórir af hverjum fimm
Íslendingum verið andsnúnir þessu
gerræði tvímenninganna frá byrjun
árs 2003 og allar götur síðan.Yfir-
lýsing tvímenninganna væri rof á
allri íslenskri lýðræðishefð, sem er
sú að allar meiriháttar breytingar á
utanríkisstefnu þjóðarinnar hafa
alltaf verið afgreiddar með form-
legum hætti á Alþingi. Þannig hefði
Alþingi synjað því boði að gerast
stofnaðili að Sameinuðu þjóðunum,
þegar það var bundið því skilyrði að
segja Þýskalandi og Japan stríð
á hendur. Við inngöngu í NATO
hefðum við einnig fengið viður-
kennda sérstöðu Íslendinga sem
vopnlausrar þjóðar, sem vildi ekki
koma sér upp eigin her né segja
nokkru ríki stríð á hendur.
Við þessa afgreiðslu tvímenning-
anna á afstöðu til innrásar í Írak
hefði hins vegar ekki verið skeytt
um að fá samþykki neins stjórn-
sýslustigs lýðveldisins. Ákvörðunin
hefði hvorki verið borin undir ríkis-
stjórn né þingflokka stjórnarmeiri-
hlutans. Heldur ekki undir utanrík-
ismálanefnd Alþingis svo sem þó er
skylt samkvæmt lögum um allar
meiriháttar breytingar á utanríkis-
stefnunni, hvað þá undir Alþingi
sjálft, sem þó hefur þótt sjálfsagt
allan lýðveldistímann að hefði
síðasta orðið í hörðum innbyrðis
deilum um utanríkismál.
Þjóðarhreyfingin – með lýðræði
gerði um þetta harðorða ályktun
þann 13. október síðastliðinn. Sú
ályktun var grafin í smáfréttum
fjölmiðla. Innan Þjóðarhreyfingar-
innar þóttumst við þó viss um að
almenn andstaða væri gegn þessu
gerræði tvímenninganna og að við
yrðum að leitast við að finna þessari
andstöðu farveg. Miklar umræður
urðu um það á fundum okkar
hvernig málstaðnum yrði komið á
framfæri svo eftir yrði tekið og um-
ræður vaktar um málið. Athygli var
vakin á því hvernig hópar valin-
kunnra manna um allan heim hefðu
komið sér saman um yfirlýsingar,
sem síðan voru birtar í heimspress-
unni. Frá því í byrjun nóvember var
það svo rætt innan hreyfingarinnar
hvernig slík yfirlýsing ætti að
hljóða, drög gengu manna á milli,
rædd, deilt um efni og orðalag,
slípuð, fínpússuð uns yfirlýsingin
var tilbúin í lok nóvember og kynnt
með blaðamannafundi á Hótel Borg
þann 1. desember.
Þjóðarhreyfingin hefur engan
fjárhagslegan bakhjarl. Hún er
grasrótarhreyfing, sem ekki heldur
félagaskrá eða innheimtir félags-
gjöld. Henni er ætlað að mynda
breytilega skipaða sérfræðinga-
hópa, sem gefi stuttar og hnitmiðað-
ar umsagnir um brýn álitaefni í
þjóðfélagsumræðunni hverju sinni.
Þessum hópum er ætlað að miðla til
almennings hugmyndum um lýð-
ræði og frelsisréttindi og bregðast
jafnframt við öndverðum hugmynd-
um með röksemdum, byggðum
á mismunandi sérþekkingu og
reynslu þeirra, sem að áliti standa
hverju sinni. Vinnan er unnin í sjálf-
boðaliðsstarfi án þess að nokkur
greiðsla komi fyrir.
Við töldum okkur skynja sterka
undiröldu með þjóðinni um að
„svona gerir maður ekki“. Annað
mál var svo það að klæða málið í
þennan búning og æskja fjárfram-
laga til stuðnings við málstaðinn í
jólamánuðinum. Við renndum blint í
sjóinn með undirtektir, máttum vita
að harður áróður yrði rekinn gegn
okkur, og þó einkum beitt rógi og
baknagi, sem erfitt er að festa
hendur á og svara. En traust okkar
á því að nægur fjöldi af þeim 84 %,
sem Gallupskoðun hefur nýlega
leitt í ljós að eru andvígir ákvörðun
tvíhöfðans, væri tilbúinn til að
fylgja því eftir með fjárframlagi,
hefur reynst á rökum reist. Vel á
fimmta þúsund manns hefur látið
peninga af hendi rakna. Oftar en
ekki hefur það verið eyrir ekkj-
unnar, goldinn af litlum efnum en
heitri sannfæringu. Þökk sé þeim að
nú veit heimurinn hið sanna um
friðarvilja 84% Íslendinga og stað-
festu við þann málstað sem for-
ingjar lýðveldisins mörkuðu því í
upphafi á vígvelli kalda stríðsins.
Það hefur verið ánægjulegt að
standa í þessari baráttu. Ég vil
þakka öllum þeim sem hafa
stöðvað mig á götu, talað við mig í
síma, sent mér bréf og tölvuskeyti,
jafnvel SMS, hvatt mig og upp-
örvað í miðri orrahríðinni. Þjóðar-
hreyfingin hefur eflst við þetta
átak. Ég held að staða Alþingis
gagnvart framkvæmdavaldinu
(foringjaræðinu) hafi eflst. Ein-
staka þingmenn eru farnir að tala
frá eigin brjósti (þótt stundum séu
þeir lamdir niður jafnharðan). Nú
þarf að fylgja þessu eftir með því
að gera Þjóðarhreyfinguna – með
lýðræði – að farvegi fyrir óskir
fólksins við endurskoðun stjórnar-
skrárinnar. Látum ekki stjórnmála-
mennina eina um að setja sjálfum
sér reglur um fyrirkomulag stjórn-
skipanarinnar. Kominn er tími til
að þjóðin setji þeim þær reglur,
sem hún getur unað við. ■
A ð líkindum hefur enginn Bandaríkjaforseta fyrr og síðarorðið jafn umdeildur og George W. Bush, sem á fimmtu-daginn hóf seinna kjörtímabil sitt í embætti. Það er ekki
aðeins á heimaslóðum sem persóna forsetans, hugmyndir, stefna
og verk vekja sterk viðbrögð. Heimsbyggðin hefur aldrei fyrr haft
jafn afdráttarlausa skoðun á leiðtoga Bandaríkjanna og síðustu
fjögur ár – og sú skoðun virðist í yfirgnæfandi mæli neikvæð í
garð hans og verka hans. Öllu öðru fremur er það Íraksstríðið sem
þessu veldur.
En framhjá hinu verður ekki horft að í kosningunum vestanhafs
í nóvember vann forsetinn sannfærandi sigur og sama er að segja
um bandamenn hans í Repúblikanaflokknum í báðum deildum
Bandaríkjaþings. Hafi efi ríkt um lýðræðislegt umboð hans á
fyrra kjörtímabilinu eru engar slíkar vangaveltur uppi nú. Það er
ljóst að Bush er maður sem meirihluti bandarísku þjóðarinnar
treystir til að stýra málum sínum.
Líklegt er að ræðu Bush við embættistökuna hafi ekki verið
beðið með minni eftirvæntingu utan Bandaríkjanna en innan
þeirra. Svo virðist sem forsetinn hafi gert sér grein fyrir þessu og
að sumu leyti virðist sem ræða hans hafi ekkert síður beinst að
hlustendum úti í heimi en eigin þjóð. Um heim allan spurðu menn
sig hvaða boðskap Bush mundi flytja, og hvaða tón hann mundi slá.
Ræðan svaraði því ekki í einstökum atriðum en öll var áhersla
forsetans á frelsið og þýðingu þess fyrir þjóðirnar. „Frelsið
sem við njótum í okkar eigin landi veltur æ meira á því hvort
frelsið nái fram að ganga í öðrum löndum,“ sagði hann og bætti
við: „Allir þeir sem búa við harðstjórn og vonleysi geta treyst því
að Bandaríkin munu ekki horfa framhjá kúguninni eða afsaka
harðstjórana. Þegar fólk krefst frelsis stöndum við með því.“
Þetta eru fögur orð en því miður vitum við ekki hvað þau
merkja í raun. Felst í þeim að Bandaríkin séu tilbúin í fleiri ævin-
týri í stíl við innrásina í Írak, svo sem innrás í Íran eins og get-
sakir hafa verið um að undanförnu? Eða hafa bandarísk stjórnvöld
lært af mistökum undanfarinna ára og munu fara fram af meiri
varkárni á alþjóðavettvangi næstu árin? Munu þau reyna að vinna
að framgangi lýðræðis og frelsis eftir leiðum friðsamlegrar sam-
vinnu, viðskipta og efnahagsaðstoðar fremur en að beita hernaðar-
mættinum? Þessum spurningum mun reynslan ein svara. En það
er góðs viti að í ræðunni virtist Bush leggja áherslu á áframhald-
andi sterkt samband við gamlar bandalagsþjóðir í Evrópu sem
ekki hafa verið samstíga honum í Íraksmálinu. Sama er að segja
um orð sem Condoleezza Rice, hinn nýi utanríkisráðherra, lét falla
fyrir þingnefnd fyrr í vikunni, að hún vildi bæta samskiptin við
bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu og auka samráð við þá.
Bush forseti á ekki kost á endurkosningu að loknu því kjörtíma-
bili sem nú er hafið. Eðli málsins samkvæmt mun mjög fara að
draga úr áhrifum hans og raunverulegum völdum á þriðja ári
tímabilsins, þegar undirbúningur næstu forsetakosninga hefst.
Það er því í rauninni skammur tími sem hann hefur til stefnu vilji
hann láta að sér kveða svo um muni. Vinir Bandaríkjanna um
allan heim vona að hann hafi lært af dýrkeyptum mistökum fyrra
tímabilsins og vilja treysta því að seinni hlutinn taki hinum fyrri
fram á allan hátt. ■
22. janúar 2005 LAUGARDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Óljóst er hvað raunverulega felst í áherslu Bandaríkja-
forseta á frelsið.
Hefur Bush lært
af mistökunum?
FRÁ DEGI TIL DAGS
Kaflaskil í Íraksmálinu
Á sólarströnd.
Þingmenn hafa undanfarna daga verið
að reyna afsanna þá kenningu að þeir
séu í iðjuleysi og afslöppun í fjörutíu
daga starfshléi Alþingis. Hafa stjórnmála-
flokkarnir blásið til funda víða í kjör-
dæmum og jafnt óbeyttir þingmenn sem
ráðherrar þeyst landshorna á milli til að
hitta kjósendur. Verðskuldar þetta fram-
tak að sjálfsögðu hið mesta hrós. Ekki
eru þó allir í svona stússi eins og ljós
kom á fimmtudaginn þegar Valgerður
Sverrisdóttir birti óvænt pistil á heima-
síðu sinni á netinu og reyndist hann rit-
aður á sólarströnd í Flórída. „Hugmyndin
var að taka frí frá stjórnmálum í nokkra
daga og safna kröftum fyrir komandi
þing. En ég verð að segja að mér er ekki
skemmt eftir að heyra fréttirnar af póli-
tískri umræðu á Íslandi þessa dagana og
er með hugann talsvert við það,“ skrifar
Valgerður. Og svo bætir hún við eins og
hún hafi samviskubit: „Það kann að vera
að einhverjum finnist það athyglisvert að
ég skuli vera í fríi í stað þess að sinna
kjördæminu í jólaleyfi Alþingis en á því
er skýring. Hún er sú að við erum fjórir
þingmenn Framsóknarflokksins í NA-
kjördæmi. Samstarfið er til fyrirmyndar,
það ríkir trúnaður og vinátta í hópnum.
Á meðan ég dvel hér og safna kröftum
fyrir vorþingið ferðast þau hin um kjör-
dæmið og funda og heimsækja vinnu-
staði. Þannig stöndum við saman og
léttum undir hvert með öðru.“
Framtíðin hagnýtt.
Baráttan um formannsembættið í Sam-
fylkingunni er komin á fullt. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir stýrir framtíðar-
hópi flokksins, þar sem fjölbreytt mál-
efnavinna fer fram, og blasir við að sá
póstur muni nýtast henni vel í aðdrag-
anda kosninganna. Í dag efnir hópurinn
til málþings um heimsöryggi á Grand
Hóteli og þar hefur Ingibjörg fengið sem
ræðumann Thorvald Stoltenberg fyrrver-
andi utanríkisráðherra Noregs sem um
árabil var einn helsti leiðtogi norskra
krata. Meðal annarra ræðumanna er
Magnús Þ. Bernharðsson
sem í gær sendi frá sér
nýja bók um málefni
Mið-Austurlanda. Sjálf
ætlar Ingibjörg Sólrún
að setja ráðstefnuna og
draga saman þræðina í
fyrirlestrum og um-
ræðum í lokin.
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja-
vík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar
PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf sími 585 8330 Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS
Vel á fimmta þús-
und manns hefur
látið peninga af hendi
rakna. Oftar en ekki hefur
það verið eyrir ekkjunnar,
goldinn af litlum efnum en
heitri sannfæringu
,,
i03240903_rafrant_05.jpg
gm@frettabladid.is
Í DAG
AUGLÝSINGIN Í NYT
ÓLAFUR
HANNIBALSSON
12-13 Leiðari 21.1.2005 18.04 Page 2