Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 17
17LAUGARDAGUR 22. janúar 2005 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 71 36 1/ 20 05 Reykjavík • Kópavogi • Akureyri Selfoss • Reykjanesbær www.blomaval.is Orkideur 999 kr. 499 kr. Heilsársseríur útsala föstudag-sunn udags Verðsprengja Bonsai verð frá 889 kr. afsláttur af öllum pottaplöntum 40% Eins og skugginn. Halldóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni ætlar seint að skiljast að einhliða ákvörðun þeirra um að styðja innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak þann 20. mars 2003 mun fylgja þeim eins og skugginn það sem eftir lifir af stjórnmálaferli þeirra. Stuðning- urinn er hvorki geymdur né gleymdur eins og kom skýrt fram í nýlegri könnun Gallup en hún sýndi að 84% Íslendinga vilja ekki tilheyra stuðningsliði innrásarinnar í Írak. Þórunn Sveinbjarnardóttir á samfylk- ing.is Sambærilegt við Júgóslavíu. Kristrún Heimisdóttir, varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, staðhæfði í Kastljósi sjón- varpsins í fyrrakvöld að loftárásir Bandaríkj- anna og NATÓ á Júgóslavíu hefðu stuðst við samþykki Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þess vegna stæðist það ekki að halda því fram að pólitískur stuðningur Ís- lands við þá aðgerð væri sambærilegur við yfirlýsingu um pólitískan stuðning við að- gerðir til að steypa Saddam Hussein af stóli. Líkt og í Írak lýstu íslensk stjórnvöld pólitískum stuðningi við loftárásir á Júgóslavíu, sem hófust í mars 1999. Þær höfðu að markmiði að stöðva þjóðernis- hreinsanir í Kosovo og þvinga stjórn Slobodans Milosevic til að framfylgja ákvörðunum Sameinuðu þjóðanna og niðurstöðum Ramboulliet-samningavið- ræðnanna. Stuðningur Íslendinga fól í sér afnot af lofthelgi og flugvelli til liðsflutn- inga og fyrirheit um þátttöku í uppbygg- ingu. Nákvæmlega sama fólst í ákvörðun ríkisstjórnar Íslands varðandi Íraksstríðið. Pétur Gunnarsson á timinn.is Galin hugmynd. Í kjölfar þess að Harry Bretaprins sýndi þann dómgreindarskort að mæta í afmæl- isveislu vinar síns klæddur í einkennis- búning Nasista frá síðari heimsstyrjöld og skarta hakakrossi á vinstri upphandlegg hefur komið upp sú hugmynd að sett verði bann á þetta táknmerki í Evrópusam- bandinu. Vitanlega má það teljast ámælis- vert að flagga þessu tákni í því samhengi sem Harry gerði á dögunum. Það má vera að það sé réttlætanlegt að banna stjórn- málaflokka sem starfa undir merkjum og hugmyndafræði nasistaflokks Adolfs Hitlers. En að banna það táknmerki sem nastistar tóku upp sem einkennistákn sitt um 1920 er nokkuð galin hugmynd. Hjörtur Einarsson á sellan.is Meðalmennska allt að drepa. Fyrir nokkrum árum birtist einkar athyglis- vert viðtal við Guðna Guðmundsson rekt- or í Skólablaði Menntaskólans í Reykjavík. Þar lýsti hann þeirri skoðun sinni að meðalmennskan væri að drepa allt frum- kvæði, að þeir lélegu kæmust upp með að stjórna kerfinu til þess eins að hygla sjálfum sér. Þetta kallaði Guðni kjaftur sósíalisma andskotans, þegar stefnt væri að því að gera alla jafna með því að hafa samnefnarann nógu djöfulli lágan. Sjaldan hefur þessi viðvörun Guðna átt betur við en einmitt nú. Baldvin Þór Bergsson á deiglan.com Siðferðileg og pólitísk krafa. Ég tel að á okkur hvíli siðferðileg og póli- tísk krafa að láta mannréttindabrot ekki liggja í þagnargildi. Ekki heldur þegar þeir Bush, Blair og leppar þeirra í Írak, Allawi og félagar eiga í hlut. Ég held að það væri hollt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að leiða ögn að þessu hugann. Er ekki eitthvað að þegar fjölmennur stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn er farinn að verja ofbeldi og mannréttindabrot eins og hann nú gerir í Írak? Nú vill svo til að ég veit að Einar K. Guðfinnsson er velviljaður maður. Getur verið að hann sé hér kominn út á hála braut? É tel svo vera. Ögmundur Jónasson á ogmundur.is AF NETINU 16-17 Umræðan 21.1.2005 18.09 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.