Fréttablaðið - 22.01.2005, Síða 20
Næsti Brekkusöngur
Árni Johnsen boðaði til blaðamannafundar í
vikunni og kynnti nýja skýrslu um göng til
Eyja. Margt bendir til að nú sé hafin sókn
fyrir endurkomu Árna í pólitík enda prófkjör
eftir tvö ár. Hvíslað er í bakherbergjum að
Árni hljóti að beisla skáldfákinn í þágu mál-
staðar síns. Ekki getur Árni
verið minni maður en
Rúnar Júlíusson sem
lét það ekki aftra sér
að „Tvöföldum
Reykjanesbraut“ væri
ekki rímvænt.
„Göng“ rímar
jú við „söng“,
„löng“ ,
„röng“ og
hvers
vegna ekki
„töng?“
Sótt að Alfreð
Fari menn í Framsókn með veggjum í skot-
grafahernaði gegn Guðna Ágústssyni fara
menn ekki leynt með árásir sínar á Alfreð
Þorsteinsson. Guðjón Ólafur Jónsson, vara-
þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík,
segir í grein á Hriflu, vef flokksins í Reykjavík
að hann verði ekki var við þann mikla stuðn-
ing sem Alfreð segist hafa meðal flokks-
manna. Hvorki Guðlaugur Sverrisson, kosn-
ingasmali Alfreðs úr síðasta prófkjöri, né
Anna Kristinsdóttir, hinn borgarfulltrúi Fram-
sóknar í borginni, treysti sér til að styðja
hann. Segir Guðjón Ólafur að menn verði að
skynja sinn vitjunartíma í pólítik og minnir á
örlög Páls Péturssonar, fyrrverandi ráðherra.
Ekki er laust við að kaldhæðni gæti hjá
Guðjóni: „Altjent er nokkuð ólíklegt að Alfreð,
sem er á sjötugsaldri, verði enn starfandi að
borgarmálum eftir 35 ár, svo grátlegt sem
það kann að hljóma í eyrum okkar framsókn-
armanna og annarra borgarbúa. Við þá sáru
staðreynd verðum við að búa hvort sem
okkur líkar betur eða verr.“
Heimskra manna ráð
Á málfundi Heimdallar í vikunni tókust Pétur
H. Blöndal þingmaður og Atli Gíslason, lög-
maður og varaþingmaður, á um einkarekstur
í skólakerfinu og svokallað ávísanakerfi.
Athygli vakti að Pétur sagði það
algeran misskilning að fólk
sem hann taldi „heimskt“,
eða einstaklingar með
lægri greindarvísitölu en
90, ætti ekkert erindi í há-
skóla. Sagði hann að sama
skapi óeðlilegt að heimska
fólkið tæki þátt í að
niðurgreiða lán Lána-
sjóðs íslenskra
námsmanna. - ás
20 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR
Guðni Ágústsson blés lífi í loga ill-
deilnanna um stuðning Íslands við
Íraksstríðið um síðustu helgi þegar
hann sagði í viðtali við Fréttablaðið
og á Skjá einum að „leiðtogar þjóð-
arinnar, Halldór og Davíð“ hefðu
einir tekið þá ákvörðun. Hafi
Halldór Ásgrímsson ætlað sér að
slökkva eldinn var engu líkara en
hann hefði ákveðið að gera það með
bensínbrúsa með yfirlýsingu sinni á
mánudag.
Athyglisvert er hins vegar að
deilurnar snúast ekki um Íraks-
stríðið sjálft og stuðning Íslands við
engilsaxnesku löndin, heldur um
formsatriði. Ari Sigvaldason, frétta-
maður á Ríkissjónvarpinu, dró á
dögunum fram í dagsljósið viðtal
við Guðna Ágústsson á morgunvakt
Ríkisútvarpsins þar sem fram kom
að hann hefði sagt nákvæmlega það
sama við útvarpið síðastliðið sumar.
„Guðni Ágústsson, landbúnaðar-
ráðherra (B): Þessa ákvörðun tóku
þeir með þessum hætti og...
Óðinn Jónsson: Tveir menn?
Guðni Ágústsson: Já.
Óðinn Jónsson: Er það eðlilegt?
Guðni Ágústsson: Þannig stend-
ur það mál. Það var auðvitað gert á
einhverri örlagastundu...
Óðinn Jónsson: En það var verið
að breyta grundvallarstefnu
Íslendinga í utanríkismálum. Er
ekki eðlilegt að ræða það á þinginu
og í þingflokkunum?
Guðni Ágústsson: Jú, jú, það má
segja það.“
Yfirlýsing Halldórs Ásgrímsson-
ar lægði ekki öldurnar þótt þar
kæmi heldur ekkert nýtt fram. Þar
er engu svarað um hvort ákveðið
hafi verið á ríkisstjórnarfundinum
að Ísland gengi til liðs við bandalag
þjóðanna sem studdu stríð gegn
Írak án stuðnings Sameinuðu þjóð-
anna. Enn síður hvort ákvörðunin
hafi verið borin undir utanríkis-
málanefnd. Hins vegar þjónaði til-
kynningin því hlutverki að setja
ofan í við Guðna Ágústsson með
eftirminnilegum hætti.
Athyglisvert er svo að í þessu
máli snúast deilurnar um form en
ekki innihald og má segja að einu
megi gilda um Írak í þessu máli. En
er í raun efast um að Halldór Ás-
grímsson og Davíð Oddsson hafi
haft pólitískan styrk til að koma
þessu máli í gegnum þingflokka
sína og þar með þingið? Fyrst þeir
gátu látið þingflokkanna kyngja
fjölmiðlafrumvarpinu hefði þetta
verið lítið mál að áliti flestra stjórn-
málaskýrenda.
Málið virðist því snúast að veru-
legu leyti um innanflokksdeilur í
Framsóknarflokknum. Engum þarf
að koma á óvart að Kristinn H.
Gunnarsson sé andsnúinn Halldóri í
þessu máli eins og flestu öðru og
Jónína Bjartmarz, sem upplýsti að
ekki hefði verið haft samráð við
utanríkismálanefnd, hefur ekki ver-
ið honum leiðitöm heldur. Að form-
inu slepptu er Guðni Ágústsson ekki
ósammála Halldóri að því er best
verður séð: „Þetta er viðkvæmt mál
en menn verða að átta sig á því að
uppbygging er hafin í Írak,“ sagði
hann í Fréttablaðinu.
Á Skjá einum sagði hann samt
sem áður að ákvörðunin hefði orkað
tvímælis.
Minni athygli vakti svo að Guðni
sagði á Skjá einum: „Við framsókn-
armenn þurfum í þessu efni eins og
öðru að fara yfir okkar utanríkis-
stefnu og eiga þar heilsteypta
stefnu.“ Halldór Ásgrímsson hefur
stýrt þessum málaflokki í nærri
áratug!
Mest snýst málið þegar öllu er á
botninn hvolft um trúverðugleika og
stefnufestu Halldórs Ásgrímssonar.
Bent hefur verið á misræmi í yfir-
lýsingum hans sem utanríkisráð-
herra. Þannig sagði hann 27. janúar
2003, rétt rúmum mánuði fyrir stríð:
„Það er alveg ljóst af okkar hálfu að
við teljum algjörlega nauðsynlegt
að þetta mál komi til umfjöllunar
öryggisráðsins á nýjan leik, það
höfum við margsagt. En ég held að
allir geti verið sammála um það að
ef þessi maður býr yfir gjöreyðing-
arvopnum með þeim afleiðingum
sem það gæti haft í för með sér, þá
stendur alþjóðasamfélagið frammi
fyrir mjög erfiðri stöðu. Það hlýtur
að vera krafa okkar Íslendinga eins
og annarra að þeir afvopnist. Það er
krafa Sameinuðu þjóðanna. Hins
vegar ef í ljós kemur að hann býr
ekki yfir gjöreyðingarvopnum, þá
er málið væntanlega leyst.“
Um miðjan desember 2004 segir
hann í Kastljósinu:
Sigmar Guðmundsson: „Hefð-
irðu vitað það sem þú veist í dag, að
það voru ekki gereyðingarvopn í
Írak og það voru engin tengsl við Al
Kaída af hálfu Íraka, hefðirðu þá
samþykkt þetta?
Halldór Ásgrímsson: Ég ætla nú
ekkert að segja um það. Ég býst við
því að ég hefði gert það já. Vegna
þess að ég hef lengi verið þeirrar
skoðunar að það væri gífurlega
mikið atriði að koma Saddam
Hússein (frá)...“
Hvort Halldór hefur tekið
hugmyndafræðilega kollsteypu á
einni nóttu, eða Davíð Oddsson,
þáverandi forsætisráðherra, tekið
ákvörðun um stuðning við Bandarík-
in og stillt Halldóri upp við vegg skal
ósagt látið. Nýleg könnun Gallups,
sem Halldór vill raunar ekki að talað
sé um, bendir til að 80% framsókn-
armanna séu honum ósammála í
málinu. Þar liggur hans stærsti
vandi og Guðni Ágústsson hefur
væntanlega séð möguleika með að
spila á þetta í því taugastríði sem
Halldór og „erfðaprins“ hans Árni
Magnússon heyja nú gegn honum.
Guðni á hins vegar ekkert síður við
trúverðugleikavanda að stríða, hann
virðist hafa snúist í marga hringi í
málinu rétt eins og Halldór.
a.snaevarr@frettabladid.is
stjornmal@frettabladid.is
Úr bakherberginu...
Spurning um
trúverðugleika
Fáir efast um að leiðtogar stjórnarflokkanna hafi haft pólitískan styrk til að
knýja í gegn stuðning við Íraksstríðið en misvísandi yfirlýsingar grafa undan
trúverðugleika og hafa stórskaðað Framsóknarflokkinn.
nánar á visir.is
Ríkisstjórnarsamstarfið er tíu ára gamalt í ár og farið að sýna ýmis merki
þess að vera orðið lúið. Fyrir utan alla þá elda sem Guðni Ágústsson
kveikti um síðustu helgi sagði hann hér í Fréttablaðinu að Davíð og
Halldór hefðu báðir hugsað sinn gang í síðustu kosningabaráttu. Í þeim
orðum felst að Samfylkingin hafi klikkað. Undir rós segir hann að framboð
Ingibjargar Sólrúnar til forsætisráðherra hafi fælt báða flokka frá því að
hætta í stjórnarsamstarfinu. Ótrúlega margir stjórnarþingmenn hafa líka
vakið athygli undirritaðs á því að aðeins einn úr þeirra hópi hafi mætt í
fimmtugsafmæli borgarstjórans fyrrverandi, en sjálfur formaður Sjálfstæð-
isflokksins hafi haldið skjallræðu í afmæli svila hennar, Össurar Skarphéð-
inssonar. Ergó: Skilaboðin eru þau að andstæðingar Samfylkingarinnar
vilja að Össur verði áfram formaður.
Eru það rök fyrir því? Já og nei.
Svend Auken, formaður danskra jafnaðarmanna, kom sínum flokki í
næstum 40 prósent í kosningum 1988. En sporin hræða því í draumi sér-
hvers manns er fall hans falið. Styrkur Aukens fældi samstarfsflokka í svip-
uðu samsteypuflokkaumhverfi og er hérlendis frá því að ganga til liðs við
hann. Varaformaðurinn Poul Nyrup Rasmussen felldi hann loks eftir langa
eyðimerkurgöngu. Hins vegar hefur Össur Skarphéðinsson lítinn sem
engan trúverðugleika samkvæmt könnunum Gallups. Hann minnir um
margt á mentor sinn Jón Baldvin. Kunningjakona okkar Jóns heyrði eitt
sinn til þar sem formaður Alþýðuflokksins hitti menn í sundlauginni. Þeir
skjölluðu hann á alla enda og kanta og sögðu stjórnmál ekki svip hjá sjón
eftir að hann hvarf af sjónarsviðinu. Jón Baldvin synti á brott glaður í
bragði en kunningjakonan heyrði kappana horfa á eftir honum með fyrir-
litningarsvip og segja: „Aldrei myndi ég kjósa þennan mann“. Svipuðu máli
gegnir um öflugan opinberan stuðning andstæðinga Samfylkingarinnar
við Össur Skarphéðinsson.
Samfylkingin er samsteypa krata og allaballa, sem höfðu samanlagt
46% atkvæða 1978 og nærri meirihluta ef öll atkvæði vinstrimanna þá eru
talin. Hún hefur hins vegar ekki farið mikið yfir 30% og á því mikið inni.
Hvað er til ráða? Svarið er ekki endilega Ingibörg Sólrún. En hræðslu-
viðbrögð annarra, ekki síst leiðarahöfundar Morgunblaðsins, eru vatn á
hennar myllu, ekki Össurar. Sveiflur hans í stjórnmálum og stóryrði um
hvert málið á fætur öðru eru líka andstæðingunum að skapi.
Eitt sinn var sögð sagan um unga ritstjórann og gamla ritstjórann. Sá
ungi sýndi þeim gamla hróðugur fyrirsögn um stóratburð en sá gamli lét
sér fátt um finnast og spurði: „Og hvað ætlarðu að gera þegar Jesús Krist-
ur snýr aftur til jarðar?“
Þessi hugsun var þó til á gamla Þjóðviljanum sem Ásmundur „svarti“
Sigurjónsson, fyrrverandi ritstjóri erlendra frétta, tjáði mér eitt sinn. Blaðið
var sem sagt við öllu búið í lok síðari heimsstyrjaldar þegar Rauði herinn
hafði náð allri Austur-Evrópu á sitt vald. Hitler var á síðustu metrunum og
nú þurfti að taka frá stærsta letrið í fyrirsögnina: Evrópustríðinu lokið. En
Ási svarti vildi samt hafa vaðið fyrir neðan sig og pantaði í leiðinni enn
stærra letur á fyrirsögnina: Heimsbylting í Evrópu!.
Engin slík hugsun er til hjá vinstri mönnum á Íslandi. Á Alþingi eru spör-
fuglar skotnir með fallbyssum. Hvunndags. Ráðist er á lög um refaveiðar
og stjórnvöld vænd um stjórnarskrárbrot. Líka lög á kennara þótt innst inni
hafi þingmenn Samfylkingar vitað að þeir hefðu gert það sama.
Og ef villtustu draumar Samfylkingar yrðu að veruleika gæti Davíð
Oddsson, forseti framtíðarinnar í krafti fjörutíu prósenta genetískra kjós-
enda, gert vinstri stjórn hvors svilfólksins sem er óstarfhæfa, með því að
hóta þjóðaratkvæðagreiðslum.
Maður þarf nefnilega að vita hvað maður ætlar að gera þegar Jesús
Kristur kemur til jarðar.
VIKA Í PÓLITÍK
ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR
VIÐ ÖLLU BÚNIR Sagt var að á Þjóðviljanum hefðu menn látið hanna sérstaklega stórt
letur fyrir lok heimsstyrjaldarinnar en þó haft vaðið fyrir neðan sig og haft enn stærra fyrir
heimsbyltinguna.
Og hvað ætlarðu að gera
þegar Jesús Kristur snýr aftur?
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
„Allt orkar tvímælis þá gert er“
Guðni Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins 18. janúar.
„En þegar þar að kemur að hann dregur ályktanir af stað-
hæfingum sínum og brýnir þá sem ábyrgðina bera að berja
í brestina skýtur því miður engri frumlegri hugsun í kollinn
á mér en þeirri, að þeir sletta enn skyrinu sem eiga það.“
Þorsteinn Pálsson svarar Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins 18. janúar.
VINSTRA MEGIN GUÐNI
Útspil hans staðfesta að hann skiptir máli en auka ekki trú-
verðugleika hans.
HÆGRA MEGIN HALLDÓR
Gengur til flokksþings eftir mánuð flæktur í vef misvísandi
yfirlýsinga.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IA
LL
I
20-21 Stjórnmál 21.1.2005 18.12 Page 2