Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 26

Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 26
22. janúar 2005 LAUGARDAGUR Lynghálsi 4 • 110 Reykjavk. S: 567 3300 info@hestarogmenn.is • www.hestarogmenn.is SENDUM Í PÓSTKRÖFU Þú færð Vildarpunkta hjá Vildarklúbbi Icelandair þegar þú verslar í versluninni Hestar og menn og greiðir með Vildarkorti Visa og Icelandair. Já, ótrúlegt en satt, ALLIR sem kaupa nýjan Hrímnishnakk fá flugmiða með Icelandair sem gildir fyrir einn fram og til baka á einhvern af áfangastöðum í áætlunarflugi Icelandair í Evrópu. Kynntu þér tilboðið betur í versluninni eða á heimasíðu okkar www.hestarogmenn.is Verð kr. 139.900 Hestar og menn bjóða annað ótrúlegt tilboð. Við tökum alla hnakka sem greiðslu upp í nýjan Top Reiter hnakk. Gildir við kaup á: Sport 2000, Top Reiter – Z, Comfort og Top Reiter Reiðdýnu Uppítökuverð er háð mati starfsmanna. en verður þó aldrei lægra en 5.000 kr. Frábært verð á skó- buxum með rennilás. Verð frá 6.900 barnastærðir Verð frá 7.900 fyrir fullorðna Fást bæði svartar og gráar Og veislan heldur áfram, við bjóðum nú saltsteina á tilboði sem erfitt er að hafna. Þú færð tvo fyrir einn. Rauðir hestasteinar 2 kg. á 95 kr. Hvítir 2 kg. á 185 kr. 10 kílóa saltsteinar á 590 kr. Allir saltsteinar á 2 fyrir 1 tilboði á meðan birgðir endast. OPI‹ ALLA HELGINA! Laug. 10-16 Sunn. 12-16 „Við höfum þekkst í 12 til 13 ár. Við kynntumst í menntaskóla og spiluðum þá báðir á kassagítar,“ segir tónlistarmaðurinn Mugison um Pétur Þór Benediktsson. „Við fórum að semja saman í menntó og hittumst þá bara út af því. Ég hlakka til að sjá nýtt efni koma út frá honum. Hann er besti vinur minn. Ég leyfi honum alltaf að heyra þegar ég sem eitthvað nýtt og hann leyfir mér líka að heyra sitt efni. Hann er alveg geð- veikur og ég held að það verði sprengja með sumrinu þegar platan hans kemur út.“ ■ Pétur Þór Benediktsson hefur talsvert verið í sviðsljósinu sem með- spilari tónlistarmanns- ins Mugison. Ljóst er að þar er afar efnilegur tónlistarmaður á ferð sem á vafalítið eftir að gera góða hluti í fram- tíðinni. Fréttablaðið ræddi við piltinn og for- vitnaðist betur um kom- andi verkefni hans. Eftir að hafa útskrifast sem tón- smiður úr Tónlistarskólanum í Reykjavík í vor hefur Pétur Þór Benediktsson sett allt á fullt og er að vinna að mörgum athyglisverð- um verkefnum um þessar mundir. Þar má nefna fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar Tristian, hans eigin sólóplötu, starf með hinni nýju sveit Mónakó og tónlist við leik- ritið Draumleikur eftir August Strindbergh. Samstarf með Mugison Pétur hefur einnig unnið mikið með tónlistarmanninum Mugison undanfarið og átti meðal annars í tveimur lögum á hans síðustu plötu, Mugimama is this Monkey- music?, sem sló í gegn fyrir síðustu jól. Pétur samdi lagið Murr murr með Mugison, útsetti lagið Salt, spilaði á píanó í What I Would Say In Your Funeral og á kassagítar í I'd Ask og 2 Birds. Einnig hefur hann oft spilað með Mugison á tónleikum og fer vænt- anlega með honum í tónleikaferð til útlanda í maí. „Við erum gamlir félagar síðan á menntaskólaárunum og mjög góðir vinir,“ segir Pétur um sam- starfið við Mugison. „Þetta er búið að vera draumur og í raun af- sökun fyrir því að geta verið saman. Við erum að bara að vinna og njóta félagsskapar hvors annars. Hann er náttúrlega frá- bær talent og við höfum fengið tækifæri til að gera hluti út frá því,“ segir hann. Sólóplata í vinnslu Pétur stefnir að því að klára nokk- ur verkefni fyrir sumarið, þar á meðal að gefa út sólóplötuna sína og fyrstu plötu Tristian. „Við erum að taka upp núna og erum með fyrirhugaðan útgáfudag í maí. Þessi hljómsveit er búin að vera heillengi starfandi en bara með hléum. Stundum hefur þetta verið hálfgerður saumaklúbbur. En núna eftir að ég kláraði námið mitt í vor ákváðum við að gera eina plötu og sjá hvað gerist,“ segir hann og lýsir tónlist sveitar- innar sem framsækinni rokktón- list sem þó sé farin að færast út í þjóðlagapælingar. Hvað varðar sólóplötuna segir Pétur að hún hafi verið leyndarmál fram að þessu. „Ég er með alveg fullt af lögum sem ég á eftir að taka upp. Ég er reyndar búinn að taka upp eitt til tvö lög en ætla að klára hana þegar ég hef tíma. Fyrst ætla ég að einbeita mér að Tristi- an og leikhúsinu.“ Tónlist við Draumleik Pétur er afar spenntur fyrir tón- listinni við Draumleik, en leikritið verður frumsýnt þann ellefta mars á stóra sviðinu í Borgarleik- húsinu. „Ég hef áður gert dans- leikhúsverk. Það var í sumarleik- húsi fyrir fjórum árum en það var aðeins öðruvísi því þar var músík allan tímann. Þá var ég að vinna með hópi fólks sem tók sig saman og sótti um styrk til að gera eitt- hvað skemmtilegt. Þarna voru meðal annars Daníel Bjarnason, María Huld, Ólafur Egill, Álfrún Örnólfsdóttir og Tommi úr Nóa Albínóa,“ segir hann. Í Draumleik munu leikarar úr útskriftarhópi Listaháskóla Íslands fara með helstu hlutverk, auk leikara úr Borgarleikhúsinu. Pétur er hvergi smeykur við verk- efnið og veit að hann hefur margt gott fram að færa. „Ég hef samið stærri verk í skólanum og gert út- setningar fyrir hinar og þessar hljómsveitir en ég hef ekki feng- ist við svona áður. Þetta verður mjög spennandi.“ Í nýju Stuðmannamyndinni Áður en Pétur hóf námið var hann einnig í hinum ýmsu verkefnum. Auk þess að vera meðlimur Tristi- an starfaði hann með Ragnhildi Gísladóttur þegar sólóverkefni hennar, Ragga and the Jack Magic Orchestra, var endurvakið í London. Fyrir nokkru síðan bað Ragnhildur hann síðan um að koma fram í nýjustu Stuðmanna- myndinni, Í takt við tímann, þá sem gítarleikari hljómsveitar- innar Mónakó. „Hljómsveitin tók fyrstu æfinguna sína daginn fyrir sjónvarpsútsendinguna Neyðar- hjálp úr norðri. Áður hafði hún að- eins komið saman í hljóðveri til að taka upp lagið og í myndinni sjálfri. Það var mikið ævintýri að taka þátt í þessari mynd og ég kynntist mörgu góðu fólki.“ Þrátt fyrir að margir hafi spurst fyrir um Mónakó hefur sveitin þó ekki verið formlega stofnuð enn sem komið er. Pétur lítur björtum augum á framtíðina og á von á skemmti- legu ári. Eftir að hafa lokað sig töluvert frá umheiminum í tón- listarskólanum virðist sem hann sé að springa út um þessar mundir og það verður gaman að fylgjast með komandi verkefnum hans. freyr@frettabladid.is Sprengja í sumar MUGISON Tónlistarmaðurinn Mugison hefur þekkt Pétur Þór Benediktsson í fjölmörg ár. Mugifriend lætur í sér heyra PÉTUR ÞÓR BENEDIKTSSON Pétur er með mörg járn í eldinum um þessar mundir. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 26-39 (26-27) Helgarefni 21.1.2005 15:32 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.