Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 28

Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 28
[ ] Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Verð kr. 39,900.- Ný námskeið vikulega, staðsetning Mjódd Sími: 894-2737 www.ovs.is Vinnuvélanámskeið ÁG mótorsport • Klettháls 9 110 Reykjavík • s. 587 5547 Einnig á Akureyri Bónstöðin • Njarðarnesi 1 s. 466 3900Verslun á netinu : www.ag-car.is/motorsport T.d. silfur, rauðar eða bláar rúðuþurrkur með vindskeið sem heldur þurrkunum þétt við rúðuna og alvöru gúmmíi sem endist. Við erum með fulla búð af flottum vörum á bílinn þinn. Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Að sjá lengra en nef manns nær Það væri mikill kostur í umferðinni að geta séð fyrir horn. Það væri líka gott að geta séð í myrkri, sem dagur væri. Ég mundi heldur ekki fúlsa við því að geta séð yfir alla hina bílana svo ég viti hvað er að gerast í umferðinni í kringum mig. En ég verð víst að láta mér nægja að horfa út um framrúðuna og sjá bara það sem er beint fyrir framan mig. Það er því algjört lykilatriði að rúðan sé hrein og að rúðuþurrkurnar séu starfi sínar vaxnar. Með því að tjöruþvo bílinn reglulega getum við aukið líftíma þurrku- blaða (og bílsins) til muna. Bæði er hægt að gera það á bílaþvottastöð- um og með því að kaupa tjöruhreinsi, úða yfir bílinn og strjúka svo af honum, til dæmis með svampi og volgu sápuvatni. Ennfremur má nota tjöruhreinsi eða WD 40 og pappírsþurrkur til að þvo þurrkublöðin og drýgja þannig nýtingu þeirra. Þá bleytum við þurrkublöðin með hreinsi- efninu og þurrkum þau með pappír þangað til hann hættir að taka svart- an lit af þeim. Loks er svo hægt að fá litla sápubrúsa á bensínstöðvum til að hella í rúðupissið. Þeir geta gert kraftaverk á skítugri rúðu, en auðvitað aðeins ef þurrkublöðin eru heilleg og hrein. ■ Tjöruhreinsi á dekkin Í vetrarhálkunni er gott ráð að úða tjöruhreinsi á dekkin. Það dregur úr hættunni á að þau renni á ísnum. Hafðu í huga að sumar tegundir tjöruhreinsis menga umhverfið og vertu vakandi fyrir því að velja umhverfisvænan hreinsi. Toyota og PSA Peugeot Citroen hafa í samstarfi þróað nýjan smábíl fyrir Evrópumarkað. Í raun eru bílarnir þrír og heita Peugeot 107, Citroen C1 og Toyota Aygo og munu verða kynntir á bílasýn- ingunni í Genúa í mars á þessu ári. Birt- ar hafa verið ljósmyndir af bílunum sem verða settir í framleiðslu og sölu seinna á þessu ári. Að mestu leyti eru bílarnir eins, en hver og einn hefur sitt sérstaka útlit sem auðkenna bifreiðar Peugeot, Citroen og Toyota. Bílarnir þrír eru allir 3,4 metrar á lengd, 1,6 metrar á breidd og koma með 1 lítra bensínvél og 1,4 lítra dísilvél. Sérstök áhersla hefur verið lögð á öryggi og umhverfi í hönnun bíl- anna og eru þeir afar sparneytnir. Bílarn- ir eru búnir til fyrir Evrópumarkað þar sem gert er ráð fyrir að eftirspurn eftir sparneytnum smábílum muni aukast. Smáir og knáir Citroen, Peugeot og Toyota kynna þrjá nýja smábíla Nýr Honda CR-V hjá Bernhard. Í dag verður nýi Honda CR-V borgarjeppinn frumsýndur hjá Bernhard Vatnagörðum. Ný hönnun að framan gefur bílnum enn fágaðra útlit en áður og hvert smáatriði að innan og utan er vandlega úthugsað. Flatt gólfið, færanleiki sætanna og hurðaopn- uninn gera plássnýtinguna í CR-V einstaklega góða. Öll stjórntæki eru þægileg í notkun og innan seil- ingar í fallega hannaðri og vand- aðri innréttingu. Hjartað í CR-V er þó aflmikil og sparneytin vélin, há- þróað fjórhjóladrifið og fullkomn- ar skiptingar sem vinna saman eins og hugur manns. Í þessum nýja Honda CR-V er meiri staðalbúnað- ur en í eldri útgáfunni, til dæmis fullkomin aksturstölva, tölvustýrð loftkæling og geislaspilari. Hjá Honda er allur öryggis- búnaður í hávegum hafður. Honda CR-V er með ABS-hemlalæsivörn, EBD-hemlaátaksdreifingu og BA- hjálparhemlun til að minnka heml- unarvegalengd og hjálpa ökumanni að hafa stjórn á bílnum við nauð- hemlun. Í bílnum eru tveir tveggja þrepa SRS-loftpúðar í mælaborði og tveir hliðarloftpúðar til að vernda ökumann og farþega. Spól- og skrikvörn og loftpúðagardínur í þaki eru val um staðalbúnað. Rýmið inni í bílnum er mikið og nýtt til fullnustu. Aftursætin eru á sleðum og hægt að stilla sætisbök- in þannig að allir farþegar geta komið sér vel fyrir. Vel hugsuð opn- un hurða og hæð sæta gerir afar þægilegt að stíga inn og út úr CR-V. Umboðsaðilar Bernhard Honda á Íslandi eru Bílavík í Reyjanesbæ, Bílver á Akranesi, Höldur á Akur- eyri og Bragginn í Vestmanneyj- um. ■ Vinsæll borgarjeppi í nýrri útfærslu Skoda Octavia 4x4 hefur unnið til fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Sýning á fjórhjóla- drifnum bílum Stórsýning 4x4 hjá Heklu um helgina. Hekla hf. efnir til stórsýningar um helgina á 4x4 bílum frá Mitsubishi, Volkswagen og Skoda. Frá Mitsubishi Motors má finna Mitsubishi Pajero – sigurvegarann í Dakar 2005 rallinu, erfiðustu rallkeppni heims – Pajero Sport, L-200 og Outlander. Frá Volkswagen koma Touareg og Golf Variant og frá Skoda-verksmiðjunum Skoda Octaiva, sem hefur unnið til fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Opið verður í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, kl. 11-16. Þess má einnig geta að sölumenn í jeppa- deild Bílaþings verða í sérstöku samningastuði og ýmis tilboð verða á borðinu. HONDA CR-V ER TIL Í NOKKRUM ÚTFÆRSLUM: LS útgáfan er 5 dyra með 2,0 l 150 hö vél og stálfelgum. ES útgáfan er 5 dyra með 2,0 l 150 hö vél en er einnig fáanlegur með 2,2 l – CDTi dísilvél. Álfelgur eru staðalbúnaður í ES-útgáfunni, sem og skipt leðuráklæði á sætum. Excecutive er með 2,0 l vél og beinni innspýtingu með leðuráklæðum, sóllúgu, og álfelgum. Bensínbílarnir eru fáanlegir bæði sjálf- og beinskiptir og dísilbílarnir beinskiptir. Bílaleiga B&L tekin til starfa Leigt í tveimur verðflokkum. Bílaumboðið B&L hefur sett á fót nýja bílaleigu. Að sögn Bjarna Benedikts- sonar gæðastjóra er markmiðið með stofnun hennar fyrst og fremst að auka þjónustu gagnvart viðskipta- vinum. „Bílaleigan er hugsuð sem þægileg og hagkvæm leið fyrir þá sem vantar bíl tímabundið vegna þess að viðkomandi er með bílinn sinn í þjónustu hjá okkur eða af öðrum orsökum. Jafnframt leigjum við út atvinnubíla af öllum stærðum.“ Aðeins tveir verðflokkar eru hjá Bíla- leigu B&L, fyrir smærri og meðalstóra bíla og atvinnubíla annars vegar og jepplinga, jeppa og stærri atvinnubíla hins vegar. „Fyrir smærri flokkinn er sólarhringsleigan kr. 2.500 og þann stærri kr. 3.000. Þar sem við hugsum þetta sem aukna þjónustu við við- skiptavini okkar er verðinu stillt veru- lega í hóf, eins og sjá má. Það er þó ekkert skilyrði að fólk hafi verið í við- skiptum hjá okkur til að njóta þjón- ustu bílaleigunnar, en í þeim tilvikum bætist 20% álag á verðið,“ segir Bjarni. Bílaleiga B&L er í B&L versluninni og er forstöðumaður hennar Þorvaldur Heiðarsson. 28-29 (02-03) Allt bílar 21.1.2005 15:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.