Fréttablaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 22. janúar 2005 27 GASVERKSMIÐJU MÓTMÆLT Green- peace-samtökin í Mexíkó mótmæltu fyrir- hugaðri byggingu gasverksmiðju á Corondo-eyju, rétt utan við Tijuana, með því að klæða sig upp sem kaktus, fugl og egg. Samtökin telja að verksmiðjan stofni dýralífi á eyjunni í hættu. EINAR MÁR GUÐMUNDSSON Danskir bókmenntagagnrýnendur eru yfir sig hrifnir af ljóðasafni hans. Einari Má hælt í Danmörku Ljóðasafni Einars Más Guð- mundssonar, Ræk mig nord- lysene, er hælt í hvítvetna í dönskum fjölmiðlum en safnið kom út í Danmörku fyrir stuttu í þýðingu Erik Skyum Nielsen. Gagnrýnandi Politiken, Kim Skotte, lýkur dómi sínum á að kalla ljóðasafnið „dýrðlega og kröftuga lesningu“. Í dómnum segir Skotte að Einar Már sé vel kunnur í Danmörku fyrir Engla alheimsins, Riddara hringstigans, Vængjaslátt í þakrennum og Eftirmála regndropanna, og að það sé vel þess virði að kynnast ljóðskáldinu Einari Má. Hann segir það eins og að finna „ferska íslenska vinda streyma inn“ að lesa ljóð Einars. Erik Svendsen, gagnrýnandi Jyllands Posten, dáist að afkasta- getu íslensku þjóðarinnar. Hann minnist meðal annars á að Íslend- ingar eigi orðið Magasin og að Björk hafi haft mikil áhrif á nú- tíma tónlist. Liselotte Wiemer í Weekenda- visen segir Einar Má færa Dönum sjálf norðurljósin í ljóðum sínum og heldur vart vatni yfir ljóða- safninu hans. Í tilefni af útkomu ljóðasafns- ins var samkoma haldin í Svarta Demantinum, byggingu Konung- lega Bókasafnsins í Kaupmanna- höfn, þar sem Einar Már las úr bókinni ásamt danska höfundin- um Johannesi Møllehave. ■ Naktar stjörnur Stórstjörnur sýna meira hold nú en áður þegar þær mæta á frum- sýningu kvikmynda, samkvæmt nýrri könnun sem birt var fyrir skömmu. Samkvæmt könnun- inni sýna kvikmyndastjörnurnar meira en helming af líkamanum þegar þær ganga eftir rauða dreglinum. Rannsakendur voru viðstaddir frumsýningar kvikmynda og skráðu samviskusamlega hjá sér hvernig klæðaburður stjarnanna var og samkvæmt niðurstöðunum sýna þær um 59% af holdinu. Þróunin hefur verið ansi hröð síðustu ár. Sem dæmi vakti Liz Hurley mikla athygli þegar hún mætti í efnislitlum kjól frá Versace á frumsýningu bresku gamanmyndarinnar Four Wedd- ings and a Funeral árið 1994. Það ár sýndu stjörnurnar aðeins um 39% af holdi. Það er þó mun meira en árið 1950 þegar stjörnurnar sýndu aðeins um 7% af líkaman- um. Rannsakendur telja að haldi þessi þróun áfram megi búast við því að stjörnurnar sýni um tvo þriðju hluta af líkama sínum árið 2010 þegar þær mæta á frumsýn- ingar. „Klæðaburður 21. aldarinnar er afar ólíkur því sem gerðist á sjötta áratug síðustu aldar,“ sagði Chris Hilton, stjórnandi rannsókn- arinnar. „Nú er klæðaburðurinn miklu tilraunakenndari og stjörn- urnar taka mun meiri áhættu.“ ■ BERAR HENDUR Leikkonan Portia de Rossi mætti í heldur efnislitlum kjól þegar hún mætti á frumsýningu myndarinnar Blood Work árið 2002. EFNISLÍTILL KLÆÐNAÐUR Leikkonan og módelið Nadia var meðal gesta á frum- sýningu Oceans Twelve í desember á síð- asta ári. BERT BAK Jennifer Lopez er að vanda mjög glæsileg þegar hún mætir á rauða dregilinn og lætur iðulega glitta í bert hold. 26-39 (26-27) Helgarefni 21.1.2005 15:33 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.