Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 44
Aðstöðu verkamanna á Kárahnjúkum er ábóta- vant um margt þó að hún hafi batnað mikið frá því að fyrstu tyrk- nesku húsunum var hróflað þar upp fyrir tæpum tveimur árum. Þorpið á Kárahnjúkum er snyrti- legt og því er vel við haldið að utan. Húsin eru yfirleitt hvít- eða ljósgrámáluð með bláar gluggaumgjarðir. Þorpið er prýði- lega skipulagt og nóg er plássið fyrir stórar vinnuvélar, jeppa og bíla fyrir utan. Þegar gengið er um híbýli verkamannanna kemur ýmislegt í ljós. Í tyrknesku húsunum, þar sem þorri íbúanna býr, og þá fyrst og fremst óbreyttir starfsmenn, eru útihurðir úr blikki sem auð- veldlega er hægt að sveigja með handafli. Hurðirnar eru svo óþétt- ar að í sumum tilvikum fennir inn í forstofuna. Á hurðunum eru hurðarhúnar úr plasti og á einum neyðarútganginum hefur hurðar- húnninn brotnað að utan. Húnn er þó á hurðinni að innan. Þetta sýn- ir auðvitað hversu léttvægar hurðirnar eru. Herbergin eru hljóðbær Rétt er að taka fram að búið er að skipta um og þétta glugga svo að ekki snjóar inn um þá og góður hiti er í húsunum. Þá er búið að setja nýtt þak ofan á það sem fyr- ir var eftir að allt fór á flot í fyrra. Ekki hefur borið á því síðan. Herbergin eru hljóðbær, veggirnir eru léttir og stundum má sjá að herbergishurð fyllir ekki alveg upp í hurðaropið svo að það loftar vel að ofan og neðan. Húsgögnin í herbergjunum eru einföld, rúm og borð ásamt fata- skápi. Misjafnt er hversu vel menn hafa komið sér fyrir en íbú- arnir ku yfirleitt vera með sitt eigið sjónvarp inni á herbergjun- um og margir eru líka með tölv- urnar sínar. Húsin eru hreinleg að innan en sum þeirra eru ansi illa farin að innan. Sums staðar má sjá ljóta veggi og jafnvel stórar holur. Í nýjustu húsunum er hreinlæt- isaðstaða inni af herberginu en í flestum tilfellum er það ekki, að- eins sameiginleg aðstaða á gang- inum. Nýr tækjasalur vel sóttur Ekki var gert ráð fyrir setustofu í húsunum en úr því hefur verið bætt að hluta og eru nú setukrók- ar í öllum húsunum. Þessir krókar líta ekki vel út, húsgögnin virðast vera léleg og eru setustofurnar lítið sem ekkert notaðar, með und- antekningum þó. Impregilo rekur nýjan tækja- sal sem er til fyrirmyndar og lítur afskaplega vel út. Hann er mikið sóttur. Verið er að reisa íþróttahús og eru miklar vonir bundnar við það af hálfu starfsmanna. Tyrknesku húsin eru ekki leng- ur keypt að Kárahnjúkum heldur er Impregilo farið að kaupa hefð- bundnar norskar vinnubúðir sem Íslendingar hafa góða reynslu af. Ítölsku stjórnendurnir búa ekki í tyrknesku húsunum. Skipt hefur verið um stjórnendur að hluta til og koma nýju stjórnend- urnir úr starfi fyrirtækisins í öðr- um Evrópuríkjum. Þeir hafa reynst vel. Þetta kom fram í skoðunarferð með yfirtrúnaðar- manni fyrr í vikunni. ■ O ddur Friðriksson, yfirtrún-aðarmaður í Kárahnjúka-virkjun, er í hópi þeirra sem best þekkja til Impregilo og aðstæðna verkamanna á Kára- hnjúkum. Hann fer daglega um vinnusvæðið, fylgist með því hvernig mönnunum líður, hlustar á umkvörtunarefni þeirra og reynir að leggja þeim lið. Hann segist treysta því að mennirnir komi til sín hafi þeir yfir einhverju að kvarta en hann reyni að þrýsta ekki á þá með óviðeigandi hætti. Starfið á Kárahnjúkum hefur verið annasamt frá upphafi. At- hugasemdir voru strax gerðar og telur Oddur líklegt að samskiptin milli Impregilo og verkalýðshreyf- ingarinnar hefðu þróast öðruvísi ef strax hefði verið brugðist við gagn- rýni. Það hefði einnig orðið ódýr- ara fyrir Impregilo þegar upp er staðið. Tyrknesku húsin á Kárahnjúk- um uppfylltu ekki íslenskar kröfur. Það kom í ljós þegar á reyndi. Allar nýjar tegundir af stálgrindarhús- um eiga að fara í skoðun hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðar- ins og það segir Oddur að hafi ekki verið gert. Viðgerðir hafi farið fram á húsunum, ný þök sett á þau, þéttilistar í kringum glugga og dúkar lagðir á gólf. Þá sé dyraum- búnaðurinn pjátur. „Við verðum auðvitað að sætta okkur við þessi hús þó að við séum ekki sátt við þau. Það eina sem við getum gert er að reyna að bæta þau,“ segir hann. Lögregla sést varla Oddur gagnrýnir frammistöðu og framgang íslenska stjórn- og eft- irlitskerfisins. Það hafi ekki virk- að nógu vel. „Þeir hafa dregið sig í hlé. Ágreiningsmálin eru mörg og við höfum orðið að draga opin- bera aðila að verkinu. Heilbrigðis- eftirlit Austurlands hefur unnið mjög faglega og starfsmenn Vinnueftirlitsins hafa komið sí- fellt öflugri til leiks. Svona var þetta ekki í byrjun,“ segir hann. Sögusagnir hafa verið um eiturlyf og vændi á Kárahnjúkum en Oddur segist ekki hafa orðið var við það. Á Kárahnjúkum sé gott fólk sem vilji fá að sinna sínu starfi í friði og geri sitt besta. Íbú- ar á Kárahnjúkum óski eftir að njóta sama eftirlits og þjónustu og önnur bæjarfélög. Lögregla komi aðeins í skötulíki og iðnréttindi séu ekki einu sinni könnuð. Tilfinningalega sárt Reyndir starfsmenn eru á Kára- hnjúkum, sérstaklega eru Kín- verjarnir og Pakistanarnir með langa starfsreynslu af stíflufram- kvæmdum. Þetta eru fyrst og fremst tækjamenn sem hafa unn- ið á tækjum víða um heim og hafa ekki síðri reynslu en Íslending- arnir. Þessir menn eru sáttir við kjör sín og brosa bara og kinka kolli þegar Oddur spyr hvort laun- in skili sér með réttum hætti í heimalandinu. „Ég hef engan rétt til að skoða bankareikningana þeirra svo að ég verð að treysta því að þeir segi satt,“ segir hann og rifjar upp samtal við Bólivíumann sem hafði þá athugasemd eina að þurfa að borga skatt til Íslands. „Það fannst honum tilfinningalega sárt. Þetta var eina talan sem fór í taugarnar á honum,“ segir Oddur. Mönnum „skilað“ Portúgalarnir eru hins vegar komnir undir öðrum formerkjum til Íslands. Þeir koma í gegnum starfsmannaleigurnar. „Þær eru eitt stærsta vandamál á vinnu- markaði í dag í Evrópu. Þær fara á milli landa og nýta sér glufur í skattakerfinu. Íslendingar hafa fengið starfsmenn í gegnum þær í nokkur ár en aldrei sem nú. Við erum fyrst nú að kynnast þessu vandamáli í miklum mæli,“ segir Oddur. Athyglisvert er að evrópsk fyrirtæki nýta sér starfsmanna- leigur í auknum mæli og víkja sér þar með undan ábyrgð gagnvart lögum, reglugerðum og starfs- mönnunum sjálfum en talsvert er um að mönnum sé skilað ef þeir þykja ekki standa sig. „Þegar starfsmenn eru látnir fara segjast stjórnendurnir ekki vera að reka þá heldur skila þeim,“ segir Oddur. Íslensk stjórnvöld hafa aldrei kynnst starfsmannaleigunum að ráði fyrr en nú og því er kerfið hérna götótt. Oddur telur að setja þurfi skýrar reglur. Til greina komi að skylda leigustarfsmenn- ina til heimilisfestu hér á landi en ekki sé hægt að verja mennina 32 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR ANNAR HLUTI AÐBÚNAÐUR Á KÁRAHNJÚKUM BLIKKHURÐIR? Blikkhurðir eru á tyrknesku húsunum og í mörgum tilfellum er plasthurðar- húnn. Oddur Friðriksson yfirtrúnaðarmaður beygir hurðina til að sýna hve fánýt hún er. SETUSTOFA ÍSLENSKU KVENNANNA Eins og sjá má hafa þær komið sér vel fyrir, enda er þetta ein allra besta setustofan. Húsin eru hreinleg og vel þrifin. Á GÖNGU UM ÞORPIÐ Það er kalt í þorpinu, enda byggt upp á hálendi. Í tyrknesku húsunum eru sumar útihurðir það óþéttar að það fennir inn. Farið er að kaupa hefðbundnar norskar vinnubúðir í stað þeirra tyrknesku. SNYRTILEG OG FALLEG SETUSTOFA Þessi húsgögn eru dæmigerð fyrir það sem er í setustofunum. Þessi húsgögn hafa verið gagnrýnd, þau þykja hvorki þægileg né falleg. Ég treysti því að þeir segi satt Oddur Friðriksson er launaður yfirtrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun. Hann fer á milli vinnusvæða og fylgist með, hlustar á umkvörtunarefni og reynir að fá bætt úr. Hljóðbært en heldur hita EFTIRLIT OG ÖRYGGI Á KÁRAHNJÚKUM Leó Sigurðsson, öryggis- og kynningarfulltrúi Impregilo, Þorvaldur Hjarðar, umdæmisstjóri Vinnueftirlitsins á Austurlandi, og Einar M. Magnússon, öryggisfulltrúi hjá Impregilo, á svæðinu við távegginn á Kárahnjúkum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VAVinnutíminn á Kárahnjúkum Erlendir starfsmenn Impregilo vinna á 11 tíma vöktum nema í göngunum, þar eru átta tíma vaktir. Þeir eru ráðn- ir í fimm og hálfan mánuð og fá svo frí. Portúgalarnir fá frí í hálfan mánuð og ókeypis ferð heim. Kínverjarnir og Pakistanarnir fá 20 daga frí og ókeyp- is ferð heim. Vinnuvikan er sex dagar og frí á sunnudögum. Vinnudagurinn er þannig að verkamennirnir vakna klukkan sex og eru komnir út á vinnusvæði klukkan sjö. Kaffiskúrar eru á vinnusvæðunum og kaffiað- staða inni í göngunum. Þar er stand- andi kaffi og Selecta sér til þess að heitt kaffi sé alltaf á könnunni. Íslendingarnir vinna í 28 daga og fara svo heim í vikufrí. Þetta þykir langt úthald og er talið eitt af því sem komi í veg fyrir áhuga Íslendinga á starfi hjá Impregilo. Hjá íslensku verktaka- fyrirtækjunum í nágrenninu vinna menn ýmist í tíu daga og fá fjögurra daga frí eða tólf daga og fá sex daga frí. Sjálfur vinnur Oddur í tíu daga og er á vakt allan sólarhringinn. Hann fær svo fjögurra daga frí. 44-45 (32-33) Kárahnjúkar 21.1.2005 21:04 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.