Fréttablaðið - 22.01.2005, Page 46

Fréttablaðið - 22.01.2005, Page 46
34 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR Þ au Guðjón Egill Guðjónssonog Benedikta Ketilsdóttirhafa nú verið edrú í tæp- lega tvö og hálft ár. Það er með ólíkindum að þau hafi dvalið um árabil í neðstu myrkrum mann- lífsins, svo háð ópíumfíkn sinni að tilveran snerist einungis um næsta skammt. Sprautan var eini félagi þeirra í sex fermetra kompu sem þau hírðust í og fóru ekki út nema til að ná sér í efni. Í dag eru þau glöð og líta björt- um augum á tilveruna. Þau eru venjulegt fólk, eins og ég og þú, og vinna að því að láta væntingar sínar til framtíðar rætast. Og þau eru komin vel á veg, þau reka 12 spora húsið og hún er komin í nám í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. „Við erum búin að vera saman í átta ár á þessu ári,“ segir Guðjón Egill. „Við vorum búin að marg- reyna til þrautar að vera edrú, en það gekk ekki fyrr en við fórum í viðhaldsmeðferðina og markvissa 12 spora vinnu. Ópíumfíknin er þannig að þeg- ar búið er að virkja ópíumstöðina í heilanum með fíkniefninu skipt- ir engu máli þótt maður sé edrú í marga daga. Hún kallar í sífellu á meira eitur. Þótt andann langi ekki í og maður sé orðinn ágætur á sálinni þá getur maður ekki fengist við þetta á sama hátt og alkóhólismann til dæmis. Við vorum búin að fara í ótal meðferðir á um það bil tíu ára tímabili, fyrst í áfengismeðferð, svo voru það kannabisefni, síðan örvandi efni svo sem amfetamín, kókaín og e-töflur og svo loks fíkniefni í sprautum. Okkur hafði tekist að halda okkur edrú vikum, jafnvel mánuðum saman, en féll- um alltaf aftur.“ Róandi ofan í örvandi Bæði hafa þau Benedikta og Guð- jón Egill sömu sögu að segja. Ferl- ið byrjaði með saklausum fyllirí- um á unglingsaldri, en brátt tóku önnur fíkniefni við. Fyrst var það hassið, svo örvandi efni eins og e- töflur og amfetamín. Í kringum 1996 byrjuðu þau einnig að „fikta í kókaíni“. „Við keyrðum okkur út á þessu örvandi í neyslunni og urðum að fá róandi því við vorum að verða geðveik, klikkuð í hausnum. Við „meikuðum“ það ekki í gegnum daginn. Þá fórum við að bryðja parkódín, síðan parkódín forte og svo enn sterkari kódeinlyf. Þetta er eins og að byrja á að fá sér einn bjór, síðan kippu, svo kassa og loks flösku.“ Svo eitt kvöld í neysluhring- iðunni árið 1996 fóru þau í heim- sókn til kunningjafólks sem kynnti þau fyrir sprautunni. „Þau sprautuðu okkur í fyrsta skipti og það varð aldrei aftur snúið eftir það. Við byrjuðum á að sprauta okkur með amfetamíni og vorum „á dælunni“, eins og það er kallað, stanslaust í 9 mánuði. Við sváfum mjög lítið, vöktum yfir- leitt í 7-8 daga, en duttum svo út og sváfum kannski í sólarhring. Svo var byrjað aftur á fullu. Þá var allt sett í sprautur. Við þetta breyttist allt hjá okkur. Við hætt- um að tala við fjölskyldurnar og gátum ekki verið í kringum annað fólk, nema kannski eitt par, það sama og kynnti okkur fyrir sprautunum. Fyrst vorum við bara á örvandi efnunum á þessu 9 mánaða spraututímabili, en svo fórum við að nota smávegis róandi með því, einkum kódein. Við leystum upp töflurnar og pressuðum þær í gegnum bómull í stórri sprautu og náðum kódeininu þannig úr þeim. Við fengum ítrekaðar paraseta- móleitranir af þessu, þannig að við bólgnuðum öll upp og steypt- umst út í útbrotum. Svo fengum við ógeð öðru hvoru og ældum al- veg gríðarlega. En það gat ekkert stöðvað okkur.“ Benedikta og Guðjón Egill lýsa því hvernig þau náðu í parkódínið. Með alls konar úthugsuðum klækjum og lygum varð þeim vel ágengt. Svo kynntust þau morfín- efnunum árið 1998. „Við vorum ekkert að leita eftir morfíni og hugsuðum ekk- ert um það. En svo var það ein- hverju sinni að „díler“ var staddur hjá okkur og kynnti þetta fyrir okkur.“ Örlagaskref „Morfínið fékkst úr contalgin- töflum, sem eru sterk verkjalyf. Á þessum tíma var það mjög lítill hópur sem notaði þetta. Við keypt- um einhverjar 300 töflur á slikk í fyrsta skipti. En þetta efni náði út- breiðslu ótrúlega fljótt því „díler- inn“ seldi auðvitað fleirum. Áður en við vissum af var allt orðið morandi í contalginfíklum og ekki hægt að redda nema einni og einni pillu, sem kostaði þá allt upp í 2.500 krónur. Á því tímabili sem við keyptum af þessum manni vorum við í rauninni í fullri vinnu fyrir hann. Hann lét okkur hafa lista yfir það sem hann vantaði, til dæmis í jóla- gjafir fyrir fjölskylduna. Við fór- um svo á stúfana og útveguðum honum það sem hann bað um, hvort sem það voru alls konar tæki eða eitthvað annað. Svo fékk hann auðvitað mánaðarlaunin okkar. En þar kom að við fórum að plata lækna sjálf. Stundum lugum við og lugum. Stundum lugu aðrir og seldu okkur. Kannski þurftum við ekki að plata í öllum tilvikum, því við vorum hræðilega útlítandi og nötrandi í fráhvörfum. Þetta var á þeim tíma sem morðið í Espigerðinu var framið og þá fannst lækni kannski skárra að láta okkur fá útskrifað heldur en að við færum að brjóta af okkur úti um allt. Við vorum búin að keyra okkur á kaf í neyslu. Við tókum of stóra skammta nokkrum sinnum og vorum gjörsamlega forfallnir fíklar. Það kom allt að tveggja ára tímabil sem við fórum ekkert í meðferð því við vorum svo hrædd um að láta renna af okkur. Veröldin varð grá í vímunni, í orðsins fyllstu merk- ingu, við misstum lyktarskynið og allt var dofið, eins og dautt.“ Benedikta og Guðjón Egill höfðu átt sína eigin fjölskyldu áður en þarna var komið sögu, tvo litla drengi. Þau voru búin að missa þá í neysluhringiðunni og allt sem viðkom samfélagslegri hegðun var í rúst. Þau voru inn og út af Vogi en ekkert gekk. Guðjón Egill þurfti að fara fjórum sinnum í fangelsi á skömmum tíma til að sitja af sér vegna afbrota. Bene- dikta var á götunni á meðan. „Einhvern veginn var það nú samt þannig að við náðum alltaf að vera með eitthvert athvarf meðan á þessu stóð, eitt herbergi eða einhverjar skonsur. Áramótin 1999-2000 bjuggum við í sex fer- metra kompu. Það eina sem við gerðum var að sækja lyfin til læknisins og dópa okkur upp. Þótt við fengjum vikuskammt kláruð- um við hann alltaf strax og vorum stundum á áttföldum dauða- skammti á hverjum einasta degi.“ Reyndu að snúa við „Við reyndum að fara aftur í am- fetamínið, hassið, kódeinið, brennivínið eða bara eitthvað til að losna undan morfíninu. En það gekk ekki. Það er svo mikil heljar- fíkn. Óttinn við fráhvörfin er líka svakalegur. Þótt við værum í vímu að kvöldi þorðum við ekki að sofna því við vorum svo hrædd við að vakna í fráhvörfum, sér- staklega ef við áttum ekkert dag- inn eftir. Samt langaði okkur til að sofna meðan við gætum til að njóta hvíldarinnar, því við vorum alltaf útkeyrð. Svo vöknuðum við með óstöðv- andi hnerra, sem maður fær alltaf í þessum fráhvörfum. Við hríð- skulfum, okkur var svo kalt, svo fórum við allt í einu að finna lykt, sjá liti og heyra einhver hljóð, sem við höfðum ekki heyrt áður. Eina markmiðið í lífinu var að lenda ekki í fráhvörfum því ef maður var kominn í þau þá var svo erfitt að fara út til að ná í meira þegar maður var að drepast í öllum líkamanum, Við vorum ekki búin að fara í bað í margar vikur eða mánuði heldur lágum bara þarna og sprautuðum okkur. Við fórum ekkert út nema til að redda meiri lyfjum.“ Markmið Guðjóns Egils og Benediktu á þessum tíma var að- eins eitt. Að forðast fráhvörfin. Með öllum ráðum. Þau gerðu með sér samkomulag. Ef þau yrðu tek- in, þá myndi Guðjón Egill taka sökina á sig. „Ópíumfíknin er svo lúmsk að oft hugsuðum við að nú væri best að fara út og ná sér í risaskammt til að þurfa ekki að útvega sér strax aftur. „Gerum eitthvað stórt,“ hugsuðum við,“ sækjum tölvu, MP3-spilara eða eitthvað verðmætt, náum okkur í efni og slöppum svo af.“ Svo gerðum við þetta en skammturinn sem átti að endast í þrjá daga var búinn um kvöldið. Maður getur ekki haldið í við sig. „Kikkið“ er þannig að all- ar heimsins áhyggjur, spennan í líkamanum, þetta fer allt. Meir að segja ristillinn hættir að starfa. „Kikkið“ er svo rosalegt að maður er alltaf að reyna að fá það aftur, sprautar sig í sífellu og tekur alltaf stærri og stærri skammta. Svo situr maður bara og klórar sér til að reyna að finna einhverja tilfinningu í öllum doðanum.“ Guðjón Egill segir að einhverju sinni hafi þau þó verið vel birg af efnum, sem þau töldu að myndu endast í nokkra daga. En þær birgðir gengu fljótt til þurrðar. Sprautaði hana sofandi „Ég sat bara allan daginn og bjó til nýjan skammt, sprautaði mig, bjó til næsta og sprautaði mig,“ heldur hann áfram og virðist sjálfur eilítið undrandi eftir á þegar hann rifjar þetta upp. „Benedikta hafði lognast út af, af neyslunni, en ég sprautaði hana þá bara sofandi. Ég gleymdi því jafnóðum að hún var nýbúin að fá skammt.“ Stöðug sprautunotkun var nú farin að hafa afleiðingar hjá Benediktu og Guðjóni Agli. Æð- arnar voru orðnar út- og gegn- umstungnar og það varð æ erfið- ara fyrir þau að koma efninu í sig, sérstaklega Benediktu. „Við vorum alveg hætt að geta sprautað okkur sjálf,“ segir hún. „Ég þurfti að leggjast í eins heitt bað og ég þoldi og liggja þar með- an æðarnar tútnuðu út. Það gat tekið allt upp í tvo tíma að finna nothæfa æð. Síðan sprautaði Guð- jón Egill mig ofan i baðinu. Áður þurfti ég að vera búin að sprauta hann, svo hann gæti aðstoðað mig, því hann var búinn að eyði- leggja allar sínar æðar sem hann náði í. Ég sprautaði hann í æðarn- ar aftan við olnboga. Óttinn við fráhvörfin og spennan urðu til þess að líkaminn spenntist upp og það varð enn erfiðara að ná í æð- arnar. Það var eins og þær flýðu undan nálinni og yrðu blóðlaus- ar.“ Þannig liðu vikur og mánuðir í lífi Benediktu og Guðjóns Egils, án dags og nætur. Svo kom að því sem hlaut að gerast fyrr eða síðar. Benedikta fékk sýkingu og minnstu munaði að hún léti lífið. „Ég var búin að sprauta mig svo mikið og oft út fyrir æðarnar og hafði fengið gríðarlegar sýk- ingar. Einhverju sinni lenti Guð- jón Egill í krampa af of stórum skammti og ég þurfti að hringja á sjúkrabíl til að ná í okkur. Í sjúkrabílnum var alveg að líða yfir mig. Ég gat ekki hreyft hend- urnar því þær voru orðnar svo stokkbólgnar vegna mikilla og langvarandi sýkinga. Ég gat ekki lagt þær að síðunum. Þegar við komum á bráðadeildina var ég samstundis lögð inn og læknarnir sögðu mér að engu hefði mátt muna að bakteríurnar kæmust í hjartað. Þá hefði ég dáið.“ Úr neðstu myrkrum mannlífsins Þau voru komin á botn- inn í fíkniefnaneyslu. Þau sprautuðu sig oft á dag eða meðan þau áttu efni. Síðan var haldið út á galeiðuna til að ná í meira. Nú eru þau í við- haldsmeðferð á Vogi. Með Guðs hjálp og góðra manna hafa þau snúið við blaðinu og fót- að sig á ný í samfélag- inu. Þau eru edrú í dag. Þau segja hrikalega sögu sína hispurslaust. BENEDIKTA OG GUÐJÓN EGILL Saga þeirra er saga fjölmargra ópíumfíkla sem hafa það eina markmið í lífinu að ná sér í næsta skammt. En þau tvö eru nú komin vel á veg í viðhaldsmeðferð á Vogi. Það bjargaði þeim úr klóm dauðans. Vinir og kunningjar eru flestir dánir eða í fangelsi. Þau segja Vog og SÁÁ hafa bjargað lífi sínu og að í dag lifi þau með hjálp 12 sporanna í AA. Þótt við fengjum vikuskammt kláruð- um við hann alltaf strax og vorum stundum á áttföldum dauðaskammti á hverjum einasta degi.“ ,, Við vorum alveg hætt að geta spraut- að okkur sjálf,“ segir hún. „Ég þurfti að leggjast í eins heitt bað og ég þoldi og liggja þar meðan æðarnar tútnuðu út.“ ,, (FRAMHALD Á SÍÐU 36) FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI 46-49 (34-37) Fíkniefni 21.1.2005 19:48 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.