Fréttablaðið - 22.01.2005, Side 62
50 22. janúar 2005 LAUGARDAGUR
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Í gó›um
málum
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
14
6
6
4
...fá Íslendingar fyrir að halda í
gamlar hefðir og borða þorramat
með bestu lyst.
HRÓSIÐ
Lárétt: 1drolla, 6vot, 7au, 8ek, 9akk,
10óma, 12ask, 14dró, 15tá, 16óó, 17
eir, 18spil.
Lóðrétt: 1dvel, 2rok, 3ot, 4lakasti, 5
auk, 9ama, 11hróp, 13kári, 14dós, 17
el.
Lárétt: 1 gaufa, 6 blaut, 7 tvíhljóði, 8
keyri, 9 hag, 10 hljóma, 12 ílát, 14
teymdi, 15 á fæti, 16 tveir eins, 17 málm-
ur, 18 hljóðfæraleikur.
Lóðrétt: 1 uni, 2 stormur, 3 pot, 4
aumasti, 5 til viðbótar, 9 leiðindi, 11 kall,
13 vindur, 14 ílát, 17 fæði.
Lausn:
Uppsafnaður
glaðningur
Á þessum bæ er eng-
inn bóndi. Ég er hins-
vegar búin að safna
upp svo mörgum
glaðningum undan-
genginna bóndadaga
að ef einhverntíma
slysast bóndi á bæinn verður gríðar-
lega stíft glaðningaprógram allan dag-
inn. Soldið scary!?
Mjólk, smjör og lamb í brúnni
Ég gladdi nú hreinlega alla bændur
landsins með því að kaupa soldið vel af
mjólk, smjöri og osti
og hafði svo lambakjöt
í brúnni sósu og ís-
lenskar kartöflur í
kvöldmat. Svo hringdi
ég líka í þrjá bændur
norður í landi sem ég
þekki og óskaði þeim
góðs gengis við búskapinn!
Daglegur
glaðningur
Ég hef tamið mér í
gegnum tíðina að
reyna að gleðja
hann á hverjum
einasta degi. Það er
langskemmtilegast að sjá rómantík í
hversdagslegum hlutum og bara augna-
ráð getur glatt meira en mörg orð. Ann-
ars er ég líka sjúk í óvæntar uppákomur
og gærdagurinn var fullur af þeim.
Snatt fyrir bónd-
ann
Sótti bóndann út á
flugvöll og skutlaði
honum á milli staða.
Þúsund og ein nótt
Dagurinn byrjaði ekki nógu vel. Planið
var að vekja hann með æðislegum
morgunverði í rúmið. En
þegar ég vaknaði var
hann búinn að taka til
morgunverð handa mér.
Ég lét samt ekki deigan
síga og brá mér eftir æf-
ingu út í búð og keypti í
matinn – nú átti að útbúa
ógleymanlegan bónda-
dags dinner. Þegar heim var komið var
vinkona okkar í heimsókn, hún er ekkja
og sagðist ætla að bjóða okkur í mat,
hún hefði nú engan bónda til að gleðja.
Svo ég ákvað að gleðja hann með góðri
sögu. Minntist þar konunnar í Þúsund
og einni nótt. Hún giftist soldán sem lét
hálshöggva allar eiginkonur sínar þær
daginn eftir fyrstu nóttina – nema hana.
Hún sagði honum sögur.
| 5STELPUR SPURÐAR |
Hvernig gladdir þú bóndann í gær?
GUÐLAUG
ELÍSABET
ÓLAFSDÓTTIR
EDDA BJÖRG-
VINSDÓTTIR
GUÐRÚN
ÁSMUNDS-
DÓTTIR
UNNUR ÖSP
STEFÁNSDÓTTIR
BJÖRK JAK-
OBSDÓTTIR
Kona sjómannsins fær góða dóma
Þrátt fyrir að nýjasta plata Em-
ilíönu Torrini, Fisherman's Wom-
an, verði ekki gefin út fyrr en 31.
janúar hafa margir gagnrýnendur
gefið sitt álit á henni. Platan virðist
falla vel í kramið hjá tónlistar-
áhugamönnum og hún fær já-
kvæða dóma hvarvetna á internet-
inu. Tónlistartímaritið Q gefur
plötunni þrjár stjörnur af fimm
mögulegum og segir gagnrýnand-
inn Dan Gennoe hana vera hina
fínustu plötu frá „hinni“ íslensku
tónlistarkonunni. Með því á hann
sennilega við að þetta sé ekki
Björk heldur „hin“ íslenska söng-
konan. Hann minnist á að síðasta
plata hennar, Love in the Time of
Science, hafi farið framhjá mörg-
um og einnig minnist hann að sjálf-
sögðu á lagið Slow sem hún samdi
fyrir Kylie Minogue. Fisherman's
Woman þykir honum vera algjör
andstæða við síðustu plötu vegna
hversu órafmögnuð hún er. Honum
þykir lögin bergmála af missi og
einmanaleika en þó segir hann
gleðina í barnalegri röddu Em-
ilíönu lyfta vonleysislegum tóni
plötunnar heilmikið upp.
Gagnrýnandi breska dagblaðs-
ins Guardian gefur plötunni fjór-
ar stjörnur af fimm og fer fögrum
orðum um hana. Hann líkir plöt-
unni við rómantískan kvöldverð
og hrá gítar- og píanóhljóð minna
hann á fjarlægt glamur í postu-
línsdiskum. Röddin þykir honum
kristaltær og lögin sorglega falleg
og í þeim undirtónn einmanaleika
og þunglyndis. Í bestu lögunum að
hans mati, Lifesavers og Next
Time Around, segir hann Em-
ilíönu hafa tekist að ná þeim áhrif-
um sem fáum öðrum en Nick Dra-
ke og Leonard Cohen hafi tekist. Í
lokin segir hann að í lögunum
leynist miklar skapsveiflur en
ýjar að því að fáir muni standast
fegurð þessarar plötu. ■
FROSTI REYR RÚNARSSON: KYNÞOKKAFYLLSTI MAÐUR LANDSINS
Vel geymt leyndarmál
Frosti Reyr Rúnarsson verðbréfa-
miðlari var í gær valinn kyn-
þokkafyllsti maður landsins af
hlustendum Rásar 2. Skammt á
eftir Frosta kom Júlíus Jónasson,
fyrrverandi handboltakappi og
núverandi þjálfari ÍR, og í þriðja
sæti Valdimar Hafsteinsson, for-
stjóri Kjöríss.
„Þetta er alveg magnað,“ voru
svör Frosta þegar Fréttablaðið sló
á þráðinn til hans rétt eftir að úr-
slitin höfðu verið kunngjörð. Þá
sat hann á kaffihúsi með vinnu-
félögum sínum en neitaði því þó
að vera að fagna kjörinu. „Við
hittumst nú yfirleitt hér á föstu-
dögum eftir vinnu og fáum okkur
einn kaldann.“
Frosti sagðist ekki hafa fundið
fyrir aukinni kvenhylli, svona
nokkrum mínútum eftir kjörið.
„Ég get ekki sagt að ég hafi fund-
ið fyrir því. En það á eftir að koma
í ljós. Það er samt magnað að taka
vinnufélagann og sjarmatröllið
Júlla í nefið. Það stendur upp úr
eftir þetta,“ sagði Frosti en þeir
Júlíus Jónasson starfa saman hjá
KB banka. Frosti segir að tilnefn-
ingarnar hafi byrjað sem létt
vinnugrín sem hafi svo spurst út.
„Mér skilst nú að þetta hafi farið
langt út fyrir vinnustaðinn. Með
miðlum eins og netinu er auðvelt
að safna atkvæðum og mér hefn-
ist fyrir það að þekkja nokkra.“
Frosti segist ekki vera þekktur
kvennabósi og lýsir sér frekar
sem hefðbundnum íslenskum
stráki. Hann á unnustu sem heitir
Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir en
hún starfar hjá Landsbankanum
og spilar handbolta með Víkingi.
Frosti hafði rétt náð að láta Guð-
mundu vita af kjörinu áður en
hann hljóp til að taka við titlinum.
„Hún var nú bara ánægð með
karlinn. Sagðist hafa vitað þetta
allan tímann. Ætli ég sé ekki bara
vel geymt leyndarmál,“ segir kyn-
þokkafyllsti maður landsins hlæj-
andi. ■
Leiðrétting
Tónlistarmaðurinn Mugison er
ekki orðinn faðir. Biðin eftir því
að Mugibaby komi í heiminn verð-
ur því aðeins lengri en Fréttablað-
ið vildi meina í blaðinu í gær.
EMILÍANA TORRINI Nýja platan hennar er ekki enn komin út en hefur nú þegar fengið
fjölda góðra dóma.
FROSTI REYR RÚNARSSON Kynþokkafyllsti maður landsins vissi ekki hvort unnusta
hans væri búin að skipuleggja eitthvað um kvöldið, á sjálfum bóndadeginum. „Ég er bú-
inn að vera í vinnunni í allan dag og nú tekur bara eitthvað skemmtilegt við svona eins
og alla aðra daga,“ sagði hið 31 árs gamla kyntröll.
TÍU KYNÞOKKAFYLLSTU
MENN LANDSINS:
1. Frosti Reyr Rúnarsson
verðbréfamiðlari
2. Júlíus Jónasson handboltaþjálfari
3. Valdimar Hafsteinsson,
forstjóri Kjöríss
4. Guðmundur Jóhannsson, fulltrúi
Símans
5. Þórólfur Árnason,
fyrrverandi borgarstjóri
6. Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
tónlistarmaður
7. Jónsi, söngvari Í svörtum fötum
8. Ólafur Páll Gunnarsson útvarps-
maður
9. Magnús Jónasson hjá
Sparisjóði Siglufjarðar
10. Óli Jón Kristinsson, málari og
knattspyrnumaður með Haukum í
Hafnarfirði
62-63 (50-51) Fólk aftasta 21.1.2005 19.28 Page 2