Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 4
4 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Brotist var inn til formanns Félagsins Ísland-Palestína:
Tölvu með mjög mikil-
vægum gögnum stolið
INNBROT Brotist var inn á heimili
Sveins Rúnars Haukssonar, lækn-
is og formanns Félagsins Ísland-
Palestína, á föstudaginn.
Sveinn segir að þriggja ára
gamalli fartölvu af gerðinni Dell
Inspirion 2500 hafi verið stolið.
„Tölvan er í sjálfu sér ekki
verðmæt heldur innihaldið,“ segir
Sveinn Rúnar. „Í tölvunni eru
mjög mikilvæg gögn sem snerta
Félagið Ísland-Palestína. Þetta
eru gögn sem nýtast engum nema
okkur í félaginu. Í tölvunni eru
greinar, skjalasafn, fundargerðir
félagsins langt aftur í tímann,
bréfaskipti við samtök úti í heimi
og fleira sem ég vil endilega fá til
baka.“
Sveinn Rúnar segist hafa til-
kynnt brotið til lögreglunnar sem
hafi strax komið á vettvang. Tölv-
an hafi hins vegar ekki komið í
leitirnar. Hann segist tilbúinn að
borga hverjum þeim sem hefur
tölvuna undir höndum skilagjald
sem samsvarar verðmæti tölv-
unnar. Viðkomandi getur haft
samband í síma 895 1349.
- th
Stýrisblað brotnaði
af Dettifossi í óveðri
Flutningaskip Eimskipafélagsins varð stjórnlaust fyrir austan land í fyrrakvöld þegar stýrið
brotnaði. Mikill sjór var á þessum slóðum. Varðskipið Týr hefur reynt að draga skipið að landi en
dráttartaug hefur slitnað þrisvar, síðast í gærkvöld.
BJÖRGUN Stýrisblað á Dettifossi,
flutningaskipi Eimskipafélags-
ins, brotnaði af skipinu í fyrra-
kvöld austur af landinu. Varð-
skipið Týr kom til aðstoðar seint
í fyrrakvöld og tók Dettifoss í
tog. Aðstæður voru mjög erfiðar
á þessum slóðum vegna hvass-
viðris og sjógangs. Dráttartaug
milli skipanna slitnaði í fyrra-
kvöld og aftur í gærdag.
Það var um klukkan átta á
föstudagskvöld þegar forsvars-
menn Eimskips báðu um aðstoð
Landhelgisgæslunnar þar sem
Dettifoss lét ekki að stjórn. Þá
var skipið statt átta sjómílur
austur af Eystrahorni en skipið
var á leið frá Reykjavík til Eski-
fjarðar. Um tveimur tímum síð-
ar mætti Týr Dettifossi þar sem
skipið rak frá landi. Skipin
héldu sjó um átján sjómílur
austur af Papey og taug sem
tókst að koma í Dettifoss slitn-
aði skömmu fyrir miðnætti.
Varðskipið Ægir kom einnig á
staðinn um klukkan hálf ellefu í
gærmorgun.
Um klukkan hálf þrjú í gær-
dag lagði Týr af stað með Detti-
foss með stefnu á Eskifjörð eft-
ir að hafa komið taug yfir í skip-
ið. Síðdegis slitnaði hún vegna
veðurs, en þar voru um 23 til 24
metrar á sekúndu, of vont veður
til að reyna að koma línu aftur á
milli skipanna.
Björgunartilraunir höfðu ekki
borið árangur þegar blaðið fór í
prentun í gær en reyna átti að
koma taug frá Tý yfir í Dettifoss.
Að sögn manna um borð í
Dettifossi var áhöfninni nokkuð
brugðið þegar í ljós kom að skip-
ið var stjórnlaust í vondu veðri.
Viðmælandi blaðsins sagði líðan
áhafnarinnar eftir atvikum.
Baldur Guðnason, forstjóri
Eimskipafélagsins, segir að
skemmdir á Dettifossi verði
kannaðar á Eskifirði og að því
loknu verði tekin ákvörðun um
hvar viðgerð fer fram.
Dettifoss er ásamt Goðafossi
stærsta skip íslenska
kaupskipaflotans. Það var
smíðað í Danmörku fyrir tíu
árum.
ghg@frettabladid.is
Samningur
leikskólakennara:
64,5 prósent
sögðu já
KJARAMÁL Leikskólakennarar hafa
samþykkt nýjan kjarasamning til
tveggja ára. Forsvarsmenn Fé-
lags leikskólakennara og Launa-
nefndar sveitarfélaga undirrituðu
samninginn 22. desember síðast-
liðinn.
Atkvæði voru talin í gærmorg-
un og var samningurinn sam-
þykktur með 64,5 prósentum at-
kvæða gegn 32,5 prósentum. Þrjú
prósent atkvæðaseðlanna voru
auðir og ógildir. Alls voru 1.491 á
kjörskrá og greiddu 1.365 félags-
manna, eða 91,5 prósent, atkvæði.
- th
Tekinn með dóp á Akranesi:
Reyndi að
stinga af
LÖGREGLA Lögreglumenn á Akra-
nesi höfðu afskipti af grunsam-
legum manni á föstudagskvöld.
Maðurinn tók til fótanna þegar
hann varð var við lögreglumenn-
ina en þeir náðu þó að hlaupa hann
uppi og handsama. Við handtöku
náði hann að kasta frá sér tveimur
litlum bögglum sem reyndust
innihalda 4 grömm af amfetamíni
og 11 grömm af sveppum.
Við ítarlegri leit á manninum
fundust 1,5 grömm af am-
fetamíni og í framhaldi var farið
í húsleit á heimili hans. Þar fund-
ust 25 grömm af hassi, 1,7
grömm af amfetamíni og 2,2 af
sveppum. Maðurinn var yfir-
heyrður og sleppt að því loknu.
Málið er enn í rannsókn.
- bg
Pantanir í síma
5116030
www.hotelcabin.is, booking@hotelcabin.is
ÞORRABLÓT
20 - 80 manna hópar
Tökum að okkur Þorrablót
fyrirtækja, félagasamtaka, vinahópa,
átthagasamtaka o.s.frv.
Súðin á 6. hæð Hótel
Cabin er einstaklega
huggulegur
veislusalur þar sem
hópar njóta næðis en
þó er stutt í ys og þys
miðborgarinnar.
Hótel Cabin, Borgartúni 32
Setti staðsetningartæki
undir bíl fyrrverandi:
Dæmdur í
fangelsi
BANDARÍKIN, AP Maður var dæmd-
ur í sextán mánaða fangelsi í
Kaliforníu fyrir að ofsækja
fyrrverandi kærustu sína.
Maðurinn var sár og svekkt-
ur eftir að konan sleit samband-
inu við hann. Reyndi hann hvað
hann gat til að vinna aftur ástir
konunnar en lítið gekk. Maður-
inn gekk hins vegar of langt
þegar hann festi farsíma með
gervihnattastaðsetningartæki
undir bíl hennar. Staðsetningar-
tækið fór í gang í hvert sinn
sem bíllinn hreyfðist og sendi
merki í gegnum gervihnött og í
tölvu mannsins. Konan upp-
götvaði tækið þegar hún kom að
manninum liggjandi undir bíln-
um að skipta um rafhlöðu í sím-
anum. ■
SVEINN RÚNAR HAUKSSON
Formaður Félagsins Ísland-Palestína
er reiðubúinn að borga skilagjald fyrir
tölvuna.
HÖFN
ESKIFJÖRÐUR
Reyðarfjörður
Eystrahorn
28. janúar kl. 20.25:
Dettifoss um 8 sjómílur
undan Eystrahorni. Óskar eftir
aðstoð varðskips.
28. janúar kl. 22.07:
Varðskip kemur að
Dettifossi.
28. janúar kl. 23.37:
Varðskip vinnur að því að
koma taug í Dettifoss sem
síðar slitnar.
29. janúar kl. 13.55:
Haldið áleiðis til Reyðarfjarðar.
Fram að þessu höfðu skipin
rekið undan sjó og veðri.
Áætluð leið skipanna til Reyðar-
fjarðar. Vegalengd um 26 sjó-
mílur í mynni Reyðarfjarðar.
BJÖRGUNARLEIÐANGURINN
Á kortinu sjást ferðir Dettifoss frá því að stýri skipsins brotnaði af um klukkan átta í fyrra-
kvöld.
SKUTUR DETTIFOSS
Mynd tekin frá Ægi klukkan eitt í gærdag. Hluti stýrisblaðsins er brotinn af.
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
61,99 62,29
117,02 117,58
80,88 81,34
10,88 10,93
9,81 9,86
8,90 8,95
0,60 0,60
94,30 94,86
GENGI GJALDMIÐLA 28.1.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
111,25-0,22%