Fréttablaðið - 30.01.2005, Side 6
Rjúpnaveiði hefst að nýju
Umhverfisráðherra hefur lagt fram frumvarp um að rjúpnaveiði hefjist að nýju í haust. Heimild er í
frumvarpinu til að setja á sölubann. Það er talið koma í veg fyrir að lítill hópur veiðimanna hafi lífs-
viðurværi af sölu á rjúpu. Rjúpnastofninn tvöfaldaðist milli áranna 2003 og 2004.
VEIÐAR Rjúpnaveiði hefst að nýju
næsta haust ef frumvarp Sigríðar
Önnu Þórðardóttur umhverfisráð-
herra verður að lögum. Frumvarp-
ið hefur verið kynnt í ríkisstjórn
og er nú til umfjöllunar í þing-
flokkum stjórnarflokkanna.
Í frumvarpinu er lagt til að um-
hverfisráðherra verði heimilt að
takmarka rjúpnaveiðar við
ákveðna daga og ákveðinn tíma
sólarhringsins og að hann geti við
tilteknar aðstæður sett á sölubann.
Sumarið 2003 ákvað Siv Frið-
leifsdóttir, þáverandi umhverfis-
ráðherra, að friða rjúpu til yfir-
standandi árs vegna bágs ástands
stofnsins. Í tilkynningu frá ráðu-
neytinu segir að við talningu á
rjúpu síðastliðið vor hafi komið í
ljós að stofninn hafi tvöfaldast
milli áranna 2003 og 2004.
Þetta bendi til þess
að mögulegt sé að stunda takmark-
aðar veiðar. Með tillögu
umhverfisráðherra er
ætlunin að tryggja að
rjúpnaveiðar verði
sjálfbærar þegar
þær hefjast á ný til
þess að ekki þurfi
að grípa aftur til
veiðibanns.
Sigmar B.
Hauksson, for-
maður Skot-
veiðifélags Ís-
lands, átti sæti
í nefnd sem
undirbjó frumvarpið. Hann telur
það til mikilla bóta og það auðveldi
veiðistjórnun. Hann segir að með
frumvarpinu sé reynt að koma í
veg fyrir veiðar atvinnumanna
með því að opna möguleika á sölu-
banni. „Það skiptir mestu að hægt
sé að banna sölu til verslana og
veitingahúsa. Það eru að vísu
margir sem telja að salan færist þá
á svartan markað en samkvæmt
athugun okkar á framkvæmd sölu-
banns á gæsum og villtum laxi í
Bandaríkjunum og Skotlandi virð-
ist sem slíkt bann geti verið
árangursríkt.“
Sigmar segir um 500 veiði-
menn, eða um tíu prósent skot-
veiðimanna, hafi veitt um helming
rjúpna sem veiddur var á landinu.
„Það hlutfall gengur ekki upp.
Rjúpnaveiðar eiga að vera frí-
stundaveiðar en ekki atvinna.
Ætlunin er að koma á sölubanni
við tilteknar aðstæður, það er þeg-
ar stofninn er talinn veikur en ekki
er talin ástæða til þess þegar hann
er sterkur. Sigmar segir þennan
möguleika gera umhverfisráð-
herra auðveldara að grípa inn í
með verndaraðgerðum þegar þess
reynist þörf. ghg@frettabladid.is
6 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Fjárhagsstaða Ólafsfjarðar:
Sársaukafullur samdráttur
NIÐURSKURÐUR Vegna bágrar fjár-
hagsstöðu Ólafsfjarðarbæjar er
ekki gert ráð fyrir neinum fjár-
munum til framkvæmda í fjár-
hagsáætlun yfirstandandi árs. Að
sögn Jónu Vilhelmínu Héðinsdótt-
ur, formanns bæjarráðs, eru eng-
ar uppsagnir áformaðar en stytt-
ing á vinnutíma, hagræðing í
rekstri og samdráttur í þjónustu
einkennir fjárhagsáætlunina.
Þrátt fyrir launahækkanir síð-
ustu missera er gert ráð fyrir að
launakostnaður lækki um átta
milljónir króna á milli ára og
verði 56,8 prósent af heildarút-
gjöldum Ólafsfjarðarbæjar á yfir-
standandi ári. Annar rekstrar-
kostnaður lækkar úr rúmum 136
milljónum króna í fyrra í rúmar
112 milljónir króna í ár.
„Hér eru lagðar til tímabundn-
ar sársaukafullar aðgerðir sem
munu koma við íbúa Ólafsfjarðar-
bæjar, bæði starfsmenn hans og
íbúa,“ segir í bókun meirihlutans í
Ólafsfirði. Þar kemur einnig fram
að stefnt sé á að auka þjónustuna
á ný á næsta ári og veita þá fé til
framkvæmda í sveitarfélaginu.
- kk
Kosningar:
Cox á móti
Hillary
BANDARÍKIN, AP Edward Cox,
tengdasonur Richards Nixon,
fyrrverandi forseta Bandaríkj-
anna, íhugar að bjóða sig fram á
móti Hillary Clinton í kosningum
til öldungardeildar þingsins á
næsta ári.
Allt eins líklegt þykir að Cox
hljóti útnefningu repúblikana þar
sem ólíklegt er að Rudolph Giuli-
ani, fyrrverandi borgarstjóri New
York, eða George Pataki ríkis-
stjóri muni sækjast eftir útnefn-
ingu. Stjórnmálaspekingar í
Bandaríkjunum búast frekar við
því að Giuliani og Pataki muni
fara í forsetaframboð árið 2008. ■
Vinnumálastofnun:
Ný tegund
atvinnuleyfa
VINNUMARKAÐURINN Verið er að
kanna hvort hægt sé að gefa út
óendurnýjanleg atvinnuleyfi með
svipuðum hætti og óendurnýjan-
leg dvalarleyfi.
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir að at-
vinnuleyfin virki þá þannig að
starfsmaðurinn ávinni sér ekki
dvalarleyfi á Íslandi og leyfið
tryggi honum ekki aðgengi að ís-
lenskum vinnumarkaði til fram-
búðar.
Eins og staðan er í dag fá fyrir-
tæki tímabundna heimild og er
hún svo framlengd ef aðstæður
leyfa.
Til að útgáfa á óendurnýjanleg-
um atvinnuleyfum geti hafist þarf
lagabreytingu og er unnið að því.
- ghs
Kynningarfundur verður haldinn hjá
Reykjavíkurdeild, Laugavegi 120, 4. hæð
mánudaginn 31. janúar klþ. 20:00
á öllum aldri í fjölbreytt og
áhugaverð verkefni.
Viljum
bæta við
sjálfboða-
liðum
Sjálfboðamiðstöð
Reykjavíkurdeildar
Hefurðu sótt um launahækkun
í vetur?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ertu sátt(ur) við árangur ís-
lenska landsliðsins á HM?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
79%
21%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
TIL VERNDAR RJÚPUNNI
Mótmælandi vakti athygli á því
að skotveiðimenn væru hávær
og skipulagður þrýstihópur.
VIÐ UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ
Fjöldi skotveiðimanna mótmælti
rjúpnaveiðibanni á sínum tíma.
ÓLAFSFJÖRÐUR
Ekki er gert ráð fyrir neinum fjár-
munum til framkvæmda vegna
bágrar fjárhagsstöðu bæjarins.
REGLUGERÐIN EFTIR HELGI
Reglugerðin sem félagsmálaráð-
herra boðaði fyrir helgina verður
ekki gefin út fyrr en eftir helgi.
Reglugerðinni er meðal annars
ætlað að taka á gagnrýni verka-
lýðshreyfingarinnar á Impregilo.
ASÍ og SA hafa sent athugasemd-
ir sínar til ráðuneytisins og er
verið að fara yfir málið.
200 UMSÓKNIR Meirihluti um-
sókna sem bárust frá fólki á EES-
svæðinu vegna auglýsinga
Impregilo hjá Eures-vinnumiðl-
uninni var sendur áfram til
Impregilo, eða um 200, og hefur
þó nokkrum þegar verið boðið
starf. Umsóknarfrestur hefur
verið framlengdur til 15. febrúar.
■ IMPREGILO
SÖGUMINJAR Arkitektastofan
Kollgáta á Akureyri hefur eign-
ast gömlu kartöflugeymslurnar
í Listagilinu á Akureyri. Logi
Már Einarsson, eigandi Koll-
gátu, segir að ætlunin sé að end-
urbyggja geymslurnar og flytja
starfsemi arkitektastofunnar
þangað með vorinu. „Til stóð að
rífa geymslurnar í tengslum við
framkvæmdir við Brekkuskóla
en mér var bent á að þetta gæti
orðið hentugt húsnæði fyrir
okkur. Nú er búið er að fjar-
lægja allan jarðveg ofan af
geymslunum og verið að ein-
angra þær og verja fyrir vatni
og vindum. Á næstunni hefjast
svo framkvæmdir inni í geymsl-
unum.
Logi segir kostnaðinn við
framkvæmdirnar svipaðan og
um nýbyggingu væri að ræða en
húsnæðið, sem allt verður neð-
anjarðar, er 95 fermetrar að
stærð. Stór gluggi mun snúa út í
Listagilið og þar verður einnig
inngangurinn.
„Það væri vel þegið ef þeir
sem eiga myndir sem tengjast
geymslunum hefðu samband við
okkur því við ætlum að gera
sögu mannvirkisins skil á einum
vegg arkitektastofunnar,“ segir
Logi Már. - kk
Nýting söguminja á Akureyri:
Arkitektastofa flytur í
kartöflugeymslur
GÖMLU KARTÖFLUGEYMSLURNAR Á AKUREYRI
Geymslurnar voru byggðar 1937 og notaðar sem slíkar fram yfir 1980.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R