Fréttablaðið - 30.01.2005, Side 8
Stjórnmálaforingjar geta verið
óhemju uppteknir af ímynd sinni.
Vandinn er hins vegar sá að þeir
eru ekki alltaf öruggir um hver
þessi ímynd er. Og hvort hún henti
þeim – og hvað þeir eigi að stjórn-
ast mikið af henni. Þeir gefa í og
úr; sækja fram af dirfskunni og
hörkunni – að ekki sé talað um
þrjóskunni – allt þar til þeim finnst
einum of langt gengið – og hopa þá
... sýna þjóðinni brosið, breyskleik-
ann, bljúgmennskuna.
Að þessu leyti eru stjórn-
málaforingjar einskonar tilfinn-
ingasleðar sem renna fram og aft-
ur instrumentið og gefa ýmist frá
sér gelt eða gælur, ýlfur eða óm.
Bölv eða breim.
Ef ævi stjórnmálamanns er
brotin niður í nokkur breytingar-
skeið er ekki úr vegi að miða þau
við kjörtímabil. Innan hvers þess-
ara tímabila rúmast nokkrar
ímyndir sem eru ýmist hreinar, til-
búnar eða ágræddar. Hreina
ímyndin miðast vitaskuld við
upplagið og gott ef ekki uppeld-
ið, en hinar tvær við síðari tíma
spunafræði þar sem uppgjafa
blaðamenn eru fengnir til að
sparsla upp í sprungurnar. Og
svo fer instrumentið af stað; það
sýnir þjóð sinni föðurlega festu
og hlýindi í aðdraganda kosn-
inga en skiptir svo auðveldlega
um ham að niðurstöðunni feng-
inni; allt eftir því hvort úrslitin
hafa skilað því með magann eða
bakið út að Austurvelli. Í tilviki
soltna magans tekur við tuð og
tækifærismennska, jafnvel
þunglyndi. Í tilviki breiða baks-
ins taka við tilfinningaleg ofsa-
köst, almennt fúllyndi og öfga-
full sárindi út í aðrar skoðanir
en sínar eigin.
Þetta á við um alla stjórn-
málaforingja, fyrr og síðar. Og
skiptir litlu í hvaða flokki menn
eru. Við höfum séð Davíð Odds-
son breytast úr skemmtilega
ófyrirleitnum foringja í ferlega
nöldurskjóðu. Við höfum horft á
Halldór Ásgrímsson breytast úr
staðföstum miðjumanni í marg-
saga hægrimann. Og við höfum
séð Ingibjörgu Sólrúnu koðna und-
an eigin ákvarðanafælni. Og Össur
verða vælum að bráð. Steingrím
tapa sér.
Það getur í sjálfu sér verið
ágætis dægrastytting að skoða hin-
ar mörgu ímyndir allra þessara
stjórnmálaforingja. Og sjá fyrir
sér þegar Davíð Oddsson reis hvað
hæst í kunnáttusamri kerksni sinni
að langræknin fór að slá út í fyrir
honum, gremjan að gera út af við
hann ... allt þar til gamla ljúfmenn-
ið birtist mönnum skyndilega aft-
ur, gamansamt og elskulegt – stórt
í hugsun og gjörðum, andlega sært
og líkamlega en umfram allt
skemmtilegt. Og allir þekkja erfið-
leika þess að kreista fram brosið á
Halldóri Ásgrímssyni – og hversu
óhóflega það var notað fyrir síð-
ustu kosningar ... en hvernig
þyngslin hafa múrað hann inn í
gamla tukthúsinu við Lækjargötu,
þaðan sem forherðingin hefur gert
út af við föðurlegan stílinn – og
framsókn hefur breyst í ofsókn ...
allt þetta „tal“ í öðru fólki fari ein-
hvern veginn í taugarnar á honum.
Ímyndin rokkar ekki síður á
ásjónu stjórnarandstöðunnar; ein-
hverra hluta vegna hefur ekki tek-
ist að festa skoðun við forystu Öss-
urar Skarphéðinssonar – rétt eins
og skipt sé um leikmynd í miðju
sviðsverki; eilíflega. Hann á erfitt
með að vigta alvarleika sinn, af-
slappað flissið sem virðist aldrei
langt undan er oftar en ekki úr
takti við tilefnið. Og hafi ímynd
einhvern tíma verið erfið eru
stjórnmál þeim manni vonlaus sem
hefur enga pontuna. Ingibjörg Sól-
rún er leikari án leikmyndar, leik-
stjóri án leikhúss. Það pólitíska
tómarúm sem hún valdi sér á síð-
ustu misserum er í ágætu sam-
ræmi við erfiðleikana sem hún
glímdi við á síðustu dögum sínum
sem borgarstjóri: Hún hikaði. Og
kom þar í ljós munurinn á henni og
Davíð Oddssyni – hann þorði á
sinni tíð. Og sá og sigraði. Fyrri
tíma skörungsskapur Ingibjargar
hefur hins vegar máðst út, guggn-
að og gleymst.
Líklega eigum við eftir að sjá
margar myndir af stjórnmálafor-
ingjum okkar á komandi árum.
Ólíkar myndir, öfgafullar, átakan-
legar og ánægjulegar. Pólitískar
fegurðarsamkeppnir eru það sem
koma skal – og í sjálfu sér ekkert
annað við að vera þegar stjórn-
málin hafa öll hrúgast inn á
miðjuna. Það er það eitt eftir að
líta almennilega út – og vita ...
hvenær ber að brosa, hvenær
ekki ... hvenær gildir harkan,
hvenær ekki.
Líklega munu stjórnmála-
menn elta ímynd sína af enn
meira kappi en áður á næstu
árum – gefandi í og úr – eftir því
sem sláttur samfélagsins býður
þeim hverju sinni. Krafa dags-
ins er ... að bregðast við. Og
helst ... vera fyrri til. Ég tala nú
ekki um ... að sjá fyrir.
Þeim fer fækkandi stjórn-
málaforingjunum sem koma til
dyranna eins og þeir eru klædd-
ir. Þeim fer fjölgandi foringjun-
um sem koma við í forstofunni
og fá úthlutað klæðum og brosi
úr hendi nýrrar stéttar aðstoðar-
stjórnmálamanna. Það er í
þeirra verkahring að velja fram-
hlið foringjans hverju sinni.
Þeim er ætlað að rýna í samfé-
lagið og meta líkleg viðbrögð
þess við pólitískum uppákom-
um. Þetta pólitíska fikt virðist
hafa ágerst í lífi stjórnmálafor-
ingja á borð við Halldór Ás-
grímsson, Össur Skarphéðinsson
og Ingibjörgu Sólrúnu og jafnvel
líka hjá Davíð Oddssyni á allra síð-
ustu mánuðum, að svo miklu leyti
sem einhver maður fær einhvern-
tíma stjórnað honum. Hjá öllum
þessum foringjum er verið að
kippa í misjafnlega þykka spotta á
hverjum degi. Og enda þótt ég hafi
á tilfinningunni að til dæmis Davíð
Oddsson kippi sér lítið upp við þá,
sýnist mér þeir hinir vera full háð-
ir þessum spottum. Eins og þeir
haldi sér ekki uppi án þeirra. Komi
því aðeins til dyranna, að þeir hafi
verið klæddir.
Það er tískusýning. Ekki pólitík.
Eða að minnsta kosti breytt pólitík
... svokölluð pjáturspólitík. ■
H ver sem afstaða manna var til innrásar Bandaríkja-manna og Breta í Írak á sínum tíma hljóta menn að fall-ast á að þingkosningarnar sem þar fara fram í dag eru
afar mikilvægar fyrir framtíð landsins og velferð landsmanna.
Enginn getur óskað þess að ógnaröldin í landinu haldi áfram.
Besta leiðin til að koma á friði og tryggja öryggi þjóðarinnar er
að Írakar taki sjálfir við stjórnartaumunum í landinu og skil-
yrði skapist fyrir því að erlendir herir fari á brott.
Það er fátítt að almenningur í arabaríki fái að ganga að kjör-
borðinu og velja sér leiðtoga á lýðræðislegan hátt. Það eru út af
fyrir sig tímamót sem ekki skyldu vanmetin. Hitt er svo annað
mál að kosningarnar fara fram við aðstæður sem valda efa-
semdum um að hve miklu leyti þær munu ná að endurspegla
vilja þjóðarinnar. Yfir frambjóðendum og kjósendum vofa líf-
látshótanir hryðjuverkamanna. Í ljósi nær daglegra ógnar-
verka og sjálfsmorðsárása þarf ekki að koma á óvart að marg-
ir hugsi sig um tvisvar áður en þeir taka ákvörðun um að mæta
á kjörstað. Nöfnum margra frambjóðenda hefur jafnvel verið
haldið leyndum til að tryggja líf þeirra og öryggi.
Það glæðir vonir manna um skaplega kjörsókn að þrátt fyrir
allt virðist ríkja mikill áhugi á kosningunum meðal lands-
manna. Það er ekki nýtt að hryðjuverkamenn og öfgahópar
reyni að fæla fólk frá kosningaþátttöku með hótunum og má í
því sambandi rifja upp tilraunirnar sem gerðar voru til að
skelfa kjósendur í frjálsu kosningunum í Afganistan á síðasta
ári. Sú viðleitni bar ekki árangur. Vonandi munu hugrakkir
kjósendur í Írak bjóða andstæðingum lýðræðis birginn á sama
hátt. En það er ekki hægt að áfellast þá sem ekki treysta sér á
kjörstað.
Nýrri ríkisstjórn Íraks er mikill vandi á höndum. En lýðræð-
islegt umboð mun styrkja hana í sessi og auka tiltrú á henni.
Það verður auðveldara fyrir alþjóðasamfélagið að eiga sam-
skipti við lýðræðislega kjörna ríkisstjórn en stjórn sem búin er
til af Bandaríkjamönnum og Bretum. Og miklu skiptir einmitt
að í kjölfar kosninganna hefjist ferli sem felist í því að ríki og
þjóðir, sem ekki áttu þátt í innrásinni, komi með öflugum hætti
að því að byggja Írak upp að nýju, atvinnuvegina, samgöngur,
heilbrigðiskerfið og skólana. Þar hljóta Sameinuðu þjóðirnar að
hafa forystu ásamt öflugum ríkjasamtökum eins og Evrópu-
sambandinu. Friður í Írak og lýðræðislega kjörin stjórn lands-
manna sjálfra er hagsmunamál heimsbyggðarinnar allrar. ■
30. janúar 2005 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Þingkosningarnar í Írak í dag eru
mikilvægar fyrir framtíð landsins.
Írakar ganga að
kjörborðinu
FRÁ DEGI TIL DAGS
Nýrri ríkisstjórn Íraks er mikill vandi á höndum.
En lýðræðislegt umboð mun styrkja hana í sessi
og auka tiltrú á henni. Það verður auðveldara fyrir al-
þjóðasamfélagið að eiga samskipti við lýðræðislega
kjörna ríkisstjórn en stjórn sem búin er til af Bandaríkja-
mönnum og Bretum.
,, Líklega eigum við
eftir að sjá margar
myndir af stjórnmálaforingj-
um okkar á komandi árum.
Ólíkar myndir, öfgafullar,
átakanlegar og ánægjulegar.
Pólitískar fegurðarsam-
keppnir eru það sem koma
skal – og í sjálfu sér ekkert
annað við að vera þegar
stjórnmálin hafa öll hrúgast
inn á miðjuna. Það er það
eitt eftir að líta almennilega
út – og vita ... hvenær ber
að brosa, hvenær ekki ...
hvenær gildir harkan,
hvenær ekki.
,,
Pantanir í síma
5116030
www.hotelcabin.is, booking@hotelcabin.is
ÞORRABLÓT
20 - 80 manna hópar
Tökum að okkur Þorrablót
fyrirtækja, félagasamtaka, vinahópa,
átthagasamtaka o.s.frv.
Súðin á 6. hæð Hótel
Cabin er einstaklega
huggulegur
veislusalur þar sem
hópar njóta næðis en
þó er stutt í ys og þys
miðborgarinnar.
Hótel Cabin, Borgartúni 32
Í leit að ímynd sinni
Enginn fundur
Í nóvember í fyrra hittust utanríkisráðherr-
ar Íslands og Bandaríkjanna, Davíð Odds-
son og Colin Powell, og ræddu framtíð
varnarstöðvarinnar í Keflavík. Athygli vakti
að Powell vildi ekki tjá sig neitt um fund-
inn en Davíð fullyrti hins vegar við blaða-
menn að ráðamenn landanna væru nær
samkomulagi eftir fundinn en fyrir hann.
Þá boðaði Davíð embættismannaviðræður
milli landanna í janúar á þessu ári. Nú
þegar janúar er nær allur bólar ekk-
ert á fundahöldum. Talað er um að
togstreita sé í Washington á milli ut-
anríkisráðuneytsins, sem vilji
koma til móts við sjónarmið
íslenskra stjórnvalda, og
varnarmálaráðuneytisins sem
telur ekki þörf á sérstökum
varnarviðbúnaði hér á landi.
Lítur málið ekki vænlega út.
Ef til vill skýrast mál eitthvað ef Davíð
Oddsson nær fundi með Condoleezzu
Rice, hinum nýja utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, á ráðherrafundi NATO sem verður
í Brussel í annarri viku febrúarmánaðar.
Ár flokksþinga
Árið 2005 er ár flokksþinganna. Í næsta
mánuði koma framsóknarmenn saman, í
maí (eða fyrr) verður þing Samfylkingar-
innar og samkvæmt flokksreglum á að
halda landsfund Sjálfstæðisflokksins á
þessu ári. Til hans hefur ekki verið boðað
en líklegt er að hann verði í haust. Nokk-
ur eftirvænting ríkir um það hvort til kosn-
inga komi um varaformannsembættið í
Framsóknarflokknum en svo virðist sem
áhrifamenn í flokknum hafi verið að
gefa það í skyn við Guðna Ágústs-
son að hann væri ekki öruggur um
áframhaldandi setu. Ekki þarf síðan
að fjölyrða um þing Samfylkingarinnar þar
sem til sögulegs uppgjörs mun koma.
Kári selur
Grein Kára Stefánssonar hér í blaðinu í
gær, „Af flísum og bjálkum“, hefur vakið
mikla athygli og umtal. Ýmsum kom á
óvart sú tilkynning hans í upphafi greinar-
innar, að hann vaknaði nú glaður á hverj-
um morgni vegna þess að hann væri ekki
lengur meðal eigenda fjölmiðla. Kári hefur
verið einn af eigendum
Fréttablaðsins, DV og
Stöðvar tvö. Um ára-
mótin seldi hann hlut
sinn og hefur Árni
Hauksson, fráfarandi
forstjóri Húsasmiðjunn-
ar, aukið hlut sinn í 365-
miðlum að sama skapi.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL-
SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA:
Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON