Fréttablaðið - 30.01.2005, Page 14
14 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR
„Hittu mig á Mokka. Ég skal bjóða
þér í kaffi því ég fékk svo mikið af
verðlaunapeningum í gær,“ segir
hún nývöknuð, daginn eftir að hún
hlaut Íslensku bókmenntaverðlaun-
in fyrir „Fólkið í kjallaranum“. Eft-
ir hressandi steypibað situr hún svo
svartklædd og fíngerð í reykjarkóf-
inu á Mokka; barnabarn
Nóbelskáldins Halldórs Kiljan Lax-
ness. Með djúpar, svarbrúnar perl-
ur í augunum.
„Það væri hræðilegt að nota Lax-
ness-nafnið, enda var það lista-
mannsnafn afa,“ segir Auður Jóns-
dóttir; afastelpan sem skrifaði verð-
launabarnabókina Skrýtnastur er
maður sjálfur um ævi stórskálds-
ins. „Það má segja margt gott um
afa minn en hann er fyrirferðar-
mikill og ég er alltaf að reyna að
losna við hann af öxlunum þegar
kemur að skáldskap. Við höfum jú
sama starfsheiti en það er allt og
sumt. Eigum ekkert sameiginlegt
nema það sem allir rithöfundar
eiga; að kljást við mannlegt atferli.
Sem persónur erum við líka ólík, en
ég á líka föðurfólk sem ég líkist
mjög. Ég er þó alin upp við hlið
Gljúfrasteins og var mikið hjá
ömmu og afa sem var yndislegur
maður.“
Það var óneitanlega skemmtileg
tilviljun að annar verðlaunahafi Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna var
Halldór Guðmundsson fyrir ævi-
sögu Halldórs Laxness. „Þessa fal-
legu stund fannst mér ég dálítið
vera við hlið afa og þótti vænt um
þetta, auk þess að vera við hlið Hall-
dórs Guðmundssonar sem var
fyrsti útgefandinn minn.“
Að gefa og fá til baka
Auður var að gefa frostbitnum fugl-
um Kaupmannahafnar vítamínbætt
fóður þegar hún fékk símtalið um
verðlaunin sem eru auk heiðursins
peningaverðlaun upp á 750 þúsund
krónur.
„Já, þetta kom á óvart, án þess að
ég vilji hljóma eins og fegurðar-
drottning. En fuglarnir voru búnir
að vera mjög gráðugir og mér
fannst þetta gott karma; að gefa og
fá til baka,“ segir hún hlæjandi, viss
um ráðstöfun verðlaunafjárins.
„Þetta fer í visa-reikninginn,
jólainnkaupin. Ég var að spá í að
þakka þjónustufulltrúanum fyrir
ótakmarkað umburðarlyndi í
þakkarræðunni en fannst svo ekki
viðeigandi að markaðssetja bank-
ann við þetta tækifæri,“ segir Auð-
ur einlæg og kát.
Hún segist ekki vita af hverju
„Fólkið í kjallaranum“ vann, en
tvisvar áður hefur Auður verið til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverð-
launanna; fyrst fyrir skáldsöguna
„Stjórnlausa lukku“ og seinna fyrir
barnabókina „Skrýtnastur er maður
sjálfur“.
„Það er erfitt að segja með bæk-
ur. Maður skrifar og svo getur farið
á alla kanta, en í sumum bókum
liggur galdur sem nær til fólks.“
Farvegur tilfinninga
Auður var barnung þegar hún hóf
að skrifa fyrir skúffuna.
„Í upphafi var strembið að byrja
skrifin því ég þurfti að verja mig og
sýna fram á að það væri ekki gert af
tilgerð eða vegna þess að ég væri
svo upp með mér af afa. Ég fékk
ung þessa dillu, en lítið mark var
tekið á mér; fjörugum og óráðnum
unglingnum. Skriftir voru eina
stóra áhugamálið mitt; nokkuð sem
mér leið vel með að gera. Sem barn
skrifaði ég um stelpuna Filipínu og
ljóð um hundinn sem dó þegar ég
var ellefu ára; heilmikinn kvæða-
bálk. Fyrsta erindið var svona:
Nú ertu farinn, Sámur minn,
syrgi þig sáran, lubbalingur minn.
Okkur lékum saman um móa og grund,
það var nú mikil gleði um stund.
Þarna fann ég tilfinningum far-
veg og þannig laðast menn gjarnan
að skáldskap. En maður skrifar ekki
til að fá verðlaun, þótt það geri
mann glaðan að verkið nái til fólks.“
Glöð þegar fólk grætur
„Fólkið í kjallaranum“ átti sér
margra ára gerjun í kolli Auðar og
hún segir skrif bókarinnar hafa
breytt sér á lúmskan en góðan hátt.
„Ég er hreinlega afslappaðri.
Náði að skrifa mig frá íþyngjandi
vangaveltum. Sagan er um vanmátt
nútímakonu sem lifir í því hvers-
dagslega neysluumhverfi sem við
hrærumst í og er að krebera á því,
þjáist af vanmætti og hræðslu.
Kannski langaði mig að vekja fólk
til umhugsunar.
Ég heyrði af konu sem leið virki-
lega illa eftir lesturinn og ég var
ánægð með það. Mér er sama hvort
fólki líði vel eða illa, þykir bara vænt
um að það sýni einhver viðbrögð. Þá
gleður mig þegar fólk grætur yfir
bókunum mínum, en geri enga kröfu
um að fólk stokki upp líf sitt eða end-
urmeti hlutina upp á nýtt. Það er til
of mikils ætlast.“
Frelsi hvítu arkarinnar
Það skemmtilegasta sem Auður
gerir er að skrifa.
„Skrifunum fylgir frelsi; þessi
hvíta örk sem maður getur gert
hvað sem er við. Ég vann áður sem
blaðamaður og fannst frábærlega
gaman. Stundum hefur verið sagt
að blaðamennska fari illa með
skáldgáfuna en mér finnst útrýma
þeirri kenningu að Gabriel Garcia
Lorca var blaðamaður. Blaða-
mennskan kenndi mér að vinna
hnitmiðað og í afköstum; ramminn
er þröngur, sem og tíminn og hrað-
inn, auk þess sem maður verður víð-
sýnni en ella. Þetta var góður skóli
sem gaf mér sjálfsaga og sjálfs-
öryggi.“
Hún segir undarlegt hve fáar
ungar konur taki af skarið og skrifi
skáldsögur.
„Konur eru helmingur mann-
kyns og eiga jafnt erindi á við karla.
Rödd þeirra verður að hafa sama
vægi.
Hræðsla við gagnrýni er svo eld-
skírn sem allir rithöfundar lenda í,
en maður verður að hafa kjark til að
taka vondum dómum á sama hátt og
verðlaunum. Ég hef fengið svo
vonda gagnrýni að ég var í uppnámi
vikum saman, en er fegin í dag og
ekki lengur hrædd því misjafn er
smekkur manna og þannig á það að
vera. Þannig er ég sjálf.“
Olía fyrir heilann
Auður er næturhrafn. Skrifar mest
um nætur. Nema þegar hún les yfir
sköpunarverk sitt í lokafrágangi
þess. Og hún skrifar heima.
„Ég hef alltaf búið þröngt og orð-
in vön að hafa páfagauka, manninn
minn og dóttur hans yfir mér með
fullt af húsgögnum og drasli í kring-
um mig. Leigði skrifstofu í sumar
en var orðin svo vön hinu að mér
fannst það betra. Líka vegna þess að
ég hef unnið sem blaðamaður í
þröngu rými fullu af fólki. Ég get
ekki skrifað nema með tónlist í eyr-
um, en tónlist er eins og olía á heil-
ann. Þegar ég skrifaði fyrstu bókina
í uppsveitum Svíþjóðar, ein með
skóginum og vatninu, fékk ég mér
stundum kaffi og Baileys til að örva
skáldagyðjuna, en núna er það bara
músíkin.“
Hún segist rólegheitamanneskja
og stundum afar löt. Býst við að lífs-
reynslan sé besta veganestið til að
skrifa.
„Maður þarf örugglega að vera
óhræddur við að vera til og þannig
hef ég alltaf verið. Hef oft átt erfitt
með að hemja mig. Flosnaði ung úr
skóla og var óviðráðanleg, full af
hormónum. Ég er rétt þrítug en tví-
gift og hef alltaf gert það sem mig
langar að gera. Hvatvísin er stund-
um fullmikið ráðandi,“ segir hún og
skellir upp úr. „En rithöfundar eru
eins og rauðvín. Verða betri með
hærri aldri og meiri lífsreynslu.“
Laxness ekki fyrir börn
Henni finnst líklegt að Nóbelskáldið
hefði verið ánægður með verðlaun
afabarnsins, en segir mestu hvatn-
inguna koma frá eiginmanninum og
myndskreytinum Þórarni Leifssyni,
sem og sálufélaganum Guðrúnu
Evu Mínervudóttur rithöfundi.
„Svo getur vel verið að afi hefði
orðið hundfúll út í mínar bækur og
tekið mig á beinið, því hann skóf
ekki utan af hlutunum. Hann var
góður afi en óvæginn í skoðunum
eins og fólk á að vera. Var á þeirri
skoðun að hættulegast íslenskum
skáldskap væri öll þessi vinatengsl
og vinahygl.“
Auður hefur lesið bróðurpartinn
af skáldverkum afa síns og segist
hafa verið bókaormur frá barns-
aldri. „Ég var með líkamlega verki
því ég hreyfði mig ekki nógu mikið
heldur las og las og át kökur. Var þá
send í djassballett til að koma blóð-
inu á hreyfingu. En afi var lítt hrif-
inn af því að ég læsi bækurnar hans
sem barn og eitt sinn er ég veifaði
montin Íslandsklukkunni framan í
hann varð hann bálvondur og spurði
hvað barnið væri að gera með þetta!
Vildi ekki að börn læsu fullorðins-
bækur fyrr en þau skildu þær sem
var auðvitað rétt hjá honum.“
Rithöfundur en ekki skáld
Kaffibollinn góði á Mokka er tæmd-
ur. Tími til kominn að kveðja.
„Ritstörfin eru einmanaleg þeg-
ar maður er að koma sér í gang, en
um leið og tónlistin er komin í eyr-
un finnst mér vinnan vera besti vin-
ur minn. Svo finnst mér gaman að
hjóla, lesa bækur og horfa á bíó-
myndir. Einnig að vera úti og gefa
fuglunum. Vera með ástinni minni,
en frá því við kynntumst fyrir fimm
árum höfum við verið saman upp á
dag. Það er ómetanlegt að búa með
listamanni enda Þórarinn harðsvír-
aður yfirlesari og uppbyggjandi í
gagnrýni sinni.
Og nú er ég að leggja drögin að
nýrri bók, þótt ég sé enn hálfvönkuð
eftir þá síðustu. Mér finnst ekki
raunhæft að koma með eina bók á
ári og hvort hún verður góð eða
slæm verður að koma í ljós. Það er
eitthvað gott í öllum bókum.
Mér hefur þótt skrýtið að kalla
mig rithöfund, en því lengur sem
maður vinnur við þetta verður það
afslappaðra. Svo lengi sem ég þarf
ekki að kalla mig skáld, því það er
svo þungt að bera,“ segir Auður
brosandi og borgar fyrir kaffið.
Með verðlaunafénu. ■
Eitthvað gott í öllum bókum
Það er þétt setinn bekkurinn á Mokka. Í hverju sæti eru listamenn. Skærasta stjarnan í flórunni, með hnausþykkan café latte, er
nýbakaður verðlaunahafi Íslensku bókmenntaverðlaunanna, Auður Jónsdóttir. Það er erfitt að komast að henni fyrir hamingju-
óskaregni, en buddan og sálin eru ríkari í dag en í gær og hún vill bjóða Þórdísi Lilju Gunnarsdóttur í freyðandi cappuccino.
VERÐLAUNASKÁLDKONAN AUÐUR JÓNSDÓTTIR ER AFASTELPA HALLDÓRS KILJAN LAXNESS „Það má segja margt gott um afa, en hann er fyrirferðarmikill og ég er alltaf að reyna að losna við hann af öxlunum þegar
kemur að skáldskap. Við höfum jú sama starfsheiti en það er allt og sumt. Eigum ekkert sameiginlegt nema það sem allir rithöfundar eiga; að kljást við mannlegt atferli.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I