Fréttablaðið - 30.01.2005, Qupperneq 16
16 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR
1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27
„Það er allt í lagi að menn ólmist í
kosningabaráttu og láti gamminn
geysa en það eru ákveðin mörk
sem menn fara ekki yfir. Menn
beita ekki ósæmilegum málflutn-
ingi sem meiðir persónu fram-
bjóðenda. Það gera menn almennt
ekki í stjórnmálum og það eiga
menn ekki heldur að gera innan
okkar flokks. Þessi kosninga-
barátta er mælikvarði á flokkinn.
Ef hún fer úr böndunum og verð-
ur með þeim hætti að hún verði
okkur til vansa verður einfaldlega
miklu erfiðara fyrir flokkinn að
halda þeim trúverðugleika í fram-
tíðinni sem við höfum náð núna,“
segir Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, sem
hefur boðið sig fram til áfram-
haldandi formennsku í kosningum
sem fram fara í vor. Mótfram-
bjóðandi hans er núverandi vara-
formaður flokksins, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir.
„Ég nálgast verkefni sem for-
maður flokksins af auðmýkt og
þetta hefur verið eitt gjöfulasta
tímabil ævi minnar. Auðvitað ber
maður tilfinningar til þessarar
hreyfingar og þess vegna hef ég
brugðist illa við þegar óstýrilátir
og kappsfullir menn hafa í þessari
kosningabaráttu talað um það að
flokkurinn standi illa,“ segir Öss-
ur. „Ég bregst öndvert við slíku og
hart, mér finnst það rangt og
menn mega ekki leyfa sér að tala
niður flokkinn í þessari baráttu.“
Samfylkingin á góðri leið
Spurður hvað hafi valdið því að
hann ákvað að bjóða sig fram til
áframhaldandi formennsku segir
Össur að það sé mikið til vegna ut-
anaðkomandi hvatningar. „Úr
hópi forystumanna og óbreyttra
liðsmanna í Samfylkingunni hafa
mér borist mjög eindregnar
hvatningar til þess að halda áfram
formennsku. Mörgum finnst sem
Samfylkingin sé á ákaflega góðri
leið núna. Við erum hinn stóri
flokkurinn í landinu, við höfum
verið með 30 til 35 prósenta fylgi í
skoðanakönnunum, málefnastaða
flokksins er mjög góð og inn á við
hefur okkur miðað afar vel
áfram,“ bendir hann á.
Össur segir að það hafi tekist
að byggja flokkinn ákaflega vel
upp. „Samfylkingin er orðin ein
heildstæð hreyfing með sameigin-
legu átaki mjög margra víðsvegar
um landið með stofnun nýrra fé-
laga og innri uppbyggingu. Það
sem við erum stoltust af er að
hafa tekist að eyða öllum flokka-
dráttum milli karla og kvenna
sem koma úr mismunandi flokk-
um. Þetta er mikill árangur,“ seg-
ir hann.
„Flokkurinn er því á ákaflega
góðri siglingu og því telja margir
ekki heppilegt að rugga skipinu
með því að skipta um skipstjóra.
Við viljum halda áfram að byggja
upp þessa samfylkingu um breiðan
og öflugan flokk og auðvitað er það
næsta verkefni inn á við að treysta
enn frekar stefnumótun, opið starf
og lýðræðisleg áhrif félaganna.
Lýðræðið er af hinu góða og kosn-
ingar innan flokka heyra til þess.
Mér finnst sjálfum ekki ástæða til
þess að skipta um karlinn í brúnni
ef hann er að fiska,“ segir Össur.
Hann segir að það sé auðvitað
lýðræðislegur réttur að bjóða sig
fram. „Okkar hreyfing er þroskuð
stjórnmálahreyfing og þess vegna
er ég ekki hræddur við þessi átök
um forystuna. Í okkar hreyfingu á
fólkið að ráða. 14 þúsund manns
hafa tækifæri til þess. Allir í
stjórnmálum verða einfaldlega að
taka slíkum dómi, ég eins og aðr-
ir.“
Össur formaður frá upphafi
Samfylkingin varð til sem kosn-
ingabandalag fyrir kosningarnar
1999 og var Össur kjörinn fyrsti
formaður flokksins á stofnfundi
hans ári síðar. „Mér fannst kosn-
ingarnar ganga vel, við fengum
26,9 prósent. Það var flott upp-
haf,“ segir Össur um fyrstu al-
þingiskosningar Samfylkingar-
innar. Spurður hvernig það hefði
komið til að hann tók að sér for-
mennsku flokksins fyrstur alla
segir hann: „Það var Margrét Frí-
mannsdóttir sem hafði forgöngu
um að stilla mér upp sem for-
manni sem og Sighvatur Björg-
vinsson en Margrét hafði leitt
okkur í gegnum frumraunina með
miklum ágætum.“
Hann segir að Samfylkingin
hafi farið að rísa upp úr öldudaln-
um þegar flokkurinn tókst á við
mjög erfiða stefnumótun varð-
andi velferðarmál og Evrópumál
á landsfundinum 2001. „Ég held
að fólk hafi virt það við okkur,
hvort sem það var með okkur eða
á móti, að við tókumst á við mjög
erfið vandamál og leystum þau.
Við fórum nýjar leiðir, tókum til
dæmis lýðræðislega ákvörðun
varðandi stefnu okkar í Evrópu-
málum þar sem hún var lögð fyrir
kosningu allra flokksmanna. Sá
landsfundur varð algjör vendi-
punktur í okkar sögu. Við vorum í
um 15 til 16 prósentum en fórum
eftir það að klifra jafnt og þétt
þangað til við komumst í 32 pró-
sent þar sem við erum núna,“ seg-
ir Össur.
Nátengdur andstæðingnum
Össur og Ingibjörg eru gift systk-
inum. Spurður hvernig það sé að
heyja kosningabaráttu við mann-
eskju sem er jafntengd honum og
raun ber vitni segir hann: „Í
hreinskilni sagt þá er það mjög
erfitt. Það er óneitanlega erfitt
líka fyrir þá sem næst mér standa
í lífinu. Svona er bara lífið. Ég
hannaði ekki þetta mynstur, það
gerðist bara og hvorugt okkar get-
ur neitt gert í því.“
„Hugsanlegt er að við séum
þrátt fyrir allt það líkum eðlis-
kostum búin að við höfum laðast
að sömu einkennum í fari maka
okkar – þau eru mjög lík systkinin
Hjörleifur og Árný. Við reynum
bæði að haga okkar stjórnmálalífi
þannig að blanda fjölskyldu-
tengslunum sem minnst inn í það.
Íslensk pólitík er hins vegar
slungin saman af mjög nánum og
stundum erfiðum fjölskyldu-
tengslum. Þetta er ekki einsdæmi
– og þarf ekkert að fara til Sturl-
ungaaldar til að finna hliðstæð
dæmi um tengt fólk sem etur
kappi í pólitík,“ bendir Össur á.
„Ingibjörg Sólrún er vinur
minn hvað sem aðrir segja. Við
höfum átt áratuga samfylgd í
stjórnmálum, við erum saman í
fjölskyldu og mín barátta verður
einungis háð á málefnalegum
grunni. Ég tel að Ingibjörg Sólrún
sé sterk stjórnmálakona og hún
hefur sótt mikla reynslu til dæm-
is í kvennahreyfinguna, alveg
eins og ég hef sótt mikla reynslu í
starf mitt í atvinnulífinu áður en
ég gerðist stjórnmálamaður. Það
eiga allir sama rétt til þess að
keppa um sama markmið og ég.
Það er ekkert sæti frátekið,
hvorki fyrir mig né Ingibjörgu
Sólrúnu,“ segir hann.
Össur leggur á það áherslu að
ef fólkið í flokknum feli honum
þetta trúnaðarstarf muni hann að
sjálfsögðu reyna að fá Ingibjörgu
Sólrúnu til að vera áfram í for-
ystusveit og gegna trúnaðarstörf-
um fyrir Samfylkinguna. „Ég tel
að það sé mikið rúm fyrir hana í
forystu flokksins og það er alveg
ljóst að hún er manneskja sem
myndi gera flokknum gagn í ráð-
herrasæti. Þess vegna mun ég
reyna að skapa þær aðstæður að
hún fallist á að halda áfram í for-
ystusveit flokksins þó svo að úr-
slitin verði henni ekki í vil,“ segir
hann.
Spurður hvað hann muni gera
fari svo að hann tapi kosningun-
um segir hann: „Ég hef alltaf litið
svo á að ég væri í þjónustu fólks-
ins, bæði kjósenda sem og flokks-
manna minna. Ef þær aðstæður
koma upp mun ég hugsa það út frá
hagsmunum flokksins, út frá því
grundvallarsjónarmiði að fara að
vilja fólksins.“
Ekki hægt að skilja Ingibjörgu
eftir á berangri
Það vakti mikla athygli og umtal í
alþingiskosningunum 2003 að
Ingibjörg Sólrún, þáverandi borg-
arstjóri, var útnefnd forsætisráð-
herraefni Samfylkingarinnar.
Spurður hvort ekki hefði verið
eðlilegra að hann sem formaður
flokksins hefði verið útnefndur
forsætisráðherraefni Samfylking-
arinnar svarar Össur: „Það hefði
verið fullkomlega eðlilegt að ég
sem formaður flokks í mjög góðri
stöðu hefði verið forsætisráð-
herraefni. Hins vegar var um
mjög flókna og erfiða atburðarás
að ræða í aðdraganda kosning-
anna sem leiddi til þess að Ingi-
björg Sólrún varð að yfirgefa
borgarstjórastólinn. Þá fannst
mér sem formanni, að flokki okk-
ar væri fyrir bestu að hlutverkum
yrði þannig skipt með forystu-
mönnum sem þá voru í eldlínunni,
okkur tveimur, að hún yrði for-
sætisráðherraefni en ég áfram
formaður.“
„Það voru ekki allir jafnhrifnir
af minni ákvörðun,“ heldur hann
áfram. „En ég barðist fyrir henni
og þetta varð niðurstaðan. Þegar
ég skoða þetta eftir á finnst mér,
Ekki heppilegt að rugga skipinu
Össur Skarphéðinsson segir Samfylkinguna á góðri siglingu og því ekki heppilegt að rugga skipinu með því að skipta um skip-
stjóra. Hann segir kosningabaráttuna mælikvarða á flokkinn en að sín barátta verði einungis háð á málefnalegum grunni.
Mörgum finnst sem
Samfylkingin sé á
ákaflega góðri leið núna.
Mér finnst sjálfum ekki
ástæða til þess að skipta
um karlinn í brúnni ef hann
er að fiska.
,,
SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTAVIÐTAL
ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
FORMAÐUR SAMFYLKING-
ARINNAR
ÖSSUR HEFUR VERIÐ ATKVÆÐAMIKILL Á ÞINGI „Ég nálgast verkefni sem formaður flokksins af auðmýkt og þetta hefur verið eitt
gjöfulasta tímabil ævi minnar. Auðvitað ber maður tilfinningar til þessarar hreyfingar og þess vegna hef ég brugðist illa við þegar óstýri-
látir og kappsfullir menn hafa í þessari kosningabaráttu talað um það að flokkurinn standi illa.“