Fréttablaðið - 30.01.2005, Side 18

Fréttablaðið - 30.01.2005, Side 18
18 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR Mikil hlýindi hafa verið hér á landi undanfarna daga, mörgum til mikillar gleði. Snjóinn er farinn af götum og flestum gangstéttum og í staðinn hef- ur hálfgert vorveður verið ríkjandi með frekar háu hitastigi. Á sama tíma hafa mikil kuldaköst gengið yfir Bandaríkin og víða um Evrópu, þar á meðal Ítalíu, Þýskaland, Frakkland og Pólland. Þó svo að einna mestur kuldi og snjókoma hafi verið á austurströnd Bandaríkjanna náði kuldinn einnig til Flórída, þar sem frostið var á bilinu 2-7 gráður um síðustu helgi. Til að leita skýringa á því hvort sam- hengi sé á milli hlýinda hér og kulda annars staðar ræddi Fréttablaðið við Harald Ólafsson veðurfræðing. „Það fara stundum saman mikil hlýindi hér og kuldar í Evrópu,“ segir Haraldur Ólafsson. „Straumarnir í vestanvinda- beltinu okkar taka á sig lykkju. Ef ein- hvers staðar er óvenjuhlýtt er oftar en ekki óvenjukalt annars staðar á norð- urhveli á svipuðum breiddargráðum. Þegar það er hlýtt á Íslandi á veturna er ekki óalgengt að í Mið- og Austur- Evrópu sé kuldatíð,“ segir hann. Ástæðan fyrir þessum lykkjum á straumunum er sú að yfirborð jarðar- innar gefur mismunandi varma frá sér. Á veturna eru meginlöndin köld og sjórinn frekar hlýr auk þess sem stórir fjallgarðar senda frá sér öflugar truflanir í straumana. Að sögn Haraldar er það fremur óvenjulegt að svona kalt sé í Flórída. Til að mynda sé talað um að appel- sínurnar þar þoli ekki frost því þær hafi svo þunnan börk. Í meginatriðum er útlit fyrir hlýindi næstu daga hér á landi og því ljóst að landsmenn þurfa ekki að kvíða fyrir frosti eða snjó- þyngslum alveg strax. freyr@frettabladid.is Hlýtt á Íslandi en frost í Flórída ALLT FROSIÐ FAST Mikið frost hefur verið í Sviss. Hér sést hvernig frostið hefur læst sig í bíl, símalínu og allt þar á milli við strönd Genfarvatns skammt frá Versoix. AUÐ JÖRÐ Hér á landi hefur veðurfar verið gott undanfarið og hafa hlýindin fært mörgum aukna gleði í hjarta. Á KAFI Í SNJÓ Íbúi í borg- inni Hull í Massachusetts í Bandaríkjunum á gangi við heimili sitt. Mikill snjór hefur verið þar undanfarið og muna menn vart annað eins. FASTUR Í SKAFLI Karl og kona reyna að losa bíl úr skafli í borginni Chieti á Ítalíu. Mikið hefur snjóað í landinu undanfarið. Á SKÍÐUM Fólk á göngu- skíðum skíðar framhjá minn- ismerki landgönguliða í Wash- ington. Fólkið ákvað að nýta tækifærið því þetta var í fyrsta sinn í langan tíma sem svo mikið snjóaði þar í borg. SYNT Í KULDA Mjög kalt hefur verið í Flórída undanfar- ið. Sundmenn létu frostið samt ekki á sig fá og busluðu í lauginni eins og ekkert væri. Vegna kuldans myndaðist mikil gufa í lauginni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.