Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 21

Fréttablaðið - 30.01.2005, Síða 21
3 ATVINNA Starfsmaður á byggingardeild umhverfissviðs. Verksvið: Yfirferð teikninga byggingarfulltrúaembættisins. Úttektir og eftirlit fyrir byggingarfulltrúa. Mælingar og útsetningar lóða og mannvirkja. Kröfur: Tæknimenntun á sviði bygginga eða framkvæmda. Hæfni á sviði mannlegra samskipta og góð þjónustulund. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Góð tölvukunnátta og grunnþekking á teiknikerfum (Microstation) nauðsynleg. Reynsla af lestri teikninga eða af hönnun bygginga. Forstöðumaður Þjónustumiðstöðvar Verksvið: Stjórn, skipulag og eftirlit með verklegum framkvæmdum Áætlunargerð, verkáætlanir, kostnaðaráætlanir, fram- kvæmdaáætlanir. Yfirstjórn Þjónustumiðstöðvar (vélamiðstöð, áhaldahús). Verkefnastjórn, hönnunarstjórn og minni háttar hönnun. Gerð verksamninga, umsjón og eftirlit með útboðsverkum. Samskipti við og eftirlit með verktökum og verkefnum á vegum Fjarðabyggðar Kröfur: Tæknimenntun á sviði bygginga eða framkvæmda. Reynsla af mannahaldi og stjórnun. Hæfni á sviði mannlegra samskipta og góð þjónustulund. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Góð tölvukunnátta og grunnþekking á teiknikerfum (Microstation) nauðsynleg. Launakjör skv. kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga og félaga opinberra starfsmanna skv. Kjarna eða Tæknifræðinga/verkfræðingafélags Íslands. Umsóknarfrestur er til 13. febrúar nk. og viðkomandi þyrfti að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar um starfið veitir Guðmundur Helgi Sigfússon forstöðumaður umhverfissviðs Fjarðabyggðar í s. 470 9000 eða á mummi@fjardabyggd.is. Sjá einnig upplýsingar á www.fjardabyggd.is Fjarðabyggð auglýsir lausar tvær stöður tæknimanna hjá umhverfissviði sveitarfélagsins. Fyrirtæki í ferðaiðnaði leitar að vefstjóra í fullt starf til að hafa umsjón með öflugri starfsemi fyrirtækisins á Internetinu. Um er að ræða mjög þekkt fyrirtæki í örum vexti sem er leiðandi á sínu sviði og er Internetið ein aðalsöluleið þess. Fyrirtækið rekur einn best sótta vef landsins og er leiðandi í rafrænum viðskiptum. Starfið krefst mikilla samskipta við erlenda aðila og kallar á nokkur ferðalög erlendis. Starfslýsing: - Umsjón með öllum vefjum félagsins. - Utanumhald á tengisölu og ábyrgð á hámörkun tekna af Internetinu. - Samskipti við samstarfsaðila um sölu á Internetinu. - Samskipti við erlendar sölusíður. - Alþjóðleg auglýsingamál á Internetinu. - Utanumhald um aðkeypta tækni, hönnunar- og forritunarvinnu. - Ritstjórn og textavinnsla á síður félagsins. - Hönnun á vefborðum og önnur einföld grafísk vinna. - Umsjón með Netklúbbi félagsins. Umsóknir sendist til Fréttablaðsins merktar „Vefstjóri“ á box@frettabladid.is. Umsóknarfrestur rennur út 01. 02. 2005. Menntun og reynsla: - Gott vald á ensku og íslensku í rituðu og töluðu máli. - Hæfni til að skrifa texta. - Þekking á helstu vefstjórnunarkerfum. - Góð þekking á html og helstu tækniatriðum tengdum Internetinu. - Mentun á sviði netmála er kostur. Starfssvið • Tæknileg sala til fagaðila og hönnuða í byggingaiðnaði. • Annast kynningar á byggingavörum Sindra • Áætlana- og samningagerð • Umsjón með markaðsgreiningu og vöruþróun • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Reynsla og þekking á byggingaiðnaði • Reynsla af sölustörfum • Sjálfstæð vinnubrögð og faglegur metnaður • Frumkvæði í starfi • Góð enskukunnátta Sölumaður/sérfræðingur í véla- og tækjadeild Sindra Starfssvið • Tæknisala til fagaðila í verktakastarfsemi og iðnaði • Kynning á vélum og tækjum fyrir verktaka og iðnað • Heimsóknir til viðskiptavina • Áætlana- og samningagerð • Markaðsgreining og vöruþróun • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Þekking og reynsla úr verktakastarfsemi nauðsynleg • Þekking á vélum og tækjum • Góð enskukunnátta skilyrði • Kunnátta í Norðurlandamáli kostur • Frumkvæði í starfi • Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður í starfi Starfsmaður í iðnaðarmannaverslun Starfssvið • Almenn afgreiðsla í iðnaðarmannaverslun • Önnur tilfallandi verkefni Hæfniskröfur • Iðnmenntun og/eða reynsla úr málmiðnaði eða verk- takastarfsemi • Reynsla af afgreiðslustörfum • Snyrtimennska • Sjálfstæð vinnubrögð og metnaður í starfi • Frumkvæði í starfi Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf, menntun og reynslu sendist á jeh@sindri.is og og@sindri.is. Nánari upplýsingar veitir Jón Emil Halldórsson, markaðsstjóri í síma 575 0000 Markmið Sindra-Stáls hf er að þjóna íslenskum fyrirtækjum með fjölbreytt vöruval af stáli og málmum og byggingar- vörum og bjóða upp á úrval af vélum og tækjum í hæsta gæðaflokki. Skrifstofur félagsins eru í Klettagörðum 12 í Sundahöfn, en þar er einnig stálbirgðastöð og þjónustuverkstæði. Sindri rekur iðnaðarmannaverslanir í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Sölumaður/sérfræðingur í byggingadeild Sindra Sindra-Stál hf óskar eftir dugmiklum og drífandi einstaklingum í eftirfarandi störf: STARFSMAÐUR Í NOTENDAÞJÓNUSTU Reiknistofnun óskar eftir að ráða starfsmann í notendaþjónustu. STARFIÐ Starfið felst aðallega í notendaþjónustu innan Háskóla Íslands, ráðgjöf og leiðbeiningum í gegnum síma, tölvupóst og heimasíðu. Auk þess viðhald á heimasíðu stofnunarinnar og móttaka á tölvubúnaði starfsmanna. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem sjálfstæði og skipulagshæfileikar fá að njóta sín. Reiknistofnun er vel staðsett þjónustustofnun í mjög fjölbreyttu rekstrarumhverfi. Hugbúnaðarumhverfi eru Windows, Unix, Linux og MacOS. Áhersla er lögð á hátækni og símenntun í starfi. HÆFNISKRÖFUR Leitað er að áhugasömum einstaklingum með menntun eða reynsla á sviði tölvuþjónustu. Grunnþekking á hugbúnaði og vélbúnaði er tengist notendaumhverfi. Lögð er áhersla á hæfileika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð og hópvinnu. Góð íslenskukunn- átta og stúdentspróf eða sambærilegt próf er áskilið. Starfið hentar konum ekki síður en körlum og eru konur hvattar til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar 2005. Sjá nánar á http://www.hi.is/page/storf Sjá nánar á http://www.hi.is/page/storf Nánari upplýsingar veitir:Albert Jakobsson, deildarstjóri RHÍ (aj@hi.is).

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.