Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2005, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 30.01.2005, Qupperneq 37
SUNNUDAGUR 30. janúar 2005 25 Vörnin var hörmuleg Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins, saknaði öflugra varnarmanna í landsliðshópnum. HM Í HANDBOLTA „Ég er að meta þetta mót þannig að við munum halda áfram okkar vinnu. Það þarf að gera einhverjar smá breyting- ar á hópnum. Við söknum öflugra varnarmanna úr hópnum og svo er Óli langt frá að skila því sem maður bjóst við af honum, bæði í vörn og sókn. Hann olli sérstak- lega miklum vonbrigðum í vörn- inni þar sem honum hefur hrein- lega farið aftur,“ sagði Viggó Sig- urðsson landsliðsþjálfari eftir leikinn gegn Alsír en hann sá ekki eftir því að hafa skilið mann eins og Rúnar Sigtryggsson eftir heima. Kynslóðaskipti í liðinu „Það eru komin kynslóðaskipti og það var engin ástæða til að halda áfram í sömu sporum eftir vonbrigði tveggja síðustu móta. Það er betra að halda áfram og tapa þessu móti og byggja ofan á það,“ sagði Viggó sem stefndi á eitt af sex efstu sætunum fyrir mótið. Sér hann eftir því? „Ég stend fullkomlega við það sem ég sagði. Ef við hefðum ekki haft nein markmið fyrir þetta mót þá hefðum við ekki haft að neinu að keppa. Það hefði verið voða þægilegt að vera hér sem túristi en ég hafði ekki áhuga á því.“ Viggó sér ljósa punkta á mörg- um stöðum og hann veit líka hvað verður að bæta. Sóknin gekk vel „Sóknin gekk vel á mótinu og hraðaupphlaupin voru líka fín. Varnarleikurinn var síðan á köfl- um hörmung og það stendur upp úr. Það er ljóst að okkur vantar varnarleiðtoga. Vignir er efnileg- ur en hann á kannski tvö ár í að verða virkilega góður. Það munaði litlu að við kæmumst áfram en stöðugleikann vantaði og því fór sem fór,“ sagði Viggó en hvað fannst honum um frammistöðu einstakra leikmanna? „Ég var ánægður með flesta leikmenn en frammistaða Peters- son stendur upp úr. Hann var frá- bær í þessu móti bæði í vörn og sókn. Markús, Arnór og Robbi líka mjög góðir og ég er mjög ánægð- ur með andann og liðsheildina. Okkur vantar bara öflugri varnar- menn,“ sagði Viggó. -HBG HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari ber saman bækurnar með aðstoðarþjálfaranum Bergsveini Bergsveinssyni. Fréttablaðið/Andreas Walz GUÐJÓN GÓÐUR Guðjón Valur Sigurðs- son varð markahæstur í íslenska liðinu. Ólafur Stefánsson átti ekki gott heimsmeistaramót: Spila áfram ef Viggó velur mig HM Í HANDBOLTA „Það var kannski við þessu að búast með öllum þessum nýju strákum og menn eru að slípa sig saman,“ sagði Ólafur Stefánsson frekar kátur eftir leikinn gegn Alsír þótt hann hafi verið óánægður með niður- stöðuna í mótinu. Hann býst fast- lega við því að gefa áfram kost á sér í landsliðið. „Ég ætla að spara yfirlýsing- arnar að þessu sinni,“ sagði Ólaf- ur og hló. „Ætli ég reyni ekki að halda þessu áfram svo lengi sem ég er valinn og Viggó hefur áhuga á að nota mig. Ég er til í að gera það sem ég er beðinn um að gera.“ Það gekk á ýmsu hjá landslið- inu í Túnis en hvaða lærdóm get- ur landsliðið dregið af þessu móti að mati Ólafs. „Að við verðum að vinna Rússa til að gera eitthvað á svona mót- um. Ég lærði mikið á ÓL í sumar en minna af þessu móti. Ungu strákarnir hafa samt eflaust lært mikið,“ sagði Ólafur en hann var ánægður með frammistöðu þeirra. „Mér líst mjög vel á Alexander enda góður bæði í vörn og sókn. Mér líst líka vel á Arnór og Einar sem er einhver skotfastasti mað- ur sem ég hef séð. Markús er líka búinn að vera mjög góður en þess- ir strákar verða að vinna aðeins í löppunum á sér. Þeir eru svolítið staðir og þá vantar aðeins meiri mýkt og snerpu.“ - HBG www.urvalutsyn.is ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 71 89 01 /2 00 5 Úrval-Útsýn í Hlíðasmára flytur að Lágmúla 4 Sími: 585 4000 Verið velkomin! Guðjón Valur Sigurðsson: Vildum klára mótið HM Í HANDBOLTA „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar við fréttum að Tékkarnir hefðu unnið Slóvena en menn vildu alltaf klára mótið með sóma og ég held að við höfum gert það,“ sagði Guðjón Valur Sigurðs- son sem fór mikinn í leiknum gegn Alsír og stóð sig vel á mót- inu. „Við erum mjög nálægt því að komast áfram og það er ekki eins og við höfum gert í brækurnar hér í Túnis. Ég vil meina að við höfum spilað mjög vel á köflum en slæmu kaflarnir voru líka til staðar. Stöðugleikann hefur al- gjörlega vantað en þegar við horf- um á leikina gegn Tékkum og Sló- venum þá er niðurstaðan ekki eins slæm og hún lítur út fyrir að vera. Það vantaði mjög lítið upp á gegn þessum þjóðum. Engu að síður er það gríðarlegt áfall að komast ekki áfram. -HBG FANN SIG EKKI Ólafur Stefánsson skoraði 17 mörk utan af velli á HM í Túnis, mun minna en á síðustu stórmótum. Fréttablaðið/Uros Hocevar

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.