Fréttablaðið - 30.01.2005, Side 46
34 30. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Með Fréttablaðinu
alla fimmtudaga
Við vinnslu greinar Kára Stefáns-
sonar, Af flísum og bjálkum, sem
birtist í blaðinu í gærdag, féllu nið-
ur fjórar setningar á undan síðustu
málsgrein en þær skipta sköpum
fyrir niðurlag hennar. Lok greinar-
innar verða því endurbirt hér að
neðan en þar beinir greinarhöfund-
ur orðum sínum að Hallgrími
Helgasyni, myndlistarmanni og rit-
höfundi, sem skrifaði umtalaðan
áramótapistil í Fréttablaðið á gaml-
ársdag:
Ég ætla hins vegar ekki að halda
því fram að Hallgrímur sé geðveik-
ur eins og hann gerði um Davíð,
fyrst og fremst vegna þess að ég
held ekki að hann sé það. Ég hef því
leitað skýringar á þessu vandamáli í
áhrifum umhverfis á Hallgrím og
hún hljómar svona: Þrátt fyrir Hita-
veitu Reykjavíkur, sem Davíð Odds-
son studdi dyggilega sem borgar-
stjóri, verðum við fyrir töluverðum
áhrifum af veðurfari hér á höfuð-
borgarsvæðinu. Þeir voru svalir
tveir síðustu mánuðir ársins 2004
með mörgum frostköldum dögum
og þegar maður er búinn til höfuðs-
ins eins og Hallgrímur Helgason er
hætt við því að svona tíð skilji eftir
sig kalbletti á heilaberkinum sem
geta leitt til þess að menn glati allri
tilfinningu fyrir því hvað er við
hæfi í samfélagi siðaðra manna.
En nú er ég farinn að gera grín að
Hallgrími vegna þess að það vantar
hár á þennan fína haus sem hann
hefur á herðum sér. Haus sem
starfar gjarnan hausa best þótt hann
sé ekki óskeikull. Hér er ég að láta
undan tilhneigingu sem ríður húsum
í greininni hans Hallgríms. Ég er að
reyna að vera andstyggilegur og
fyndinn á kostnað annars manns og
ef að líkum lætur tekst mér hið
fyrra en mistekst hið síðara.
Þessi grein var ekki skrifuð í
reiði út í Hallgrím Helgason heldur
til þess að lýsa andúð minni á mál-
flutningi af þeirri gerð sem hann
notar í greininni umræddu og
markast af persónulegum árásum,
tilraunum til þess að meiða, óbil-
girni og skorti á virðingu fyrir þeim
gildum sem gera íslenskt samfélag
að góðum stað. En nú er nóg sagt í
bili og finnst sjálfsagt mörgum að
bera í bakkafullan lækinn og ætla
ég að fara í Þjóðleikhúsið að sjá
leikrit sem heitir Þetta er allt að
koma í leikstjórn Baltasars sem er
snillingur. Þeir vinna svo vel saman
félagarnir. Og ég hlakka til. ■
Grein Kára Stefánssonar:
Setningar féllu niður
Hún býr í landinu helga. Ákvað að
söðla um og gerast au pair á fram-
andi slóðum síðastliðið vor. Var
valin til að gæta tveggja barna
Jónínu Guðrúnar Árnadóttur og
ísraelsks eiginmanns hennar í
Shoham, úthverfi Tel Aviv, en Jón-
ína kynntist mannsefni sínu þegar
bæði unnu á samyrkjubúi í Ísrael.
„Þetta er ósköp venjuleg fjöl-
skylda; Jónína vinnur hjá há-
tæknifyrirtæki en maðurinn henn-
ar hjá öryggisþjónustu. Krakkarn-
ir eru fjögurra ára stelpa og átta
ára strákur. Þau töluðu nánast
enga íslensku þegar ég kom út en
mér hefur tekist að kenna þeim
nær lýtalausa íslensku,“ segir au
pair-stúlkan Sigrún Sæmundsdótt-
ir sem leggur stund á hebresku-
nám meðfram húsmóðurstarfinu í
Shoham.
Sigrún segir öryggisgæslu og
vopnaburð vera gífurleg í landinu;
jafnvel inni á leikskólum. „Sho-
ham-hverfið er læst á kvöldin og
þannig eru vopnaðir verðir um
alla borg. Maður skýst ekki út í
búð án þess að skoðað sé í tösku
manns. Ég hef lært að Ísland er
paradís þótt við séum óttalegir
trúleysingjar, því við þurfum ekki
að hafa áhyggjur af neinu. Íslensk
ungmenni eru frjáls, meðan hér
þurfa bæði kynin að gegna þriggja
ára herþjónustu og ganga um með
þungar vélbyssur; vopnuð frá
toppi til táar. Það kom þó á óvart
að lífið hér er ekki eins og maður
sér í sjónvarpsfréttunum heima.
Átökin eru bundin við mjög af-
markað svæði og engan veginn
daglegt brauð meðal íbúa Ísraels.“
Sigrún segir Ísraelsmenn fal-
legt fólk. Hún hefur haft í nógu að
snúast síðan hún fór utan fyrir
tæpum átta mánuðum.
„Ég var í sjokki fyrst yfir
áhuga gyðingastrákanna; ekki síst
þar sem ég er dökkhærð. Ég sker
mig úr hópnum og þyki sjálfstæð-
ari og þroskaðri en ísraelskar
jafnöldrur mínar. Ég hef farið á
mörg stefnumót og þeir hafa uppi
verulega hallærislegar pick-up-
línur þótt þeir séu upp til hópa
yndislegar manneskjur. Það er
erfiðara að kynnast ísraelsku
kvenfólki en þær öfundast yfir at-
hyglinni sem ég fæ og spá rosa-
lega í útlitið enda fer þriðja hver í
brjósta- og nefaðgerð. Þær eru
súper grannar; mjög fallegar, en
geta verið svolitlar tíkur í sér.
Annars eru Ísraelsmenn mikið
tískufólk og alltaf í ræktinni. Tel
Aviv er strandborg og þar er unga
fólkið á línuskautum og sýnir lík-
amana íklætt bikiníum og sund-
skýlum.“
Ísrael er fæðingarland Jesú
Krists og hefur Sigrún aðeins
ferðast um hans slóðir; þar sem
öruggt þykir að fara. „Ég varð
mjög snortin að fara til Jerúsalem
og Nasaret. Þetta er svo heilagt og
skrítið að fólk geti verið í stríði
þarna. Ég bý hjá gyðingum og
þetta er gyðingaland. Skammast
mín oft fyrir að vera trúleysingi
því trú gyðinga er svo falleg.
Heima fer maður í kirkju, sér
frelsarann blóðugan á krossinum
og fer að hugsa um dauðann. Ég
gæti því vel hugsað mér að skipta
um trú og búa í landinu helga til
frambúðar, þótt ég sé rétt að byrja
að skoða heiminn og ferðast sem
au pair,“ segir Sigrún glaðlega,
spennt að fara utan aftur.
thordis@frettabladid.is
AU PAIR-STÚLKAN SIGRÚN SÆMUNDSDÓTTIR HEFUR BÚIÐ Í ÚTHVERFI TEL AVIV SÍÐAN Í FYRRA Segist hafa lært að Ísland
er paradís á jörðu og að íslensk ungmenni séu frjáls eins og fuglinn, meðan ísraelsk ungmenni þurfi að gegna herþjónustu og bera þung
vopn; stelpur í tvö ár en strákar í þrjú.
SIGRÚN SÆMUNDSDÓTTIR: ER AU PAIR-STÚLKA Í LANDINU HELGA
Trúin falleg og strákarnir líka
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á ÍVARI ERNI SVERRISSYNI LEIKARA
Hvernig ertu núna? Ég hef það bara voða fínt.
Augnlitur: Blár.
Starf: Leikari.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Hjúskaparstaða: Í sambúð.
Hvaðan ertu? Ég er úr Langholtshverfinu.
Helsta afrek: Að halda velli í samfélaginu og vera ekki farinn á hausinn.
Helstu veikleikar: Stundum er ég of skilningsríkur.
Helstu kostir: Ég er alltaf til í að leika mér.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Kallakaffi.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég og sonur minn hlustum alltaf saman á rapp-
þáttinn hans Bents og dönsum.
Uppáhaldsmatur: Eiginlega allt sem mamma mín býr til.
Uppáhaldsveitingastaður: Shalimar.
Uppáhaldsborg: Ég hef komið einu sinni til New York og hún er í miklu upp-
áhaldi hjá mér. Ég þyrfti að fara þangað aftur.
Mestu vonbrigði lífsins: Á sínum tíma voru það mjög mikil vonbrigði þeg-
ar mér tókst ekki að fá jólatréð til að standa í fætinum. Ég var 14 ára og að
basla við þetta einn.
Áhugamál: Flestar íþróttir, þá aðallega að taka þátt í þeim frekar en að horfa.
Svo er ég mikill áhugamaður um kvikmyndir.
Viltu vinna milljón? Já, ef það er í boði.
Jeppi eða sportbíll?: Notaður sportbíll.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Lukku Láki. Kannski fæ ég
að vera hann einhvern tímann.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Jim Carrey.
Hver er kynþokkafyllst(ur)? Yfirleitt konan mín.
Trúir þú á drauga?Ég trúi á þá en ég vil ekki trúa því að þeir séu til. Ég
er hræddur við þá.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Ég væri til í að vera örn.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Breiðnefur. Það er dýr sem veit ekki
hvort það er önd, rotta eða hæna. Það verpir eggjum en er samt
spendýr. Aðeins of ruglingslegt fyrir minn smekk.
Áttu gæludýr? Nei, því miður. Hef ekki komið því við ennþá.
Besta kvikmynd í heimi: 9 1/2 eftir Fellini.
Besta bók í heimi: Alkemistinn.
Næst á dagskrá: Að leika betur.
7.2.1977
Ætlaði að verða Lukku Láki
...fá Sambíóin fyrir að halda
stelpudaga dagana 28. janúar -
3. febrúar og rukka aðeins 300
krónur inn á gamanmyndir eins
og Bridget Jones og Alfie.
HRÓSIÐ
MARGRÉT LÁRA ÞÓRARINSDÓTTIR
Hún féll úr keppni í Idol Stjörnuleit á
föstudaginn.
Margrét
Lára úr leik
Margrét Lára Þórarinsdóttir féll
úr leik í Idol Stjörnuleit á föstu-
daginn. Ekki voru allir á því að
þessi úrslit væru sanngjörn því
margir aðrir keppendur þóttu
alls ekki standa sig nógu vel.
Þemað í keppninni að þessu
sinni var Sálin hans Jóns míns
og var Stefán Hilmarsson gesta-
dómari.
Dómarar höfðu orð á því eftir
að hafa fylgst með keppendum
að sennilega væru Sálarlögin
heldur erfið því flestum kepp-
endum virtist ganga frekar illa
að tækla þau. Aðalheiður Ólafs-
dóttir og Hildur Vala Einars-
dóttir fengu þó báðar fína dóma
frá dómurum og þóttu standa
sig með prýði. Margrét Lára var
að vonum svekkt að detta út en
eins og dómararnir sögðu
margoft þá á hún sennilega bet-
ur heima annars staðar en í
poppbransanum og á vafalaust
eftir að láta að sér kveða í tón-
listarheiminum. ■
HALLGRÍMUR
HELGASON
KÁRI
STEFÁNSSON