Fréttablaðið - 30.01.2005, Page 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT
2. sýning 13. febrúar kl. 19 – FÁAR SÝNINGAR
Miðasala á netinu; www.opera.is
Netfang miðasölu; midasala@opera.is • Sími miðasölu: 511 4200
Banki allra landsmanna
Besta búbótin
Nýr Hæstaréttardómur í máligegn Akureyrarbæ um að starf
kvenkyns deildarstjóra hjá Félags-
málastofnun skyldi talið jafnverð-
mætt og starf karlkyns deildar-
tæknifræðings er merkilegur. Konur
eru enn að glíma við jafnsjálfsagða
hluti og að fá greidd sömu laun og
karlmenn fyrir sambærileg störf.
Þessi kjarabarátta er enn sem komið
er nánast eingöngu háð af konum og
virðist álitin einkamál þeirra þrátt
fyrir að þessi kynbundna kjaraskerð-
ing bitni með augljósum hætti á fjöl-
skyldum landsins þar sem fyrirvinn-
ur heimilanna eru yfirleitt tvær.
SÚ HUGSUN kemst illa til skila að
brot gegn jafnréttislögum sé raun-
verulegt lögbrot. Kynjunum er enn
mismunað á atvinnumarkaði, í laun-
um og við stöðuveitingar. Vitneskjan
um þennan veruleika liggur fyrir.
Þess vegna höfum við jafnréttislög.
JAFNRÉTTISLÖGIN gera ekki ráð
fyrir jákvæðri mismunun eða kynja-
kvótum. Af lögunum er hins vegar
leidd forgangsregla sem á við ef
tveir jafnhæfir einstaklingar hvor af
sínu kyni sækja um starf í starfs-
grein þar sem annað kynið er í
minnihluta. Lögin banna að auki
hvers kyns mismunun á grundvelli
kynferðis.
KONUR hafa hingað til háð jafn-
réttisbaráttuna á þeim forsendum að
þær vilji jafna möguleika. Tal um að
hæfasti einstaklingurinn skuli ráðinn
er í hróplegu ósamræmi við raun-
veruleikann. Staða kvenna væri ein-
faldlega önnur og betri ef hæfustu
einstaklingarnir fengju störfin. Full-
yrðingar um að hæfni ráði eingöngu
för gefur til kynna að konur séu lak-
ari starfskraftar en karlar. Þar sem
völdin eru finnast fáar konur.
STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR
keppast við að „selja“ fjölskyldufólki
hugmyndir um bætt kjör. Skatta-
lækkanir, fæðingarorlof og barna-
bætur, lækkun matarskatts og hag-
stæðu húsnæðislánin. Ein kjarabót
er furðulítið er rædd af stjórnmála-
mönnum. Hún er skuldbinding
stjórnvalda og atvinnulífs um að
segja kynbundnum launamun stríð á
hendur. Að stjórnmálamenn gerðu
meira en að segjast vilja jafnrétti –
þeir myndu raunverulega vinna að
því að ná því fram. Launajafnrétti
yrði sennilega ein besta búbót sem
hægt væri að færa fjölskyldufólki.
Slík loforð fela ekki í sér ívilnanir til
handa sérstökum hópum, heldur ein-
faldlega að allir séu metnir að verð-
leikum. Konur og karlar. ■
BAKÞANKAR
ÞORBJARGAR S.
GUNNLAUGSDÓTTUR