Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 3. jarniar 1975 Föstudagur 3. janúar 1975 & Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þetta veröur annasamur dagur og jafnvel erfiður. Þú kemur miklu i verk, og það verður bæöi þér og öörum til yndis og ánægju, að svona vel skuli hafa tekizt til og morgundagurinn verður alveg einstakur. Fiskarnir (19. febr.—20. mai . Það er eitthvaö i sambandi við peningamálin, sem varpar skugga á daginn, og þt er liklega ráölegast aö reyna aö leiöa þau hjá sér með öllu i dag — sérstaklega ef einhver gamall vinur eöa kunningi kemur með uppástungu. Hrúturinn (21. marz—19. april) Þessi dagur og morgundagurinn hafa mikið að segja fyrir þig. Þú umgengst margt fölk þessa hátiöisdaga, og litur út fyrir, að eftir þér veröi tekiö á þann hátt, sem kemur sér vel fyrir þig, og þá, sem þér þykir vænst um Nautið (20. april—20. mai) Það litur bara út fvrir, að þú verðir i sviðs- ljósinu i dag. Þú skalt gripa tækifærið, ef þér finnst þú fá það, sem þú átt skiiiö, en þú skalt slaka á með kvöldinu. Það er ekki allt fengið með útstáelsinu. Tviburarnir (21. maí—20. júní) Þú skalt ekki eyða timanum i einskisvert þóf og rifrildi. Þú hefur allt annað meö timann að gera en að vera að.fást viö slikt fánýti, og þú verður lika að láta hendur standa fram úr ermum. Varaðu þig á umferðinni. Krabbinn (21. júní—22. júli) Þetta er mesti ágætisdagur, og i kvöld ættirðu bara að láta það eftir þér að lyfta þér upp. Gott vin gleður mannsins hjarta, en allt er samt bezt i hófi. Einhver kynni verða þéi einstakrar, jafn- vel varanlegrar ánægju. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þetta er mesti indælisdagur og tilvalinn til úti- lifs. En það er óþarfi að fara langt, þvi aö gleðin er oft nær manni en mann grunar. Einhver, sem þér þykir /ænt um, hefur samband viö þig. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þetta er svolitið skritinn dagur, og það er þó vist, að ekki leiðist þér. Um afleiöingarnar fæst þú hins vegar ekki til aö hugsa, og þýðingarlitiö að benda þér á, að þær kunna að verða skritnar lika. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þaö er aldrei að vita, nema eitthvað kunni að vera til i þessu. sem kunningi þinn segir þér i dag, þótt þér finnist það ótrúlegt. Þú leggur of mikla áherzlu á kynlifiö til aö vera fyllilega ánægður. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þessi dagur er afskaplega heppilegur til að koma frá alls konar bréfaviðskiptum, sem þú hefur lengi trassað. Annars er þetta hálf-um- hleypingasamur dagur, og þú ættir að fara að öllu meö gát i sambandi við ástamálin. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Áform þin og ráðagerðir skaltu ræöa við skyld- fólk þitt. Það kynni að vera, að einhver kæmi i heimsókn til þin, sem ylli leiðindum eða óvænt- um ágreiningsmálum, en þetta þarf ekki að vera varanlegt. Steingeitin (22. des.-19. jan) Hafirðu geymt einhver verkefni til þessarar löngu helgar, þá skaltu flýta þér aö ljúka þeim af, þvi að upp úr hádeginu og á morgun er hætt við, að þú hafir nóg fyrir stafni. Vinir úr fjar- lægö koma mikiö við sögu. miim w n ii Hvað ó að drepa marga? Voðafréttir siðustu daga knýja ósjálfrátt fram þessa spurningu. Knýr það líka ekki á samvizku allra heilbrigt hugsandi manna aö svara henni i verki með þvi að stöðva það mikla áfengisflóð, er rennur úr flóðgáttum rfkisins og annarra áfengissala. í áfengis- málunum eru allir þeir, sem veita eöa neyta áfengis, samsekir og ekki að áfellast þann eina, sem vinnur ógæfuverkið i ölæði, öllur heldur þann, sem til þess stofnar með sölu eða veitingu IViðgerðir SAMVIRKI Kveikjuhlutir í flestar tegundir bíla og vinnuvéla _ frá Evrópu og Japan. HLOSSB--------------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzluir- 8-13-51 verkstæöi • 8-13-52 skrifstofa Permobel Blöndum ia,-55, bílalökk 13LOSSI! Skipholti 35 • Simar. ^^M3-5^erzlur^^-13-51veri<stæö^^-1^5^krifstof^^ áfengis. Á ég fyrst og fremst við þaö opinbera, sem skýtur sér bak við hinn imyndaða vilja meiri- hluta þjóðarinnar, vinsalana, er áhyggju- og ábyrgðarlausir geta selt ótakmarkað áfengi, og leyni- vinsala, sem i skjóli þeirra stunda sin myrkraverk. Ennnig þá, sem veita öðrum áfengi og bjóða ung- lingum það i fyrsta sinn. Þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Ef opinber stjórnvöld vildu, gætu þau lokað áfengisverzlun- inni, a.m.k. dregið úr henni, þó að ekki væri nema með að taka vin- veitingaleyfin af veitinga- húsunum. Ég hef ekki heyrt að það væri nauðsynlegt frá heilsu- fræðilegu sjónarmiði að drekka eitur með finum mat né neinum mat. Þegar samþykkt var að flytja Spánarvinin inn i landið, „til þess að kenna með þvi Islendingum vinmenningu” eins og andbanningar orðuðu það, var taliö sjálfsagt að rikið hefði einkasölu á þvi til þess að hafa hemil á sölunni og koma I veg fyrir að einstaka menn seldu það og heföu af þvi gróöa og ykju út- breiðslu þess. Islendingar mundu þá danska brennivinskaup- menn og islenzka lika, sem unnu sér til óhelgi með staupa- sölunni i krambúðarholum sin- um. En nú er þessu öfugt farið. Útbreiðsla áfengissölunnar viröist vera takmarkalaus Bændahöllin, háborg islenzkar bændamenningar lætur sér sæma að hýsa og starfrækja drykkju- krár, er gegna engu veglegra hlutverki en gömlu selstöðu- verzlunarkompurnar þó að sið- kjólafrúr höfuðborgarinnar séu finni drykkjusvampar en sveita- karlará 17. 18. og 19. öld. Jafnvel Þjóðleikhúsið, sem er „musteri Islenzkrar tungu” og á að vera musteri islenzkrar menningar, lætur sér sæma að hýsa fjóra vin- króka.áhvers reikning, sem það nú er. Má telja vist að margur unglingurinn bragði þar fyrsta sopann og eins á hinum öldur- húsunum og með þvi eins og einn ungur stúdent sagði: „Sá, sem bragðar fyrsta sopann hefur kveðið upp dauðadóm yfir sér eða öðrum og sér og öðrum en það er aðeins timaspursmál hvenær þeim dómi verður fullnægt”. Ég og fleiri sem skrifum og tölum móti áfenginu, höfum varaö við afleiðingum þess og bent á ýmsar leiðir til að forðast það, höfum verið „rödd hróp- andans i eyðimörk” mannlifsins. En hvort sú rödd hefur heyrzt nógu vel læt ég ósvarað. En nú hrópa verkin daglega, afleiðingar drykkjuskaparins. Sú rödd er svo skerandi, að hún nistir hug og hjarta hverrar einustu manneskju, sem eitthvað hugsar um velferð sina eða annarra. En hvað skal gera ef Alþingi eða rikisstjórn hefst ekkert að i þvi að hefta áfengissölu og neyzlu? Mér kemur þá fyrst i hug þrir aðilar: Heimilin, þau eru nú aðal- vandamálið. Ef heimilisfeður væru allir reglumenn ásamt mæðrunum yrði málið auðleyst. Bregðist heimilin skyldu sinni geta skólarnir hjálpað til. Mér býður svo i hug, og biðst af- sökunnar ef sá grunur minn hefur ekki við neitt að styðjast, að bindindismálin séu ekki tekin eins föstum tökum i skólum landsins eins og vera ætti allt frá barna- skólum upp I háskólann, þótt finna megi undantekningar. Mörg hundruð milljónum króna er variö til að fræða fólk á öllum aldrei um allt milli himins og jarðar, sem þvi er heldur ekki of gott, en minna hugsað um að ala það upp i þeirri lifsspeki, sem al- gjört bindindi og reglusemi veitir og hæfir siðmenntuðum mönnum. Það er þó atriði, sem þarf ekki að kosta mikla peninga, aðeins góðan vilja, festu og stjórnsemi. Égveitaf persónulegum kynnum og annarra reynslu að það er hægt að útiloka bæði reykingar og drykkjuskap úr skólum fullorðins fólks, hvað þá úr barnaskólunum. Þá er það þriðji aðilinn, kirkjan sjálf. Hún hefur aldrei sem stofn- un, svo ég viti til, tekið beindindismálið föstum tökum, en einsfaka prestar hennar og biskupar hafa unnið bindindis- málinu mikið gagn allt frá Jóni Arnasyni biskupi i Skálholti, fyrsta bannmanni á íslandi, til séra Áreliusar Nielssonar, sem viröist vera óþreytandi á að vinna gegn drykkjubölinu og áhrifum þess. Minnast má i þessu sam- bandi að þegar Þórhallur biskup stóð i fylkingarbrjósti Góðtempl- arareglunnar og samhliða honum nokkrir góðir prestar. náði bindindis- og bannbaráttan á Islandi mestum árangri. Fram hjá þvi verður ekki gengið, að kirkjan, sem starfar á kristilegum siðgæðisgrundvelli og trúir á samfélag heilagra getur ekki leitt hjá sér að vinna skilyrðislaust og eindregið gegn jafn syndsamlegu athæfi eins og áfengissala, vinvetingar og drykkjuskapur er. Minnsta krafa, sem hægt er að gera til prests, er aö hann sé félagsbundinn bindindismaður og vigður til þeirra starfa. Hann á lika að hafa fullan rétt til að krefjast bindindissemi af sóknarbörnum sinum og fordæma drykkju- skapinn eins og aðra glæpi, þar sem ekki siður að hann er I flestum tilvikum undirrót annarra glæpa. Hátiðahöldin i sumar sönnuðu að fólk getur skemmt sér án áfengis, einnig að það getur neitað sér um það þegar al- mennur samhugurerum það. Guðjón Bj. Guðlaugsson Efstassundi 30 ^njó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum JOHNS-MANVILLE glerullar- 9 einangrun er nú sem fyrr vinsælasta og öruggasta glerull- areinangrun á markaðnum i dag. Auk þess fáið þér frian álpappir með. Hagkvæmasta einangrunarefnið i flutningi. Jafnvel flugfragt borgar sig. Munið Johns-Manville i alla einangrun. Sendum hvert á land sem er. AAjög góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÓLNINGU Sendum í póstkröfu SáLNINO BE Nýbýlaveg 4 * Sími 4-39-88 Kópavogi * * S » £ x = JÖN LOFTSSON Hringbrout 121 . Simi 10-600 sð)fi§m 4 HF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.