Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 3. janúar 1975 TÍMINN 3 Fricsamleq áramót Gsal-Reykjavik — „Þetta voru fremur róleg áramót”, var svar flestra lögregluþjóna á landinu, þegar Timinn spurði þá, hvernig ára- mótahátiðin hefði farið fram i þeirra lögsagnar- umdæmi. Gamlárskvöld og nýársnótt liðu án telj- andi óhappa, og stórslys urðu engin. Reykjavik: Bjarki Eliasson yfirlögregíu- þjónn: — Þetta voru ánægjuleg áramót hvað löggæzlunni hér i Reykjavik viðkemur. Það má segja, að þetta hafi verið eins og hver önnur róleg helgi. Að visu var dálitið erilsamt, — svona eins og gengur og gerist, — um nóttina, sérstak- lega þegar á leið, en það kom ekk- ert fyrir, sem er beint i frásögur færandi. Það var að visu ölvun, smávægileg óhöpp og erjur, — en ekkert þar fram yfir. Mikill mannfjöldi safnaðist saman við brennurnar, sérstak- lega borgarbrennuna, og eins i Breiðholti. Að þessu sinni voru brennurnar talsvert færri en áð- ur, — en ég get ekki sagt annað, en að allt hafi farið vel fram. Siðustu ár hafa áramótin verið mjög róleg, og sem betur fer voru þessi áramót engin undantekn- ing. Þau voru mjög I þeim anda sem þau hafa verið siðustu árin. Um áramótin voru 60-80 lög- regluþjónar á vakt, og á meðan brennurnar eru, höfum við sér- staka lögreglumenn við þær, sem hætta svo störfum um leið og brennurnar eru úti. Þegar komið er fram undir klukkan l-2eftir miðnætti, sjáum við nokkuð, hvernig þetta muni verða, og þá er dregið úr mann- aflanum, eins og fært þykir, en það eru samt að minnsta kosti 60 menn hér á vaktinni, þessa nótt. Það voru mörg útköll, og við þurftum viða að koma, en ekkert meira heldur en oft er um helgar. Við erum bara með fleiri menn, og getum við kannski sinnt þessu betur. Kópavogur: Guðmundur Óskarsson varð- stjóri: ■ — Áramótin liðu hér i Kópavogi á mjög skikkanlegan hátt, og eng- in stórtiðindi urðu að þessu sinni. Hins vegar var hér talsvert eril- samt, sérstaklega i kringum brennurnar. Þegar á nóttina leið var talsverð ölvun i bænum, en fá vandamál vegna hennar. Tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur, en engin slys uröu, svo okkur sé kunnugt um. Áramótin liðu sem sagt á mjög þokkalegan hátt. Hafnarfjörður: Guömundur Jónsson varðstjóri: — Áramótin fóru mjög vel fram hér i Hafnarfirði að þessu sinni, og skrilslætin, sem oft áður hafa sett svip sinn á áramótin, lágu alveg niöri. Hins vegar var tölu- vert um ölvun og nokkrir snún- ingarhjá lögreglunni vegna þess. Nokkuð af fólki safnaðist sam- an kringum brennurnar, en þegar þær voru úti, hvarf fólkið, og vandræðalaust var um nóttina. Hér var haldinn einn dansleikur, sem fór vel fram i alla staði. Keflavik: Ingvi Jakobsson varðstjóri: ■ — Áramótin gengu nokkuð vel fyrir sig hér i Keflavik. Betur tókst til með veður, heldur en við höfðum búizt við. Við höfðum hér viðbúnað, björgunarsveitirnar voru tilbúnar að aðstoða, ef á þyrfti að halda — sem þær hafa reyndar oft áður gert. Dansleikir voru einum færri en við höfðum búizt við, — en það breytti engu um það, að hjá lög- reglunni var mjög ónæðissamt um nóttina. Það gerðist sem bet- ur fer ekkert sérstaklega alvar- legt, en það var mjög ónæðissamt allt frá miðnætti til klukkan átta á nýársmorgun. Við vorum með fullar fanga- geymslur, og höfðum svo sannar- lega ástæðu til að taka fleiri úr umferð og hefta frelsi þeirra. Við tókum ekki nema þá sem voru áberandi verstir. Ekki var mikið um brennur, en þar sem þær voru, var fylgzt mjög vel með þeim. Vestmannaeyjar: Agnar Angantýsson varðstjóri: — Ég hef aðeins gott eitt að segja um áramótahátíðahöldin hér I Vestmannaeyjum. Þau fóru vel fram i öllum aðalatriðum. Hér voru nokkrar brennur, þar af tvær nokkuð stórar. Dansleik- ur var, og gekk hann stórslysa- laust fyrir sig. Veðrið var ekkert Framhald á bls. 11 Aramótin fóru vel og friðsamlega fram um iand allt að þessu sinni. Þó gerOu menn sér dagamun, hver eftir cfnum slnum og ástæðum. Börn og unglingar kveiktu i eidsneyti, sem dregið haföi veriö saman af mikilli kostgæfni margar siðustu vikurnar fyrir jói. Reyndar voru þau ekki ein um aö gleöjast viö árangur verka sinna. Fullorönir fylgdust lika meö, eins og sjá má á meöfylgjandi mynd. Timamynd Gunnar. Snjóflóð í Beruneshreppi: Eitt féll 10 metra frá Karlsstöðum — börnin flutt á næsta bæ Gsal-Reykjavik. I fyrrinótt féllu nokkur snjóflóð i Beruneshreppi, aðallega hjá Karlsstöðum og Krossgerði. Urðu nokkrar skemmdir af völdum snjó- flóðanna. Timinn náði i gær tali af bændunum á Karlsstöðum og Krossgerði. Sigurður Þorleifsson bóndi á Karlsstöðum sagði svo frá: — Hér féllu fjögur snjóflóð á timabilinu frá klukkan eitt i nótt og til þrjú. Það flóð, sem kom næst ibúðarhúsinu, féll um klukkan hálf þrjú og staðnæmdist það u.þ.b. tiu metra frá húsinu. Okkur fannst þetta koma óþægilega nærri húsinu, svo að við hjónin fórum með ungar dæt- ur okkar á næsta bæ, en sjálf héldum við aftur heim. Segja má, að þá hafi samt mesta hættan verið liðin hjá, en eðlilega voru börnin dáitið hrædd og vlst er það óþægilegt, þegar svona hlutir gerast I myrkri um hánótt — þá fær maður það á tilfinninguna, að maður viti ekki gjörla hvar maður stendur. Flóðin ollu talsverðum spjöll- um, girðingar sópuðust burt og fjárrétt lét undan þunganum. Þá skemmdust einnig einn til tveir hektarar af túnum, þar sem I þessum snjóflóðum er alltaf nokkuð af grjóti. Mikill snjór er hérna og byrjað var að ryðja veginn i dag, en á hann hafa einnig fallið einhver snjóflóð. íngólfur Árnason bóndi i Krossgerði sagði svo frá: — Hér fyrir ofan bæinn féllu fjögur snjóflóð i nótt og tóku með sér girðingar á köflum. Þetta voru ekki mikil flóð, og sennilega ekki mikil hætta af þeim. STYTZTI FUNDUR BORGARSTJÓRNAR BH-Reykjavik.— Stytzti fundur 1 sögu borgarstjórnar Reykjavikur var haldinn i gær. Stóð hann i að- eins fjórar minútur — með lestri fundargerðar. Fyrir fundinum lágu þrjú mál, fundargerðir borgarráös, félagsmálaráðs og heilbrigðismálaráðs, og kvaddi enginn sér hljóðs til umræðna um þær. Er vandséð, hvernig þetta met verður slegið en kunnugir telja, að styzti fundurinn fram til þessa hafi staðið i sjö minútur, en ekki kunnum ver nánar frá þvi að segja. A gamlársdag vorn afhent verðiaun úr RithWudaijéM, ivo aem veajo er. Áð þessu sinni hlutu verölaunin barnabókahWundarnir Jenna Jónt- dóttir og Hreiðar Stefánsson og Kristinn Reyr. Verðlaunin námu 15t þúsund krónum. A myndinni afhendir Jónas Kristjánsson, formaöur sjóðsins, rithöfundunum verðlaunin. Timamyndir Gunnar. Yfir 10 millj. kr. komnar í snjó- flóðasöfnunina Samstarfsnefnd um snjóflóða- söfnun hafði I gær, 2. jan., tekið við kr. 10.213.215.00. Stærstu gjafirnar, sem borizt hafa siðustu daga, eru frá Gunnari og Snæfugli Reyðarfirði, 100 þúsund kr., Rótaryklúbbi Kópavogs 100 þúsund kr., Skiparadió h.f. Reykjavik, 100 þúsund kr., Verk- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsen 100 þús. kr., Lýsi h.f. Reykjavik 100 þúsund kr.. Enn fremur er vitað um háar fjár- hæðir, sem safnast hafa viða um landið, þótt ekki sé búið að skila þeim af sér til samstarfs- nefndarinnar. Matthías Jóhannessen hafnaði Fdlkaorðunni HHJ-Rvik. Margir munu hafa veitt þvi eftirtekt að Matthias Jóhannessen formaður Þjóðhátiðarnefndar var ekki i hópi þeirra, er forseti ts- lands sæmdi riddarakrossi Fálkaorðunnar um áramótin. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Timinn hefur aflað sér, mun Matthias hafa hafnaö orðunni. — Það er rétt, sagði Matthias i viötali við Timann i gær. Ég óskaði þess að þurfa ekki að taka við orðu. Til þess liggja persónu- legar ástæður. Ég er mjög þakklátur fjölda manna fyrir samstarf i sambandi við þjóðhátiðina — ekki sizt vinum minum i Þjóöhátiðarnefnd og framkvæmdastjórn hennar — og svo auðvitað forsjóninni. Þetta þakklæti nægir mér. Ofsaveður í Þistilfirði — skaðar á flestum bæjum í sveitinni Gsal-Reykjavik. — Ofsaveöur geisaði i Þistilfirði I fyrrinótt og urðu talsverðar skemmdir á gripahúsum og öðru. Tíminn leitaði tii Óla Halidórssonar, bónda á Gunnarsstöðum, og bað hann að segja frá veðrinu. — Hér gekk yfir i nótt geysilegt hvassviðri. Ég get látið mér detta I hug að veðurhæðin hafi verið nærri 11-12 vindstig. Viða urðu skaöar hér I sveitinni, en ekki hef ég haft spurnir af neinu sem kallast gæti stórskaði. Hins vegar urðu einhverjir skaðar á flestum bæjum i sveitinni. Hlutar af þökum fuku af gripahúsum, einkanlega eldri húsum og ég veit til þes, aö á einum bæ fuku útihey og rúður brotnuðu viða. Eitthvert tjón varð þvi á flestum bæjum. Framhald á 11. siðu NÝR BÆJARSTJÓRI ÁÓLAFS- Pétur Már Jónison bæjarstjóri. FIRÐI HHJ-Rvik. Um þessi áramót á Ólafsfjörður 30 ára kaupstaðar- afmæli. A þessum timamótum I sögu kaupstaðarins tekur nýr bæjarstjóri við störfum á Ólafs- firði. Það er Pétur Már Jónsson lögfræðingur. Hann tekur við starfinu af Asgrimi Hartmannssyni, sem gegnt hefur bæjarstjórastarfinu i nær 29 ár, en svo lengi hefur enginn annar verið bæjarstjóri hérlendis. A undan Asgrimi var Þórður Jónsson bæjarstjóri. Pétur Már er þvi þriðji bæjar- stjórinn i sögu ólafsfjarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.