Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 7
Föstudagur 3. janúar 1975 TÍMINN 7 fiiífiíra ■ j Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjörar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur í Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00á mánuði. . Blaðaprent h.f. Snúningur Alþýðu- bandalagsins Ef nefna ætti það, sem teljast mætti furðuleg- ast fyrirbrigði i islenzkum stjórnmálum á siðast- liðnu ári, væri þvi fljótsvarað. Svo augljóst er svarið við slikri spurningu. Það er hinn mikli snúningur, sem orðið hefur i málflutningi og afstöðu Alþýðubandalagsins, einkum i sambandi við efnahagsmál. Iðja Þjóðviljans er nú t.d. að miklu leyti fólgin i þvi að fordæma þau úrræði, sem Alþýðubandalagið taldi sjálfsögð og studdi eindregið meðan það átti aðild að rikisstjórn. Forkólfar Alþýðubandalagsins eiga nú t.d. ekki nógu sterk orð til að fordæma gengisfellinguna, sem var gerð á siðastl. sumri. Fyrir áramótin 1972 stóð Alþýðubandalagið að þeirri gengisfell- ingu, sem þá var gerð, og á siðastl. sumri var Alþýðubandalagið fylgjandi verulegri gengisfell- ingu, þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnar. Það stendur þannig ekki á Alþýðubandalaginu að viðurkenna nauðsyn gengisfellingar, þegar það er i stjórn, þótt hljóðið sé allt annað i Þjóðviljanum, þegar það er utan stjórnar. Forkólfar Alþýðubandalagsins látast nú mjög andstæðir sérhverri skerðingu á dýrtiðaruppbót- um samkvæmt visitölu. Meðan þeir sátu i vinstri stjórninni, voru þeir hinsvegar fylgjandi ýmsum aðgerðum, sem gengu i þá átt, en ekki komust fram vegna andstöðu Björns Jónssonar. Á siðastl. vori stóðu þeir svo að setningu bráða- birgðalaga, sem skerti verulega visitölubæturnar. Þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnarinnar i sumar, stóð ekki á þeim að fallast á að þessi kaupskerðing yrði a.m.k. framlengd i nokkra mánuði. Þannig mætti halda áfram að rekja þetta. Núverandi rikisstjórn hefur til þessa ekki beitt neinum öðrum úrræðum til að tryggja atvinnu- reksturinn og atvinnuöryggið en þeim, sem var beitt af vinstri stjórninni undir likum kringum- stæðum og Alþýðubandalagið var þá ekki aðeins fúst til að fallast á, heldur taldi réttmæt og sjálf- sögð. Þessa ábyrgu afstöðu, sem Alþýðubandalagið sýndi meðan það var i rikis- stjórn, ber vissulega að viðurkenna, en hún undirstrikar jafnframt þann algera snúning, sem orðinn er i málflutningi þess. En það er ekki aðeins i sambandi við efnahagsmálin, sem Alþýðubandalagið hefur snúið við blaðinu. Það má t.d. nefna mál eins og hina fyrirhuguðu málmblendiverksmiðju i Hvalfirði. Það mál var undirbúið af Magnúsi Kjartanssyni og hafði nær óskiptan stuðning þingmanna Alþýðubandalagsins meðan það tók þátt i rikisstjórn. Nú hefur Þjóðviljinn ekki nógu sterk orð til að lýsa andstöðu við þetta fóstur Magnúsar Kjartanssonar. Þannig fylgir Alþýðubandalagið nú allt annarri stefnu siðan það lenti i stjórnarandstöðu en meðan það sat i rikisstjórn. Þau öfl, sem nú ráða þar ferðinni, standa bersýnilega i þeirri trú að þessi mikli snúningur sé vænlegasta leiðin til að afla þvi fylgis. Þess vegna réðu þau þvi lika, að Alþýðubandalagið skarst úr leik, þegar reynt var að endurreisa vinstri stjórnina á siðastl. sumri. Þau töldu ekki álitlegt að vera i stjórn, þegar erfiðleikar fóru vaxandi. Ótvirætt var, að ábyrg afstaða Alþýðubandalagsins meðan það tók þátt i vinstri stjórninni styrkti álit þess. Þvi getur svo farið, að þeir, sem ráða snúningi þess, fái aðra uppskeru en til er ætlazt. — Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Verður Chirac nýr de Gaulle? Taka d'Estaing og Mitterand höndum saman? I NÆSTA mánuði halda Gaullistar i Frakklandi flokksþing, sem veitt mun verða mikil athygli. Astæöan er ekki aðeins sú, að flokkurinn er enn i hálfgerðum sárum, eftir að frambjóðandi hans, Jacques Chaban- Delmas, beið mikinn ósigur i forsetakosningunum á siðastl. ári, þegar Giscard d’ Estaing sigraði hann i fyrri umferð kosninganna, og vann siðan Mitterand i siðari umferðinni. Athyglin, sem beinast mun að flokksþinginu, mun ekki siður stafa af þvi, að þar verður barizt til úrslita um það, hvor eigi að vera framkvæmda- stjóri flokksins og raunveru- legur foringi hans i náinni framtið. Það gerðist nefnilega snemma i siðasta mánuði, að miðstjórn flokksins var kölluð saman til skyndifundar og var tilkynnt, að Sanguinetti, sem verið hefur framkvæmda- stjóri flokksins, um skeið, hefði ákveðið að segja af sér bæði af heilsufarslegumog pólitiskum ástæðum, og þvi yrði að kjósa strax nýjan framkvæmdastjóra. Jafn- framt tilkynnti Jacques Chirac forsætisráðherra, að hann gæfi kost á sér i fram- kvæmdastjórastarfið og áliti hann það styrk fyrir flokkinn að sami maður væri bæði for- sætisráðherra og fram- kvæmdastjóri flokksins. Chirac vann lika kosninguna glæsilega, fékk 57 atkvæði, en 27 atkvæði féllu á aðra. Kosn- ing hans sætti þó mikilli and- stöðu hinna eldri foringja flokksins, eins og Chaban- Delmas, Couve de Murville fyrrv. utanrikisráðherra og Michel Debré fyrrv. varnar- málaráðherra. Þeir hafa nú ákveðið að reyna að fella Chirac á flokksþinginu og mun helzt i ráöi að tefla Chaban Delmas gegn honum. Það þykir þvi liklegt, aö átökin geti orðið hörð á flokksþinginu. MEÐAL hinna eldri leiðtoga Gaullista er Chirac forsætis- ráðherra einskonar vargur i véum, þvi að hann átti megin- þátt i þvi, að stór hluti Gaullista sneri baki við Chaban-Delmas i fyrri umferð forsetakosninganna og fylkti sér um d’ Estaing, sem var i framboði fyrir óháða flokkinn og ýmsa miðflokka. Astæðan var sú, að Chirac taldi d’ Estaing liklegri en Chaban- Delmas til að fella Mitterand, sem var frambjóðandi jafn- aðarmanna og kommúnista, i siðari umferð kosninganna. Þetta tókst d’ Estaing lika og hann verðlaunaöi Chirac með þvi að gera hann að forsætis- ráöherra. Chirac, sem er aðeins 42 ára gamall, þykir hafa reynzt vel sem forsætis- Chaban-Delmas ráðherra og nýtur sennilega um þessar mundir meiri vin- sælda en forsetinn, sem sætir nú vaxandi gagnrýni. Takist Chirac að tryggja sér for- ustuna hjá Gaullistum hefur hann orðið sterka aðstöðu i frönskum stjórnmálum. Gaullistar eru langstærsti þingflokkurinn, en þeir hafa oft riðlazt i þinginu að undan- förnu, og þykir ekki ósenni- legt, að þeir riðlist alveg, ef svo heldur áfram. Helzta von þeirra um að halda hlut sinum er að fá trausta forustu að nýju, en hana hafa þeir ekki haft siðan de Gaulle féll frá. Fylgismenn Chirac segja, að hann sé vænlegastur til að reynast flokknum öruggur leiðtogi, sem geti aflað honum tiltrúar að nýju. Jafnframt láta þeir i það skina, að d’ Estaing kunni hvenær sem er aö efna til nýrra þingkosn- inga. Þvi sé enn nauðsynlegra fyrir Gaullista en ella að tryggja sér örugga forustu i tæka tið. Andstæðingar Chiracs halda þvi hins vegar fram, að Chirac eigi aðeins að vera leppur d’ Estaings, sem sé með þessu að tryggja sér endanleg yfirráð yfir sam- tökum Gaullista. Fyrir d’ Estaing vakir annað af tvennu að ná fullum yfirráðum yfir flokki Gaullista eða snúast harkalega gegn honum, t.d. með þvi að efna til nýrra kosninga. ÞEIR, sem halda þessu siðara fram, telja d’ Estaing hafa jafnframt aðra ráðagerð á prjónunum, sem geti valdið enn meira róti i frönskum stjórnmálum. Þessi ráðagerð sé sú að reyna að rjúfa sam- vinnu jafnaöarmanna og kommúnista. en hún hefur farið versnandi að undan- förnu, m.a. sökum þess, að jafnaðarmönnum virðist vera að aukast fylgi á kostnað kommúnista. Þetta fellur kommúnistum vitanlega illa og hefur þvi gætt hjá þeim vaxandi óánægju með sam- starfið við Mitterand. Þetta vilji d’ Estaing nota sér og hann geti vel hugsað sér sam- starf við Mitterand, t.d. ef svo færi á flokksþingi Gaullista, að gömlu leiðtogarnir héldu þar velli. Þess vegna beinist nú vaxandi athygli að flokksþingi Gaullista, sem háð verður i næsta mánuði. Það getur átt eftir að marka þáttaskil i forustu stjórnmálanna. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.