Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 3. janúar 1975 FORMAÐUR norskra umferöar- öryggissamtaka hefur boriö fram kröfu um bann viö kappakstri og torfæruakstri I Noregi. Eitt af stórblööunum norsku, Dagblaöiö, hefur tekiö undir þessa kröfu i forystugrein og fólk, sem býr i grennd viö staöi, þar sem aksturskeppni hefur fariö fram, hefur gert slfkt hiö sama. Upphafsmaður þessarar mót- mælaöldu, Arne Astrup Narve- rud, hefur komizt svo að oröi, að aksturskeppni sé timaskekkja Slfku fylgi hóflaus sóun og slit. Mesta áherzla er þó lögð á slysa- hættu, og þó einkum, hversu óheppileg. áhrif kappakstur og torfæruakstur hafi yfirleitt. t býzkalandi er nú allt gert til þess að gera bila þá, sem þar er farið aö framleiöa öruggari fyrir þá, sem í þeim aka. Ljósin eru stærrí og betri, þeir eiga aö þola harðari árekstra en áður án þess þó að farþegana saki, allur útbúnaöur er bættur og gerður þægilegri og fallegri. 1 bil framtiðarinnar er einnig reiknað með, að hægt veröi að rannsaka alkóhól-innihald blóðsins hjá sjálfum sér eða vin- um sinum, svo enginn þurfi að lenda i þvi aö keyra meö of mik- ið alkóhólmagn i blóðinu. Þá verður komið fyrir litilli myndavél i hanzkahólfinu, en hana á að nota sérstakiega til þess að taka myndir, ef eitt- hvert óhapp ber að i umferðinni. Liza Todd — Júlía f gallabuxum Bílarnlr verða stöðugt öruggari farartæki — Ég ætla mér ekki aö verða fræg á sama hátt og mamma. Nei, ég ætla að verða heimsins bezta leikkona, að minnsta kosti ekki verri en Sarah Bernhardt, sagði Liza Todd eftir að hún kom i fyrsta skipti fram á sviði. Og hver skyldi svo móðir hennar vera? Jú, það er engin önnur en Liz Taylor. Liza lék i leikriti i menntaskólanum, sem hún gengur i, og leikritið var Romeo og Júlia eftir Shakespeare. Hafi svo áhorf- endur búizt við, að þeir hittu fyrir venjulega Júliu, þá urðu þeir fyrir vonbrigðum, þvi að' hér var komin Júlía ársins 1974. Þar af leiðandi var hún klædd i takt við timann, i bláar þröngar gallabuxur. Og þegar svo kom að svalasenunni, hékk Rómeo i kaöalstiga úr af svölum dæmi- gerðs New York-Harlems-húss. Ekki er Liz Taylor neitt sérlega hrifin af þvf, að dóttir hennar skuli hafa valið sér þetta starf. Hún segir, að dóttirin þurfi ekki á þvl að halda að vinna sér frægð með leik, þar sem hún verði nógu auðug, þegar hún erfi móður sina, og þaö ætti hún að láta sér nægja. DENNI DÆAAALAUSI „Vertu ekki að flýta þér aö veröa fullorðinn, Jói. Það er ekki svo mikið varið i það.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.