Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 03.01.1975, Blaðsíða 15
Föstudagur 3. janúar 1975 TÍMINN 15 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla farinn að ganga miklu meira I svefni en hann hefði gert áður. Stundum gekk hann um allt húsið og meira að segja fór hann lika út, og ef það skyldi koma fyrir að við sæj- um hann i þvi ástandi, þá skyldum við bara láta hann eiga sig og ekki vekja hann. Hún hélt bara, að það gerði honum ekkert til, kannski jafnvel hið gagn- stæða. Hún sagði, að Benný hefði verið sú eina, sem þennan tima hefði getað orðið nokkrum að liði. Hún virtist sem sé hafa skilning á þvi, hvenær maður ætti að reyna að róa hann, og hún vissi lika, hvenær ráðlegast var að láta hann afskiptalausan. Silas frændi hélt áfram að ganga um gólf og tauta við sjálfan sig, og að lok- um var hann orðinn mjög þreytulegur.Þá gekk Benný hægt til hans og tók með lipurð undir hand- legginn á honum með annarri hendinni, en með hinni utan um hann og spásséraði siðan með honum um gólfið fram og aftur. Hann leibá hana brosandi, laut niður og kyssti hana, og smátt og smátt hvarf áhyggjusvipurinn af alndlitinu á honum. Henni tókst lika að telja hann á að fara upp i herbergið sitt. Það var alveg frábær- Þjóðhdtíðarnefnd 1974: Að leiðarlokum Þjóðhátiðarnefnd 1974 vill við lok þjóðhátiðarárs gera nokkra grein fyrir störfum nefndarinnar og hina fjölmörgu aðila um allt land, sem lögðust á eitt að gera árið 1974 að eftirminnilegu ári i hugum þeirra kynslóða, sem nú byggja landið, ellefu. hundruð árum eftir að það var fyrst numið samkvæmt skráðum heimiidum. Ellefu alda afmælisins var fyrst minnzt i ræðum forseta íslands, dr. Kristjáns Eldjárns og ólafs Jóhannessonar, forsætisráð- herra, sem fluttar voru i útvarp og sjónvarp og birtar i blöðum við áramótin 1973/74, en fyrstu hátiðahöldin fóru fram á Mela- vellinum i Reykjavik á þrettándanum. en þar efndi Þjóðhátiðarnefnd Reykjavikur til álfadans og brennu og flugelda- sýningar i fallegu vetrarveðri, og var aðsókn mikil. Erfiðlega horfði um undir- búning, þegar jarðeldar komu upp i Heimaey siöast i janúar 1973 og var um tima á ýmsum að skilja að ekki mundi ára til hátlðahalds. En allt fór þetta á betri veg. Vestmannaeyingar og þjóðin öll sýndi mikla þrautseigju i þessum erfiðleikum og var það Vestmannaeyingum sizt að skapi að leggja niður hátiðahöld i ein- hverjum mæli á meðan stætt væri, enda fór svo að undir- búningi var haldið áfram. Munaði þar mest um óhvikula forustu Ólafs Jóhannessonar, forsætis- ráðherra,sem lét aldrei neinn bil- bug á sér finna hvað undirbúning hátiðahalds snerti. Vann hann þar i anda fyrrverandi forsætis- ráöherra, þeirra dr. Bjarna Benediktssonar og Jóhanns Haf- stein, sem höfðu áður haft forustu um undirbúning hátiða- haldsins samkvæmt viljayfir- lýsingum Alþingis allt frá þvi að Þjóðhátiðarnefnd var kjörin á Alþingi árið 1966. Undirbúningur nefndarinnar miðaðist einkum að þrennu. 1 fyrsta lagi að standa að útgáfum og sýningum, i öðru lagi að undirbúa landnámshátið á Þing- völlum og i þriðja lagi að aðstoða viö undirbúning hátiða um allt land. Fyrstu hátiðarnar voru haldnar 17. júni i sumar á einum átta stöðum, auk þess sem fólk hélt upp á þennan afmælisdag lýð- veldisins að venju. Alls urðu land- námshátiðar tuttugu og fimm, en efnt var til þeirra siðustu i Vest- mannaeyjum viku af ágúst, og var ekki á þeirri hátið að sjá, að þar hefði fólk orðið að flýja byggðina. Fyrir utan landnámshátiðar má telja til meiriháttar atburðar, að hringvegurinn um landið var opnaður 14. júli. Þá var efnt til mannfagnaðar við Skeiðarárbrú. Annar og ekki minni atburður. hvað varðar sambúð lands og þjóðar, var samþykkt Alþingis á Lögbergi um stórfellda land- græðslu og gróður- verndaráætlun. Eitt af þeim málum, sem Þjóðhátiðarnefnd 1974 ákvað að hrinda i framkvæmd samkvæmt samþykktum Alþingis, var bygging sögualdarbæjar. Sá bær er nú i byggingu að Skeljastöðum i Þjórsárdal, og hafa Arnessýsla og stofnanir forustu um það verk, en sérstök fjárveiting til byggingar bæjarins var samþykkt af Alþingi. Reist var að sumrinu fyrir atbeina nefndarinnar steinsúla á Ingólfs- höfða til minningar um landtöku Ingólfs Arnarsonar. Auk þess má nefna, að á þessu ári hefur á Alþingi verið samþykkt þings- ályktunartillaga um byggingu þjóðminjasafns I Hafnarfirði. Fyrir liggur að reisa þjóðar- bókhlöðu hið allra fyrsta. Af helztu útgáfum á árinu má nefna upphaf útgáfu Sögu Is- lands, útgáfu Stofnunar Arna Magnússonar á öllum handritum Landnámabókar i einu veglegu bindi og endurútgáfu Þjóðlaga- safns séra Bjarna Þorsteins- sonar. Auk þess voru haldnar þrjár stórar sýningar i Reykja- vik, auk ýmissa sýninga öti á landi. Fyrsta sýningin var Islenzk myndlist i ellefu hundruð ár” að Kjarvalsstöðum. Hún var haldin á vegum Listahátiðar með stuðningi Þjóðhátiðarnefndar 1974 og sóttu hana um 25 þús. manns. Þann 19. júli var opnuð Þróunarsýning atvinnuveganna I íþróttahöllinni. Sýningin stóð I mánuð og sóttu hana um 40 þús. manns. I haust var svo opnuð sögusýningin „Island — Is- lendingar” — að Kjarvalsstöðum. Hana sóttu um 25 þús. manns, en skólafólki var boðið sérstaklega á þá sýningu. Þá má og nefna, að leikhús borgarinnar, sýndu leikrit um mitt sumar og var góð að-. sókn að þeim, en til tiðinda taldist, að leikritið Jón Arason eftir Matthias Jochumsson, var flutt á landnámshátiðinni að Hól- um hinn 23. júli i sumar. Þjóðhátiðarnefnd 1974 vill að leiðarlokum þakka öllum þeim fjölmörgu sem með starfi sinu, áhuga og framkomu sinni á hátiöastundu lögðu sitt af mörk- um til að árið yrði eftirminnilegt. Ekkert nema sameiginlegt átak allrar þjóðarinnar dugði til aö gera afmælið verðugt þeirrar rismiklu minningar, sem ís- lendingar varðveita um lif þjóðarinnar i ellefu aldir. Rækjuveiðar á Vestfjörðum og í Húnaflóa Sjávarútvegsráðuncytiö hefur I samræmi við tillögur Hafrann- sóknastofnunarinnar ákveðið, að rækjuveiðar á árinu 1975, skuli hefjast scm hér segir: a) t Isafjarðardjúpi. Veiðarnar hefjist 8. janúar og verði bundnar nýju skilyrði um að bátar séu búnir vörpum meö „fiskafælu”, en nýlegar rannsóknir Hafrann- sóknastofnunarinnar meö slikan útbúnað i Isafjarðardjúpi hafa sýnt, að þess konar vörpur hafa tekið mun minna af fiskiseiðum, en vörpur af eldri gerð. Hafrann- sóknastofnunin mun láta kanna tsafjarðardjúp áður en veiðar hefjast og mun að þvi loknu senda ráðuneytinu tillögur um lokun eðaopnunsvæða.ef ástæða þykir til. b) t Arnarfiröi. Veiðarnar ■ W—ii yii 8811 Framsóknarfélag Kjósarsýslu og Mosfellssveitar efnir til skemmtikvölds i Hlégarði, fimmtudaginn 16. jan. kl. 20.30. Ólafur Jóhannesson flytur ávarp. Guömundur Jónsson óperusöngvari syngur. Karl Einarsson fer með gamanmál, að lokum verður spiluö framsóknarvist. Guðmundur G. Þórarinsson stjórnar, mjög glæsileg verðlaun. jórnin. y Stj Happdrætti Framsóknarflokksins Dregið hefur verið i happdrættinu og eru vinningsnúmerin innsigluð hjá Borgarfógeta næstu daga, á meðan uppgjör er að berast. Þeir, sem eiga eftir að gera skil og eru með giróseðil, geta borgað i næstu peningastofnun eða á pósthúsi, en aðrir til Skrifstofu Happdrættisins, Rauðárárstig 18, Inng. Njáls- götumegin, eða á Afgreiðslu Timans, Aðalstræti 7. Vetrarmaður óskast Skálatúnsheimilið óskar að ráða vanan vetrarmann nú þegar. Upplýsingar gefur bústjórinn i sima 6-64- 55 milli kl. 20 og 21. hefjist 8. janúar Að svo komnu máli verða vörpur með „fiska- fælu” ekki gerðar að skilyrði til veiða þar. ð? c) t Húnaflóa. Veiðarnar hefjist 15. janúar. Vörpur með „fiska- fælu” verða heldur ekki gerðar að skilyrði til veiða þar. Iðnaðarráðuneytið Arnarhvoli v/vinnuvélanámskeiðs Stjórnendur vinnu- véla á norðurlandi Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla verður haldið á Akureyri 17.-26. janúar næstkomandi. Námskeiðið er haldið i samræmi við ákvæði i samningum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda á starfssvæði Alþýðusambands Norðurlands. Væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu á jarðýtu, gröfu eða krana. Þátttaka tilkynnist Jóni Asgeirssyni, á skrifstofu A.S.N., Glerárgötu 20, Akureyri, simi 11080, eða Þórólfi Árnasyni, á skrifstofu Norðurverks h.f., simi 21777. Nánari upplýsingar hjá ofangreindum aðilum. Stjórn námskeiðanna. m mm Tíminn er peningar Tökum að okkur gerð FRYSTI- OG KÆLIKLEFA í sambýlishúsum og verzlunum - Gerum fullnaðartilboð í efni (einangrun, allar vélar, hurðir o. fl.) og vinnu IHIÍM Ármúla 38 ■ Sími 8-54-66

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.