Tíminn - 09.01.1975, Síða 2
2
TÍMINN
Fimmtudagur 9. janúar 1975.
Fimmtudagur 9. janúar 1975
Vatnsberinn: (20. jaa-18. febr.)
Þú ert hálfringlaöur í dag, og þér er þaö naum-
ast láandi. Þaö eru ýmsar blikur á lofti, og þú
veizt ekki, hvar þú hefur ákveöna vini þina.
Þetta er bezt aö melta meö sér og bíöa, og sjá,
hvaö gerist.
Fiskarnir: (19. febr-20. marz)
Þaö hefur einhver áhrif á þig i dag, en þú skalt
fara varlega í þessum efnum. Þaö eru ýmsir
greiöar, sem þú hefur gert vissum aöila, sem
kunna aö orsaka furöulega atburöarás, og þú
skalt hafa augun opin.
Hrúturinn. (21. marz-19. april)
Þér hættir til þunglyndis I dag, og þaö er anzi
hætt viö þvi, aö þú veröir aö hrista af þér sleniö,
þvi aö þetta gengur aö sjálfsögöu ekki. Þú skalt
hugsa máliö, og þá séröu, aö þetta er bannsett I-
myndun.
Nautið: (20. april-20. mai)
Þú ættir ekki aö hætta á neitt i dag, þvi aö hann
er sannarlega ekki gróöavænlegur þessi. Kunn-
ingjar þinir og vinir gætu fariö I taugarnar á þér,
og þú ættir aö foröast þá, þvl aö þetta er óþarfi.
Tviburamerkið: (21. mai-20. júni)
Þaö gæti ýmislegt oröiö til þess aö gleöja þig I
dag, eins og til dæmis jákvæöar fréttir eöa ný
kynni. Þá er ekki útilokaö aö áhugi þinn á áöur
óþekktu málefni gæti aukizt verulega.
Krabbinn: (21. júni-22. júli)
Þú gerir réttast I þvl að láta þér ekki koma neitt
á óvart, þvl aö þaö er að likindum hagnaöarvon I
aösigi. Þér er heppilegast aö halda þig aö þeim
vinum og kunningjum, sem hafa svipaðar skoö-
anir og þú.
Ljónið: (22. júli-22. ágúst)
Þaö litur út fyrir, að þú getir notfært þér ýmsar
leiðir til þess að ná góöum árangri I alls konar
braski, — en einlægnin er þér nú samt heppileg-
ust. Góöur dagur til hvers konar uppbyggingar.
Jómfrúin: (22. ágúst-22. sept)
Þaö lltur út fyrir, aö hvers konar samvinna viö
maka þinn eöa félaga sé afar hagstæö I dag. Þér
er nefnilega hollt aö hafa það hugfast, aö það er
ekki alltaf þaö heppilegasta aö hugsa um sjálfan
sig.
Vogin: (22. sept-22. oktj
Þú skalt ekki rasa um ráö fram I dag. Aö vísu
þarftu aö leggja þig allan fram, en engu aö slöur
verður þú aö fara hægt aö öllu. Þaö er rétt eins
og þú þurfir aö sannfæra einhvern um eitthvaö
mikilvægt.
Sproðdrekinn: (22. okt.-21. nóv.)
Dagurinn lofar góöu, þaö er alls ekki útilokaö, aö
óskir geti rætzt, og þú skalt ekki linna á sókn
þinni eftir þvl sem þú þráir. Þú stefnir I athafna-
átt, og hikaöu ekki viö aö taka þátt I fram-
kvæmdum.
Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.)
Þaö er einhver smáferö á döfinni. Llklega ferö
þú hana ekki I dag, en þaö er eins og drög séu
lögö aö henni I dag, og þessi ferö skiptir þig tals-
veröu máli, af þvi aö hún býöur upp á sérstakan
möguleika.
Steingeitin: (22. des-19. jan.).
í dag skaltu vara þig á þvi aö ögra ekki neinum.
Þaö er friösemdin, sem máli skiptir I dag, og
einhver sameiginlegur atburöur kemur sér af-
skaplega vel á einhverju sviöi. Kynni viö ein-
hvern, sem máli skiptir.
Timlnner
peningar
| Auglýsitf
l í limanum:
„Gamall Seyðfirðingur” hefur
skrifað Landfara bréf, og er til-
efniö hin geigvænlegu snjóflóð I
desembermánuði. Hann talar
varnaðarorðum, sem hann
beinir einkum til samborgara
sinna á Seyðisfirði frá fyrri tið.
Snjóflóð
og skipulag
nýbyggðar
„Það er mikils vert, að við
kunnum að búa i landi okkar
meö kostum þess og göllum, og
reynum að sjá við þeim háska,
sem að okkur getur steðjað.
Hugur minn hefur hvarflað
heim til Seyðisfjarðar, þegar
snjóflóöafregnirnar hafa borizt.
En það knýr mig til þess að
hripa þessar linur, að mér finnst
einsýnt, að meira sé hugsað um
snjóflóðahættuna en gert hefur
veriði kröppum fjörðum á fann-
komusvæðum, þegar byggð er
skipulögð og mannvirkjum
ákvaröaðir staðir.
Vafalaust hefur svo verið fyrr
á tiö, að landsmenn hafa staðiö
mjög berskjaldaðir gagnvart
snjóflóðahættu viöa um land á
þvl skeiði, er skógur og kjarr
eyddist úr fjallshliðum vegna
búsetunnar, svo að bæir, sem
áöur höfðu verið langt til örugg-
ir undir fjallshliðum, hafa sóp-
azt burt. En um þetta skeið i
þjóðarsögunni höfum við ekki
heimildir um slika atburði. Aft-
ur á móti kunnum við allglögg
skil á þvi, hvar snjóflóð, er tjóni
hafa valdið á seinni öldum, hafa
fallið. Og það er vitneskja, sem
ber að hafa rikt i huga.
En svo að ég snúi mér aftur að
Seyðisfirði, þá vil ég láta i ljós,
að mig undrar, hvers vegna
ekki er byggt á Vestdalseyri,
þar sem ekki er snjóflóðahætta,
en aftur á móti mannvirkjum
valinn staður undir rótum hinna
hæstu fjalla, þar á meðal stór-
um verkstöðvum. Markmið mitt
með þessum llnum er sem sagt
að koma þvi á framfæri, að á
stað eins og Seyðisfirði verði
byggð og athafnalifi beint á sem
öruggasta staði. Og þau
varnaðarorð eiga auðvitað við
um önnur byggðarlög, þar sem
hætta af þessu tagi getur vofað
yfir, þótt ég þekki þar ekki svo
til, að ég geti nefnt sérstök
dæmi”.
Ljúfar annir
jólanna
Richard Beck er enn sem fyrr
með hugann heima, og að
frónskum sið gripur hann oft til
Iþróttar sinnar, visnagerðarinn-
ar, þegar ættlandið kallar á
hann úr fjarlægð. Þessar visur
sendi hann okkur núna um
hátlðarnar:
Að mér jólaannir sækja,
yfir djúpið hugann leiða,
frændaþel skal fagurt rækja,
fjölda vina þakkir greiða.
Liðið sumar lifir I minni,
landið fagra I röðulglóðum,
endurnýjuð ástrik kynni
yngdu hug á feðra slóðum.
Jólaönn mér yljar hjarta,
andans vængjum flugþrótt
gefur,
mitt á vetri vortrú bjarta
vekur, er i barmi sefur.
CAV
Olíu- og
loftsíur
í flestar
tegundir
bifreiða
og vinnu-
véla
----3ILOSSB---------------
Skipholti 35 • Simar.
8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa
—
Rafgeymar
í miklu úrvali
Bújörð óskast
Óska eftir f járjörð til kaups, helst á Suður-
landi, að vori komanda eða næsta haust.
Þriggja herbergja ibúð i Reykjavik gæti
komið upp i.
Upplýsingar i sima 37695.
Kona vön matreiðslu
óskast á vistheimili Bláa bandsins að Viði-
nesi á Kjalarnesi sem fyrst.
Laun eftir samkomulagi. Reglusemi skil-
yrði. Upplýsingar hjá forstöðumanni i
sima 6-63-31 og á kvöldin i sima 6-63-32.
Vinningsnúmerin
i happdrætti Styrktarfélags vangefinna:
R-48155 — Chevrolet Nova.
R-44931 — Toyota Corona.
R-30015 — Mazda 616. -
í-281 — Renault 12.
G-8006 — Austin Mini.
L
33LOSSK----------
Skipholtl 35 • Simar:
13-50verzlun • 8-13-51 verkstgðj^8-13-52skritstoU^
SJAIST
með
endurskini
Kvenfólk óskast
til Hornafjarðar
til fiskvinnslu. — Húsnæði á staðnum. —
Upplýsingar i sima 97-8200.
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga
Hornafirði.
Óskilahestur
í Hvalfjarðarstrandarhreppi er jarp
blesóttur óskilahestur.
Mark blað stýft framan vinstra. Verði
hestsins ekki vitjað og greiddur áfallinn
kostnaður, verður hann seldur á opinberu
uppboði 20. janúar kl. 14.
Hreppstjórinn.