Tíminn - 14.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.01.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 14. janúar 1975. TÍMINN 3 Hörð illviðrahrota um nær allt landið UM MIÐJAN DAG í gær var veöurhæðin mjög viöa 9 til 10 vindstig, og haföi verið I fyrrinótt og gærmorgun, bæöi á og i kring- um landið. Þessu veöri fylgdi mikil snjókoma fyrir noröan, og þar var frostiö i kringum fimm stig, á Vestfjöröum fór frostiö f 9 stig, en frostlaust var á Aust- fjöröum og á Suöausturlandi. Sunnanlands var „hriöarmold- roksmugga I lofti”, — eins og veöurfræöingur komst aö oröi viö Timann, en úrkomulaust aö heita mátti. Veðurfræðingur taldi, að veðrið færi heldur að ganga niður, enda var vindhraðinn þá kominn niður I 10 vindstig I Æðey úr tólf vind- stigum fyrr i gærdag. 1 dag var spáð talsvert mikilli norðanátt á landinu, þótt fari að draga úr mesta ofsanum. Einnig var búizt við, að veðrið ætti eftir að geta orðið mjög slæmt á Austfjörðum ennþá, þvi að áttin væri slik. Hjá vegagerðinni fengum við þær upplýsingar hjá Hjörleifi Olafssyni, að fært hefði verið I gærdag um Suðurlandsundirlend- ið, um Hellisheiði og allt austur i Mýrdal. Dimmviðri hafði þó verið á Hellisheiði, en þrátt fyrir það talið fært þar yfir. Einnig var dimmviðri á Suðurnesjum, og ófært var i gær I Hafnirnar og suöur I Garö, þó var aðalleiðin til Keflavikur, Sandgerðis og til Grindavikur fær. Það átti að heita fært upp i Borgarfjörð, þar sem ekki var snjór á veginum, en hins vegar var afspyrnu rok og þess vegna var mjög slæmt ferðaveð- ur. Siðan mátti heita, að blindbyl- ur og ófærð væri alls staðar ann- ars staöar á landinu. Þó var sú undantekning, að á Patreksfirði var veðrið ekki sem verst, og i gær komust bilar milli Patreks- fjarðar og Bildudals. Hjá Landhelgisgæzlunni feng- um við þær upplýsingar, að með rokinu hefðu togarar af miðunum leitað vars undir Grænuhlið, og lægju þar nú I vari togarar af öll- um þjóöernum og tegundum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar i Reykjavik var um- ferð I borginni fremur róleg i gær og I fullu samræmi við veðurham- inn. Tafir urðu þvi litlar sem eng- ar, og fremur rólegur dagur. Fólk hélt sig llka mest innanhúss, það sem fékk þvl viðkomið, en utan þeirra, sem ekki gátu hjá þvi komizt að vera á ferli, má nefna þaö, að ekki gátu allir stillt sig um að kíkja á útsölurnar, en óveörið feykti sumu fólki, sem á ferð var og munu I sumum tilfellum hafa hlotizt af einhver meiðsl. 1 Hafnarfiröi gætti óveðursins ekki, þar var að heita mátti logn I gær og ekki snjókorn á flögri, hvað þá meir. I Kópavogi gekk umferð með eðlilegum hætti og veður ekki til- takanlega slæmt. Þó mun hafa losnað um húsþak á sunnudags- kvöldið, en það var fljótlega njörvað rammlega niður. 1 Grindavikvar mikill snjór og mikið fjúk um helgina. Færð var slæm, svo að við lá að vegurinn þangað tepptist svo og umferð, en hefillinn bjargaði málum við, þótt oft mætti ekki miklu muna. I Sandgeröivar kófið svo mikið I gær, að naumast sást á milli húsa, og unnu þar 3 ruðningstæki að þvi að halda vegum opnum. Var fjúkið svo mikið, að á Mið- nessheiðinni var þvi likast sem ekið væri I gegnum snjóvegg. Þrátt fyrir erfiðleikana hefur verið unnt að halda vegum opn- um, bæði til Keflavikur og út I Garð. 1 Keflavlkvar næðingur og fjúk I gær, en vel fært um alla vegi og götur. 1 fyrrinótt kom skuttogar- inn Aðalvlk inn i Keflavikurhöfn. Þótti vissara að hafa hann ekki i Njarðvikurhöfn á stórstreyminu i gær. Á Akranesi var mikið f júk og hvasst, en ekki var kunnugt um neitt tjón af völdum veðursins, er blaðið hafði samband við lögregl- una þar I gær. í Borgarnesi fengum við þær upplýsingar, að þar væri bezta veður, en vitlaust veður allt i kring, og þyrfti ekki að fara langt út fyrir bæinn til þess að lenda i hinni vestu færð. Þá hefði llka fennt I grenndinni. í Noröurárdalnum skóf harð- fenni um helgina, svo að rúður brotnuðu i húsi þar, en um annað tjón var ekki kunnugt. Til Stykkishólms komu engir bilar og engin mjólk I gær. Ekki festi þar mikinn snjó, en hins veg- ar hefur skafið mikið saman I skafla. Aætlunarbillinn fór á sunnudaginn um Alftafjörð og suður Heydal en I gær var ekki búizt við aö Alftafjörðurinn væri fær, þótt það hefði- ekki verið kannað. Slöari hluta föstudags skall vont veöur á á Þingeyri og fór versnandi á laugardag, og einnig á sunnudag. Var þá hvöss austan- átt og noröaustanátt. Aldrei var þó neitt stórviðri á Þingeyri, mest sjö vindstig, aö sögn fréttaritara blaðsins þar. Snjókoma var þó talsvert mikil. Vegir tepptust minna i þessu veðri en oft áður, þar sem hvassviðrið var þó þetta mikið. Samt lokuðust vegir, og á mánudagsmorgun varð að fara á veghefli til þess að opna leið fyrir mjólkurbila og fyrir skólafólk, sem ekki komst I skóla á réttum tlma. Talsvert frost hefur verið, og I gær var niu stiga frost. Veður hefur verið mjög slæmt á ísafirðifrá þvi seinni hluta dags á laugardag, og þar hefur snjóað mikið. Fjöldinn allur af skipum liggur inni á tsafirði, þar á meðal margir togarar, sem hafa fiskað ágætlega að undanförnu, en urðu nú að leita vars vegna veðurs. Á tsafirði er nóg rafmagn, að sögn fréttaritara blaðsins, og þar hefur ekki þurft að fresta neinum skól- um, „viö erum svo vanir þessum byljum”, sagði hann. Veður hefur verið mjög slæmt nú um helgina á Hólmavikog þar I kring. Rafmagn hefur verið þar með skárra móti, en Hólmviking- ar hafa búið við rafmagnsskort frá þvi fyrir jól, en nú er komin þangaö diselstöð, sem á að bæta nokkuð úr vandanum. Diselstöðin er hins vegar ekki nægilega afl- mikil, og er spennufall mikiö af þeim sökum, að sögn fréttaritara blaðsins á Hólmavik. Ekki var hægt aö ná sambandi við Hvammstangai gær, en sam- kvæmtfréttum, sem okkur bárust frá Blönduósi var rafmagnslaust á Hvammstanga, og þar var sim- inn einnig i ólagi vegna raf- magnsleysisins. Magnús ólafsson á Sveinsstööum sagði I viðtali við Timann, að það væri mjög alvar- t Hagsveifiuvog iðnaðarins, fyrir 3. ársfjórðung 1974, sem nýlega er komin út, benda niðurstöður til þess að nokkur framleiðsiuaukn- ing hafi orðið I iðnaðinum á 3. ársfj. 1974 miðað við 3. ársf j. 1973. Ætla má samkvæmt þeim upp- iýsingum, sem bárust um hlut- failsiega breytingu framieiðslu- magnsins á 3. ársfj. 1974 miðað við 3. ársfj. 1973, að aukningin hafi oröið I kringum 7-8%, eða mjög lfk og árið áður. legt, að heilt þorp skyldi verða al- gjörlega sambandslaust við um- heiminn vgna þess að rafmagnið færi af. Sagðist hann ekki vita til þess að rafvirkjar eða símavið- gerðarmenn væru búsettir á Hvammstanga, og enginn maður gat komizt i gær frá Blönduósi til Hvammstanga til þess að lagfæra þar það sem aflaga hafði farið. Sæbjörn HU3 sökk i höfninni á Skagaströnd, vegna þess að mikil Ising hafði hlaðist á bátinn. Vökt- uðu menn bátana i höfninni og hjuggu af þeim isinguna eftir þvi sem hægt var, en veöur var mjög slæmt á Skagaströnd. — Vonzkuveður hefur verið hér i Húnavatnssýslum siðan á sunnudag sagði Magnús ólafsson á Sveinsstöðum. Geisaði fyrst stórhrið á Blönduósi, en náði ekki fram I dalina að ráði fyrr en á mánudag. Frétzt hefur af ein- hverjum rafmagnsbilunum i sýslunum, en þær fást ekki staö- festar hér fyrir norðan, heldur verður að afla slikra upplýsinga hjá sérstökum starfsmanni Raf- magnsveitnanna i Reykjavik, — en það er kafli út af fyrir sig. Á Sauðárkrókihefur verið ofsa- rok á norðan og stórhrið undan- fama daga. Allt er ófært, og eng- inn bfll hafði komiö til bæjarins i gær, þegar Timinn hafði sam- band við fréttaritara sinn á staðn- um. Sagði hann, að þetta væri versta veður á vetrinum, en ekki væri þó mikiö frost. Á Siglufiröi voru skólar lokaðir i gær vegna veðurs. Veðurofsinn var mjög mikill i gær, og á sunnu- daginn, höfðu menn vart komiö út i aöra eins bylji, að sögn frétta- ritarans. Snjórinn er ekki mikill, en skaflarnir aftur á móti óskap- legir. þvi allur snjórinn er kom- inn I skafla, og autt á milli. Skaflarnir eru viða orðnir jafnhá- ir húsunum. Enginn snjór er I fjöllunum umhverfis Sigluf jörð. 1 gærkvöldi var heldur farið að lægja, en þó var enn iöulaus stór- hrið. • — Hér á Akureyri var leiðinda- veður á sunnudag, en um kvöldið færðist veðrið mjög I aukana og siðan hefur veriö hér nær iðulaus stórhrið og i verstu hviðunum er vindurinn um niu stig, sagði Árni Magnússon hjá Akureyrarlög- reglunni I viðtali viö Timann i gær. Færð er mjög slæm og raun- ar ófært vfðast hvar I bænum og allir vegir út frá Akureyri eru tepptir. • — Hér hefur verið hiö versta veöur, sagöi Ingimundur Hjálm- arsson, fréttaritari Timans, I Seyðisfirði, við blaðið i gær, og allt á kafi I snjó, en frostlaust að kalla. A Selsstöðum, hér út með firðinum, var slikt afspyrnuveð- ur, að húsiö skalf og nötraði. Viö erum hér alveg innilokaðir, þvi að Fjarðarheiði er ófær og flug- völlurinn á kafi, og innan bæjar er ekki fært nema á snjóbilum. Margir sildarbátar hafa leitað * hingað undan veðrinu. Undirbúa átti Hafsildarverk- smiðjuna fyrir bræðslu, en hún stendur sem kunnugt er á viðsjár- Framleiöslumagnið varð hins vegar heldur minna á 3. ársfj. og dregur þvi nokkuð úr framleiðsl- unni af þeim sökum i ýmsum iðn- greinum. Á sama timabili i fyrra varð framleiöslumagnið nokkurn veg- inn óbreytt, en búist er viö nokk- urri aukningu framleiðslunnar á 4. ársfj. 1974 miðað við 3. ársfj. Nýting afkastagetu i iönaöi var talin nokkru lakari I lok 3. árs- fjórðungs en i lok 2. ársfjórðungs á þessu ári og er það eölileg af- leiðing þess að margir eru i sumarleyfi á þessum tima. Starfsmannafjöldi var heldur minni á 3. ársfjórðungi og var gert ráð fyrir, að hann yrði nokk- urn veginn óbreyttur á 4. árs- fjórðungi. Venjulegur vinnutimi við lok 3. ársfj. var að jafnaði svipaður og á miðju ári, en á undanförnum árum hefur vinnu- timi oft lengst á þessum ársf jórð- verðum stað undir Bjólfinum. Tveir menn lögðu af stað þangað fótgangandi, en sneru við af ótta viö, að snjóflóð kynni að koma. • — Hér hefur veriö alveg brjálað veður, og er ekki enn fariö að ganga niður, sagði Benedikt Gutt- ormsson, fréttaritari Tímans i Neskaupstað.Allt er hér ófært, og Bjartur hefur i heilan sólarhring veriðhér fyrir utan og beðið færis að leggjast að bryggju. Disarfell- ið biður þess einnig að komast upp að, en Börkur liggur við bryggju. Tvo báta rak upp i nýju höfninni fyrir fjarðarbotninum. Rafmagnslaust varð hér frammi I sveitinni á mánudags- nóttina, en viðgerð lauk, þegar kom fram á morguninn. • — Reyöarfjörðurer eins og eyja i óveðurshafi, sagði Marinó Sigurbjörnsson, fréttaritari Tim- ans þar. Þótt allt hafi ætlað af göflunum að ganga i kring um okkur, hefur hér verið logn með mikilli snjókomu, og er nýja snjólagið allt að hálfur metri. Ekki hefur verið lagt i að ryðja Fagradal, en hér I Reyðarfirði eru snjósleðar á þeytingi um allar trissur. Engin mjólk hefur borizt hingað. Aftur á móti fóru jafnvel smábörn i skóla, þótt kennslu væri viða aflýst hér austan lands. Verið er að gera við rafmagns- linuna milli Reyðarfjaröar og Fá- skrúðsfjarðar, en hún liggur héð- an upp á svokallaða Skessu og yf- ir Stuðlaheiði I átta til niu hunar- uö metra hæö yfir sjávarflöt. • — Hér hefur verið blindbylur I tvo sólarhringa, og allir vegir á Héraði eru á kafi I snjó, sagði Jón Kristjánsson, fréttaritari Timans á Egilsstööum.Ekkert hefur ver- ið ýtt af götum hér I þorpinu, og engin mjólk hefur borizt úr sveitunum. Rafmagn höfum við haft hér um slóðir, en sjónvarpið brást á sunnudaginn og er endur- varpsstöðin á Gagnheiði enn bil- uð. í Borgarfirði eystra mun vera rafmagnslaust i sveitinni vegna linubilunar. ■ — Við erum hér alveg innilok- uð, sagði Simon Gunnarsson, fréttaritari Timans i Vik I Mýrdal.og snjórinn alveg óskap- legur. Ýtan okkar er biluð, en ýta frá Selfossi er á leið vestan yfir, og mun vera komin að Litla- Hvammi i Mýrdal, en ýta frá Hvolsvelli, sem hér er, lagði af stað héðan klukkan tiu á mánu- dagsmorgun, en var ekki komin nema dálitiö upp í brekkurnar hér fyrir ofan siðdegis. Fjögurra ára drengur, sem datt á gólfi og hand- leggsbrotnaði, blður þess að kom- ast suður, og læknirinn okkar, sem var meðal þeirra, sem urðu, fyrir mestum töfum á leiö hingað á dögunum, er i þann veginn að tygja sig til ferðar á snjóbil til þess að vitja veiks manns I Alfta- veri. 1 Vestmannaeyjum var blanka- logn, þegar við ræddum við lög- regluna þar I gær. Töluverður snjór er i Eyjum, en ekkert snjó- aði þar um helgina. ungi vegna árstiöarbundinnar lengingar vinnutima i nokkrum iðngreinum. Um helmingur iðnfyrirtækja, sem svöruöu spurningum Hag- sveifluvogarinnar, hafa fyrir- ætlanir um fjárfestingu á árinu. Fyrirliggjandi pantanir og verk- efni voru óbreytt á 3. ársfjórö- ungi. Þær upplýsingar sem bárust um magnaukningu gefa til kynna að framleiðsluaukningin miðaö viö árið áður hafi aöallega veriö I ullariðnaði, sútun og verkun skinna og veiöarfæragerð. I flestum öðrum iðngreinum varð annað hvort kyrrstaöa eöa einhver framleiösluaukning. t pappirsvörugerð og málningar- gerðer þó um nokkra minnkun að ræða. Hagsveifluvogin er tekin sam- an af Félagi islenzkra iðnrekenda og Landssambandi iðnaðar- manna. Öryggisþjónustu dbótavant Þrir af þingmönnum Fram- sóknarflokksins fluttu þings- ályktunartillögu I byrjun desember um öryggisþjónustu Landssimans útiá landsbyggö- inni. Fyrsti flutningsmaður var Gunn- laugur Finnsson, en meðflutn- ingsmenn Páll Péturs- son og Þór- arinn Sigur- jónsson. í tillög- unni er gert ráö fyrir þvi, að rikisstjórnin hlutist til um, að Landssiminn geri áætlun um öryggisþjónustu I þvi skyni, aö ákvæöum laga um heilbrigðis- þjónustu verði fullnægt. Bentu flutningsmenn á, að eftir að Landssiminn geröi breytingar á afgreiöslutima simstöðv- anna á siðasta sumri, hafi af- greiðslutiminn viöa stytzt svo mikið, að heilu byggðarlögin séu simasambandslaus um lengri tima á sólarhring, sums staöar 16 klukkustundir, án þess að samband náist. Gildi símans sem öryggistækis hefur rýrnað Þessar ráðstafanir Lands- simans hafa hlotið gagnrýni, enda þarf oft að bregða skjótt við, ef skyndileg veikindi eða slys ber að höndum. Getur dregizt mjög, að samband ná- ist við lækni eða hjúkrunar- konu,eins og nú er ástatt. Igreinargerð með tillög- unni segjast flutnings- menn ekki vera á móti þvi, að hag- kvæmni sé gætt I rekstri Landssimans, en hitt sé ljóst, að gildi simans sem öryggis- tækis I sveitum landsins hafi rýrnað viö þessa breytingu á afgreiðslutimanum, á sama tima og það sé bundiö i lögum, að fjarskipta- og simaþjónusta I héruðum landsins eigi að tryggja landsmönnum að þeir geti náð til læknis, án tafar. Fjarskiptastöð eða öryggissími 1 framhaldi af þvi segja flutningsmenn: „Ekki verður við það unað, að öryggiskennd fólks i dreifð- ustu byggðunum minnki fyrir aðgerðir stjórnvalda. Ætla má, að með sam- ræmdum aö- gerðum megi bæta þjónustuna og gera hana viðunandi. M á þa r benda á fjarskiptastöð fyrir einangruð byggðarlög eöa tengingu eins öryggissima við sjálfvirka slmakerfiö fyrir ákveðinn fjölda bæja, þar sem þvi verð- ur við komið”. Hér er um mikið hagsmuna- mál landsbyggðarinnar aö ræða, og er fyllsta ástæða til að gefa þvi gaum. Þess ber aö geta, aö sums staðar lengdist afgreiðslutimi simstöövanna við breytinguna, og er þaö vel. En hinu má aldrei gleyma, að læknisþjónusta er ein af frum- þörfum i þjóðfélaginu, og tryggja verður það, að allir landsmenn geti með litlum fyrirvara sett sig i samband við lækna eða sjúkrastofnanir. — a.þ. Gerið skil í happdrætti Framsóknarflokksins Dregiö hefur verið I Happdrætti Framsóknarflokksins, og eru vinningsnúmerin innsigluð á skrifstofu borgarfógeta. Verða þau þar, þar til skil hafa borizt, en vegna samgönguerfiðleika hefur gengið erfiðlega fyrir umboðsmenn happdrættisins að gera skii. Getur það dregizt enn I nokkra daga. 7-8% framleiðslu- aukning íiðnaði — á þriðjo órsf jórðungi 1974

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.