Tíminn - 14.01.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.01.1975, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. janúar 1975. TÍMINN 9 LJÓDABÆKUR FRÁ LIÐNU ÁRI Fæstum nýjum skáldritum liðins árs hafa nokkur skil verið gerð hér f blaðinu til þessa, og valda því ýmsar ástæður. En i þessari grein er ætlun að fara nokkrum orðum um fáeinar ljóöabækur ársins. Um eina hefur þegar verið fjallað, Að brunnum eftir ólaf Jóhann Sigurösson. Skal ekkert endur- tekið af þvi sem um hann var sagt i þessu blaði. Hún ber af ljóðabókum ársins, og eftir útkomu hennar er engum vafa bundið (hafi menn ekki fyrr gert sér það ljóst) að höfundurinn skipar rúm sem eitt fremstu ljóðskálda okkar sem nú eru á dögum. En fleiri ljóðabækur færöi árið aö höndum, og meðal þeirra eru a.m.k. tvær sem vert er að gefa gaum. Hannes Pétursson: ÓÐUR UM ÍSLAND. Hörður Ágústsson lýsti og hannaði bókina. Helgafeil, Reykjavik, 1974, 46 bls. Aldrei fór þaö svo, aö engin frambærileg þjóöhátiðarljóð væru ort á árinu, þótt rýr yrði uppskeran úr samkeppni þeirri sem þjóðhátiðarnefnd stofnaöi til. Brugðið var á það ráð að fá Tómas Guömundsson til að kveða fyrir hátiðina: og er ljóð hans prentað i nýjum Skirni. Þá orti Guðmundur Böðvarsson siöasta kvæði sitt i tilefni þjóð- hátfðar ( 1974, gefið út sér- prentað). Nú hefur Hannes Pétursson gefið út óð um ís- land, veglegt ættjarðarkvæði, og haldið þannig uppi heiðri hinna „yngri” skálda sem Hannes Pétursson. ýmsir hafa legið á hálsi fyrir að reynast treg til að mæra ætt- jörðina (sem er þó næsta vafasöm ásökun, ef grannt er skoðað). Óður um ísland heldur fram þeim hugleiðingum um land og þjöðmenningu, stöðu íslendings i umheiminum, sem lesendur Hannesar þekkja úr Rimblöð- um. t fróölegu viðtali (Timinn, 22. desember) hefur skáldið þetta aö segja um kvæðiö: „1 fyrri hiutanum hef ég hrafn Flóka Vilgerðarsonar i huga, þaö er að segja þann sem flaug til Islands. Ég Imynda mér ferð hrafnsins inn yfir landiö, flug hans og mitt eigiö hugarflug fléttast saman. t siðari hlut- anum kem ég, eða einhver annar tslendingur nú á timum fljúgandi inn yfir landið hina sömu leið, og þaö er aðallega þessi samkvæmni sem tengir hluta ljóösins saman hið innra. Þaö er meö vilja gert aö ég valdi bragarhátt sem er frjálslegt til- brigöi fornyröislags. Fornyrðis- iag er elzti bragarháttur norrænna manna, og mér fannst vel við eiga að nota hann þó frjálslega sé, þvi að hann hafa landnámsmenn kunnað og komiö með hann hingað til lands”. Óður um tsland er sannarlegt landnámskvæði: hinn undur- samlegi atburður að nálgast alnýttland, ósnortiö, sögulaust, heillar hug skáldsins, og þetta yrkisefni er meðhöndlað af virðingu, nánast lotningu. Hið forna skáldskaparmál er Hannesi tiltækt og hann beitir þvi af smekkvisi eins og vænta mátti. Þannig segir um land- námsfuglinn: „Dundu fjaðrir hans. Nú var fengin stefna. Kaldar bárur hjó kjölur likt sem öx”. Mörg ættjarðarkvæði eru úthverf: það má raunar kallast einkenni þeirra: opinská tilfinningatjáning. Ættjarðar- ljóðin hófust til vegs með rómantisku stefnunni eins og kunnugt er og voru I nánum tengslum við framsókn og frelsiskröfur evrópskrar borgarastéttar. Skáld á vorri tið sem tekur sér fyrir hendur að yrkja ættjarðarkvæði nálgast efnið á annan hátt. Og að þvi er tekur til þessa ljóðs, ber þaö glögg höfundareinkenni: hin rómantlska túlkun stefnir inn á við. Náttúrulýsingar fyrri hlutans. hin meitlaða og Itrekaöa túlkun á undrun alnýs lands er ekki annað en undan- fari lýsingar þess er nútima- maðurinn nálgast landið „I stefnu fulgsins”: Dunandi eyja sem á dögum sköpunarinnar! sett niður i hálfan hring gamalla landa Og hér segir einnig: „and- stæður lands felldar/ i einn sægirtan baug sem hvatning og hömlun/ hnitar saman”. En boðskapur kvæöisins er sá að ferð vorri skuli stefnt til land- náms hið innra. Og keppikeflið er „eindrægni, þor og bróður- þel, jöfnuður”: þetta skal vera „blómgun frelsis”. Þetta eru nokkuö almenn og slitin orð, enda felst gildi ljóös ekki i „boöskap” þess sem sjaldnast er frumlegur, heldur lifi málsins og listfengi túlkunar. Og þetta kvæöi er ort af ærinni kunnáttu og vitnar enn á ný um tengsl Hannesar við Islenzka menningararfleifð. Sigurður A. Magnús- son: ÞETTA ER ÞITT LÍF. Iðunn. Reykjavik. 1974. (An bls. tals). Eftir þrettán ár sendir Sigurður A. Magnússon frá sér frumort ljóðasafn, hið þriðja I röðinni. Bókin hefur hlotiö góðar viðtökur og er talin taka fyrri ljóöum Sigurðar mjög fram. Ekki er ég þeim svo kunnugur að ég geti fyllilega um það dæmt: en þetta er ugglaust rétt. Hvað sem slikum saman- burði liður er bókin mjög svo frambærilegt verk, vitnar um allgóða kunnáttu og öra tilfinningu. Bókin skiptist i þrjá hluta: Ars poetica (skáld- skaparmál), Mikrokosmos (smáheimur, einkaheimur) og Makrokosmos (hin stóra veröld.) Þessi heiti setja að minu viti óþarfan lærdómsblæ á ljóöin og eru frekast til þess fall- in aö fæla þá lesendur frá sem ekki eru slikum orðaforða hand- gengnir. Af þessum köflum er mest vert um Mikrokosmos eins og allir sem um bókina hafa ritað munu hafa bent á. Kvæðin ort út af heimsfréttum og ógnum þeim sem að steðja I veröldinni (I minningu Allende, Neruda, um JanPalach, Grikkland o.fl.) eru of almennt orðuð til að vekja athygli sem nægi til að gera þau minnileg. En áhuga skáldsíns og löngun til að „kenna til i stormi sinnar tiðar” verður ekki I efa dregin. Það sem einkennir ljóðin I Mikrokosmos er óþol, þreyju- leysi: skáldið horfir á árin ganga sér úr greipum. Æskan er að baki og amstur daganna gerir oft torvelt að halda viö lifsneistanum. Þessi ófullnægja er oft túlkuð á sannfærandi hátt. Hjónabandið, ástarlifið, er meginviðfangsefni, og út frá þvi hugleiðir skáldið hversu timinn leikur manneskjurnar, sviptir þær smátt og smátt þvi eina lifi sem var þeim tryggt og vist: Fyrr var lifið einfalt við sváfum hvort i annars örmum heitur andardráttur vorblær um þreyttar brár bar fyrirheit um sumar með björtum grunlausum nóttum Þessi æðandi hrið lykur okkur i kalda skel þar sem svefn og vaka eru samstæð skaut og tendra ekki strauminn sem nærir lifsblossann (Svefnleysi) Ég held að þetta dæmi gefi nokkra hugmynd um hver er tónn þessara ljóða. Einlæg löngun skáldsins til að „breyta lifi sinu” eins og hér segir á einum stað (tilvitnun i Rilke) gefur ljóðunum ferskan blæ, og þau koma lesandanum fyrir sjónir sem heiðarleg og alvarleg listræn viðleitni. Um það má á hinn bóginn deila hve vel skáldinu tekst hverju sinni að gefa skynjun sinni lif. Ljóðmálið er sums staðar nokkuö órólegt, úr jafnvægi: slikt helgast aö nokkru af afstöðu skáldsins. Likingarnar eru stundum vafa- samar og einkum þykir mér notkun eignarfallssamsetn- inga óhófleg. Tökum dæmi úr upphafi ljóðsins Tilhugalif: Gufur likamans blönduöust söltum tárum I eimyrju lostans á svipulu augabragöi ofar vélum timans: Þess háttar skáldskapur er i slappara lagi. Hér þyrpast saman þrjár eignarfallssetn- ingar I fimm linum. „Eimyrja lostans” er og að minni hyggju miður heppnuð liking: „funi lostans” kemur fyrir litlu siðar. Annars er likingamál höfundar hlutlægt og huglægt i senn og sums staðar teflt á tæpt vað með samfellu myndmálsins. En hvað sem þvi liður eru myndirnar einatt eftirminni- legar: Aldan brotnaði með þungri stunu: I útsoginu hékk vitundin á ystu nöf stundarinnar Lif á yztu nöf: þetta er þitt líf. Sigurði A. Magnússyni hefur tekizt að túlka lifsskynjun sína víða í þessari bók með minni- legum hætti, með stöðugri skir- skotun til hafs og ölduhreyf- inga.Hafiðertáknsem sifellt er freistandi, svo margrætt og margslungið sem það er. — En eftir þessari ljóðabók að dæma væri ávinn’ngur að þvi að Siguröur legði meiri rækt við ljóðagerð en verið hefur um sinn. Að lokum skal farið örfáum oröum um bækur þriggja höfunda sem gáfu út fyrstu ljóö sin á árinu, þótt enginn þeirra sé kornungur. Eftir Jón Böðvars- son komu HNOÐRAR (Iðunn, Reykjavik, 56 bls.) og fylgir þeim „afsökun höfundar sem vildi veröa skáld en lenti á öörum stigum án þess að brenna að baki allt sem þurfti”. Raunar slær höfundurinn vopn úr hendi gagnrýnanda þegar með nafni kversins: i þvi felst sem sagt að þettasé léttvægur skáldskapur. Varla er nokkurs staðar freistað djarflegrar myndgerðar og veröa sum ljóðin þvi æði prósaisk. Annars vitna hnoðr- arnir um allgóðan smekk og höfundur er ugglaust vel lesinn I skáldskap. Hugsunin er viða drengileg og höfundur nálgast skáldskapinn af virðingu. Yndi hans af orðsins list leynir sér ekki: Rim: Lif viö ivaf ljóöa liður eins og draumur lygn sem elfarstraumur stefni til óss hugarveröld góða heimur vafurljóss. Eyvindur Eiriksson (fööur- nafni sleppt á titilsföu) gaf út allstóra ljóöabók sem kallast HVENÆR? (Iðunn, Reykjavfk, 80 bls.) Bókin skiptist I þrennt: ORÐ OG STÖK (hvað sem stak kann nú aö merkja). Þetta eru mestan part orðaleikir, prósa- ljóö, sumt á erlendum tungum, eitt með rúnaletri (hver sem á að lesa það). Höfundur freistar þess viða aö vera fyndinn og hæöinn, en tekst æriö misjafn- lega. Skopstælingar koma hér fyrir, og ort er um viðreisn og verkalýösbaráttu og hitt og annaö úr nútiöinni. Ekki er aö vita hve alvarlega á að taka þennan skáldskap enda kemur það út á eitt að minu viti: hvorki sem grin né alvara höfðar hann til min, og smekkvisi höfundar er ærið skeikul, að ei sé meira sagt. Þó er einstaka ljóö I bók- inni sem gefur von um að nýti- legur skáldskapur geti síðar komið frá höfundinum. Hitt er annaö mál hvort annaö form hentar honum ekki betur en ljóöið. Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku gaf út kver sem kallast HRAFNKELA (Otgef- endur: Ragnar Ingi og Inga Þórðar, Laugarvatni, 56 bls.). Þessi Ijóð eru heföbundin og sum harla léttvæg, en vitna um leikandi hagmælsku. Mest er gaman að þriðja kaflanum, Ljóðstafaleik. Til að mynda er hér smellið ástarljóð þar sem höfundurinn ljóstar því loks upp I siðustu hendingu aö þaö var tóbakspipa sem kveðið var um. Vfnið kemur hér mjög við sögu og ýmisskonar skólaminningar: um stfl i þýzku, samskipti við, skarpgáfaðan kennara” o.s.frv. Hér er aðeins rúm til aö taka eitt dæmi úr ljóðstafaleik höfundar. Málsbætur Flosa: Njál til forna menn svo mátu að mörgum tár af hvarmi rann, er eldur laus i arfasátu orsakaði húsbrunann. Sigurður A. Magnússon. FIosi ásamt föruneyti föntum illum brenndi hann. En sátan átti að sumu leyti sök á þvi að húsið brann. Hin alvarlegu kvæði bókar- innar eru siðri: þar er ort um náttúru, átthaga og ástir, án þess aö efnið sé tekiö nýjum tökum. En glettni sina ætti höfundur að leggja meiri rækt við. Þá gæti næsta ljóðakver hans oröið býsna skemmtilegt. Ekki hvarflar að mér aö ljóðabækur ársins gefi mikla vfsbendingu um það hvar ljóö- listin sé á vegi stödd. En mikið er ort i þessu landi. Hitt dylst engum að þeir sem á siöustu árum hafa sent frá sér bitastæð verk eru nær allir á miðjum aldri og þar yfir. I ljósi þess er varla ástæöa til að vera ýkja bjartsýnn um framvinduna með þeirri þjóð sem setiö hefur „við sögur og ljóð” I þúsund ár og einni öld betur. Gunnar Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.