Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINI' Föstudagur 24. janúar 1975. ,, Já, ég kannast við það — Og hvenær hugsar hann sér að fara?" ,,Það verður vist bráðlega — f yrir jól, býst ég við". Og þannig varð það. Urho let berast með útf lytjenda- straumnum vestur um haf, þar sem sögur hermdu, að gullið lægi fyrir fótum manna. Þennan sama vetur dó Kalli Seffer eldri. Katrín syrgði gamla manninn mjög, Kalli yngri gerðist nú bóndi og leysti út arf tveggja systkina sinna. En hann fékk ekki allt jarðnæðið. Tveir mágar hans héldu sínum hluta, svo að býlið, sem verið hafði lítið áður, varð enn minna og kostarýrara. En Kalli settist að í gamla bænum og fékk öll útihúsin og hinar gömlu heimilisvenjur í sinn híut. Hann fetaði dyggilega í fótspor föður sins, eltist f Ijótt og varð skeggjaður og sóðalegur og orðaður við hvinnsku og lausmælgi, en þótti hjálpsamur við fátæklinga. Katrín kunni þessu vel, því að henni fannst, að gamli maðurinn væri eiginlega enn í rauða húsinu. Og nýr Kalli óx upp með undraverðum hraða. Það var Kalli sjötti, sagði faðir hans. Næsta haust kom Einar ekki heim. Hann hafði farið af skipinu i Englandi og ráðizt i Austurlandasiglingar. Nú sigldi hann um heimshöfin og hafði mánaða útivist í einu. Það liðu langir tímar, svo að ekki bárust' bréf frá honum, En Katrín vissi, að Norðkvist, sem líka átti hlut í skipi því, sem Einar var .nú kominn á, lagði mánaðar- lega hluta af kaupi hans inn í sparisjóðinn. Einar hafði sjálfur lagt svo fyrir. ,,Þetta er sérlega samhaldssamur piltur", sagði Norð- kvist við Katrínu. ,,Hann þrælar öllum stundum og sparar og sparar. Hann verður áreiðanlega kapteinn, þegar fram líða stundir". ,,Það vona ég, því að það hefur hann alla tíð ætlað sér", svaraði Katrín. En Eiríkur og Gústaf komu heim til vetursetu. Gústaf hafði enn hækkað til muna og varð nú að beygja sig til þess að komast inn um dyrnar. Katrín, sem þó var há vexti, var eins og barn við hliðina á syni sínum. Eiríkur hafði þó tekið meiri stakkaskiptum og vakti nú athygli allra í byggðarlaginu. Skútunni sem hann var á, hafði verið lagt upp í Maríuhöfn, svo að hann kom heim á ,,Álandinu". Það var um kvöld í desember- mánuði, gott sleðafæri var og meginþorri af þorpsbúum niðri við bryggjuna. Báturinn var hættur að halda uppi föstum áætlunarferðum þessa dagana, því sundin var verðstaðreyndir: Negldir jeppahjölbar&ar: 600-16 kr. 6350. 650-16 kr. 7230. 750-16 kr. 8185. Sendum út á land sam- dægurs. SÖLUSTAÐIR: Hjólbaröaverkstæðiö Nýbaröi, Garöahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi, Simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarss., Egilsstöðum, simi 1158. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-66 SfMI 42600 KÚPAVOGI Sparib þúsundir? AKRANES Barn vantar til að bera út Tímann. Guðmundur Björnsson Sími 1771. Blikksmiðian GRETTIR H.F. Brautarholti 24, Reykjavik. Simar: 10412 skrifstofa, 12406 blikksmiðja, 17529 vatnskassaverkstæði. Höfum á lager eða framleiðum með stutf- um fyrirvara: Til húsbygginga: þak- rennur, rennubönd, niðurföll, kjöljárn, þakglugga, lofttúður, kantjárn, reykrör og einnig rafmagnskúta og miðstöðvarkúta. Til bifreiða: vatns- kassa og miðstöðvar, bensíntanka, hurðar- bi rði og sílsar. Auglýsið i Tímanum Jæja, eftir hverju iÞú lika Geiri biðið þið? borð! Um borð með ------------------ ykkur. /____________ Við erum komin hér er vélin falin. Þarna! FÖSTUDAGUR 24. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (of forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Bryndís Viglundsdóttir les þýðingu sina á sögunni „I Heiðmörk” eftir Robert Lawson (4). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli at- riða. Spjallað við bændurkl. 10.05. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með frásögnum og tónlist frá liðnum árum. Morguntónleikar kl. 11.00: Kammersveitin i Prag leik- ur Sinfóniu i D-dúr eftir Cherubini/Josef Suk og Tékkneska filharmoniu- sveitin leika Fiðlukonsert i g-moll op. 26 eftir Max Bruch. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Söng- eyjan” eftir Yukio Mishima Anna Mari 14.30 Miðdegissagan: „Söng- eyjan” eftir Yukio Mishima Anna Maria Þórisdóttir þýddi. Rósa Ingólfsdóttir leikkona les sögulok. 15.00 Miðdegistónleikar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Emil og leynilögreglu- strákarnir” eftir Erich Kastner. 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar Sinfóniuhljóm- sveitar islands og Söng- sveitarinnar Fílharmóniu i Háskólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Karsten Ander- sen. Söngstjóri: Garðar Cortes. Einsöngvarar: Elisabet Erlingsdóttir sópran, Solveig Björling alt. Garðar Cortes tenór, Halldór Vilhelmsson bassi. 21.30 Útvarpssagan „Blandað i svartan dauðann” eftir Steinar Sigurjónsson. Karl Guðmundsson leikari les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Frá sjónarhóli neytenda: Gallar I bifreiöategundum. Björn Matthiasson hagfræðingur segir frá niðurstöðum at- hugunar sænska bifreiðaeft- irlitsins. 22.35 Áfangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Föstudagur 24. janúar 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35. Lifandi veröld. Nýr breskur fræðslumynda- flokkur i sex þáttum um lifið umhverfis okkur og jafn- vægið i riki nátturunnar. 1. þáttur Lífið I ánni Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.05 Kastljós. Frétta- skýringaþáttur Umsjónar- maður Ólafur Ragnarsson. 21.55 Villidýrin. Breskur sakamálamyndaflokkur. Krókur á móti bragði Þýðandi Kristmann Eiðs- son 22.45. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.