Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 24.01.1975, Blaðsíða 15
Föstudagur 24. janúar 1975. TÍMINN 15 0 Gjaldeyrir markaðsmálin, lækkandi verðlag á afurðum okkar, sölutregðu, fiskverðsákvörðun og vanda þann, sem sjávarútveginum er á höndum, og kjaramálin, en á þvi sviði rfkir mikil óvissa sem kunn- ugt er. Að loknum kjarasamningum i febrúar 1974 og þar á eftir var talið, að stefnt hefði að 60% kaup- taxtahækkun á árinu, ef ekkert hefði verið að gert og visitölu- kerfið verið i fullum gangi. Sam- kvæmt upplýsingum Þjóðhags- stofnunar er hins vegar áætlað, að kauptaxtahækkanir launþega hafi að meðaltali numið um 48% 1974. Þannig má öllum vera ljóst, að nú er málum svo komið, að allar forsendur brestur fyrir almenn- um kauphækkunum. A hinn bóginn gæti verið unnt að færa ýmislegt til betri vegar með öðru móti, sagði ráðherra, og nefndi i þvi sambandi að at- huga mætti sérstaklega visitölu- kerfið, og væri t.d. hægt að hugsa sér, að fjáröflun til opinberra þarfa, yrði tekin út úr visitölunni. Ófullnægjandi ráðstaf- anir og of seint gerðar Þá drap Ólafur á afkomu rikis- sjóðs og opinberra stofnana, áföll af völdum náttúruhamfara og af- leiðingar þeirra. Siðan gerði hann grein fyrir frumvarpi þvi, sem fyrrverandi rikisstjórn lagði fram s.I. vor. Þar var m.a. svo ráð fyrir gert, að hefðu menn meira en 36 þús- und króna mánaðartekjur, hækk- aði kaup þeirra ekki meira en sem svaraði i hæsta lagi 20% á ár- inu. Einnig var i frumvarpinu ákvæði um skyldusparnað, svo að nokkuð sé nefnt. Ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum i vor, er alveg öruggt, að efnahagsmálin hefðu verið mun auðveldari viðureignar en þau eru nú, sagði viðskiptaráð- herra. Þær aðgerðir, sem núverandi rikisstjórn hefur gripið til hafa haldið atvinnuvegunum gang- andi, en þær eru ekki fullnægj- andi, og nú þarf að minum dómi að gera frekari ráðstafanir, sagði Ólafur. A næstunni þarf að at- huga, hvers eðlis þær ættu að vera, en skiljanlega er erfitt að taka ákvörðun um slikt á meðan allt er á huldu um fiskverð, kjara- samninga o.fl. Hugsanleg úrræði Til dæmis um ráðstafanir nefndi Ólafur samræmdar að- haldsaðgerðir i peninga- og lána- málum. Ennfremur þyrfti að draga úr einkaneyzlu, og einnig hefði komið til athugunar, hvort ekki væri ráð að koma á skyldu- sparnaði. Þá kæmi og tii mála að leggja sérstök innflutningsgjöld á ákveðnar vörutegundir og skatt- leggja farmiða, svo að nokkuð væri nefnt. Ráðherra gat þess og, að ef til vill yrði ekki hjá þvi kom- izt að draga úr framkvæmdum. Varast verður i þessu sam- bandi, sagði hann, að gripa til fát- kenndra aðgerða. Það verður að gæta hófsemdar og fara vissan meðalveg og hafa á þvi góðar gætur, að þau ráð, sem beitt verð- ur, leiði ekki af sér, að menn leysi einn vanda, en auki á annan. Menn verða einnig að hafa i huga að aðgerðir af þvi tagi, sem hér um ræðir, eru þess eðlis, að áhrifa þeirra gætir ekki þegar i stað. Dökk heildarmynd/ en þó Ijósir drættir Horfut á þessu ári eru miður góðar, sagði Ólafur og má til dæmis nefna markaðsmálin. — Sú mynd, sem ég hef dregið upp af efnahagsmálunum, er dökk, sagði hann, en við skulum þó ekki gleyma ljósu dráttunum með öllu. Þar ber hæst, að atvinnuleysi er nær ekkert i landinu, innan við hálft prósent af heildarmannafla. Hérlendis er þvi góðu heilli annað ástand og betra i atvinnumálum en i mörgum grannlanda okkar. I annan stað erum við á ýmsan hátt vel undir það búnir að takast á við örðugleika. Þvi veldur atvinnu- uppbygging sú sem átt hefur sér stað á undanförnum árum. tslendingar hafa iika sýnt og sannað að þeir eru vinnusamt fólk og dugmikið, sagði Ólafur-, fram- leiðsla á mann er mjög mikil og islenzkir sjómenn eru t.d. liklega einhverjir beztu sjómenn verald- ar. Þess vegna er engin ástæða tii þess að æðrast, þótt á móti blási um sinn, sagði ráðherra. Það mark sem fyrst og fremst ber að keppa að og miða við er að tryggja, að atvinnuvegirnir verði áfram i fullum gangi og atvinna verði næg. Oftsinnis hafa Islendingar átt við meiri örðugleika að etja en nú og sigrast á þeim. Hitt er svo annað mál, sagði Ólafur, að þeir erfiðleikar, sem nú blasa við, kunna að vaxa mönnum i augum, þegar ástandið nú er borið saman við hin góðu kjör, sem landslýður allur hefur búið við undanfarin ár. Við skulum ekki ætla, að ekki verði sigrazt á vandanum, þótt eitthvað þrengi að okkur i bili, og leggja ótrauð til atlögu gegn örðugleikunum i þeirri fullvissu, að öll él styttir upp um siðir, sagði Ólafur Jóhannesson i lok ræðu sinnar. MERKI KROSSINS — málgagn kaþólsku kirkjunnar Merki krossins nefnist nýtt tima- rit, sem hafin er útgáfa á hérlend- is. Hér er um að ræða málgagn kaþólsku kirkjunnar á Islandi. Merki krossins kemur út fjór- um sinnum á ári, og afgreiðsla þess er i höndum Karmelsystra i klaustrinu i Hafnarfirði. Fjármálaráðuneytið, 2Í. janúar 1975. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir desemh ermánuð 1974, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 27. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Athygli þeirra smáatvinnurekenda, sem heimild hafa til að skila söluskatti aðeins einu sinni á ári er vakin á þvi, að þeim ber nú að skila söluskatti vegna timabilsins 1. okt.-31. des. ^Nýjung á niundu hæð Við bjóðum gestum okkar úrval rétta, allt frá heitum samlokum upp í stórar steikur. Einnig eru á boðstólum súpur, forréttir, eftirréttir, kaffi og með því, að ógleymdum rétti dagsins hverju sinni. Allt þetta sem við bjóðum upp á, hefur eitt sameiginlegt, og það er verðið, það er eins lágt og hægt er að hafa það. Opið frá kl. 08.00 til 22.00 alla daga. Suöurlandsbraut 2 Reykjavík. Simi 82200 Hótel Esja,heimiliþeirra er Reykjavík gista m ■', r ií \ f'x >w Jt XV, T > V C- v*- • ♦ vv +£**.* •/ u/$» b/ & Aðstoðarlæknar 2 stöður aðstoðarlækna við Röntgendeild Borgar spítalans eru lausar til umsóknar nú þegar eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja- vikur við Reykjavikurborg. ó Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, skulu sendar yfirlækni deiidarinnar, sem jafnframt veitir frekari uppiýsingar. .■* Iteykjavík, 23. janúar 1975 Stjórn sjúkrastofnana ; Reykjavikurborgar. y r> •'. •:W‘ ~ V, -í? Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðju- daginn 28. janúar, kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri klukkan 5. Sala Varnarliðseigna. HOTEL LOFTLEÐIR DiómAiniuR Fjölbreyttar veitingar.Munið kalda borðið. Opiðfrá kl. 1 2—14.30 og 1 9—23.30. VÍniRRDSDAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.