Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 27. febrúar 1975 O Krónan Þetta er sú tala, sem okkur hefur fundizt hverfa árlega af markaðnum, sögðu þeir félagar við okkur. Við spurðum hvort svipað magn væri á markaðnum nú og áður. — Já, þetta er næst stærsta plássið, sem við höfum fengið undir markaðinn. Borðin eru rúmlega 40 metrar á lengd. Það rúmast afskaplega vel hérna, og má reikna með þvl, að það sé með mesta möti af bókum. — Nokkrar nýjungar? — Já, við höfum lagt mikið upp úr þvi að ná saman söfnum, sem mörg eru litt fáanleg. Þarna sjáið þið Þórberg, Bólu-Hjálmar, Þor- stein Erlingsson og Davíð, sem eru löngu ófáanlegir. Svo erum við með Nýálana og Blöndu auk margs annars. Þessi söfn er hægt að fá með afborgunarkjörunum eða 10% afslætti gegn stað- greiðslu, sé eitthvað keypt að ráði. En það er óhætt að undir- strika það, að það verður margt ófáanlegt, þegar þessum markaði lýkur, þvi að hingað koma slðustu leifar lageranna, sem óseldir hafa verið I búðum viðs vegar um landið. Verðið á bókunum? — Það er afskaplega mismun- andi, en það er allt niður undir tuttugu krónur. Við fundum bókina, em við höldum, að sé ódýrust. Hún var prentuö I Prentsmiðju Sigm. Guð- mundssonar árið 1883 og kostar núna 22 krónur. Hún heitir ,,Lút- ers minning” og er eftir Helga Halfdánarson. — Bókamarkaðurinn verður opinn út alla næstu viku alla virka daga á venjulegum verzlunar- tlma, og þriðjudaga og föstudaga til kl. 22. A laugardögum er opið til kl. 6. Bóksalafélag Islands vinnur mikið og þarft verk með að gefa bókþyrstum mönnum tækifæri til að eignast bækur með góðum kjörum, þær bækur, sem sumar eru jafnvel horfnar úr verzlunum fyrir löngu. Allur almenningur hefur lika kunnað að meta þessa bókamarkaði, og þar hefur jafnan verið þröng á þingi, og ekki að efa að svo verður enn. 0 Agreiningur bjartsýni egypzkra ráðamanna, þ.e. að þeir séu nú þegar farnir að undirbúa annað skrefið i friðar- umleitunum I Miðjarðarhafslönd- um. Kissinger ætlar sér að fá ísraelsmenn til að kveðja herlið sitt heim frá Sinai-skaga I skipt- um fyrir yfirlýsingu af hálfu Egypta um frið i náinni framtlð. Takist að ná samkomulagi þessa efnis, er þar með rudd brautin fyrir viðræður deiluaðila um varanlegan frið I Miðjarðarhafs- löndum — það er þetta annað skref I röðinni, sem athygli egypzkra ráðamanna beinist nú æ meira að. O Fulltrúar — Já, kannski aö einhverju marki, en þó tel ég aö það sé ekki hægt að neinu verulegu leyti, þvl að áburðinn verðum viö að hafa. Heyið hefur allt frá landnámstíð verið undirstaöa landbúnaðarins og það hefur ekki misst sitt gildi, þótt landbúnaðurinn hafi tekið miklum stakkaskiptum. Mikil notkun á erlendum fóöurbæti hlýtur aö vera neyðarúrræöi, sérstaklega þegar eins er I pott- inn búið og nú er hvað gjaldeyris- málum viðvíkur. — Það er þung gremja hjá bændum út i skrif VIsis um land- búnaðarmál. Ot um allan heim eru þúsundir manna sveltandi og þá koma þeir fram með þá kenn- ingu, að bezt sé fyrir okkur aö hætta að framleiða mat, þótt við framleiöum ekki nema rétt riflega fyrir okkur sjálf. Sem dæmi um þaö, vil ég nefna, að smjörbirgðir landsmanna hafá aldrei veriö eins litlar og einmitt núna. Að lokum sagði Sigmundur Sigurðsson: — Ég veit að bændastéttin mun gera allt sem i hennar valdi stendur til þess að hagræöa búnaði sinum á þann veg, að til heilla verði fyrir þá sjálfa, svo og til hagsbóta fyrir allt þjóöfélagiö. TÍMINN Kristján Sveinsson læknir kjörinn heiðursborgari Auglýsið í Tímanum BH-Reykjavik. Hristján Sveins- son, læknir, var kjörinn heiöurs- borgari Reykjavikur á fundi borgarstjórnar si. fimmtudag, og voru borgarfulltrúar á einu máli um heiðursborgarakjörið. 1 tilefni þess hélt borgarstjórn Kristjáni Sveinssyni kaffisamsæti á miðvikudaginn, og skýrði borgar- stjóri, Birgir tsieifur Gunnars- son, þar frá þessari samþykkt borgarstjórnar og afhenti hinum nýkjörna heiðursborgara bréf borgarstjórnar um kjörið. 1 ræðu sinni komst borgarstjóri m.a. svo að orði: „í þessu ölduróti siðustu ára- tuga hefur e.t.v. verið nauðsyn- legra en nokkru sinni fyrr að eiga menn, sem liknuðu og hugguðu af þeirri hjartagæzku, sem einkennt hefur störf Kristjáns Sveins- sonar. Störf hans hafa verið margvis- leg. Hann hefur verið augnlæknir viö Landspitalann og Landakots- spltalann, dósent við Háskóla ís- lands I sérgrein sinni, ritað margt um augnlækningar, og ég nefni einnig hér, að hann var vara- bæjarfulltrúi I Reykjavik 1950- 1958. Flestir hafa þó sennilega notið þjónustu hans á lækna- stofunni við Skólabrú. Þangað hafa þúsundir Reykvikinga komið I gegnum árin og enginn farið bónleiður til búðar. Þar og reyndar alls staðar, þar sem hann hefur hitt sjúklinga sina, hafa þeir notiö frábærrar læknis- kunnáttu og blessunarrikra huggunarorða Kristjáns Sveins- sonar.Hann hefur ávallt I orði og verki komið fram sem einlægur vinur þeirra, sem liknar þurftu með, — hlýr og minnisstæöur persónuleiki, sem óþreytandi hef- ur ausið úr brunni manngæzku sinnar og mildi. Enn I dag, að ný- afstöðnu 75 ára afmæli Kristjáns Sveinssonar, er biðstofan að Skólabrú full af fólki, sem leitar þjónustu hans.” Að lokinni ræðu borgarstjóra þakkaði Kristján Sveinsson meö nokkrum orðum. Bréf borgarstjórnar er ritað af Halldóri Péturssyni, listmálara, en sérstök skinnmappa, sem bréfinu fylgir, er gerð af Þresti Jónssyni, bókbindara. Borgarstjóri afhendir Kristjáni Sveinssyni heiðursborgaraskjalið. O Heitt vatn vatnsmagn á 522 metra dýpi og var borað litlu lengra niður. Kristján Sæmundsson hjá Orku- stofnun rlkisins, sagði, að ekki væri ákveðið hvort áfram verði haldið með borunina, og það sennilega ekki gert nema að Akureyringar eigi þar hlut að. Bæjarráð Akureyrar, hefur heimilað hitaveitunefnd að óska eftir þvi við Jarðhitadeild Orku- stofnunar að borholan á Laugum, sem boruð hefur verið á vegum menntamálaráðuneytisins, verði dýpkuð 1 1000-2000 metra, eða eins mikið og hægt er með þeim bor, sem notaður hefur verið. Þá heimilar bæjarráð hitaveitu- nefnd, að leita eftir bráðabirgða- láni allt að 2 milljónum króna til að standa undir 60% kostnaðar á móti Orkusjóði ef nauðsynlegt reynist, meðan beðið er eftir skiptingu á fjárveitingu I fjárlög- um milli Akraness og Akureyrar vegna jarðhitarannsókna. Þrir skólar eru að Laugum I Reykjadal, húsmæðraskóli, barnaskóli og héraðsskólinn, sem um þessar mundir á fimmtiu ára afmæli, og má segja að hann hafi fengið góða afmælisgjöf sem er heita vatnið. Kristján Sveinsson þakkar heiðursborgarakjörið. Tlmamyndir: Róbert. BANKASTRÆTI 9 — SIMI 1-18-11 HERRAR Finnsk föt Grófriflaðir jakkar í litlum stærðum komnir aftur Terylene buxur Skyrtur Slaufur Enskir karlmannaskór Cowboy stígvél .................. Sendum gegn póstkröfu hvert sem er DÖAAUR Þunnir rúlukragabolir Hólfsíð flauelspils Síð riflaflauelspils Slétt flauels dragtir|i Terelynebuxur Slétt flauels buxur r” F.:: !«•

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.