Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.02.1975, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 27. febrúar 1975 Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla á mér, þegar hann sagði þetta, þvi að ég minntist þess strax, að við höfðum séð Silas frænda læðast burt i náttmyrkrinu með spaða. Og ég vissi, að Benný hafði lika séð hann, þvi að hún hafði minnzt á það einn daginn. Um leið og Tumi þagnaði, breyttist skoðun hans á málinu og hann bað Silas frænda einungis að hafa hljótt um sig og segja ekki orð um þetta mál. Við hin átt- um auðvitað að gera hið sama. Hann varð að þegja, þvi að það var ekki skylda hans að ákæra sjálfan sig. Ef hann aðeins þegði, mundi enginn maður fá nokkuð að vita, en ef þetta kæmist upp og eitthvað kæmi fyrir hann, mundu hjörtu fólks hans bresta af sorg og það mundi kannski deyja, án þess að dauði þess yrði nokkrum að gagni. Að endingu lof- aði Silas frændi lika að þegja. Þá urðum við öll nokkru rólegri og reyndum eins og við gátum að hug- hreysta hann og telja i hann kjark. Við sögðum honum, að hann þyrfti ekki annað en gæta þess að þegja eins og steinn, þá mundi ekki liða á löngu þar til málið væri gleymt. Við sögðum öll, að engum lifandi manni mundi detta i hug að gruna Silas frænda eða láta sig dreyma um, að TÍMÍNN 15 Ólafur Einar Sveinn Jóhannesson Agústsson Jónsson FUF í Reykjavík boðar til almenns stjórnmálafundar: Hvað er framundan í efnahagsmálum? r FUF i Reykjavik heldur almennan stjórnmálafund að Hótel Esju miðvikudaginn 5. marz n.k. klukkan 20. Fundarefni: Hvað er framundan I efnahagsmálum? Stuttar framsöguræður flytja ráðherrarnir Ólafur Jóhannesson og Einar Ágústsson, sem siðan munu svara spurningum fundarmanna. Fundarstjóri Sveinn Jónsson, formaður FUF i Reykjavik. Austur- Skaftafellssýsla Arshátið Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldin að Hótel Höfn Hornafirði, laugardaginn 8. marz. Avörp flytja: Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldór Asgrimsson alþingismaður. Nánar auglýst siðar. O Húsnæðismál — Hefur aldrei komið til greina að Húsnæðismálastofnunin stuðli að endurnýjun gamalla húsa, sem sjónarsviptir væri að, ef yrðu rif- in? — Nei, ekki enn, nema hvað öryrkjar hafa fengið fyrirgreiðslu vegna endurnýjunar húsnæðis. Það væri vel þess virði að gera út- tekt á eldra húsnæði i gömlum hverfum og athuga að hve miklu leyti væri hægt að nyta þau sem ibúðarhúsnæði. A ísafirði og Seyðisfirði svo dæmi séu nefnd er fjöldi gamalla húsa frá þvi fyrir 1930, sem hafa á sér skemmtilegan blæ. Þar er einmitt skortur á ibúðarhúsnæði eins og svo viða. Ef þessi hús yrðu endurnyjuð og þeim vel við haldið myndi það skapa ákveðið andrúmsloft, sem óviða er til hér, og menn sakna alla jafna i nýjum ibúðarhverfum, en fæst ekki nema með ákveðinni hefð og notkun. Starfsmenn tæknideildar vilja gjarnan koma þessum hug- myndum á framfæri við opinbera aðila, en t.þ.a. Húsnæðismála- stofnunin, sem slik, geti stuðlað að þessum málum þarf að breyta lögum og reglugerðum varðandi lánamál. Þetta verkefni er mjög tima- bært. Á lsafirði t.d. eru sum gömlu húsin mjög léleg, en mörg eru i það góðu ástandi, að við höldum að með litlum tilkostnaði væri hægt að gera þau nytileg sem ibúðarhúsnæði. Það þyrfti að gera úttekt á slikum húsum og bera saman kostnað endurnýjun- ar annars vegar og niðurrifs og nýbyggingar hins vegar. Framkvæmdastofnun rikisins lét gera könnun á endurnýjunar- þörf á húsnæði og reyndist hún einmitt mikil á Vestfjörðum og Austfjörðum. A árunum 1973-'74 varð stökkbreyting á þessum slóðum, er fólk fór að sækja þang- að i auknum mæli i von um betri afkomu, en áður, vegna bættra samgangna og jafnari atvinnu- möguleika við tilkomu skuttogar- anna. Margt af fólkinu, sem flyzt til útgerðarbæjanna, vill ekki festa fé i húsbyggingum þegar i stað, það vill leigja sér húsnæði fyrstu árin meðan það gerir upp hug sinn hvort það vill setjast að. Þarna gæti endurnýjun gamalla húsa jafnvel komið i góðar þarfir til aö koma fljótt upp leiguhús- næði og leysa brýnan húsnæðis- vanda. — En hvað um Reykjavik, eru ekki einhver hús hér, sem þú telur að rétt væri að varðveita, og e.t.v. mætti takast með breyttum regl- um um lán Húsnæðismála- stofnunarinnar? — Jú, mér koma i hug ýmis hús i Þingholtunum, sömuleiðis i Vesturbænum bæði við Vestur- götu, Nýlendugötu og viðar, sem skaði væri að væru rifin að óathuguðu máli. Á tæknideild Húsnæðismála- stofunarinnar vinna nú um 25 manns svo sem áður var sagt, þar af einir fimm arkitektar. Harald- ur V. Haraldsson gat þess i lok viðtals okkar, að óvist væri að sá fjöldi starfsmanna yrði varanleg- ur. Fjölgað hefði verið starfsfólki til að annars vegar auka og bæta tæknilega þjónustu við hinn al- menna byggjanda jafnframt rannsókna-og umbótastarfi i hús- næðismálum, og hins vegar til þess að geta unnið ný verkefni, sem stofnuninni hafa verið falin svo sem framkvæmdaáætlun leiguibúða. Til þess að endur- skipuleggja slika starfsemi og koma henni á jákvæðan grundvöll þarf timabundið fjölmennara starfslið en ella. Annars verður reynslan og framvinda efnahags- og byggingarmála að skera úr þar um. Húsnæðismálastofnunin ætti að vera ábyrgur ráðgefandi aðili i húsnæðis og byggingamál- um. Hún ætti að vera stjórnunar- tæki, sem veitti viðtöku upp- lýsingum og kæmi þeim áleiðis. Hugmyndir eru jafnvel uppi um að á stofnuninni starfi visir að hugmyndabanka um hönnun hús- næðis og tæknilegar nýjungar, og að hún komi á framfæri og kaupi hugmyndir tæknimanna. Framkvæmdir Framkvæmda- nefndar byggingaráætlunar i Breiðholti voru vel skipulagðar og hafa tekizt vel, sagði Haraldur V. Haraldsson. — En þær voru á afmörkuðu svæði. Bygging leigu- ibúðanna þúsund er ennþá um- fangsmeira verkefni þar er það er dreift á marga byggingarstaði um allt land. Eftirsóknarvert væri að ná verulega niður kostn- aði við þessar framkvæmdir með samræmdum aðgerðum og meiri- háttar sameiginlegum innkaup- um, en höfða jafnframt til ein- staklingsins, hins almenna byggj- anda, og koma til móts við þarfir ha»s öll sú vitneskja og reynsla, sem fæst við slikar framkvæmda- áætlanir er mikils virði og þarf að nýtast við siðari áætlunargerðir. Með framkvæmdaáætlún leigu- ibúðanna gefst kjörið tækifæri til að gera úttekt á möguleikum hag- ræðingar i samræmdum bygg- ingarframkvæmdum dreifbýlis- manna vitt og breitt um landið samtimis. Það er vissulega brýnt verkefni að kanna allar hugsan- legar leiðir til lækkunar bygg- ingarkostnaðar og til að hamla gegn þeirri óheillaþróun, sem nú á sér stað sums staðar i bygg- ingariönaðinum á þessum verð- bólgutimum. Ég er ekki i nokkr- um vafa um það,- að með góðum vilja og samræmdum skipulögð- um aðgerðum er hægt að ná um- talsverðum árangri. , U. ffl —iii yii Bil Rangæingar - spilakeppni Framsóknarfélag Rangæinga efnir til þriggja kvölda spila- keppni sem hefst i Félagsheimilinu á Hvoli sunnudaginn 2. marz kl. 21, stundvislega. Góð verðlaun. — Stjórnin. V___________________________________________J Félagsmdlaskóli Framsóknarflokksins Marz-námskeið hefst laugardaginn 8. marz kl. 1.30 og lýkur sunnudaginn 16. marz. Flutt verða erindi um fundarsköp og ræðumennsku og haldnar málfundaæfingar. Erindi um þjóðmál flytja: Vilhjálmur Hjáimarsson, Þráinn Vaidimarsson, Tómas Árnason, Þórarinn Þórarinsson auk leiðbeinanda. 1 hringborðsumræðum taka þátt: Ólafur Jóhan.iesson, Einar Ágústsson, Halidór E. Sigurðsson, Steingrimur Hermannsson. Leiðbeinandi verður Jón Sigurðsson. Hafið samband við skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðar- árstig 18, s. 24480, en þar verður námskeiðið haldið. Selfoss og nágrenni Félagsvist verður spiluð i Tryggvaskála föstudaginn 28. febrúar kl. 20,30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélag Selfoss. Kópavogur Fulltrúaráð Framsóknarfélaganna i Kópavogi heldur fund um húsnæðismál fimmtudagnn 27. febrúar kl. 20,30 i félagsheimili Kópavogs. Frummælendur: Jón Skaftason alþingismaður og Jó- hann H. Jónsson bæjarfulltrúi. Stjórnin. Reykjanes- kjördæmi Ráðstefna um sveitarstjórnarmál verður haldin að veitingahús- inu Skiphóli, Hafnarfirði, laugardaginn 1. marz kl. 2 e.h. Eft- irfarandi mál verða tekin til meðferðar: 1. Fjármögnun sveitarfélaga. Frummælandi: Björgvin Sæmundsson bæjarstjóri. 2. Atvinnuuppbygging i Reykjaneskjördæmi. Frummælandi: Margeir Jónsson útgerðarmaður. 3. Umhverfismál. Frummælandi: Markús A. Einarsson veður- fræðingur. Jón Skaftason alþingismaður ávarpar ráðstefnuna. Forseti ráð- stefnunnar verður Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi. Sveitarstjórnarmenn Framsóknarflokksins i kjördæminu og fulltrúaráðsmenn kjördæmissambandsins eru boðaðir á fundinn. Allt áhugafólk velkomið. Stjórn K.F.R. Félag framsóknar kvenna í Reykjavík Fundur verður að Hallveigarstöðum fimmtudaginn 6. marz n.k. Fundarefni: Sigriður Thorlacius form. Kvenfélagasambands ís- lands flytur erindi: Hugleiðingar i tilefni af kvennaárinu og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi i Hafnarfirði segir frá Alþingi. Freyjukonur og Hörpukonur eru velkomnar á fund- inn. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.