Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 28. febrúar 1975 Kristinn Reyr, Herdís Egilsdóttir og Siguröur A. Magnússon halda hér á nokkrum málverkanna, sem seld veröa á morgun. TlmamyndG.E. Kynning á verkum Guðmundar Böðvarssonar í Norræna húsinu A MORGUN, laugardaginn 1. marz, veröur kynning á verkum Guömundar Böövarssonar skáids I Norræna húsinu I Reykjavik. Dagskráin nefnist Kyssti mig sól, en svo hét fyrsta ljóöabók Guö- mundar Böövarssonar. Hún kom út áriö 1936. Þaö er Rithöfunda- samband tslands, sem gengst fyrir þessari bókmenntakynn- ingu, og dagskráin veröur á þessa leiö: Inngangsorö: Sigurður A. Magnússon rithöf., formaður R.S.l. Samleikur á fiðlu og planó: Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Halldór Haraldsson pianóleikari. Erindi um skáldið Guðmund Böðvarsson: Frú Ingibjörg Berg- þórsdóttir. Ljóðalestur: Anna Kristín Arn- grlmsdóttír leikkona og Þórunn M. Magnúsdóttir leikkona. Visnasöngur: Böðvar Guðmunds- son skáld. Ljóðalestur: Óskar Halldórsson lektor. Ljóöasöngur: Margrét Helga Jó- hannsdóttir leikkoná. Kynnir verður Stefán Júliusson rithöfundur. Að lokum verður uppboð á mál- verkum eftir marga okkar þekkt- ustu listamenn, og er vert aö vekja alveg sérstaka athygli á þvi. Málverkin, sem þarna verða boðin upp, eru nefnilega öll gefin af listamönnunum, sem þau hafa gert, og sannast hér enn einu sinni, aö rithöfundar, málarar og hvers konar listamenn aðrir geta staöið saman, þegar þess er þörf, þótt oft sé talað um sundrungu i þeirra rööum. Listamennirnir, sem þegar hafa gefið verk sin á þetta upp- boð, eru: Barbara Árnason Einar Baldvinsson Einar Hákonarson Guðmundur Karl Ásbjörnsson Hafsteinn Austmann Hringur Jóhannessson Jóhannes Jóhannesson Karl Kvaran Magnús A. Árnason Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar á Grensásvegi 9, þriðjudaginn 4. mars kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Vil kaupa sambyggða trésmíðavél Upplýsingar í síma 8-24-36 á kvöldin málverkauppboð á eftir Guðmundur Böðvarsson skáid. Ingibjörg Bergþórsdottir I Fljóts- tungu. Hún flytur erindi um Guö- mund Böövarsson á bókmennta- kynningunni á morgun. Pétur Friðrik Ragnar Páll Þorbjörg Höskuldsdóttir Þorvaldur Skúlason. Auk þess munu vera væntanleg málverk frá Braga Ásgeirssyni, Hjörleifi Sigurðssyni og Snorra Sveini. Eins og kunnugt er og áður hef- ur verið sagt frá, gáfu erfingjar Guðmundar Böðvarssonar Búnaðarsambandi Borgarfjarð- ar, Ungmennasambandi Borgar- fjarðar og Kvenfélagasambandi Borgarfjarðar hús Guðmundar Böðvarssonar að Kirkjubóli i Hvítárslðu á siðast liðnu hausti, en 1. september voru sjötiu ár lið- in frá fæðingu Guðmundar. Um leið var stofnaður Minningarsjóð- ur Guðmundar Böðvarssonar og konu hans, Ingibjargar Sigurðar- dóttur, en honum skal varið til endurbóta, viðhalds og reksturs á húsi Guðmundar Böðvarssonar. Þau þrjú félagasamtök i Borgarfirði, sem nú eru eigendur hússins, hafa þegar safnað um hálfri milljón króna heima I héraði, en meira þarf til, og verð- ur andvirði málverkanna, sem seld verða á morgun, látið renna óskipt i Minningarsjóð Guðmund- ar Böðvarssonar og konu hans. Það skal og tekið fram, að fólkið, sem kemur fram á bókmennta- kynningunni, gefur vinnu sina til styrktar góðu málefni. Húsið á Kirkjubóli, sem þau bjuggu i á efstu árum sinum, Guðmundur Böðvarsson og Ingi- björg Sigurðardóttir kona hans, verður i framtiðinni notað handa rithöfundum, sem kjósa að dvelj- ast þar um lengri eða skemmri tima. Þess má að lokum geta, að að- gangur að bókmenntakynning- unni Kyssti mig sól, er ókeypis og öllum heimill. -VS. Síðustu sýn ingar ó Herranótt M.R. MENNTSKÆLINGAR ÚR M.R. hafa aö undanförnu veriö meö slna árvissu Herranótt á sviöi Austurbæjarbiós. Aö þessu sinni tóku þeir fyrir tvo einþáttunga eftir Bertolt Brecht, Smáborgara brúökaup og Spæjarann. Einnig hafa veriö lesin upp ljóö eftir Brecht. Góður romur hefur verið gerður að leiksýningunum, en Smáborgarabrúðkaup er gaman- leikur með léttri ádeilu, en Spæjarinn lýsir andanum i Þýzkalandi á uppgöngutimum nazismans. Hrafn Gunnlaugsson er leikstjóri. Nú fer hver að verða siðastur að sjá Herranótt, þvi að siðustu sýningar eru i kvöld og sunnu- dagskvöld i Austurbæjarbiói. Hreppsfundur á Hvalfjarðarströnd: Rannsókn á lífríki á undan ákvörðun um verksmiðjubyggingu Á MÁNUDAGINN var hrepps- fundur haldinn á Ilvalfjaröar- strönd, og voru þar rædd ýmis mál sveitarinnar, sem nú stendur á vegamótum vegna fyrirhugaðr- ar stóriðju, sem ætlaður er staöur við hreppsmörkin, þótt athafna- svæðið eigi að vlsu að verða i Skil- mannahreppi. Meðal annars hefur komið til orða sameining Hvalfjarðar- strandarhrepps, Innri- Akraness- hrepps og Leirársveitar, Skil- mannahrepps, svo að þeir, sem byggt hafa þessar sveitir, hafi betri tök á málum sinum, ef til hagsmunaárekstra kynni að koma við aðkomufólk i nýbyggð við málmblendiverksmiðjuna. Á þessum hreppsfundi var þó fellt að æskja slikrar sameining- ar af hálfu Hvalfjarðarstrandar- hrepps. Þar var einnig samþykkt einróma að fara þess á leit, að fullkomin rannsókn á lifriki Hval- fjarðar og hugsanlegum áhrifum málmblendiverksmiðju á Grund- artanga á það verði gerð , áður en ákvörðun verður tekin um verk- smiðjubyggingu. Er þessi sam- þykkt lik þeirri, sem búnaðar- samband héraðsins hafði áður gert. Loks var samþykkt að endur- reisa félagsheimilið. Hlaðir við Saurbæ, sem brann i vetur. Æskulýðsdagur helg aður fjölskyldunni Hinn árlegi æskulýösdagur þjóökirkjunnar er n.k. sunnudag, 2. marz. Dagurinn ber yfirskrift- ina: „Fjölskyldan.” í fréttatilkynningu frá æsku- lýðsfulltrúa kirkjunnar segir, að markmið dagsins sé að benda til Jesú Krists sem þess afls, er varöveitt getur heimilið, — verið brú yfir þau gljúfur, er fjölskyld- ur og heimili þjóðfélags okkar eiga við að striða. Sérstakar guðþjónustur verða i flestum kirkjum landsins, og er þess vænzt, að fjölskyldur fjöl- menni i kirkjur og geri daginn að hátíöis- og fjölskyldudegi. Samkomur hafa verið og verða víða um land. í Reykjavik gengst æskulýðsstarf kirkjunnar fyrir samkomu i Bústaðakirkju, sunnud. 2. marz kl. 22.00. A efnis- skrá samkomunnar er m.á. hljómsveitarleikur i ,,popp”-stil, kórsöngur og biskup landsins, herra Sigurbjörn Einarsson, situr fyrir svörum. Spyrjandi verður Árni Gunnarsson, fréttamaður og samkomugestir. BARNAKENNARAR ÓÁNÆGÐIR Laun barnakennara hafa nær staðið I staö, þrátt fyrir verðbólg- una, og kjör þeirra hafa þvl rýrn- að mjög, segir I fréttatilkynningu frá fulltrúaráðsfundi Sambands islenzkra barnakennara, sem ný- lega var haldinn I Reykjavik. Fundarmenn kröfðust þess, að þegar yrðu bætt kjör barnakenn- ara og annarra launþega. Skorað var á fjármálaráðuneytið að taka þessi mál til athugunar i samráði við SIB og BSRB og varað við þeim afleiðingum, sem það kynni aö hafa, ef það yrði ekki gert þeg- ar i stað. Segir i tilkynningunni, að allar forsendur siðustu kjara- AAálverkasýningu lýkur í kvöld kl. 1 Málverkasýningu Gunnars Þorleifssonar að Lækjargötu 2 i Klausturhólum lýkur á búðartima klukkan sjö i dag, föstudaginn 28. febrúar. Alls sýnir Gunnar Þorleifsson þarna um 40 oliumálverk og höfðu 10 samnmga séu brostnar, og þvi vafasamt, hvort þeir samningar séu lengur i gildi. Fulltrúaráð Sambands isl. barnakennara er nýtt ráð innan samtakanna. Það var stofnað með breytingu á lögum SIB á aðalþingi vorið 1974. Fulltrúaráðið er skipað tveim- ur fulltrúum frá hverju svæða- sambandi (landinu er skipt i 10 svæði), auk aðalstjórnar SIB (7 menn). Fulltrúaráðið kemur saman til funda tvisvar til þrisvar milli aðalþinga, sem haldin eru annað hvert ár. Þetta var fyrsti fundur fulltrúaráðsins. Gunnars 9.00 myndir selzt er blaðið hafði samband við Gunnar i gær, en þess er að gæta að rúmlega helmingur myndanna er i einkaeign og ekki til sölu á sýningunni. Gunnar hefur hlotið góða um- sögn i blöðum um myndir sinar, sem eru árangur af áratugalöngu tómstundastarfi, en Gunnar er sem kunnugt er framkvæmda- stjóri Félagsbókbandsins og bókaútgáfunnar Hildar. Hann hefur auk málverka unnið að bókaskreytingum og teiknað káp- ur á margar bækur. Er blaðið hafði samband við Gunnar i gær, kvaðst hann ánægður með árangurinn af sýn- ingunni. Menn hefðu tekið þessu vel, og mikilsvert væri fyrir mál- ara að geta séð verk sin sam- timis, þannig að unnt væri að gera sér grein fyrir heildarstefnu þeirri, er myndazt hefði gegnum árin. Enn fremur hefðu dómar listgagnrýnenda komið að haldi og við þá gætu menn stuðzt all- mikiö — að sinu viti. Þá bað hann blaöið að koma þákklæti sinu til þeirra mörgu, er hefðu lánað myndir á sýninguna i Klaustur- hólum. JG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.