Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.02.1975, Blaðsíða 20
Föstudagur 28. febrúar 1975 BAUER HAUGSUGAN er einmg traust eldvarnatæki. Guðbjörn Guöjónsson ■íj GK ft, 'irgóóanmat ^ KJÖTJONAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Ðl Sadat Egyptalandsforseti um fyrirhugaða för Kissingers til Miðjarðarhafslanda: ANNAÐHVORT NÚ EÐA ALDREI! SHORNA ÁMILLI Sadat og Kissinger. Myndin er tekin I siðustu samningaför bandariska utanrikisráðherrans til Miðjarðarhafslanda. Reuter-Kairó. Anwar Sadat Egyptalandsforseti átti fyrr i vikunni viðtal við sænska sjónvarpiö, en viðtalið birtist i egypzkum blöðum i gær. I viðtalinu segir Sadat, að hættulegt ástand skapist i Miðjarðarhafslöndum, ef enginn árangur náist i næstu samninga- för Henry Kissingers, utan- rikisráðherra Bandarikjanna. Orðrétt svarar forsetinn spurningu um gang friðar- viðræönanna þannig: — Við stöndum nú á krossgötum : Annað hvort færumst við nær varanleg- um friði eða eitthvað gerist—eitt hvað sem ég veit ekki hvað er, þvi að það hefur i för með sér mikla hættu. Sadat leggur ennfremur áherzlu á, að Egyptar séu ekki reiöubúnir að semja sérstaklega við lsraelsmenn um friö — sam- komulag þjóðanná tveggja verði að vera hluti af heildarsamkomu- lagi. — Ég álit að nú séu góðar likur á, að samningar takist, er haft eftir forsetanum — ef ekki, springur allt i loft upp. Ný alda mannrána Þekktum stjórnmálamanni rænt í Vestur-Berlín NTB/Reuter - Vestur- Berlin/Paris/Cordoba. Ný alda mannrána hefur riðið yfir siðasta sólarhring: Þrjú meiri háttar mannrán hafa verið framin á þessum tima: í gærmorgun var þekktum stjórnmálamanni rænt I Vestur-Berlin. Rétt eftir hádegi i gær voru svo fjórir bankastarfs- menn teknir i gislingu I Parfs. Og ioks var ræðismanni Banda- rikjanna i borginni Cordoba rænt siðdegis í fyrradag. Peter Lorenz, leiðtoga kristi- legra demókrata i Vestur-Berlin var rænt i gærmorgun, þegar hann var á leið til vinnu. Að verki voru 2 karlar og ein kona, sem talin eru standa i tengslum við öfgaflokkinn Baader-Meinhof. Lorenz er borgarstjóraefni kristilegra demókrata i væntan- legum borgarstjórnarkosningum i Vestur-Berlin, er fram fara eftir tvo daga. Lorenz og stuðnings- menn hans höfðu gert sér góðar vonir um að bera sigur úr býtum i kosningunum og komast til valda, en sósialdemókratar hafa stjórnaö borginni um árabil. Stjórmáiaflokkarnir hafa allir af- lýst fyrirhuguðum framboðsfund- um og öðrum kosningaáróðri. Fjöldi lögreglumanna leitaði i gær mannræningjanna þriggja og voru notaðar þyrlur við leitina. Talið er, að konan sé Angela Luther, fyrrum skólakennari, er lögreglan hefur leitað s.l. tvö ár. Bifreiðarstjóri Lorenz, sem mannræningjarnir rotuðu, hefur taliö sig þekkja hana á myndum, er lögreglan hefur sýnt honum. Þetta er i fyrsta sinn, að þekkt- um stjórnmálamanni er rænt i Vestur-Þýzkalandi — og þvi hefur mannránið vakið mikla athygli. Helmut Schmidt kanslara var þegar tilkynnt um atburðinn og sendi hannþegar i stað Hans- Dietrich Genscher utan- rikisráðherra til Vestur-Berlin til viðræðna um málið viö Klaus Schutz borgarstjóra. Þá fór Helmut Kohl, leiðtogi kristilegra demókrata, sömuleiðis til borgar- innar i sömu erindageröum. Þá var gerð tilraun til banka- ráns I miðri Paris i gær. Viðvörunarbjalla kom i veg fyrir fyrirætlun ráeningjanna og tiT átaka kom með þeim afleiðing- um, að bankastarfsmaður og einn ræningjanna biðu bana. Ræningjar þeir, sem eftir voru, og taldir eru tveir eða þrir, tóku þvi næst fjóra starfsmenn bankans i gislingu. 1 gærkvöldi héldu þeir enn kyrru fyrir I Rannsóknar- nefnd til Chile? Reuter-Genf. A fundi Mannréttindanefndar Sam- einuðu þjóðanna f fyrradag iögðu fulltrúar þriggja rikja — Bretlands, Hoilands og Nicaragua —fram tillögu sem mikla athyglihefur vakið. Til- lagan er þess efnis, að send verði þriggja manna nefnd til Chile I þeim tiigangi að rannsaka ásakanir i garð nú- verandi valdhafa um ómannúðlegar aðfarir, sem sagðar eru keyra úr hófi fram. Fulltrúi Bandarikjanna studdi þessa tillögu og kvað starf slikrar rannsóknar- nefndar geta haft mikla þýðingu, bæði til að varpa ljósi á fortiðina og koma i veg fyrir ofbeldi valdhafa i framtiöinni. Fulltrúi Sovét- rikjanna kvaðst hins vegar andvigur skipan nefndar- innar, þar eð hún væri með öllu óþörf — hverju manns- bami væri ljóst athæfi vald- hafanna i Chile. 1 staðinn bar sovézki fulltrúinn upp ályktunartillögu, þar sem Chilestjóm er fordæmd fyrir framferði sitt. I tillögu hinna þriggja rikja er sem fyrr segir gert ráð fyrir, að nefnd þriggja manna fari til Chile, kynni sér ástand mála i landinu og leggi svo itarlegt álit fyrir næsta fund Mannréttindanefndar S.Þ., sem haldinn verður að ári. 1 nefndinni eiga sæti fulltrúar 32 aðildarrikja S.Þ. bankanum, en höfðu krafizt himinhás lausnargjalds, bif- reiðar, til að komast á brott, og flugvélar, til að komast úr lofti. Loft var þrungið spennu i Paris i gærkvöldi, en óvist var, hver yrðu afdrif gislanna fjögurra. Ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að aflétta banni við vopnasölu veldur: Versnandi sambúð Banda- ríkjamanna og Indverja Enn betri órangur fyrir vikið í viðræðum Gretsko við indverska róðamenn Reuter-Nýju Delhi/Moskvu. SambúO Bandarikjamanna og Indverja virðist enn einu sinni fara versnandi. Astæðan að þessu sinni er sú ákvörðun m m 4UL ■ >á Gandhi: BandarlKjastjórn hefur ýft upp gömul sár. Bandarikjastjórnar að aflétta banni við vopnasölu til Indlands- skaga, er verið hafði I gildi f ára- tug. (Eins og áöur hefur verið skýrt frá, hafa Indverjar ekki áhuga á að kaupa vopn af Banda- rikjamönnum. Aftur á móti hafa Pakistanir sýnt þvi áhuga. Og það er tilhugsunin um, aö bandarisk vopn streymi til Pakistan I stór- um stll, sem raskað hefur ró ind- verskra ráðamanna) Indira Gandhi, forsætis- ráðherra hefur lýst yfir, að þessi ákvörðun Bandarikjastjórnar ýfi upp gömul ár. (Sambúð Banda- rlkjamanna og Indverja hefur veriö stirð á undanförnum árum, en eftir heimsókn Henry Kissingers utanrikisráðherra til Nýju Delhi fyrr i vetur töldu fréttaskýrendur, að sambúð þjóðanna færi batnandi.) Til aö leggja áherzlu á óánægju Indlandsstjornar, hefur svo Jeshwantrao Chavan utan- rikisráöherra aflýst fyrirhugaðr.i heimsókn sinni til Bandarikjanná I næsta mánuði. Indira Gandhi kvaðst harma ávkörðun Bandarikjastjórnar i þingræðu, er hún hélt i fyrradag. Hún bætti við: — Stjórnmála- leiðtogar þessa stórveldis virðast ætið falla I þá gryfju að leggja Indland og Pakistan að jöfnu. Gandhi sagði ennfremur, að alls ekki mætti lita á fram- leiöslu vopna á Indlandi, sem ógnun við Pakistan. Andrei Gretsko marskálkur, landvarnaráðherra Sovét- rlkjanna, hefur að undanförnu dvaiizt I Nýju Delhi og rætt við indverska ráðamenn um sam- skipti Indverja og Sovétmanna. Viðræðunum lauk I gær og álita fréttaskýrendur i Nýju Delhi að Indverskir ráðherrar hafi fengið Gretsko til að heita þeim auknu magni vopna I kjölfar ákvörðunar Bandarlkjastjórnar. Af opinberri hálfu hefur verið skýrt frá, að á ýmsum sviðum hafi náöst verulegur árangur i viðræðum Gretskos og ind- verskra ráðamanna. Og ekki er taliö, að ákvörðun Bandarikja- stjórnar hafi dregið úr þeim árangri. Ljóst er, að Indverjar — sem hafa að undanförnu fengið meira magn vopna frá Sovét- mönnum en nokkurt annað riki — setja allt traust sitt á Sovétmenn, bæði að þvi er varðar bein vopna- kaup og ekki siður aðstoð við að koma á fót eigin vopnafram- leiöslu. Sovétstjórnin hefur þegar skýringu á reiðum höndum á ákvörðun Bandarfkjastjórnar. 1 grein I stjórnarmálgagninu Izvestia er sagt, að ákvöröunin sé þrauthugsuð — hún sé liður i þeirri áæltun bandarlska iand- varnaráðuneytisins að auka bandarlsk áhrif I þessum heims- hluta. t þessu sambandi er bent á aukin umsvif Bandarikjaflota á Indlandshafi og áform Banda- rikjahers i þá átt að stækka herstöð Breta, sem er staðsett á Eeynni Diego Garcia i miðju Ind- landshafi. U.þ.b. 107 þús. Danir atvinnulausir NTB-Kaupmannahöfn. A að gizka 140 þúsund Dana eru nú atvinnulausir. Atvinnuleysi liefur stöðugt aukizt i landinu fram tii þessa, en slðasta hálf- an mánuð virðist taian nokkuð stöðugri. Rúmlega 107 þúsund manns uppfylla þau skilyrði, sem sett eru, til að atvinnuleysis- styrkur fáist greiddur. Að auki er reiknað með uþb 30 þúsund atvinnuleysingjum, sem ekki uppfylli skilyrðin. Ofangreind tala — 107 þúsund — nemur 12,3% af öllu vinnuafli i Danmörku. Mest er atvinnuleysi i bygginga- iðnaöi og ekki er neitt útlit fyrir, að úr rætist i bráð. Aukið atvinnu leysi innan EBE Reuter—Briissel. Stjórnar- nefnd Efnahagsbandalags Evrópu birti iíyrradag tölur um atvinnuleysi i aðiidarrlkj- um EBE I slðasta mánuði. Samkvæmt þeim voru rúm- iega fjórar milljónir manna atvinnulausar I janúar 1975. Atvinnuleysingjum innan vébanda EBE hefur fjölgað um á að gizka eina milljón á einu ári þvi að I janúar 1974 voru þeir rúmar þrjár milljón- ir. Hlutfallslega eru flestir at- vinnulausir i Danmörku — 11,8% sem er meira en helmingi hærri tala en sam- svarandi tala i upphafi siðasta árs. I Irska lýðveldinu eru 8,1% vinnufærra manna at- vinnulaus. 1 Vestur-Þýzka- landi hefur atvinnuleysi næst- um tvöfaldazt — nemur nú 5,1% er þýðir, að tala atvinnu- lausra i landinu nemur 1,1 milljón manna. Og þannig mætti áfram telja, — hvarvetna hefur at- vinnuleysi aukizt i aðildarrikj- um EBE á þessu eina ári. Rannsókn járn- brautarslyssins lýkur senn NTB-Ósló/Lillehammer. Norsk lögregluyfirvöld sögðu I gær, að niðurstöður iögreglu- rannsóknar á járnbrautar- slysinu við Tretten lægju væntanlega fyrir innan skamms — I allra slðasta lagi fyrir páska. Rannsóknarnefnd járn- brautaslysa i Noregi skilar skýrslu sinni um slysið og tildrög þess i lok þessarar viku, en að þvi búnu tekur við eiginleg lögreglurannsókn i málinu. Svo virðist, sem þeir, er slösuðust i hinu hörmulega slysi, séu allir á góðum bata- vegi. Samkvæmt upplýsingum sjúkrahúsanna i Gjövik og Lillehammer fá flestir þeirra, sem slösuðust, að fara heim fyrir helgi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.