Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.03.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. marz 1975. TÍMINN 7 iwt (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasími 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Beztu kjarabæturnar Segja má, að þvi hafi verið haldið fram af hálfu Framsóknarflokksins frá öndverðu, að drýgstu kjarabætur til handa launþegum, væru þær, sem fengjust, án beinnar kauphækkunar. Þessi afstaða flokksins stafar ekki af þvi, að hann sé andvigur eðlilegum kauphækkunum, enda hefur hann margsinnis átt þátt i að stuðla að þeim. Að veru- legu leyti rekur þetta viðhorf flokksins rætur til samskipta hans við samvinnufélögin, en höfuð- mark þeirra er að tryggja neytendum sem ódýr- astar vörur og þjónustu og auka þannig kaupmátt launanna. í samræmi við þetta, hefur flokkurinn ekki aðeins unnið að þvi að styðja samvinnu- hreyfinguna, heldur t.d. unnið að þvi á margvis- legan hátt á sviði húsnæðismálanna, að sem flestir gætu eignazt eigin ibúðir með sem hagkvæmustum kjörum. Fyrsta sporið i þeim efnum var stigið með byggingar- og landnámssjóði 1928, en siðan fylgdu verkamannabústaðalögin i kjölfarið, sem voru sett með Alþýðuflokknum, þá lögin um byggingar- samvinnufélög og loks núverandi húsnæðislána- kerfi, en frumdrögin að þvi voru sett i tið Stein- grims Steinþórssonar sem félagsmálaráðherra. Sameiginlega hefur þetta stuðlað að þvi, að senni- lega er það óviða, að eins margir einstaklingar eigi hlutfallslega sitt eigið húsnæði og á Islandi. Það er að þakka hinni opinberu aðstoð, sem hefur verið veitt með framangreindum lögum. Það hefur verið afstaða Framsóknarflokksins i sambandi við þá kjaradeilu, sem nú er á dagskrá, að reynt yrði að finna leiðir til að bæta kjör lág- launafólks, án meiriháttar kauphækkana. Miklar kauphækkanir myndu auka verðbólguna, þvi að i kjölfar þeirra fylgdu óhjákvæmilega nýjar verð- hækkanir, og jafnframt myndu þær stefna at- vinnuvegunum i hættu, þvi að þeir þola ekki aukn- ar byrðar að ráði. Fyrir þjóðfélagið, atvinnuveg- ina og launþegana eru beztu kjarabæturnar nú fólgnar i aðgerðum, sem ekki hafa áhrif til hækkunar, hvort heldur er á kaupgjald eða verð- lag. Það er i anda þessarar stefnu, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að beita sér bæði fyrir lækkun beinna og óbeinna skatta i þeim tilgangi að veita láglaunastéttunum verulegar kjarabætur, sem draga tilsvarandi úr þörf þeirra fyrir mikla kaup- hækkun. Jafnframt verður stefnt að auknum fjöl- skyldubótum, en i nokkru öðru formi en áður. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir verður að visu nokk- ur kauphækkun til láglaunastéttanna eftir sem áð- ur óhjákvæmileg, en hún þarf ekki að verða eins mikil og ella. Þvi er hér tvimælalaust stefnt i rétta átt i glimunni við hinn mikla efnahagsvanda, sem nú er fengizt við. Skattalækkunin hefur það i för með sér, að draga verður nokkuð úr útgjöldum rikissjóðs, en það verður að framkvæmast á þann hátt, að atvinnu- öryggið verði tryggt áfram og að byggðastefnan haldi áfram að njóta sin. Hér skiptir þvi höfuðmáli að á móti komi, að atvinnuvegunum sé tryggt nægilegt rekstrarfé og ekki sé dregið úr þeirri upp- byggingu þeirra, sem fer fram á vegum stofnlána- sjóðanna. Til að afla aukins stofnsfjár i þessu skyni er eðlilegt að krefjast nokkurs skyldu- sparnaðar þeirra, sem mesta hafa getuna. Á krepputimum, eins og þeim, sem nú eru, verð- ur oft að gera fleira en gott þykir. Með þeim ráð- stöfunum rikisstjórnarinnar, sem hér hefur verið drepið á, er vafalaust stefnt i rétta átt og þær ættu að geta greitt fyrir lausn yfirstandandi kjaradeilu. Þ.Þ. Jens Evensen, hafréttarráðherra Noregs: AAikil þörf fyrir ný hafréttarlög Því valda breyttar aðstæður í heiminum NÝ viðhorf í efnahags- og utanrikismálum blasa við Norðmönnum vegna þess, að nýjar auðlindir hafa fundizt á norska landgrunninu og alþjóðlegar samþykktir um hafrétt eru i mótun. Fram- vindan i samfélagi þjóðanna og undan ströndum landa okk- ar gjörbreytir aðstöðu okkar á alþjóðavettvangi, hvort sem við óskum þess eða ekki. Þær miklu auðlindir, sem koma i okkar hlut, auka mjög veru- lega velmegun okkar og mátt, en þær leggja um leið á okkar herðar ábyrgð, sem við getum hvorki hliðrað okkur hjá að takast á hendur né falið öðrum að annast. Orskurðurinn, sem kveðinn var upp 18. desember 1951 i landhelgisdeilu Norðmanna og Breta var stefnumarkandi i ýmsu efni. Með honum voru viðurkenndar ákveðnar grundvallarreglur i alþjóða- rétti, meðal annars um fisk- veiðilögsögu og grunnlinur og viðurkenning þessara megin- reglna hefir haft miklu við- tækari áhrif en nokkurn gat órað fyrir i upphafi. NIÐURSTAÐA Alþjóða- dómstólsins staðfesti ýmis viðhorf, sem tekið hafði að bóla á I alþjóðarétti meðan á siðari heimsstyrjöldinni stóð. Meðal annars hafði komið i ljós, að þær hefðir, sem gilt höfðu i hafrétti i heila öld i hin- um vestræna heimi, voru orðnar úreltar og gátu ekki samræmzt eðlilegum þörfum þjóðanna eins og komið var. Tæknibyltingin, er fylgdi i kjölfar siðari heimsstyrjald- arinnar, breikkaði enn bilið milli gamalla hefða vestrænna rikja i alþjóðarétti og þarfa nútimasamfélags þjóðanna. Úrskurður Haagdómstólsins var meðal þess fyrsta, sem gaf þetta til kynna, og hann hefir jafnframt orðið á ýmsan hátt undirstaða þeirra breyt- inga, sem nú er verið að móta á þjóðréttarákvæðum um heimshöfin. Meðal framvindunnar i haf- réttarmálum má nefna, að siaukinnar hneigðar til út- færslu landhelgi og fiskveiði- lögsögu hefir gætt árum sam- an. Nýmæli, sem i fyrstu sýndust úr lausu lofti gripin, hafa á undraskömmum tima breytt fyrri hugmyndum um alþjóðarétt, einfaldlega vegna þess, að þau svöruðu brýnum þörfum og fylltu réttarlegt tóm, sem fyrir var. Ljóst dæmi um þetta er landgrunns- reglan og viðurkenning á sér- rétti eyrikja. Útfærsla land- helgi og fiskveiðilögsögu hefir sýnt afar skýrt áreksturinn við eldri ákvæði, þar sem mörg riki hafa fært út ein- hliða, þvert ofan i fyrri sjónar- mið hins vestræna heims i haf- rétti. TÆPAST er of sterkt að orði kveðið þó að þessi framvinda sé nefnd bylting i utanrikis- málum og alþjóðarétti, en hún á rætur að rekja til ýmissa þátta. 1) Tæknibyltingin i kjölfar sið- ari heimsstyrjaldarinnar er þarna efst á blaði. Hún gefur kost á nýjum möguleikum til mannlegra athafna bæði i himingeimnum og á hðfun- um. 2) Beint af þessu leiðir mögu- leikana ti! nýtingar hafsins og hinna rikulegu náttúru- auðlinda sjávarbotnsins i Jens Evensen miklu stærri stil en áður var unnt. 1 þessu sambandi er ákaflega mikilvægt, að mönnunum verður kleift að nýta hinn mikla námaauð sjávarbotnsins. 3) Hin öra mannfjölgun og fávisleg eyðing auðlinda á þurru landi veldur þvi, að mikilvægi hafsvæðanna margfaldast bæði efnahags- lega og i stjórnmálum. 4) Hernaðarlegt mikilvægi hafsins eykst að sama skapi, ekki hvað sizt i hugsanlegri kjarnorku- styrjöld. 5) Meðal annarra þátta má nefna hættuna á ofveiði og óvænta nauðsyn á varð- veizlu lifandi auðlinda hafs- ins. Nýjar veiðiaðferðir valda þvi, að hafdjúpin eru ekki lengur ótæmandi. Yfir sumum dýrategundum vofir útrýming vegna rányrkju mannsins til dæmis hval, sel, sild, makril og styrju, og svo er raunar komið, að þorskstofninn er i hættu. 6) Annar snar þáttur yfirvof- andi háska er sú mengun hafsins, sem leitt hefir af tækniframförunum og hinni skefjalausu mannfjölgun. 7) Þá hefir framvindan einnig valdið þvi, að margur er tekinn að efast um réttmæti og nauðsyn hefðarinnar um frjálsa umferð um höfin, einkum með hliðsjón af kjarnorkuknúnum skipum, risastórum flutningaskipum og stórauknum flutningi efnavara, sem valdið geta örlagarikri eitrun. 8) Breytingar á heimsveldun- um hafa haft afar mikilvæg áhrif á stjórnmálafram- vinduna. Ibúar fyrrverandi nýlendna hafa ekki verið reiðubúnar að viðurkenna skilyrðislaust vestrænan skilning á alþjóðarétti að þvi er höfin varðar. OFANNEFND atriði ráða miklu um eðlilegt mat á fram- vindunni i hafréttarmálum á næstunni. I þessu efni gagnar litið að taka þá hefðbundnu af- stöðu, að berjast gegn aug- ljósri hneigð til ákveðinnar framvindu og reyna að hindra hana eða tefja. Norðmenn eru framfarasinnuð og friðelsk- andi lýðræðisþjóð og hljóta þvi að viðurkenna þörfina á nútima réttarreglum. Þetta á ekki einungis við um fiskveiði, heldur hafréttinn allan. Við hljótum að viðurkenna að hagsmunir okkar eiga sam- leið með hagsmunum heims- samfélagsins þegar um er að ræða verndun auðlinda baráttuna gegn mengun sjáv- ar og varöveizlu frjálsrar um- ferðar um höfin i megindrátt- um. Við hljótum sem siglinga- þjóð að viðurkenna, að frelsið til umferðar verður að lúta skipulagi og reglum i fram- kvæmd, svo að það verði ekki afnumið vegna augljósrar misnotkunar. Að verki eru á þessu sviði margskonar öfl, sem geta leitt til vandræða ef ekki er þegar i stað leitað skynsamlegra lausna á ýmsum vandamál- um. Andspyrna sumra þess- ara afla mun ekki aðeins valda siglingaþjóðunum vandræðum, heldur getur hún stefnt i voða hlutverki hafsins sem eðlilegustu og mikilvæg- ustu samgönguleið milli heimshluta. FRAMVINDAN, sem ég hefi hér litillega lýst, og vandinn, sem hún veldur, snertir kjarnann i hlutverki Norð- manna á alþjóðavettvangi. Við vikjum okkur undan bæði þjóðlegri og alþjóðlegri ábyrgð okkar ef við lokum augunum fyrir hinum nýju úr- lausnarefnum. Norðmenn taka senn sæti meðal tiu mestu oliuþjóða heims. Oliu- lindir okkar eru ef til vill ein- hverjar hinar mestu i heimi. Þetta hlýtur að hafa i för með sér, að við verðum efnalega miklu óháðari en við höfum verið. Það hefir einnig áhrif á athafnafrelsi okkar i stjórn- málunum. Sú spurning liggur beint við, hvernig við hyggj- umst beita mætti okkar og auknu mikilvægi á alþjóða- vettvangi. Við stöndum andspænis framvindu og ýmsum vanda, sem enginn leysir fyrir okkur, en allt er undir þvi komið, að við mörkum skynsamlega stjórnmálaafstöðu. Af þessu leiðir ekki úrgöngu úr samtök- um þjóða, heldur nýjar starfs- aðferðir innan samtakanna. Við erum ekki framar veik og hjáróma rödd i heimskórnum að þvi er efnahags- og stjórn- málastyrk áhrærir. Framveg- is verður eftir þvi tekið, hvað Norðmenn segja og gera, hvort sem okkur likar það bet- ur eða verr. ÞEGAR þannig er ástatt getum við ekki látið aðrar þjóðir um ákvarðanatökuna, hvort sem um er að ræða þær þjóðir, sem við höfum verið nátengdir, eða hinar sem fjær okkur hafa staðið i utanrikis- málum. Norðmenn mega heldur ekki fyllast hofmóði og hroka. Andspænis þeim málum, sem ég hefi hér gert að umræðuefni, eða hafréttinum og auðæfunum, sem Norð- menn geta sótt i hafið og hafs- botninn, verðum við að leita alþjóðlegra lausna, sem mæta skilningi og ná viðurkenningu. Norðmenn verða að berjast af alefli fyrir alþjóðlegum réttarreglum og stjórnmála- samvinnu, sem öðlast viður- kenningu og farið verður eftir. Staða Noregs sem land- grunns- og oliuveldis og aug- ljós fylgisaukning við 200 milna efnahagslögsögu færir okkur ný verkefni og nýja ábyrgð. Þetta eru við svið og veigamikil, og þar ber strand- rikjunum ekki aðeins að raka til sin auði. Þau verða einnig að taka á sig augljósar skyld- ur að þvi er varðar varðveizlu auðlinda, dreifingu orku og valdið á henni. Strandrikin verða að miða auðlindastefnu Frh. á bls. 10

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.